BÝFLUGNARÆKTENDAFÉLAG ÍSLANDS

Um Býflugnaræktendafélag Íslands

Bý -félag býflugnaræktenda á Íslandi er vettvangur býflugnabænda til að deila fræðslu, gleði og áskorunum í býflugnarækt hér á landi. BÝ sér jafnframt um utanumhald um býflugnarækt á Íslandi og innflutning á býflugum. Á vegum félagsins eru reglulega haldnir fræðslufundir og námskeið um býflugnarækt. 

Bý –  var stofnað árið 2000. Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan og voru félagsmenn árið 2022 um 150 talsins.  

Félagið heldur úti virkum hópi á Facebook þar sem félagsmenn geta deilt reynslu og þekkingu sinni í býflugnarækt, leitað ráðlegging, ásamt að fá tilkynningar og upplýsingar frá félaginu.  

Fræðslunefnd  Bý stendur reglulega fyrir fræðslutengdum viðburðum um býflugur og býflugnarækt og eru viðburðir á vegum hennar auglýstir á Facebook hóp félagsins

Gamla heimasíða Bý

Heimasíða Bý er marguppfærð og þetta sem sjáið hér er sú nýjasta. Mikil vinna felst í því að færa gögn frá gömlu síðunni á þá nýju en þetta ætti allt að takast að lokum. Heilmikið efni er að finna þar- endilega skoðið -sjáið krækju hér að neðan.

Nú er megnið af efninu komið hér á nýju síðuna. Það á þó eftir að setja inn myndir og snurfusa texta og eflaust uppfæra efnið skv. nýjustu rannsóknum og reynslu. Endilega komið með ábendingar á tölvupósti hér