Vinnsla Hunangs

Samantekt Egill Rafn Sigurgeirsson og viðbætur jan 2025

 

Hunangsuppskera vísar til magns af hunangi sem safnað er úr býflugnabúum á ákveðnu tímabili. Á Íslandi er hunang oftast tekið í lok sumars en í sterkum búum er hægt að taka hunang við nokkur tilfelli að sumri ef allar aðstæður eru heppilegar.

Uppskeran fer eftir ýmsum þáttum, þar á meðal:

  1. Blómaskilyrðum: Fjöldi og fjölbreytni blómplantna í nágrenni býflugnabúanna hefur mikil áhrif á magn hunangs sem býflugurnar framleiða.
  2. Veðurfar: Hlýtt og þurrt veður með reglulegri rigningu skapar kjöraðstæður fyrir blómgun og nektarsöfnun býflugna.
  3. Býræktandinn: Vel viðhaldið bú, heilbrigð drottning og áhrifarík umhirða bæta hunangsframleiðslu.
  4. Svæðisbundnar aðstæður: Landfræðilegir þættir, eins og hæð yfir sjávarmáli og loftslag, hafa áhrif á bæði magn og gæði hunangs.
  5. Tegundir býflugna: Mismunandi býflugnategundir hafa mismunandi framleiðslugetu.

Að meðaltali getur býflugnabú framleitt frá 10 til 30 kg af hunangi á ári, en þetta getur verið mismunandi eftir ofangreindum þáttum og því hvernig býræktin er stunduð.

Árið 2003 fékk ég um 60 kg af hunangi úr einu sterku búi. 

 

 

Vinnsla hunangs: 

Fer fram í nokkrum skrefum og byrjar með því að safna hunangi úr býflugnabúum.

Hér er yfirlit yfir ferlið:

 

  1. Söfnun hunangsramma:
  • Skoðun á búum: Býræktandinn athugar búið til að tryggja að það sé heilbrigt og að eitthvað hunang sé til staðar.
    Troðfullur rammi af hunangi
  • Hunangstaka: Tilbúnir hunangsrammar eru fjarlægðir úr búinu. Það er mikilvægt að skilja eftir nægilegt hunang fyrir býflugurnar sjálfar til að lifa af. Þernurnar loka hunangshólfunum þegar vatnsinnihald hunangsins er um 18 %. Rammar með 2/3 af hunangs hólfunum lokuðum (með vaxloki) eða meira er hægt að taka frá búinu og setja tóma helst út/uppbyggða ramma í staðinn. Ef lokauppskera er í gangi að hausti má einnig taka ramma með minna af lokuðum hólfum ef ekkert hunang slettist úr römmunum, þegar þeir eru hristir kröftuglega. Oft er best að minnka plássið hjá býflugunum í ágúst, þe taka alla ramma sem ekki eru útbyggðir eða ekki í notkun fyrir frjókorn, ungviði eða hunang. Þær nýta þá betur þá ramma sem eftir eru þá f.o.f. fyrir hunang og fylla þá og loka. Það eru litlar líkur á að flugurnar safni nokkru meira af hunangi seinnipart ágúst,  þegar kólnar í veðri og ef þær safna einhverju þá mega þær njóta þess sjálfar. Þannig að nú er tími til að taka frá þeim kassa 3 og ofar (í nýjum búum)  – best er að taka kassana til hliðar, hafa tómann kassa við hliðina með plötu undir botni og ofan á -hrista og sópa flugunum af römmunum ofan í búið og setja tómann (af býflugum) rammann í safnkassann og setja plötuna strax yfir-þær byrja fljótlega að ræna úr römmunum ef þær komast í hunang. Byrja svo strax að fóðra með sykurvatni -3 kg sykur á móti 2 l vatns og fylla fóðurtrogið og passa að þær verði ekki uppiskroppa með sykurvatn. Bætið sykurvatni á eftir þörfum. Gott er að setja 2 dl borðedik í hverja 10 l sykurvatns til að hindra myglu. Búið þarf helst 20-30 kg af sykri fyrir veturinn og minnst 1 kg Neopollen.

    Ef rammar eru ekki slengdir strax  er best að geyma þá á heitum þurrum stað, þannig þornar hunangið betur ef þarf og léttara verður að slengja. Alls ekki geyma rammana þar sem raki er eða hætta er á sterkum lyktarefnum- hunangið dregur í sig slíkt.

 

 

    1. Að skræla hunangsramma: 

 

  • Þegar rammarnir eru skrældir (vaxlokin brotin upp með skrælgaflinum) er best að stinga nálunum rétt undir vaxlokið því oftast er loft milli loksins og hunangsins og vaxið brotið beint upp eða með hliðar sveigju á  gaflinum.  Heppilegt er að hafa rammann á statífi s.s. uppþvottagrind sem stendur í grunnum  plastbala og vaxið skafið af gaflinum í balann. Ef gaflinum er stungið of djúpt  í ramman fylgir óþarflega mikið hunang með vaxinu. Það þarf að brjóta upp öll vaxlokin, þau opnast ekki við slengingu. Einnig er hægt að nota hita”byssu”  eða upphitaðan vaxhníf til að bræða vaxlokin.
  • Rammana er einfaldast að slengja beint eftir töku úr búunum, þá er það um35°c heitt og létt fljótandi.

 

 

 

Slengivél Bý er hjá Þorsteini á Elliðahvammi.

 

  1. Hunangið slengt úr römmunum:
  • Slengivél: Skrældir rammar eru nú settir í slengivélina og raðað eins í allar hliðar körfunnar til að sem minnstur sláttur verði á vélinni þegar hún er sett í gang. Einnig er gott að setja svipað þunga ramma í hverja slengingu eða gagnstætt hvor öðrum. Slengt er að hluta úr fyrstu hliðinni, römmunum þá snúið við og allt slengt úr þeim megin og römmunum snúið aftur við og klárað að slengja úr fyrstu hliðinni. Ef allt er slengt úr fyrstu hliðinni getur þungi hunangsins á mótstæðri hlið brotið vaxkökuna og slitið stálvírinn og er það alltaf til vandræða fyrir býræktandann. Slengivélin þeytir hunanginu úr römmunum með miðflóttarafli til að ná hunanginu út úr hunangshólfunum. Þetta er algengasta aðferðin við að losa hunang úr römmunum. Best er að hafa hunangsrammana um 35°C heitum eins og þer eru í búinu þá er hunangið létt fljótandi.
  • Tómur ramminn er nú hægt að setja beint í búið aftur eða annað bú, ef þarf sérlega er gott að setja ramma sem innihalda frjókorn í búið aftur og þá sem næst ungviðaklasanum.                                                          Ef geyma á ramma verður að hafa þá á þurrum köldum stað. Setjið 1 síðu úr dagblaði á milli kassanna. Þetta er gert svo vaxmölur eyðileggi ekki allt vaxið, hann getur ekki étið sig gegnum pappír . Ég hef séð vaxmöl á Íslandi, hvaðan hann kom veit ég ekki. Einnig hafa mýs mikið dálæti á slíkum römmum.

 

 

 

 

 

 

  1. Hunangið sigtað:
    Hér er nota nælonsigti
  • Sigti: Hunanginu er tappað  úr slengivindunni gegnum kranann á hliðinni, bæði er hægt að tappa beint í gegnum hunangssigtið (tvöfalt) eða í fötu og sigta hunangið heima.Hunangið er síað til að fjarlægja vaxagnir, dauðar býflugur eða önnur óhreinindi. Þetta tryggir að lokavaran sé hrein og tilbúin til notkunar.

 

     5. Hunangið fleytt:

  • Eftir sigtun er hunangið  látið  standa í nokkra daga og þá stíga upp loftbólur og örlítil vaxbrot sem fleytt er ofan af með sleif eða smjörpappír klipptur til og lagt ofan á hunangið og dregin upp þá fylgir mest af froðunni með. Þetta þarf stundum að endurtaka til að fá allt með. Þetta „fleyti“ er auðvitað hægt að nota heima en ekki selt. Hér sést hvernig fleytt er með plastfilmu.

 

Fleyta hunangi.

 

 

  1. Hrærar hunang
  2. Sett í geymsluílát
  • Ílátafylling: Hreinsað hunang er sett í ílát, oftast í stóra tanka eða flöskur, og geymt við hentugt hitastig til að koma í veg fyrir kristöllun.
  1. Pökkun og dreifing
  • Pökkun: Hunangið er sett í sölupakka, flöskur eða krukkur fyrir smásölu.
  • Merking: Merking á pakkningum gefur upplýsingar um uppruna, gæði og innihald.
  1. Aukavörur úr vaxi
  • Nýting býflugnavaxs: Vax sem fellur til í ferlinu er hreinsað og notað í vörur eins og kerti, húðvörur eða vaxumbúðir.

Athugið:

Ferlið er háð því að gæta hreinlætis og siðferðis við umhirðu býflugna, þar sem mikilvægt er að hlúa að þeim og tryggja að þær lifi heilbrigðu lífi eftir uppskeruna.

llt hunang kristallast fyrr eða síðar og þess vegna er það hrært til að fá sem minnstu kristallamyndun. Það er auðvitað hægt að njóta fljótandi hunangs eins og það kemur fyrir en með þeirri ráðleggingu til kúnnans að það kristallist innan eh vikna og þarf því að hræra aðeins í því við hverja notkun eða geyma krukkuna í ísskáp-það seinkar kristallamyndun. Einnig má geyma fljótandi hunang í frysti og taka út eina og eina krukku til notkunar. Þannig heldur það sér lengur fljótandi en vill eftir eh tíma byrja að mynda kristalla.

Hunang sem kristallast í krukkunni verður annaðhvort grjóthart eða skilur sig og þetta er ekki góður vitnisburður um gæði. Hunang sem hefur gert þetta er hægt að  hita varlega upp og hræra í krukkunni en það kristallast fljótlega aftur.

Það þykir ekki góður háttur á að selja upphitað óhrært hunang á krukkum því það kristaliserast fljótlega aftur.

 

Annað mál er að geyma hunang í fötum, hita það upp til að hægt sé að hræra það þar til það er tilbúið og tappa það síðan á krukkur.

Venjulega byrjar maður að hræra hunangið á 1-2 vikunni.

Best er að geyma hunangið við 14°C og hræra það tilbúið. Oftast þarf að hræra í 10-15 mín tvisvar sinnum á dag í 2-3 vikur þangað til að það er tilbúið til að tappa á krukkur.  Fínkristallað hunang er eins og krem í áferð, engir kristallar finnast á tungu þegar smakkað er.  Hægt er að flýta fyrir kristallamyndun með því að eiga fínkristallað hunang frá fyrri uppskeru og blanda því við hið fljótandi hunang og hræra. Einnig er hægt að hræra með spíralhræru og borvél  (verður að vera minnst 800 W) en varast ber að hræra of kröftugt þannig að loftbólur sitja í hunanginu. Einnig þarf að passa að úr loftkælingu borvélarinnar berist ekki agnir í hunangið.

Þegar hrærðu hunangi er tappað á krukkur þarf að passa að setja hvorki of lítið né of mikið í krukkurnar, innanvert á lokinu má alls ekki vera hunang. Engar örður eiga að sjást í hunanginu ef krukkan er skoðuð í góðu ljósi.

Vel hrært hunang heldur sér óbreytt í krukkunni um ókomna framtíð ef það er ekki geymt á of heitum stað og er til sóma fyrir seljandann og góður vitnisburður um gæði.

Því má bæta við að ef bara er um nokkra ramma að ræða sem þið takið frá búinu þá má skafa hunangið með skeið og láta renna í skál. Skemmið ekki milliveggin og notið rammann aftur.

Hafsteinn sendi mér skemmtilega mynd af „trekt“ fyrir svona aðferð

Hafa samband