Það eru 328 aðferðir til að búa til afleggjara. Allar ganga þær út á það sama –
Vandamálið fyrir flesta hér á landi er að ef þið eruð á fámennu býflugnasvæði og ætlið að láta drottningu eðla sig „heima“ er úrvalið af druntum heldur fátæklegt og jafnvel eingetnir synir sömu drottningar sem er móðir nýrrar drottningar ef þið eruð bara með 1 bú. Þess vegna er sniðugt að færa nýja afleggjara á býsvæði annarra ræktenda svo að ný drottningin nái að makast við drunta úr öðrum búum. Síðan þegar varp er hafið er afleggjarinn aftur færður heim í býgarðinn.
Hér mun ég reyna að raða upp tilurð afleggjaranna eftir hvenær hægt er að búa þá til. Alltaf er gengið útfrá ¾ Langstroth kössum nema annað sé tiltekið.
Algengasta vandamálið með afleggjara er að þeir eru gerðir of seint á sumrin og ná ekki nægjanlegum styrk fyrir undirbúning haustsins/vetrarins. Afleggjara gerir maður helst frá stórum, sterkum búum sem eru með minnst 15 ramma af ungviði eða úr 2 búum svo móðurbúið missi ekki of stóran hlut af býflugum/ungviði sínu.
Afleggjara og tilbúna sverma gerir maður til að; vega upp á móti dauðum búum eftir veturinn, fjölga búum, hindra sverm, sporna gegn sjúkdómum og skipt út eða rækta nýjar drottningar.
Afleggjari samanstendur venjulega af; drottningu, yngri þernum, ungviði, fóðri og frjókökum. Drottningin getur verið;
Þernur og ungviði í afleggjara geta komið frá einu eða fleiri búum. Úr mjög stóru öflugu búi er hugsanlega hægt að gera 4-5 afleggjara.
Alla afleggjara (nema hugsanlega móðurbúið) þarf að fóðra bæði með sykurvatni og frjódeigi (sérlega mikilvægt að afleggjarinn verði ekki uppiskroppa með frjódeig annars hættir þróun/vöxtur hans eftir 1 viku.
Ég nefni það bara einu sinni:- þið verðið að vera með á hreinu hvar gamla drottningin er í búinu/ búunum sem taka skal býflugur og ungviði úr, finna hana, fanga og geyma í brjóstvasanum, í drottningabúri svo hún ofkólni ekki eða steikist í sólinni. Það er algerlega misheppnuð aðgerð ef drottningin lendi þar sem hún á ekki að lenda eða ef hún er drepin í „látunum“ .
Maí-júní.
Snemmsumarsafleggjari til að fjölga búum.
Hér er búinn til afleggjari fyrst og fremst til að ala upp drottningu til notkunar seinna á sumrinu eða til að bjarga búi sem verður óvænt drottningalaust, sem því miður gerist af og til af ýmsum ástæðum.
Ef veður hefur verið hagstætt og sterkt bú komið með 10 eða fleiri ramma af ungviði er hægt að taka 2 ungviðaramma þar sem fyrstu flugurnar eru byrjaðar skríða út í miðjunni og einstaka egg eru í miðjum rammanum. Láta fóstruflugurnar sem sitja á rammanum fylgja með og 2 ramma af fóðri (sykurhunangi frá haustinu áður) auk 1 ramma af frjódegi með sitjandi býflugum. Hrista síðan þernur af 2 ungviðarömmum ofan í þennann afleggjara. Hugsanlega þarf býflugur frá 2 búum í svona afleggjara.
Þetta er sem sagt 5 ramma bú (röð ramma: fóður, frjódeig, ungviði, ungviði og fóður) sem best er að setja í kassa með öðrum 5 ramma afleggjara með þunnri masonít- eða krossviðarplötu (4 mm) á milli sem lokar algerlega milli afleggjarana bæði í botni og þaki auk þar sem plastlistarnir eru og passa að hafa flugop í sitthvora áttina eða í sitthvorum endanum á flugopsraufinni ( 5 cm op).
Afleggjara þarf að fóðra bæði með frjódeigi og sykurvatni (hér er einfaldast að nota einfaldan dreypifóðrara sem stungið er inn í flugopið). Hér þarf að smíða sérstakan botn með 0,5-1 cm lista allt um kring nema þar sem flugop eiga að vera eða nota þak sem botn. það verður að tryggja að engin samgangur geti orðið til milli afleggjara ef fleiri eru í sama kassa.
Ef einungis 1 afleggjari er í 10 ramma kassa þarf að setja einangrun í stað rammanna 5 og best er að nota einangrunar(frauð) plast með masonítplötu næst ysta fóðurramma. Frjókornaramminn á að vera næst ungviðinu. Einfalt er að smíða kassa fyrir 5 ramma en nota má sama þak og botn fyrir þessa afleggjara. Afleggjararnir eru síðan látnir í friði í 1 mánuð og ætti þá ný drottning að hafa hafið varp . Þetta bú er fóðrað eins lengi og þarf.
Júní-júlí.
Sumarafleggjari. Nú eru teknir 5 rammar með hjúpuðu ungviði frá 1 eða fleiri búum,1- 2 rammar frjókorns og 3-4 rammar fóður, allir með ásitjandi býflugum og býflugur af 4-5 ungviðarömmum hristir/sópaðir í kassann. Ný drottning er sett í búið 1 klst. seinna í drottningarbúri með fóðurdegi í sem tekur þernurnar 2-3 daga að éta hana út. Best er að skilja eftir bil milli ramma þessa 1 klst. sem beðið er eftir að geta sett drottninguna í búið, þangað safnast ungar þernur sem undirbúa vaxbyggingu, yngri þernurnar eiga auðveldara að sætta sig við nýja drottningu –drottningarbúrið sett í bilið og rammarnir færðir saman. Fóðrað með frjódeigi og sykurvatni þar til 4 kassi er settur á –þar færð þú þitt hunang. Þetta bú ætti að geta gefið hunang um haustið eins og býpakkarnir sem við höfum fengið.
Þessi eina klst. sem beðið er með að setja nýja drottningu í afleggjarann er mjög mikilvæg. Á þessum tíma hafa flestar gömlu þernurnar flogið út og á gamla staðinn. Afleggjarinn er orðinn þess vel meðvitaður að engin drottning er til staðar í búinu en ekki nægjanlega stressaðar til að vera farnar að byggja upp drottningarhólf hjá heppilegu ungviði. Þegar svo nýja drottningin er sett í afleggjarann berst angan hennar um búið og þernurnar róast.
Ef engin ný drottning er handhæg er hægt að láta þetta bú ala upp eigin drottningu en það tekur þá um 1 mánuð áður en hún byrjar varp.
Afleggjari vegna svermstjórnunar
Ef mjög kröftugt bú hefur hafið svermundirbúning, með því að byggja fjölda svermhólf (oftast um 7 drottningahólf), getur þú skipt því búi í 2-4 minni bú. Best er að taka drottninguna ef hún finnst, og setja hana í nýjan kassa afsíðis með 2-3 ungviðarömmum og fóðri. Þetta er vegna þess að búið ætlar sér að fara með gömlu drottninguna út í sverm frá móðurbúinu. Passa bara að ekki séu drottningarhólf á “hennar” ungviðarömmum.
Frjókornarammi og fóðurrammar verða að fara í alla afleggjarana og allir verða þeir að fá frjódeig og fóðrun með sykurvatni (50% lausn).
Allar eldri flugurnar fljúga nú heim í móðurbúið, upplifa að systur þeirra hafa svermað og keppast nú við að ala upp nýja drottningu. Í drottningarlausu afleggjurunum keppast þær einnig við að ala upp drottningu og fyrsta drottning sem klekst bítur gat á hólf systur sinnar og stingur hana til dauða. Gamla drottningin heldur áfram að verpa en þó í minna magni vegna smæðar búsins, þetta bú verður þú að skoða eftir 1 viku (gætu sýnt svermtilhneigingu áfram). Drottningarlausu búin hafa nú visst forskot hvað varðar hvenær drottningin byrjar varp en ef einhver svermhólfanna var lokað ættu ekki að líða meira en 2-3 vikur í að hún byrji varp, skoðaðu því þau bú að þeim tíma liðnum.
Á þennan hátt kemur þú í veg fyrir að búið þitt svermi og þú hefur fjölgað búunum þínum.
Afleggjari vegna svermstjórnunar
Ofannefndum afleggjurum er lýst í sambandi við svermstjórnun. Auðvitað er hægt að gera afleggjara án drottningar í júní og láta hann ala upp eigin drottningu eða að setja til nýja drottningu eða til að koma í veg fyrir sverm.
Nokkrar aðferðir sem Torbjörn Andersen hefur lýst á fésbókarsíðu félagsins
Þeir sem hafa sterk bú ættu að gera afleggjara t.d á eftirfarandi máta, þegar sól skín og mikið flug er.
Færa móðurbú vel til hliðar, helst 2 metrar.
Setja tóman kassa með útbyggðum og óútbyggðum römmum neðst og drottning fer þar inn í búri (á gamla stæðið).
Það getur verið góð hugmynd að setja einn af hunangskössunum frá móðurbúinu ofan á, þá mega flugurnar þar fylgja með svo lengi sem drottning fari ekki með og ekkert ungviði.
Með slíka aðferð minnkar ekki hunangstekju og þið fáið nýtt bú líka. Eftir eina viku þegar ný Ef drottning er komin í varp er nauðsynlegt að styrkja þennan afleggjara með nokkrum römmum af innsigluðu ungviði frá móðurbúinu.
Endilega notið tækifærið að fjölga búum og endurnýja, !!! Góða skemmtun
Svona frábært býflugna sumar verður að nota til sóknar.
Ráðleggingar við drottninga skipti/afleggjara:
Þeir sem hafa fengið nýja drottningu til að skipta út gamalli eða gera nýtt bú þurfa að tryggja sem best að hún verði samþykkt. Örugg leið getur verið eins og þetta:
1)Finna gömlu dr og setja til hliðar.
2)sópa/hrista flugur frá 5-10 ungviða römmum í nýtt bú á nýjum stað.
3)setja nýja dr inn í búri
4)eftir 2 vikur má styrkja afleggjaran með ungviðaramma, ekki fyrr.
Ef afleggjari fær ungviðaramma strax verður nýja dr drepin.
Ef þið ætlið að skipta dr verður fyrst að gera afleggjari eins og lýst að ofan.
Góð leið við gerð afleggjara úr sterku búi:
Að gefa bú framandi drottningu er mikið inngrip í býsamfélagi og best að vanda sig til að það heppnist. Hér er ein leið sem er næstum 100% örugg.
NB er aðeins nothæf ef gott flugveður.
Færið bú sem á að skipta nokkrir metrar burt á nýjan stað og snúið flugopi í aðra átt. (Ef búinu er snúið 90 eða 100 gráður þarf e.t.v ekki að færa það meira enn meter).
Setjið nýjan tóma kassa með slatta af útbyggðum römmum á gamla staðinn. Búrið með nýju dr er sett á milli 2ja ramma. Ekkert ungviði er flutt yfir í afleggjaran og í öllu falli EKKERT opið ungviði.
Þetta bú fyllist strax af 2-3 kg af flugum og hafa enga aðra kosti en að samþykkja nýja drottningu. Ef það er mikið hunang í gamla búinu er sniðugt að taka það og setja yfir dr grind ofan á afleggjarann.
Gamla búið hefur engar safnflugur eftir og getur þurft að fóðra með 50% sykurlausn. Þær þurfa jú vatn fyrir ungviðið. Eftir 2-3 daga ætti að vera óhætt að snúa móðurbúinu aftur fram.
Eftir viku má skoða afleggjarann til að staðfesta varp. Þá getur maður jafnvel fært 4 ungviðarammar yfir frá móðurbúinu til að flýta vexti.
Hvernig gerir maður
DROTTNINGARAFLEGGJARA
Drottningarafleggjara gerir maður ekki eftir síðustu vikuna í júní, vegna þess að annars nær hvorki afleggjarinn né móðurbúið að stækka fyrir veturinn ef maður vill fjölga búum. Fyrir júní lok er þetta góð aðferð að aftra svermtilhneigingu. Taktu nýjan botn, kassa og þak. Taktu minnst 4 og allt að tæplega helming ramma með ungviði í og helming fóðurrammanna frá móðurbúinu (móðurbúið er það bú sem eftir verður á sama stað) og settu í nýjan kassa. Settu ungviðarammana í miðjuna og fóðurrammana til beggja hliða. Hristu auk þess býflugur frá nokkrum ungviðarömmum í móðurbúinu í nýja kassann. Þetta til þess að koma í staðinn fyrir eldri býflugur sem fljúga til baka í móðurbúið. Fjarlægðu öll drottningarhólf í drottningarafleggjaranum. Sjá Kassa 3 hér að ofan hvernig á að sinna móðurbúinu.
Ef þú villt ekki fjölga búum setur þú kúpuna með afleggjaranum í við hliðina á móðurbúinu (ca ½ m frá ) með flugopin í sömu átt. Við lok sumars sameinar þú afleggjarann og móðurbúið með dagblaðssíðuaðferðinni (dagblaðssíða með nokkrum götum í er sett ofaná móðurbúið að kvöldi og afleggjarinn settur ofan á).
Ef þú vilt fjölga búum geturðu sett afleggjarann hvar sem er í býgarðinn hjá þér. Ef þú setur hann minnst 2 km í burtu þarftu ekki að hrista aukalega býflugur frá ungviðarömmum úr móðurbúinu (eldri býflugur fljúga þá ekki heim í sama mæli svo langt undan).
Vertu viss um að gamla drottningin fylgi með í afleggjarann. Ef þú finnur hana ekki : Sópaðu (ekki hrista, þú gætir drepið drottningalirfu í drottningahólfi sem þú ætlar að leyfa móðurbúinu að ala upp) allar býflugur á helming af ungviðarömmunum og helming af fóðurrömmunum, niður í móðurbúið og settu þessa „býtómu“ ramma í kassa ofaná móðurbúið með drottningar grind á milli. Í staðinn fyrir ramma sem þú tókst úr móðurbúinu seturðu helst uppbyggða ramma til hvorrar hliðar við þá ramma sem eftir eru í móðurbúinu. Eftir nokkra tíma hafa býflugur flutt sig upp í efri kassann. Taktu efri kassann og settu hann til hliðar. Flyttu nú alla ramma (með ungviði og fóðri, en ekki tómu rammana) úr neðri kassanum í móðurbúinu yfir í nýja afleggjara og hristu allar býflugur á öðrum römmum í neðri kassanum á móðurbúinu niður í afleggjarann. Nú ætti gamla drottningin að vera í drottningarafleggjaranum. Eldri býflugur fljúga til baka í móðurbúið. Ef þú getur er jafnvel betra að flytja neðri (sá sem var undir drottningagrindinni) ungviðakassann yfir á nýja botninn. Efri ungviðakassinn sem þú settir til hliðar er nú sett yfir á botn móðurbúsins. Vert viss um bæði búin séu með nóg fóður. Fóðraðu þetta nýja bú með sykurlausn og frjódeigi upp á 3 kassa, þannig þegar þörf er á 4 kassanum tekurðu burt fóðurtrogið og leyfir þeim að setja hunang í rammana í 4 kassan -það verður þín hunangsuppskera.
Hvernig gerir maður
AFLEGGJARA
Taktu 5 ramma með ungviði, helst ramma þar sem ungviðið er að byrja klekjast, með þeim býflugum sem sitja á römmunum og settu þá í nýjan kassa. Taktu 2 fóðurramma og settu þá sitthvoru megin við ungviðarammana. Ramma með vaxplötum setur þú yst. Hristu býflugur frá 3 ungviðarömmum úr móðurbúinu niður í nýja afleggjarann til að koma í stað þeirra eldri býflugna sem fljúga heim í móður búið. Passaðu að drottningin verði eftir í móðurbúinu. Ef ný drottning eða lokað drottningarhólf afleggjarans á að koma annarstaðar frá, þarftu að fjarlægja öllhugsanleg drottningarhólf á römmum afleggjarans. Ef þú ætlar ekki að fjölga búum seturðu afleggjarann til hliðar við móðurbúið var sem er í býgarðinn. Sjáðu hér að ofan í flæðiskemanu hvernig þú heldur áfram með afleggjarann í : AÐFERÐ1 og AÐFERÐ 2. Ef þú finnur ekki drottninguna gerðu þá á eftirfarandi hátt: Settu eftirfarandi ramma í nýjan kassa, 5 með hjúpuðu ungviði, 2 með fóðri, 1 með vaxplötu og 2 með opnu ungu ungviði. Hristu allar býflugur af römmunum fyrst niður í móðurbúið. Ef þú ætlar að nota drottningarhólf á þessum römmum sópaðu þá býflugurnar af, annars fjarlægir þú öll drottningarhólf og setur nýja drottningu í afleggjarann. Þú setur síðan þennan nýja kassa ofaná móðurbúið með drottningargrind á milli. Eftir nokkra tíma hafa býflugur skriðið upp í efri kassann taktu hann þá og settu á nýjan stað en taktu rammana með opna ungviðinu (hristu fyrst býflugurnar af þeim í afleggjarann) og settu þá aftur í móðurbúið en setur ramma með vaxplötum í afleggjarann í staðinn.
Ofan nefndum afleggjurum er lýst í sambandi við svermstjórnun. Auðvitað er hægt að gera afleggjara án drottningar í júní og láta hann ala upp eigin drottningu eða að setja til nýja drottningu eða til að koma í veg fyrir sverm.