Það sem þarf að gera við búið er að bora tvö 20 millimetra göt í botninn og hefta vírnet ofan frá til að loka, þetta er til loftræstingar sem þurf að vera opin ef búin verða innanhúss í vetur. Fyllið fóðurtrogið með sykurdeigi eða frjódeigi og best að festa lítinn bita af drottningagrind yfir opið svo drottningin taki ekki upp á því að verpa í fóðurtrogið. Þessi sýningarbú eru gerð fyrir ¾ Langstroth sem efsta ramma og heilan undir. Finnið fyrst DROTTNINGUNA og búrið hana svo hún fylgi ekki með. Þið verðið að nota ykkar ramma fulla af ungviði og býflugum og þar sem býflugur eru byrjaðir að klekjast í miðju rammans og drottningin búin að verpa nokkrum eggjum þar. Þessa ramma setjið þið í búið og takið þar að auki þrjá til fjóra ramma úr ungviða klasanum og hristið ofan í bala úðið aðeins yfir með vatni þannig allar flugurnar fljúgi ekki strax upp, hellið í þessum flugum í búið og lokið glerinu. Líklega best að gera þetta með búið liggjandi og lokað hinumegin. Á þennan hátt mun örugglega verða nægur fjöldi flugna í sýningarbúinu og þær munu ala upp neyðarhólf á römmunum sem þið getið fylgst með hvernig þetta þróast þar til drottning klekst og byrjar varp.Ef þið eigið drottninga hólf sem eru lokuð þá er hægt að reyna að koma þeim fyrir í rammanum en það er alltaf erfitt. Líklega er best að setja búið á dimman stað í 1-2 sólahringa -þá verður að vera loftræsting í botninum og búið lokað gangi ykkur vel með þessa nýju bú.