Allt þetta efni er tekið frá timarit.is þar sem ég leitaði að fyrirkomu orðanna býrækt og býflugnarækt. Stafsetning fyrri tíma hefur fengið að halda sér. Vona að þið hafið gaman að.
Egill Rafn Sigurgeirsson október 2014
Morgunblaðið 7. sept 1937
Nyrsta býflugnabú í heimi er búflugnabú A. Jónasar Þór, framkvæmdastjóra á Akureyri,:— en það er jafnframt fyrsta og eina býflugnabú á Íslandi. Hin síðustu ár hefir býflugnarækt færst mjög í vöxt i Danmörku, Svíþjóð og Noregi, og þó sjerstaklega í Noregi. Norðmenn flytja nú árlega út úr landinu hunang fyrir miljónir króna, og þykir norskt hunang bera af, að gæðum, og er því verðmeira en aðrar hunangstegundir. Er því haldið fram, í þessu sambandi, að því norðar sem býflugur geti þrifist, því betra hunang framleiði þær. Vorið 1935 fjekk Jónas Þór býflugnasendingu frá Noregi, en sú sending misfórst mestmegnis á leiðinni. Tókst honum þó að bjarga drottningunni og nokkrum vinnudýrum, og með því að fóðra þær fjölgaði þeim allmikið er á leið sumarið. Þó voru þær á haustnóttum ekki orðnar nema tæpur helmingur á við venjulegt flugnabú, sem ekki verður fyrir neinum skakkaföllum, en höfðu þó safnað 6—8 kg. af hunangi um sumarið. Þetta haust gekk veturinn óvenjulega snemma í garð og drápust flugurnar allar um veturinn. Vel getur verið að einhver mistök hafi orðið á því að búa flugurnar undir veturinn, eða að öðrum kosti hafi þær ekki þolað kuldann, af því þær hafi verið of fáar til að halda á sjer hita. Þetta var misheppnuð tilraun, og vorið 1936 fjekkst Jónas ekkert við býflugnarækt sína. En vonina um, að hjer mætti takast að rækta býflugur gaf hann þó ekki frá sjer, því á síðastliðnu vori keypti hann nýjan býflugnastofn frá Noregi, sem komst hingað heilu og höldnu seint í maí. Hafa flugur þessar þrifist prýðilega í sumar, fjölgað mikið og safnað miklu hunangi ,í búið sitt, svo búast má við allverulegri hunangstekju í haust, eða varla minna en 15—20 kg., þrátt fyrir óhagstæða og kalda veðráttu í sumar. Samtímis því, að Jónas fjekk norska flugnastofninn í vor, sendi danskur áhugamaður honum býflugnasendingu frá Khöfn. En svo illa tókst til um landtöku þessara flugna, að þær drápust allar nema drottningin og örfáar ungflugur. Er sendandinn hafði frjett um þessi mistök sendi hann nýjan „sverm”, er var sameinaður þeim fáu, sem eftir lifðu af fyrri sendingunni. Má því telja, að það bú sje nokkurn veginn fullskipað, þótt það sje fátækt af hunangi, sem von er til, eftir þessi mistök, og mun því verða að gefa þessu búi sykurvatn til vetrarfóðurs. Tilkostnaður allur og fyrirhöfn við býflugnarækt er hverfandi lítill, en arðurinn getur aftur á móti orðið mikill, þegar alt gengur sinn eðlilega gang. I Noregi og Danmörku er þegar orðið algengt að skólabörn og unglingar eigi býflugnabú og reki það sjálf til að geta aflað sjer með því vasapeninga. Í þessum löndum hefir og mikið verið gert til þess af hálfu stjórnarvaldanna að útbreiða þekkingu fólks á þessum atvinnuvegi með leiðbeiningarnámskeiðum og á ódýrri útgáfu kennslubóka við alþýðu hæfi. Morgunblaðið hefir spurt Jónas Þór hvað honum hafi gengið til að gera þessar tilraunir með býflugnarækt. — Mjer gekk svo sem ekkert sjerstakt til, svaraði Jónas, en ef þessar tilraunir mínar hepnast vonast jeg til að innan skams komið íslenskum bændum og öðrum, sem býflugnarækt vilja sinna, að góðu liði og orðið að drjúgri tekjulind. — Hvað vakti fyrst athygli yðar á þessum atvinnuvegi? — Það var bókin: Býflugur, eftir belgiska Nóbelsverðlaunaskáldið M. Maeterlinek. Bók þessa þýddi Bogi Ólafsson fyrir nokkrum árum, og hún er með skemtilegustu og bestu bókum, sem jeg hefi lesið. Þeim, sem vilja kynnast býflugum, þessum dásamlega gáfuðu skordýrum, vil jeg ráðleggja að lesa þessa bók. Engin þarf að óttast, að það sje þurt og strembið vísindarit. Og kynni einhver að vilja sjálfur koma sjer upp býflugnabúi, er mjer ljúft að leiðbeina honum eftir minni stuttu reynslu. En jeg trúi á býflugurnar mínar, og víðsvegar á Norðurlöndum fylgist fjöldi manna af vakandi athygli með þessu nyrsta býflugnabúi veraldarinnar. Og takist að halda lífi í býflugum hjer yfir veturinn virðist alt benda til þess, að íslenskt hunang verði, ef til kemur. verðmætasta hunang í heimi.
20, júlí 1941 Stefán Þorsteinsson: Býflugur á Íslandi.
Þegar rætt er um búfé hér á landi, er venjulega átt við kvikfénað, kýr, sauðfé o. s. frv. Hér getur þó verið um mesta fjölda dýrategunda að ræða. í þessari grein skal lítillega getið minnstu búfjártegundar, sem, lifað hefir á íslandi. Margir munu geta þess til, að hér væri átt við hænsnin, eða ólukku minkana, en því fer fjarri. Minnstu húsdýr, sem lifað hafa á íslandi, eru býflugur. Nú munu einhverjir kalla það fjarstæðu, að telja býflugur til hús- dýranna, en þegar betur er að gáð, er það alls engin fjarstæða. Þeir, sem ferðast til útlanda, komast ekki hjá því, að verða varir við býflugurnar og bú þeirra. Ég minnist þess, að er ég steig fyrsta skifti á erlenda grund, þá voru það ekki glæstar byggingar, götuumferð og annað þvílíkt, sem ollu mér mestrar undrunar og aðdáunar, það voru tveir #þjóðflokkar” í dýraríkinu, býflugurnar og maurarnir. Til að sjá, líkjast nýtízku býkúpur oftast meðalstórum brúðuhúsum. Þær eru að vísu gluggalausar og dyrnar eru lágrétt rauf neðst á öðrum gafli kúpunnar. Þær geta verið æði skrautlegar og eru oftast hvítmálaðar. Býkúpunum er helzt valið fagurt umhverfi, þær standa meðal ávaxtatrjáa, berjarunna og fagurra skrúðjurta. Það geta verið misjafnlega margar býflugur í hverri kúpu. Alltaf skifta flugurnar þó hundruðum og oftast þúsund- um. I hverri kúpu eru þrennslags býflugur; ein drottning, sem er eina veran í kúpunni, sem verpir eggjum, og því móðir alls flokksins, þá eru það vinnudýrin, sem eru kynleysingjar, ófullþroska og ófrjó kvendýr og í þriðja lagi eru svo karldýrin, en aðeins eitt þeirra er maki drottningar; er það að sumu leyti ekkert eftirsóknarvert starf. Karldýrin eru einskonar aðalsstétt býkúpunnar. Það er sameiginlegt með þessari aðalsstétt og öðrum aðalsstéttum, að þær vinna sjaldnast að framleiðslunni. Karldýrin safna ekkí hunangi þau geta því orðið slæm byrði á kúpunni, en ef allt er með felldu, sjá vinnudýrin svo um, að karldýrin verði ekki of mörg, t. d. er það eitt af undirbúningsverkum vinnudýranna undir veturinn, að kasta sem flestum karldýrum út úr kúpunni og setja á guð og gaddinn, sem er sama og dauðinn fyrir hina útskúfuðu. Aldrei ríkir nema ein drottning i kúpunni i senn, en ekki telja býyrkjumenn heppilegt, að þær verði eldri en 3—4 ára. — Drottningin kemur úr samskonar eggi og vinnudýrin, en er stærri en þau og fullþroskað kvendýr, sem stafar af góðri aðbúð og umhugsun vinnudýranna. Hið mikla þjóðþrifastarf býflugunnar er tvíþætt. 1 fyrsta lagi safnar hún ilmandi hunangi, í hina þar til gerðu vaxramma kúpunnar. í öðru lagi hjálpa þær til við frjóvgun jurtanna, með því að bera frjóið af einu blómi á annað, og má engan veginn gera lítið úr þeirri starfsemi, þó sjaldnar sé á hana minnst.
Miðvikudagur 17. febrúar 1951 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Mikið starf hjá Býræktarfélagi Íslands.
AÐALFUNDUR Býræktarfélags Íslands, var haldinn 8. þ. m. hér í bænurm. Formaður félagsins gerði grein fyrir þess á síðast liðnu ári. Haldið var námskeið. í býrækt, sem stóð frá aprílbyrjun og fram í miðjan sept. Kennarl var dr. Melitta Urbancic. Kennslan var bæði munnleg og verkleg, og fyrst og fremst miðuð við það, að nemendur yrðu færir um, að stunda býflugnarækt. Pöntuð voru frá útlöndum ýmis áhöld til býræktar, þar á meðal skilvinda til þess að ná hunangi úr bývöflum, og sumarhús fyrir býflugur, svo flytja megi þær úr bænum upp í sveit á sumrin. Fengin voru sex býfylki frá Noregi handa þeim félagsmönnum, sem óskuðu að stundá býrækt. Haldnar voru tvær samkomur á árinu auk stofnfundar félagsins. Á fyrri samkomunni flutti dr. Ubbaricic fræðandi erindi um býrækt, en á þeirri síðari var skoðað býflugnabú frú Hlínar Brand í Laugardal. Þótti félagsmönnum fróðlegt að skoða hið vandaða hús, sem frúin hafði byggt yfir býflugur sínar. Síðan var skoðað býflugnaræktarbú dr. Urbancic við Kambsveg ásamt tækjum þeim til býræktar, sem félagið hafði nýlega fengið. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Geir Gígja formaður, dr. Melitta Urbancic ritari, sem einnig er faglegur ráðunautur félagsins, og frú Hlín Brand.
Býflugnarækft í garði við Kambsveg í Kleppsholti
Rætt við frú Melitu Urbancíc, sem hefur myndarlegt býflugnabú í garði sínum
Í HÚSGARÐI einum við Kambsveg inni í Langholti fer fram merkileg tilraunastarfsemi, sem ef til vill á eftir að marka ndkkurt spor í atvinnu lífi þjóðarinnar. Þar hefur frú Melita Urbancic hat’ið býflugna rækt, og enda þótt þar sé aðeins enn um tilraun að ræða, bendir allt til þess, að sú tilraun ætli að takast vel; enda er frúin sérenda er frúin sérfróð á þessu sviði og hefur hið mesta yndi af að fást við þessar merkilegu „skepnur”, sem hún umgengst af sömu ástúð, þekkingu og natni og góður fjárbóndi sauði sína.
EKKI ÁRÁSARGJARNAR FLUGUR
Það, er mesti misskilningur að tamdar býflugur séu gjarnar til árása,” segir frúin. „Þær stinga því aðeins, að þær telji búið í yfirvofandi hættu; það er eins og þær viti, að þær lifa sjálfar aðeins stutta stund eftir að þær hafa stungið, og þær fórna því lífi sínu fyrir heildina. Þjóðfélagshættir meðal bý flugna eru svo þroskaðir að furðu gengir; hver einn meðlimur heildarinnar hefur sitt á kveðna verk að vinna, og bregst ekki skyldu sinni, hvað sem á dynur. Lítið þið til dæmis á verðina þarna!” Og, frúin bendir á tvær býflugur, sem standa fyrir framan inngöngudyrnar, hvor við sitt bú, gersamlega hreyfingarlausar, rétt eins og þær væru úr málmi gerðar. ,,Þessir verðir gæta þess vandlega, að óviðkomandi býflugur komist ekki inn; ef einhver skyldi freista þess, kemur heldur en ekki hreyfing á þá!”
FÆÐA í HIMNARÍKI
Frúin segir margt frá lifnaðarháttum býflugnanna, sem ekki gefst rúm til að skýra frá hér, enda þótt það sé bæði merkilegur og lærdómsríkur fróðleikur. Vísindamenn hafa ritað þykkar bækur um býflugur; jafnvel stórskáldum eins og Maurice Maeterlinck hafa lifnaðarhættir þeirra orðið að bókarefni. Gagnsemi hunangsins, bæði sem fæðu og lækningalyfs við ýmsum sjúkdómum hefur verið almenningi kunn síðan i forneskju. Jóhannes skírari lifði á því á eyðimörkinni, og í gömlum sálmum er hunangið talið ein þeirra fæðutegunda, sem menn leggja sér til munns í himnaríki!
KENNIR BÝFLUGNARÆKT
Frú Urbancic hefur frá- barnæsku tekið miklu ástfóstri við býflugurnar og leng verið meðlimur í félagsskap í Austurríki, sem hefur það að markmiði að efla býflugnarækt og auka þekkingu manna á því sviði. Fyrir nokkrum árum flutti hún fyrirlestur um þetta efni í út varpið hér, en það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem sá draumur hennar rættist, að hefja hér býflugnarækt. Fékk hún bútofninn frá SkotIandi. „Mér þætti vænt um að kenna fólki hér að umgangast býflugur og koma af stað býflugnarækt hér; þá teldi ég mig hafa sýnt víðleitni í þá átt að greiða að nokkru þá þakkarskuld, sem ég stend í við Ísland sem mitt annað föðurland,” segir hún. Sjálf telur hún þessa tilraun hafa heppnast vel enn sem kom komið er, og afraksturinn í betra lagi. Býflugurnar sækja vítt til fanga, — allt að þriggja – kílómetra veg, en rata þó heim aftur með aflann; blómduftið og hunangið.Og nú hefur frú Urbancic byrjað að kenna nokkrum unglingum býflugnarækt.
MERKTLEG TILRAUN
Það er merkileg tilraun, sem fer þarna fram í garðinum við Kambsveginn. Fram að þessu mun það vera nyrzti staðurinn, þar. sem býflugnarækt er höfð með höndum, en nú hefur danska ríkisstjórnin veitt tugþúsundir króna til slíkra tilrauna á Grænlandi, og má á því sjá, að ekki er býflugnaræktin talin ómerkileg atvinnu grein þar í landi. Og hver veit, nema þarna við Kambsveginn sé að finna upphafið að nýrri atvinnugrein, sem á eftir að verða þjóðinni til arðs og blessunar. „En maður má ekki hugsa um arðinn; býflugnaræktin verður að byggjast á ástúð og skilningi í garð þessara merkilegu lifvera, ef vel á að fara,” segir frú Melita Urbancic.
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. marz 1953
Auglýsing
Námskeið Býræktarfélagsins
Býræktarfélag íslands byrjar námskeið í býrækt hinn 1. apríl n. k. fyrir meðlimi og aðra. Upplýsingar í síma 80560 og 81404.
FRJÁLS ÞJÓÐ
Föstudaginn 7. ágúst 1953.
Býflugnarækt. Austurrísk kona, frú Melita Urbancic, hefur tekið sjer fyrir hendur að sanna, að hjer sje hægt að stunda býflugnarækt og kenna Íslendingum að afla sjer þess búsílags, sem býflugnarækt veitir. Frú Urbancic hefur frá barnæsku haft með höndum blýflugnarækt og auk þess stundað nám í þeirri grein við landbúnaðarháskóla í Austurríki, svo að hún veit, hvað hún syngur. Frú Urbancic leggur á það mikla áherzlu, hve þroskandi sje og lærdómsríkt að stunda býflugnarækt. Býflugurnar hafa með sjer mjög fastmótaða skipulagshætti, iðni þeirra og elja er frábær og ákaflega fróðlegt að fylgjast með lífi þeirra öllu og lífsbaráttu. Þegar býflugurnar skríða úr púpunni verða þær fyrstu dagana að þjálfa sig við ákveðin verk í búi býflugna. Brátt kemur þó sá dagur, að hinar ungu flugur fá að gægjast út. Þá skima þær sitt á hvað og lyfta vængjunum, fullar eftirvæntingar og undrunar yfir hinum stóra heimi, sem við þeim blasir, eins og ung og lífsglöð heimasæta, sem á von á því að fá í fyrsta skipti að fara á ball. Enn verða þær þó að þroska sig við störf heima fyrir í nokkra daga og fá jafnan nýtt starf á hverjum degi. Svo er þeim loks sleppt út í heiminn. Þá byrjar ströng lífsbarátta við að safna hunangi, og er stundum leitað langt til fanga, allt að þrjá kílómetra, en alltaf horfið heim í rjett bú með þann feng, sem gefst. Frú Urbancic á nú býflugnastofn, sem lifað hefur tvo vetur á íslandi. Tvö eða þrjú ár er sá tími, sem talið er, að það taki býflugurnar að aðlaga sig nýju umhverfi, ef þeim er það á annað borð fært. Býræktarfélag hefur verið stofnað fyrir atbeina frúarinnar, hún hefur kennt íslenzkum smið að smíða kassa og annan umbúnað handa býflugunum og leiðbeint og kennt fólki, sem vill kynnast býflugnarækt. Hún elskar bókstaflega býflugurnar sínar, eins og góður fjárbóndi ann kindum sínum og hestamaður hestum sínum. Hún segir, að þeim fylgi heill og blessun, og þær komi fólki í lifandi samband við náttúruna. Af þeim megi læra, hvernig allt líf í náttúrunni umhverfis okkur sé dásamlega samanslungið. Svo meistaralega sé því hagað, að þegar býflugurnar hér á íslandi þurfi að fara að leita út til fanga, séu víðireklarnir komnir á það vaxtarstig, að þeir veiti þeim næringu, en þegar víðireklana þrýtur, fer bláberjalyngið að springa út. Frú Urbancic segir, að hver maður, sem byrjar býflugnarækt, eigi að fá fyrsta stofn sinn gefins, og síðan miðla öðrum gefins, er hann er orðinn aflögufær, því að það sé óheillamerki samkvæmt austurrískri þjóðtrú að vanhelga býflugurnar með því að borga þær með peningum.
Tíminn Reykjavík, laugardaginn 14. febrúar 1953.
Félag stofnað til eflingar bý flugnaræktar hér á landi
Talið fullvíst að hún geti orðið arðsöm hér enda áður verið reynd með árangri.
Nýlega hefir verið stofnað í Reykjavík félag, sem nefnist Býræktarfélag íslands, og er markmið þess að vinna að býflugnarækt hér á landi og hafa forgöngu um, að gerðar verði tilraunir með hana og annað, sem hana snertir, svo sem hunangs- og vaxframleiðslu, ræktun hunangsplantna og fleira. Þær fáu tilraunir, sem gerðar hafa verið til býflugnaræktar, hér á landi, benda eindregið til þess að slík ræktun megi takast með árangri. Félag þetta mun hafa með höndum fræðslustarfsemi og leiðbeiningar um þessa búgrein með námskeiðum og á annan hátt. Stjórn þessa félags skipa Geir Gígja, formaður, dr. Melitta Urbancic, ritari, sem einnig er ráðunautur félagsins í búgrein þessari, og Hlín Eiríksdóttir, gjaldkeri. Frú Melitta Urbancic hefir að undanförnu haft nokkra býflugnarækt hér á landi og hafa tilraunir hennar tekizt vel, svo að sýnt er að þessa búgrein má rekja hér á landi með góðum árangri í höndum þeirra, sem með kunn að fara.
Tilraun Jónasar Þór á Akureyri
Blaðið átti í gær stutt tal við Arnald Þór, garðyrkju mann á Blómvangi, og spurði hann svolítið um tilraun þá til býflugnaræktar sem faðir hans, Jónas Þór á Akureyri gerði fyrir allmörgum árum, en sú tilraun mun hafa verið hin fyrsta hér á landi a.m.k. sú , sem bar verulegan árangur
Frá Noregi. Það mun hafa verið 1935, sem Jónas Þór fékk fyrstu „þjóðina” frá Noregi. „Þjóð” kalla býræktarmenn íbúa einnar býkúpu. Þessi „þjóð” varð hart úti í íslandsferðinni og týndi tölunni talsvert. Því, sem út komst, bjó Jónas Þór stað í garði sínum, og eftir sumarið fékk hann 6—8 kg. af hunangi. Um veturinn dó „þjóðin” samt út, og var álitið, að stafað hefði af því, að býflugurnar voru of fáar í kúpunni, fylltu hana ekki og dóu af kulda.
28 8 53 Alþýðublaðið
Verður býflugnabú sett í heiðmörk ?
60 þús. Býflugur fluttar til landsins frá Noregi, sumarhús keypt.
BÝRÆKTARFELAG ÍSLANDS hefur nú fengið til landsins 3 býfylki, en í hverju þeirra eru um 20 þúsund dýr. Þá hefur félagið fengið nýtt færanlegt sumarhús fyrir býflugur. og á von á tæki til að ná huhangi úr ‘bývöfflunum á næstunni. Blaðið fékk þessar upplýsingar hjá Geir Gígja skordýrafræðingi, formanni býræktarfélagsins, en honum fórust svo orð: „Strax eftir stofnun Býræktarfélags Íslands í jan. s.l. var „farið að vinna að ýmsum helztu áhugamálum, sem félagið hyggst að beita sér fyrir, og þar á meðal er fræðslustarfsemi. Hefur verið haldið nám- skeið í býrækt á vegum félagsins, og er þar bæði um munnlega og verklega kennslu að ræða. Framkvæmdastjóri félagsins, frú Dr. Urbancic, þaul vön býræktarkona frá Austurríki, hefur kennt á námskeiðinu.
SKILVINDA TÍL AÐ NÁ HUNANGI.
Annað áhugamál félagsins er það, að komið verði upp áhalda safni í félaginu, enda þarf ýmis tæki til býræktar, sem ekki eru notuð til annarra hluta, og kaupa verður frá útlöndum. Þar á meðal er einskonar skil- vinda, sem skilur hið dýrmæta hunang býflugnanna úr bývöflunum. Þetta tæki er nú á leiðinni til landsins
SUMARHÚS
Svo höfum við nýlega fengið sumarhús fyrir býflugur. Má hæglega flytja. hús þetta frá einum stað til annars. Geta býflugurnar þá yfirgefið vetrar heimili sín í borginni og flutzt inn á Heiðmörk eða upp í sveit, á lyng og víðimóa, þar sem gott er til fanga í blómkrónum. Þá framleiða þær líka miklu meira af hunangi og vaxi, og fræva einnig berjalyngið, og þá verður berjaspretta betri.
3 BÝFYLKI FRÁ NOREGI.
Að síðustu má svo geta þess, að nýlega hefur félagið fengið 3 býfylki frá Noregi. En í hverju fylki eru um 20 þúsund dýr. Að sjálfsögðu hefur félagið orðið að leita til margra manna í sambandi við innflutning og annað, varðandi starfsemi sína, og er þakklátt öllum, sem hafa sýnt því velvild og hjálpsemi.”.
Alþýðublaðið ´53 ?
Félag stofnað til býflugnaræktar
Fyrir utan býafurðirnar, hunang og vax, er talið, að býflugur auki gróður, þar sem þær hafast við.
Í SUMAR var frá því skýrt hér í blaðinu, að frú Melitta Urbancic hefði hafíð tilraunir með býflugnarækt í garðinum við hús sitt við Kambsveginn. Er hún mjög fróð um býflugnarækt og hefur hinn mesta áhuga fyrir, að hægt verði að stunda hana í sem víðrækustum og almennustum stíl. Það-var þó ekki fyrr en hún taldi sig hafa fengið sönnun fyrir því, að býflugur gætu mætavel þrifizt hér á landi, að hún tók að ræða við fólk um nauðsyn þess, að háfizt væri handa um víðtækari ræktun þeirra. Nú hefur verið stofnað félag hér í Reykjavik, sem hefur að markmiði að vinna að býflugnarækt og gerðar tilraunir með hana, og nefnist það „Býræktarfélag íslands”. Formaður félagsins er Geir Gígja skordýrafræðingur, ritari og ráðunautur frú dr. Melitita Urbancic, og Hlín Eiríksdóttir gjaldkeri. Félagið hyggst hafa með höndum fræðslustarfsemi og leiðbeiningar um býflugnarækt með námskeiðum og á annan hátt.
NÝ BÚGREIN
Erlendis er býfIugnarækt hvarvetna talin til hinna mestu búnytja, bæði fyrir hunangið, sem talið er hollt og bætiefnaríkt með afbrigðum, auk þess sem býflugurnar safna miklu af hreinu vaxi. Þá er og talið, að býflugnarækt auki að miklum mun gróður þeirra landsvæða, þar sem þær hafast við, fyrir þá aðstoð, er þær veita við frjóvgun jurtanna. Áður mun hafa verið gerð lítils háttar tilraun með bý- flugnarækt hér á landi, en hún heppnaðist ekki, og mun þekkingarskortur hafa valdið að verulegu leyti.
Þriðjudagur 22. sept. 1953 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Tvær 10 og 11 ára stúlkur í Revkjavík ætla að koma sér upp býflugnabúum að sumri.
3 stúlkur hafa lær býrækt hjá frú Melitu Urbancic, ÞRJÁR stúlkur hafa verið að læra býrækt hjá frú Melittu Urbancic, og hyggjast tvær þeirra koma upp býflugnabúum heima hjá sér að sumri. Til eru nú tvö býflugnabú í Rvík, býflugnabú frú Urbancic og annað á frú Hlín Eiríksdóttir. Virðist áhugi á býrækt fara vaxandi. Býræktarfélag Íslands hefur nú fengið frá útiöndum skilvindu til að ná hunangi úr bývöfflunum. Hefur skilvindan verið reynd og í tilefni af því ræddi blaðamaður Alþýðublaðsins við frú Urbancic um býrækt hennar.
ÍSLENZKAR DROTTNINGAR
Frú Urbancic hefur býflugna bú sitt í garði sínum. Þar eru fjögur fylki af býflugum og þrír græðlingar, þ. e. verðandi fylki. Aðeins tvær drottninganna eru útlendar, hinar eru fæddar og uppaldar hér á landi í býflugnabúi frúarinnar.
HAFA NÓG FYRIR SIG AÐ LEGGJA.
Frúin hefur í garði sínum ýmsar jurtir, sem eru hunangsríkar, en hér á landi eru taldar nægar slíkar jurtir, t. d. í lyng móum, enda er ætlunin að flytja búin út fyrir bæinn að vori, og hefur verið rætt um Heiðmörk í því sambandi. Býflugur munu auka þroska gróðurs, og ættu býflugurnar því að vera aufúsugestir út í sveitirnar.
ÁRVISS ATVINNDVEGUR?
Frú Urbancic hefur nú rækt að býflugur í 3 ár. Hefur húni mjög lagt sig fram til að.komast að raun um, hvernig bezt verði hagað býrækt hér á. landi. Hún hefur ræktað býflugur í þrjú ár, en telur, að eftir önnur þrjú ár verði hægt að segja með nokkurri vissu um árangurinn. Enga hættu telur hún á því, að menn tapi því fé, sem þeir leggja í býrækt, og mikla ánægju megi af því hafa. Munu vera líkur fyrir því, að býrækt verði árviss atvinnuvegur hér.
ÁHUGASAMIR’ NEMENDIJR
Stúlkurnar, sem eru að læra býrækt hjá frúnni, eru Anna Haraldsdóttir, 11 ára, Ragnheiður Óskarsdóttir, 10 ára, og Ingunn Ragnarsdóttir, 9 ára. Segir frúin, að þær séu áhugasamir nemendur, og hve mikið yndi þær hafa af býræktinni sést á því, að þær ætla tvær að koma upp búi sjálfar. Þær læra öll verk við býræktina, og þær grindur undir bývöfflur, sem þær búa til, fá þær að eiga sjálfar, og dýrin, sem setjast,að í þeim.
ÞOLA VEL KULDA, EN ILLA NÆÐINGA.
Nú fara býflugurnar að búá sig undir veturinn. Þola þær kuldann vel, en illa næðinga. Þær koma ekki út allan veturinn, nema hitinn verði 7 stig. Þá skreppa þær aðeins út. Íslenzkan vetur virðast þær þola vel, ef þær eru hafðar í skjóli fyrir næðingum.
Tíminn 17. Febrúar 1954
Aukið Iíf að færast í býflugnaræktina: Sex býfylki flutt hingað frá Noregi s.l ár.
Aðalfundur Býræktarfélags Íslands var haldinn 6. þ. m. hér í bænum. Formaður félagsins gerði grein fyrir störfum þess á síðastliðnu ári. Haldið var námskeið í býrækt, sem stóð frá aprílbyrjun og fram i miðjan september. Kennari var dr. Melitta Urbancic. Kennslan var bæði munnleg og verkleg, og fyrst og fremst miðuð við það, að nemendur yrðu færir um að stunda býflugnarækt. Pöntuð voru frá útlöndum ýmiss áhöld til býræktar, þar á meðal skilvinda til þess að ná hunangi úr bývöflum og sumarhús fyrir býflugur, svo flytja megi þær úr bænum upp í sveit á sumrin.
Vaxandi býflugnarækt. Fengin voru sex býfylki frá Noregi handa þeim félagsmönnum, sem óskuðu að stunda býrækt. Haldnar voru tvær samkomur á árinu auk stofnfundar félagsins. Á fyrri samkomunni flutti dr. Urbancic fræðandi erindi um býrækt, en á þeirri síðari var skoðað býflugnabú frú Hlínar Brand í Laugardal. Þótti félags- mönnum fróðlegt að skoða hið vandaða hús, sem frúin , hafði byggt yfir býflugur sínar. Síðan var skoðað býræktarbú dr. Urbancic við Kambsveg ásamt tækjum þeim til býræktar, sem félagið hafði nýlega fengið. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Geir Gígja, form., dr. Melitta Urbancic, ritari og frú Hlín Brand, gjaldkeri.
Föstudagur 26. febr. 1954 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR Býræktarfélags íslands var haldinn 6. þ.m. hér í bænum. Formaður félagsins gerði grein fyrir störfum þess á síðastliðnu ári. Haldið var námskeið í býrækt, sem stóð frá aprílbyrjun og fram í miðjan sept. Kennari var dr. Melitta Urbancíc Kennslan var bæði munnleg og verkleg, og fyrst og fremst miðuð við það, að nemendur yrðu færir um að stunda býflugnarækt. Pöntuð voru frá útlöndum ýmiss áhöld til býræktar, þar á meðal skilvinda til þess að ná hunangi úr bývöflum og sumarhús fyrir býflugur, svo flytja megi þær úr bænum upp í sveit á sumrin. Fengin voru sex býfylki frá Noregi handa þeim félagsmönnum, sem óskuðu að stunda býrækt.
Haldnar voru tvær samkomur á árinu auk stofnfundar félagsins. Á fyrri samkomunni flutti dr. Urbancic fræðandi erindi um býrækt, en á þeirri síðari var skoðað býflugnabú frú Hlínar Brand í Laugardal. Þótti félagsmönnum fróðlegt að skoða hið vandaða hús sem frúin hafði byggt yfir býflugur sínar. Síðan var skoðað býræktarbú dr. Urbancic við Kambsveg ásamt tækjum Þeim til býræktar, sem félagið hafði nýlega fengið. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Geir Gígja, for- maður, dr. Melitta Urbancic rit- ‘ari og frú Hlín Brand, gjaldkeri.
FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 13, nóvember 1954.
VANGÆFAR DROTTNINGAR.
Íslenzku býflugnadrottningarnar sem uxu upp í býflugnabúi frú Melittu Urbancic í fyrrasumar, frjóvguðust ekki, svo að íslenzk býflugnakynslóð er enn ekki til hér á landi. Aðeins ein kona, frú Hlíf Eiríksdóttir í Laugardal, hefur ráðist í býflugnarækt auk frú Melittu Urbancic. Hún fékk býflugur frá Ameríku. En svo illa tókst til, að drottningin hvarf og skildi þegna sína eftir í reiðuleysi. Nýja drottningu var ekki að fá hér á landi , og byrjuðu vinnudýrin sjálf að verpa. En eftir að svo er komið, er agi úr skorðum í ríki býflugnanna, og vinnudýrin nenna ekki lengur að standa í ströngum búsaðdráttum. Vonandi tekst betur til næsta sumar og fleiri reyni þessa nýjung.
Auglýsing um útvarpsþátt
„Áður fyrr á árunum” kl. 11.00: líklega á 8 unda áratugnum.
Býflugnarækt í miðjum Akureyrarbæ
Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.00 er þátturinn „Áður fyrr á árunum” í umsjá Ágústu Björnsdóttur. Guðrún Þór les grein eftir föður sinn, Jónas Þór, „Býflugur og býflugnarækt”, sem birtist í tímaritinu „Hlín” árið 1941. — Þarna segir frá athyglisverðri tilraun, sem gerð var með að rækta býflugur hér á landi, sagði Ágústa. — Það var Jónas Þór, verksmiðjustjóri á Akureyri, sem reyndi þetta heima í garðinum hjá sér í miðjum Akureyrarbæ og tókst honum framar öllum vonum. Hann hóf tilraunina árið 1935 og hélt henni áfram þangað til lokaðist fyrir innflutning á flugunum í stríðinu. Þá hætti Jónas þessari starfsemi af sjálfu sér. Því er svo við að bæta, að í kringum árið 1950 var stofnað hér í Reykjavík félag sem hét „Býflugnaræktarfélag íslands” og hóf það starfsemi i Laugardalnum. Það var áhugafólk sem að þessu stóð, og lét það reisa hús sem tók átta bú. Aðalráðgjafi Reykvíkinganna í býflugnaræktinni var Melitte Urbancic, sem kunni mikið fyrir sér í þessari atvinnugrein. Starfsemi félagsins lagðist svo niður þegar Reykjavíkurbær yfirtók Laugardalinn.