Samantekt Egill Rafn Sigurgeirsson og viðbætur jan 2025
Hunangsuppskera vísar til magns af hunangi sem safnað er úr býflugnabúum á ákveðnu tímabili. Á Íslandi er hunang oftast tekið í lok sumars en í sterkum búum er hægt að taka hunang við nokkur tilfelli að sumri ef allar aðstæður eru heppilegar.
Uppskeran fer eftir ýmsum þáttum, þar á meðal:
Að meðaltali getur býflugnabú framleitt frá 10 til 30 kg af hunangi á ári, en þetta getur verið mismunandi eftir ofangreindum þáttum og því hvernig býræktin er stunduð.
Árið 2003 fékk ég um 60 kg af hunangi úr einu sterku búi.
Fer fram í nokkrum skrefum og byrjar með því að safna hunangi úr býflugnabúum.
Hér er yfirlit yfir ferlið:
Ef rammar eru ekki slengdir strax er best að geyma þá á heitum þurrum stað, þannig þornar hunangið betur ef þarf og léttara verður að slengja. Alls ekki geyma rammana þar sem raki er eða hætta er á sterkum lyktarefnum- hunangið dregur í sig slíkt.
Slengivél Bý er hjá Þorsteini á Elliðahvammi.
5. Hunangið fleytt:
Athugið:
Ferlið er háð því að gæta hreinlætis og siðferðis við umhirðu býflugna, þar sem mikilvægt er að hlúa að þeim og tryggja að þær lifi heilbrigðu lífi eftir uppskeruna.
llt hunang kristallast fyrr eða síðar og þess vegna er það hrært til að fá sem minnstu kristallamyndun. Það er auðvitað hægt að njóta fljótandi hunangs eins og það kemur fyrir en með þeirri ráðleggingu til kúnnans að það kristallist innan eh vikna og þarf því að hræra aðeins í því við hverja notkun eða geyma krukkuna í ísskáp-það seinkar kristallamyndun. Einnig má geyma fljótandi hunang í frysti og taka út eina og eina krukku til notkunar. Þannig heldur það sér lengur fljótandi en vill eftir eh tíma byrja að mynda kristalla.
Hunang sem kristallast í krukkunni verður annaðhvort grjóthart eða skilur sig og þetta er ekki góður vitnisburður um gæði. Hunang sem hefur gert þetta er hægt að hita varlega upp og hræra í krukkunni en það kristallast fljótlega aftur.
Það þykir ekki góður háttur á að selja upphitað óhrært hunang á krukkum því það kristaliserast fljótlega aftur.
Annað mál er að geyma hunang í fötum, hita það upp til að hægt sé að hræra það þar til það er tilbúið og tappa það síðan á krukkur.
Venjulega byrjar maður að hræra hunangið á 1-2 vikunni.
Best er að geyma hunangið við 14°C og hræra það tilbúið. Oftast þarf að hræra í 10-15 mín tvisvar sinnum á dag í 2-3 vikur þangað til að það er tilbúið til að tappa á krukkur. Fínkristallað hunang er eins og krem í áferð, engir kristallar finnast á tungu þegar smakkað er. Hægt er að flýta fyrir kristallamyndun með því að eiga fínkristallað hunang frá fyrri uppskeru og blanda því við hið fljótandi hunang og hræra. Einnig er hægt að hræra með spíralhræru og borvél (verður að vera minnst 800 W) en varast ber að hræra of kröftugt þannig að loftbólur sitja í hunanginu. Einnig þarf að passa að úr loftkælingu borvélarinnar berist ekki agnir í hunangið.
Þegar hrærðu hunangi er tappað á krukkur þarf að passa að setja hvorki of lítið né of mikið í krukkurnar, innanvert á lokinu má alls ekki vera hunang. Engar örður eiga að sjást í hunanginu ef krukkan er skoðuð í góðu ljósi.
Vel hrært hunang heldur sér óbreytt í krukkunni um ókomna framtíð ef það er ekki geymt á of heitum stað og er til sóma fyrir seljandann og góður vitnisburður um gæði.
Því má bæta við að ef bara er um nokkra ramma að ræða sem þið takið frá búinu þá má skafa hunangið með skeið og láta renna í skál. Skemmið ekki milliveggin og notið rammann aftur.
Hafsteinn sendi mér skemmtilega mynd af „trekt“ fyrir svona aðferð