Námskeið í býrækt hefur verið haldið af Bý fyrst árið 2000 þá tóku 8 manns þátt (2 stunda enn býrækt) og síðan árin 2011/ 30 manns, 2012/ 25-, 2013/27-, 2014/18-, 2015/27-, 2016/ekki náðist næg þátttaka, 2017/20-, 2018/ekki námskeið skv ákvörðunar aðalfundar ´16, 2019/15-, 2020/ 30-, 2021/ekki námskeið vegna covid, 2022/ekki námskeið vegna covid, 2023/20-, 20204/ekki námskeið skv ákvörðunar aðalfundar ´23.
Samtals hafa því 220 manns sótt námskeið á vegum Bý. Einnig hefur Garðyrkjuskólinn haldi námskeið á sínum vegum sem gefur rétt til kaupa á býflugum í gegnum Bý ef viðkomandi er einnig félagsmaður í Bý.
Á Aðalfundi Bý 2012 var samþykkt ályktun þess efnis að einungis þeir sem haldið hafi býflugur, setið námskeið í býrækt og eru félagar í Bý geti keypt býflugur í gegnum félagið.
Þetta var síðan samþykkt sem lagabreyting á aðalfundi 2014
1.6 Rétt til að kaupa býflugur (býpakka, afleggjara ) í gegnum félagið hafa
einungis þeir sem eru samþykktir félagar í Bý og hafa:
a) ástundað býrækt samfleytt í 5 ár eða lengur.
b) sótt býræktarnámskeið á vegum Bý.
c) sótt býræktarnámskeið erlendis og geta framvísað vottorði því til staðfestingar.
Á aðalfundi 2022 var síðan samþykkt breytingartillaga frá stjórn Bý sem hafði verið kynnt fyrir fundinn
vegna óskar LBHÍ um samþykki býræktarnámskeiðs á vegum Garðyrkjuskólans:
1.6
Rétt til að kaupa býflugur (býpakka, afleggjara ) í gegnum félagið hafa
einungis þeir sem eru samþykktir félagar í Bý og hafa:
1. a) sótt býræktarnámskeið á vegum BÝ eða sambærilegt námskeið sem hæfnisnefnd BÝ samþykkir, eða
2. b) ástundað býrækt samfleytt í 5 ár eða lengur og standast mat hæfnisnefndar BÝ.
Námskeið í býrækt hefur verið haldið af Bý fyrst árið 2000 þá tóku 8 manns þátt (2 stunda enn býrækt) og síðan árin 2011/ 30 manns, 2012/ 25-, 2013/27-, 2014/18-, 2015/27-, 2016/ekki náðist næg þáttaka, 2017/20-, 2018/ekki námskeið skv ákvörðunar aðalfundar ´16, 2019/15-, 2020/ 30-, 2021/ekki námskeið vegna covid, 2022/ekki námskeið vegna covid, 2023/20-, 20204/ekki námskeið skv ákvörðunar aðalfundar ´23.
Samtals hafa því 220 manns sótt námskeið á vegum Bý.
Einnig hefur Garðyrkjuskólinn haldi námskeið á sínum vegum sem gefur rétt til kaupa á býflugum í gegnum Bý ef viðkomandi er einnig félagsmaður í Bý.