Frjókakan

Samantekt: Egill Rafn Sigurgeirsson

 

Frjókaka eða frjóbrauð.

Frjókakan (kallast beebread á ensku og bibröd á sænsku) er mjög mikilvæg næring fyrir býflugur og ungviðið. Frjókakan er einnig þekkt sem Ambrosia (matur guðanna) og hefur verið notað og hátt metið fæði af mannskepnunni í árþúsundir.

 

Frjókarfa

Hvað er frjókaka ?

Þegar býfluga safnar frjókorni límir hún þessi annars lausu korn saman með munnvatni og nektar úr hunangs sarpinum. Frjókornin klístrast því saman og býflugan getur safnað þeim í frjókörfuna sem er á öftustu fótleggjaparinu. Þær safna frjókornum til að búa til mjólkurgerjaða, ensímvirkjaða fæðu sem kallast frjókaka.

 

Þegar býfluga kemur heim í búið eru frjókögglarnir losaðir úr frjókörfunni niður vaxhólf og er pakkað/troðið inn í hólfið af „heimavinna“ þernum. Þegar hólfið er orðið að mestu fullt af frjókögglum er sett klípa af hunangi yfir og því lokað með vaxi.

Það er um 185 mg af frjókorni í hverju hólfi.

Frjókorn:

Full löstuð

Eru karlkyns erfðaberar jurta sem innihalda hin ýmsu næringarefni innan í sér en hörð „skelin“ er ómeltanleg fyrir býflugurnar og þess vegna gerist nokkuð merkilegt efnaferli í búinu.

Gerjun:

Í hólfunum gerjar hið pakkaða frjókorn (hulið klípu af hunangi) á 2 vikum og inniheldur þá mikið magn mjólkursýru. Við þetta ferli þá leysist frjókornaskelin (sem að meginuppistöðu er gert úr sterkju = tréni) upp í auðmeltanleg efni. Það sem er athyglisvert er að öll næringarefni eru óskemmd og rotvarin.

 

 

Rotvörn:

Frjókögglar losaðir í vaxhólf.

Þessi gerjaða afurð kallast frjókaka eða –brauð (enska=bee bread, sænska= bibröd) og það eru mjólkursýrugerlar sem valda gerjuninni. Mjólkursýru gerlar nýta sykurtegundir og sterkju í mismunandi matvælum sem fæðu. Þeir mynda m.a. mjólkursýru. Það er þetta efnaferli sem kallast gerjun og mjólkursýran ver matvæli við rotnun með lágu sýrustigi sínu.
Mjólkursýrugerlarnir drepast síða að hluta eftir að þeir hafa étið upp næringu sína og að hluta til vegna lágs sýrustigs sem myndast. Þetta veldur því að  engir aðrir gerlar eða myglusveppir geta skemmt frjókornin. Frjókorn sem hafa ekki gerjast almennilega í frjókökunni er ekki meltanlegt af býflugum. Hluti af ástæðunni fyrir  þessu er að frjókornakjarninn er hulinn sellulósalagi sem hvorki býflugur né menn geta (almennt talað) nýtt og melt. Hin ástæðan tengist því að í mörgum frjókornum er verndandi, frekar ómeltanlegt lag af vaxi og eins og vel er vitað hefur náttúran sínar eigin varnir. Frjókakan er mjög súr á bragðið og svíður á tungu.

Þernurnar verða að nærast á þessari frjóköku til að geta framleitt Royal Jelly fyrir drottninguna og ungviðið.

 

Örverurnar:

Það hafa fundist 107 tegundir myglusveppa, 81 tegundir ger-baktería og 29 annarra tegunda baktería í frjóköku. Hluti þessara örvera kemur frá blómunum sem býflugur safna frjókornum frá, en í hunangssarpi býflugna hafa fundist 13 mismunandi tegundir mjólkursýrugerla og 3-4 tegundir sem ekki er hægt að greina og úr „ferskri“ frjóköku (sem ekki hefur lokið gerjunarferli sínu) fundust 9 af þessum 13 tegundum auk baktería af tegundinni Pasteurelaceae.

Pakkaðir fróköglar

Hvernig eru frjókorn samanborið við frjóköku?

Líklega er mikilvægasti munurinn breytingin á próteinum. Ekki aðeins hafa próteingæði batnað – þ.e.a.s. aðgengi próteina er verulega aukið, mörg prótein hafa verið formelt (brotin niður) í amínósýrur sem þau innihalda, sem auðveldar frásog verulega. Út frá sjónarhóli próteingæða (meltanleika), getur frjókorn einfaldlega ekki komist nærri frjókökunni.

Í frjókökunni hafa mörg vítamín einnig aukist að gæðum og K-vítamín myndast í raun þar við gerjunina. Bæði eru styrkur andoxunarefna og ensímmagn einnig verulega hækkaður. Það sem meira er, mikið af öflugum næringarefnaforða í “dvala” í frjókornunum er nú í meira magni til staðar, þetta á sérstaklega við um steinefni eins og sink, magnesíum og kísil, sem oft eru bundin þétt í sellulósahluta frjókornanna.
Þökk sé niðurbrots(formeltingar)ferlinu og með því að bæta við hunangi er frjókakan öflug og orkurík fæða. Jafnvel mjólkursýrunni sem myndast af probiotic bakteríunum er breytt í glúkósa í líkama okkar. Annar og ekki síður mikilvægur kostur frjókökunnar er að það lengir líftíma næringarefnanna til muna.

Hafa samband