Ýmsir sjúkdómar geta herjað á býflugur og eru þeir algengustu þessir að neðan
Varróamítillinn fannst fyrst á Jövu í Indonesíu þar sem hann lifði snýkjulífi á Apis cerana tegundum. Sýkt bú af tegundunum Apis mellifera drepast venjulega á 3 árum eftir smit.
Þeir sjúkdómar sem taldir eru upp í töflunni hér að neðan sýkja ungviðið (þ.e. lirfurnar)
Sjúkdómar hjá fullvaxta býflugum Þarmaveiki–Nosema apis (einnig er til N. cerana) telst nú til sveppa (sporamyndandi -geta “lifað” í allt að 2 ár) sem lifir í þörmum flugnanna, gefur sjaldan einkenni en getur valdið miklum skaða í búinu. Í þeim tilfellum þrútnar afturhluti flugunnar -veldur öndunarörðugleikum, býflugan getur ekki flogið. 85% ediksýrugufa drepur nosema. Býflugur smitast um munn sérlega við þrif í búinu og spori þessa einfrumungs kemst niður í miðgörn þar sem hann borar spóluþræði sínum inn í frumu í vegg garnarinnar og þrengir sér inn í frumuna. Þar þroskast hann og fjölgar sér sem síðan geta smitað aðrar frumur eða losnað út með hægðum og þá smitað aðrar býflugur. Bæði drottning, druntar og þernur geta smitast en algengast er smit hjá þernum þar sem þær halda búinu hreinu. Mestur fjöldi þerna er smitaður á vorin og smitið dreifir sér til annarra búa ef þerna kemst inn í annað bú. Mikilvægt er að skipta reglulega um vax í búunum því gamalt vax inniheldur spora nosema. Loftsekkjamítill– Acarapis woodi er mítill sem er innra sníkjudýr á býflugum og var upphaflega lýst á Isle of Wight. Mítillinn er af köngulóaætt og hafa átta fætur. Hann lifir og fjölgar sér í berkjum býflugna. Kvendýrið verpir 5-7 eggjum í berkjuna, þar sem lirfur klekjast og þróast í 11-15 daga í fullorðna mítla. Mítlarnir setjast að í allt að tveggja vikna gömlum býflugum í gegnum öndunarop þeirra. Þar sem þeir gata barkaveggina með rana sínum og nærast á blóðvökva býflugunnar. Meira en hundrað mítlar geta verið í hverri berkju og veikja býfluguna. Mítillinn er yfirleitt minni en 175 míkróm. Að lengd og aðeins hægt að sjá og greina í smásjá. Aðrir mítlar sem eru svipaðar í útliti eru Acarapis externus og Acarapis dorsalis.
|