Lýsing
APIFONDA er sykurmassi með allt að 90% þurrefni. Hægt að nota til að styðja við fóðrun býflugnanna á vorin og ef fóðurskilyrði eru léleg á tímabilinu, til fóðurs í eðlunarbúi, en einnig til að vetra afleggjum í sexramma kúpum.
Yfirborð fóðurdeigsins helst rakt vegna hitans frá býflugunum, sem auðveldar þeim að sleikja upp örfínu kristallana.
Í 12,5 kg kassa eru fimm skammtapokar með 2,5 kg hver.
Meðhöndlunin er einföld:
Skerið lítinn ferning í plastið þannig að sykurdeigið sé aðgengilegt fyrir býflugurnar. Settu drottningagrind ofan á kassann og síðan Apifonda pokann með opinu niður á ristina. Taktu svo tóman kassa og settu yfir og lokaðu búinu. Býflugur taka inn sykurdeigið á um 2-3 vikum (fer eftir hitastigi osfrv.).
– Hentar mjög vel fyrir vetrun og sem vorfóðrun.
– Minni rányrkja en þegar fóðrað er með sykurvatni.
– Fljótleg og auðveld í notkun.
– Þægilegar umbúðir
Tæknilegar upplýsingar: 2,5 kg í poka
85% sykurmagn í hvert kg. (Fóðurgildi er 100%!)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.