Fræðsluefni

Býflugur

Býflugur eru sérhæfðar flugur sem safna miklu magni af hunangi. Á íslensku er orðið býfluga oft notað um humlur, en þær búa einar eru mjög ólíkar þeim býflugum sem ræktarðar eru fyrir hunang.

Apis Melifera sem notuð er í býflugnarækt á Íslandi býr í stóru samfélagi.  Í einu býflugnasamfélagi er ein drottning og 40-60þ þernur og druntar. Drottning getur lifað í 4-7 ár og getur verpt allt að xxx eggjum á dag/sumri? 

Ófrjóar kvennkyns býflugur kallast þernur, en þær sjá um daglegan rekstur býflugnabúsins, safna hunangi og sjáu um að fóðara drotninguna og ungviði. Karlkyns býflugur eru kallaðar druntar. Þeir eru stærri en kvenkynsbýflugurnar og hafa þann tilgang einan að frjóvga drottningu. Að hausti meina þernurnar þeim aðgang að búinu og lifa þeir því ekki veturinn.  Það hvort býfluga verður drottning eða þerna ræðst af því hvernig fóður hún fær í upphafi.  

 

Það tekur dottningu aðeins 15 daga að klekjast úr eggi, á meðan það tekur þernur 21 dag og drunta 24 daga. Eftir að drottning klekst úr eggi líða um tvær vikur þar til hún leggur í mökunarflug. Hver drottning er frjóvguð að nokkrum druntum, sem láta líf sitt við mökunina. Eftir mökunarflug stækkar drottning og er fær um að verpa um xxx eggjum.. 

 

Lífshlaup þernunnar hefst með hreingerningu á hólfinu sem hún klaktist út úr. Eftir að hafa sinnt hreinunsarstörfum í 1-3 daga tekur við fóðrun og loks söfnun hunangs. Býflugur skipta skipulega með sér verkum, hluti þeirra sér um að verja búið fyrir utanaðkomandi áreiti svo sem af hálfu geitunga og leitarflugur hafa það hlutverk að finna svæði með miklu hunangi. Þegar þær hafa fundið það koma þær til baka í búið og dansa svo kallaðan býflugnadans sem veitir öðrum býflugum nákvæmar leiðbeiningar um hvar hunangið er að finna.