Verpandi þerna/ur

Hvernig á að takast á við bú með verpandi þernu?

Verpandi þerna

Verpandi þernur eru eru ekki óalgeng fyrirbæri í býflugnabúum og eru ekki alltaf vandamál. En hvernig á að takast á við það ef það verður vandamál?

Það er ekki óvanalegt að hafa verpandi þernur í búi þar sem drottning er til staðar. Stundum má finna druntaungviði ofan við drottningargrind. Þetta er yfirleitt ekki vandamál. Hins vegar geta verpandi þernur valdið miklum vandræðum ef engin drottning er til staðar, þar sem það getur gert það erfiðara að fá búið til að taka við nýrri drottningu.

Ferómónin sem opið og hjúpað ungviði gefur frá sér hjálpa til við að halda þroska eggjastokka í þernum í skefjum. Í búi þar sem engin drottning og þar af leiðandi ekkert ungviði er, getur þetta leitt til þess að þernur byrja að verpa. Eggja stokkar þeirra þroskast og sumar þeirra byrja að verpa og framleiða drottningarlík ferómón.

 

Bú þar sem þernur er byrjaðar að verpa hafa oftast verið drottningarlaus í nokkrar vikur.  Í flestum tilfellum reynist erfitt að sannreyna drottningarleysi með drottningarprófi (ramma með eggjum), og slíkt bú tekur yfirleitt ekki við nýrri drottningu. Fjöldi býflugna í slíku búi minnkar jafnt og þétt vegna náttúrulegra affalla þerna. Flestir býræktendur líta á þetta sem dæmt til að mistakast. Verpandi þernur geta aðeins verpt ófrjóum drunta eggjum, þar sem þær hafa ekki eðlað sig og þörf er á sæði til að frjóvga egg og framleiða drottningar eða aðrar þernur.

 

Fjöldi eggja í hverju klakhólfi.

 

 

 

 

 

Merki um verpandi þernur
Verpandi þernur er erfitt að finna, þar sem þær líta út eins og aðrar þernur. Merki um slíkt ástand í búinu eru m.a. druntaungviði ofan við drottningargrind. Önnur merki eru óreglulegt ungviðamynstur, druntaungviði í klakhólfum sem eru ætluð fyrir þernur og egg sem ekki eru lögð í miðju klakhólfsins heldur á hliðar eða veggi þess. Oftast má einnig sjá mörg egg í sama klakhólfi. Þetta getur þó einnig gerst í mjög sterku/fjölmennu búi, með nýrri drottningu eða í upphafi mikils aðdráttar nektars.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðferðir til að takast á við vandamál með verpandi þernur: 

 

Hér má betur sjá að eggjunum er verpt meira í veggi klakhólfsins

 

  1. Tæma búið af þernum:  Búið er tekið og farið með það einhverja tugi metra burt.  Hrista/sópa allar þernur af öllum römmunum á gras eða teppi, þernurnar fljúga flestar heim á gamla staðinn en þar er engin kúpa svo þær leita í önnur nálæg bú og sameinast þeim.
  2. Setja inn opið ungviði: Setja má ramma með opnu ungviði í búið yfir nokkr viku tímabil til að bæla niður þroska eggjastokka í þernum. Þegar það hefur tekist má reyna að koma fyrir drottningu eða sameina búið við annað bú með drottningu.
  3. Sameina bú: Sameina má búið við annað bú með drottningu, en það ætti að gerast í áföngum með því að nota býþétt net til að útsetja búið fyrir ferómónum frá opnu ungviði án þess að hleypa þeim að drottningunni. Að því loknu má sameina búin. Að reyna að sameina slík bú við önnu drottningarík bú getur þó leitt til að drottningin verði drepin.

 

Af þessum aðferðum er auðveldast og minnst fyrirhafnarsamt að tæma kúpuna af þernum til að leysa vandamál með verpandi þernur í búi sem er í hnignun.

 

Hér eru bæði "þroskuð" egg og einhvers konar eggja leifar eða óþroskuð egg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn betri nærmynd.

 

 

 

 

Krippuungviði:

Drottningaleysið uppgötvast því miður of þegar ófrjó egg þernanna fá að þroskast í klakhólfum ætluð þernum. Þar sem hólfið er of lítið fyrir druntalirfuna byggja/stækka þernurna hólfin út og er það einkennandi fyrir ástandið.

 

 

 

Mynd Egill. Krippuungviði. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband