Samantekt: Egill R. Sigurgeirsson og uppfært apríl 2025
Býflugna svermur er náttúrulegt fyrirbæri sem á sér stað þegar þernurnar upplifa að rýmið í kúpunni er orðið of lítið fyrir styrk (fjölda) þeirra. Svermur er mikilvægur hluti af lífsferli býflugna og nauðsynlegur fyrir fjölgun tegundarinnar, að viðhalda stofninum og nema nýjar lendur.
Undirbúningur búsins er að þær ala upp nýjar drottningar, oftast um 7 drottningahólf. Það er eitt af megin markmiðum býræktar að koma í veg fyrir að búið svermi. Eitt stórt bú gefur meira hunang en 2 meðalstór, þar að auki safna býflugur ekki nektar í eins miklu mæli síðustu vikurnar áður en svermur fer út. Nýja drottningin tekur sér 16 daga til að klekjast og er ekki farin að verpa fyrr en 2 vikum eftir að hún skríður úr drottningarhólfinu. Þannig „tapast“ varptími og býflugna fjöldi. Oft eykst svermáhuginn ef rignir í nokkra daga eftir tímabil með góðum aðdráttum fóðurs.
Þó að það geti verið áhyggjuefni fyrir býræktendur og geti skapað vandamál ef svermurinn sest að á óvelkomnum stöðum, er þetta náttúruleg hegðun.
Á Íslandi gerist þetta venjulega snemma sumars og alveg fram í september þegar aðstæður eru hentugar. Stór hluti búsins ásamt drottningunni fara af stað til að mynda nýtt bú á öðrum stað. Einnig getur orði raðsvermur þega nýklaktar drottningar fara ásamt sílækkandi fjölda þerna út í sverm jafnvel all að 7 svermar alls.
Hér er stutt yfirlit yfir ferlið:
Undirbúningur: Þernurnar ala upp nýjar drottningar og byrja að þróa með sér svermhvötina.
Svermur: Þegar nýja drottningin krýpur úr sínu drottningahólfi, fer gamla drottningin ásamt stórum hluta þerna úr kúpunni. Þær mynda klasa saman, oft í tré eða á öðrum stað í nágrenninu, meðan skátaflugurnar leita að hentugu nýju heimili.
Leit að nýju heimili: Svermurinn helst í klasa í ákveðinn tíma, stundum í nokkra klukkutíma eða jafnvel í nokkra daga, meðan skátaflugnurnar leita að stað sem uppfyllir þarfir þeirra, eins og autt holrými eða nýja kúpu.
Stofnun nýs bús: Þegar skátaflugnurnar finna hentugan stað, tekur svermurinn flug aftur og sest að á nýja staðnum. Þar fara þernurnar strax í að byggja nýjar vaxkökur, sækja fæði og stofna nýja búið.
Það er eitt af meginmarkmiðum býræktar að koma í veg fyrir að búið svermi, því 1 stórt bú gefur meira hunang en 2 meðalstór, þar að auki safna býflugur ekki nektar í eins miklu mæli síðustu vikurnar áður en svermur fer út.
Nýja drottningin tekur sér 16 daga til að klekjast og er ekki farin að verpa fyrr en 2 vikum eftir að hún krýpur úr drottningarhólfinu. Þannig „tapast“ varptími og býflugnafjöldi. Oft eykst svermáhuginn ef rignir í nokkra daga eftir tímabil með góðu aðdráttum (þegar býflugur hafa safnað blómasafa í gríð og erg).
Að hindra sverm í stuttu máli:
Að klippa ¼ af öðrum væng drottningar kemur ekki í veg fyrir svermhvötina né að búið fari út í sverm. Það eina sem býræktandinn vinnur á því er að hann getur þá seinkað innliti í búið upp í 14 daga, því drottningin dettur á jörðina þegar hún reynir flug en í versta falli mynda þernurnar nýtt bú undir því gamla ef drottningin nær að klifra þangað. Búið fer samt út í sverm þegar ný drottning klekst sama eða einhverjum dögum seinna en sú gamla liggur í versta falli dauð fyrir framan búið.
Á Íslandi er algengast að bú svermi í seinni hluta júní en getur þó gerst á hvaða tíma sumars sem er (nokkrir
býræktendur hafa fengið sverm í september). Oftast er því þannig farið að ef búin hafa komið vel undan vetri þá geta þau stækka ótrúlega hratt á vorin og fyrri hluta sumars og þetta eykur verulega hættuna á svermi. Ólíklegra er að afleggjarar/býpakkar sem keypt eru að utan, svermi sama sumar (hefur þó gerst hjá einum í september), því það má líta á afleggjara/býpakka sem sverm. Þetta hefur þó gerst, sem sýnir mikilvægi þess að fylgjast vel með
því plássi sem búið hefur til varps og hunangssöfnunar, hafa það heldur rýmra en minna en þó ekki of rúmt þá er erfiðara fyrir búið að halda 35°C hita á ungviðinu.
Það þarf að fylgjast með hvort drottningin hafi lagt egg í drottningarhólfin og flugurnar hafi sett drottningarhunang (royal jelly) í botn hólfsins. Ef svo er þá er best að fjarlægja þessi frjóu drottningarhólf og gera þá eitt af þrennu:
Hægt er gera allt þrennt að ofan ef mörg drottningarhólf eru til staðar en muna samt að fjarlægja drottningarhólfin ( vertu fyrst viss um að gamla drottningin sé til staðar í búinu).
Einnig er góð aðferð til að koma í veg fyrir svermáráttu er að taka 1-2 ungviðaramma, úr stóru/stækkandi búi, með ungviði sem er byrjað að krjúpa út og styrkja minni bú með þessum römmum. Varast ber að setja meira en 1 ramma í einu í lítil bú því þau verða að geta haldið hita á ungviðinu. Þetta má endurtaka á 7-14 daga fresti svo lengi sem þurfa þykir. Það verður þó að muna að setja nýja ramma í staðinn í stóra búið og að stóra búið þoli þessa "blóðtöku".
Einnig má flytja búið sem sýnir mikinn svermáhuga á nýjan stað og setja á gamla staðinn lítið bú með drottningu því allar sóknarflugurnar sækja heim á gamla staðinn og styrkja það bú en svermáhuginn hverfur oftast við skort á sóknarflugum í móðurbúinu. Með því að færa drottninguna með ungviðarömmum og þernum (húsflugum) er maður að vissu leiti að líkja eftir svermi þ.e. drottningin fer.
Það verður að skoða í búið eftir viku og ef búið hefur byrjað að ala upp nýjar drottningar (frjótt drottningarhólf) er best að skipta búinu í tvennt þannig að gamla drottningin er tekin ásamt stórum hluta búsins (þerna og ungviði) og sett á annan stað.
Gott er að nýta bú sem hefur hafið svermundirbúning til að búa til 1 eða fleiri afleggjara.
Ef búið svermar.
Ef svermur er farinn út þarf að fanga hann sjá- Taka inn sverm. Þessi reyndist vera 2,5 kg að þyngd með ófrjórri drottningu.
Þá þarf að fara í gegnum móðurbúið því svermur nr 2-7 (raðsvermur, eins og Tómas komst að orði) gætu farið út stuttu seinna eða einhverjum dögum síðar..
Það er næsta víst að gamla drottningin hefur farið með 1. sverminum og gerist það á 9 degi eftir að eggi er verpt í nýtt drottningarhólf, þá loka býflugur drottningarhólfinu og verðandi drottning verður að púpu, þá fyrst fer búið út í sverm ef veður leyfir.
Þess vegna er svo mikilvægt að skoða reglulega í búið á minnst 8 daga fresti svo maður missi ekki af drottningarhólfum.
Ef fleiri drottningarhólf eru í búinu á ýmsum stigum er næsta víst að búið ætlar sér að sverma aftur og ekkert getur komið í veg fyrir það nema við förum rétt að.