Saga býræktar á heimsvísu
Eftirfarandi texti er gróf þýðing og veruleg stytting á bókinni :

The Hive and The Honey bee, auk seinni tíma viðbóta.

Samantekt Egill Rafn Sigurgeirsson

Býflugnarækt fram til 1600:

Hellarista uppgötvuð 1921 í        Cueva de la Arana in Valencia, Spáni
Hellarista uppgötvuð 1921 í        Cueva de la Arana in Valencia, Spáni

 

Talið er að frummaðurinn hafi tekið hunang frá villtum býflugum í holum trjástofnum og klettaskorum. Sú aðferð hefur sést á mörgum hellamyndum í Afríku, Spáni, Indlandi og Ástralíu. Þessi aðferð er enn viðhöfð hjá sumum þjóðflokkum.

Elstu menjar um  býrækt eru 7000 ára gamlar.

 

 

 

Myndir frá Egyptalandi

 u.þ.b. 1500 f.kr sýna býkúpur þar sem menn eru að taka hunang frá.Menn hafa fundið býkúpur gerðar úr leir og einnig brot úr slíkum býkúpum frá Grikklandi frá svipuðum tíma.

 

 

 

 

Vitað er að í N-Evrópu voru býflugur undir manna höndum 2000 f.kr. Í Ameríku voru ekki alibýflugur en tegundir af gaddlausum býflugum og hafa þær fundist í Ameríku og Ástralíu. Í Cozumel  í Mexíkó hafa fundist hlutir úr býkúpur frá því um 1400 f.kr. og einnig á fleiri stöðum í Mexíkó (Belize) frá 300 f.kr.  

Frumstæð býrækt er talin hafa átt sér stað fyrir  20.000 árum í Evrópu. Elstu merki býræktar eru um 7000 ára gamlar og elstu merki topplistabúa (hálmkúpa með listum efst) er meira en 3000 ára gamlar og fundust á eyjunni Krít

                                       3000 ára gamall býgarður .

Við uppgröft í Jórdandalnum við Bet Shean í Ísrael fundust leifar býræktar inni í miðri borginni  Tel Rehov (eins og svæðið kallast). Kúpurnar lágu hlið við hlið 30 stykki á 3 hæðum eða um 100 kúpur, sem eru um 80 cm langar og 40 cm í þvermál (rör)  gerðar úr óbrenndum leir blönduðum hálmi, lokað að framan en með flugopi og leirlok að aftan þar sem hægt var að ná í  vaxkökurnar ( þessi tegund af býkúpum er enn notuð í Egiptalandi). Það er talið að uppskeran gæti hafa verið um 15-20 kg hunang frá hverju búi og ári, þannig að frá þessum býgarði hefur árs uppskeran verið um 1,5-2 tonn. Býflugurnar hljóta að hafa verið gæfar annars hefði ekki verið hægt að hafa þær inni í miðri borginni  og reikna má með að býrækt hafi verið algeng á þessu svæði á þessum tíma.

Aristoteles  (384 – 322 fyrir Krist) setti fram kenningum um býflugur m.a. um að þær byggðu vaxhólf (klakhólf) í mismunandi stærðum fyrir þernur, drunta og drottningar. Að þær flugu einungis á eina tegund blóma í senn. Að þær hefðu ákveðna verkaskiptingu í búinu og að þær drepast eftir að hafa stungið og broddurinn losnar frá.

Fleiri þátíðar menn skrifuðu um býflugur og býrækt á árunum fyrir og eftir Krist.

Arðbær býrækt var í Rómverska ríkinu á síðustu öld fyrir Krist  og bræðurnir  Veianius þénuðu 2,5 milljónir/ári ( á  nútíma verðlagi).

Býflugnarækt frá 1600 til 1851:

Á þessum öldum voru alibýflugur fluttar til nýja heimsins þ.e. N og S Ameríka og Ástralía með innflytjendum frá Evrópu. Alibýflugur fundust einungis í gamla heiminum þ.e.a.s. í Evrópu, Afríku og Asíu, en um 1600 voru ekki alibýflugur í nýja heiminum þ.e. Ameríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Í Mið Ameríku voru gadd lausar býflugur, Melipona beecheii, sem líkjast mjög apis mellifera. Þessar flugur gefa af sér bæði vax og hunang og Maíarnir ræktuðu þær.

Talið er að býflugur hafi verið fluttar til Mexíkó á 16 öld. En ekki fyrr en á 19 öld til Mið Ameríku.

Þær komu til Suður Ameríku 1520-40. 

Talið er að býflugur hafi flust til N-Ameríku frá Englandi 1622 skv. farmskrá nokkurra skipa. Einnig að býflugurnar hafi borist til Ástralíu fyrst 1810 en þær lifðu ekki lengi. 1822 reyndu menn síðan aftur og lifðu þær. Í Ástralíu lifa um 1500 tegundir af gaddlausum býflugum og undirtegund af þessum (trigona) sem er aðeins 4 mm að lengd framleiðir vax og þunnt hunang.

 Til Nýja-Sjálands voru þær fluttar 1839.  

Árið 1688 og 1689 voru býflugur fluttar frá Frakklandi til St. Kitts og Guateloupe í Karíbahafinu. Talið er að þær hafi ekki flutts til vestur strandar N-Ameríku fyrr en um 1850 og höfðu þá numið land í öllum löndum heims með hjálp manna, nema á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Suðurskautslandinu.

Þekking jókst hægt og ákveðið á eðli og hegðun býflugna. Á 16 öld gerðu menn sér grein fyrir því að í flugurnar gátu myndað drottningin frá eggjum eða mjög ungum lirfum og einnig að drottningin væri kvenkyns, verpti eggjum og væri móðir allra flugna í búinu.

Á 19 öld fundu menn út að druntar væru karlflugur og að þernurnar voru kvenkyns.

Fyrsta smásjár teikning sem gerð var á þessum tíma, en á 18 öld gerðu menn sér grein fyrir að drottningin varð að eðlast við karldýr til að frjóvgast, á sama tíma gerðu menn sér grein fyrir uppruna vaxins, sem býflugurnar gáfu frá sér. Áður höfðu menn talið að vaxið væri framleitt úr frjókornum sem býflugur báru inn í búið.

Blómasafi var talinn falla frá himnum en í byrjun 18 aldar gerðu menn sér grein fyrir því að blómasafinn (nektar) kom frá blómum og einnig að býflugan flýgur aðeins á eina tegund blóma í hverjum flugtúr og þá gerðu menn sér líka grein fyrir mikilvægi býflugna í frjóvgun blómanna. Menn fóru að saga niður tréstofna  sem innihéldu býflugur í holrými og tóku þær heim til að geta bæði haft þær nær sér og til hunangstekju.

Algengasta tegund býkúpu sem notuð var í Evrópu var hálmkúpa (skep). Hunangstekja fór venjulega fram á þann

 hátt að kúpan var sett yfir holu í jörðinni þar sem brennisteinn var brenndur sem drap býflugurnar sem svo voru hristar úr kúpunni og vaxkökurnar skornar út.

Menn héldu oft marga tugi þeirra í sérstökum “bee boles”.

Milli 1500 og 1851 hafði sú breyting orðið á að menn voru hættir að drepa búið til að ná frá þeim hunanginu og fóru að reyna að þróa ýmsar aðferðir til þess að auðvelda hunangstekju frá búunum. 

Menn settu t.d. kúpurnar öfugar í fötur festu tóma hálmkúpu yfir og “trommuðu” síðan taktfast á fötuna og hröktu þannig býflugurnar úr kúpunni sem skriðu upp í kúpuna fyrir ofan.

1623 Kom út bókin ” The Feminine Monarchie or a Treatise Conserning Bees, and the Due Ordering of Them” (hlaða niður PDF skjali) eftir séra Dr. Charles Butler (1559-1647)  sem kallaður var eftir það “faðir býræktar í Englandi”. Bókin tók á hagnýtum ráðum fyrir býrækt og reynslu hans og rannsóknum .

1655 kom út bókin The Reformed Common-Wealth of Bees,í Englandi, sem talin er vera fyrsta bók sem gefin var út af stjórnvöldum varðandi býflugnarækt. Thomas Wildman (1734-81) skrifaði bókina  A Treatise on the Management of Bees (1768) þar sem hann gagnrýndi mjög þá aðferð að drepa býflugurnar til að ná hunanginu. Hann lýsti aðferð þar sem ný hálmkúpa (þessar voru með flatari toppi og gati í miðjum toppnum) var sett undir þá fyrstu, svo koll af kolli og hunangið var þá í efstu hálmkúpunum sem hægt var að taka það úr án þess að drepa býflugurnar. 

Hér getur að líta hvernig útbreiðsla tegundanna var í Evrópu áður enn menn fóru að flytja þær landa á milli.

A. M. Mellifera eru hinar upprunalegu sem réðu norðurhluta Evrópu og kallaðar , dökkar, brúnar eða Skandinavískar jafnvel svartar.

Ligustica hinar ítölsku

Carnica þær sem ég er var með fyrstu árin og var með í Svíþjóð

Nafnið er skrifað Apis mellifera mellifera , Apis mellifera carnica o.s.f.

Býflugnarækt eftir 1851

Það var ekki fyrr en Lorenzo Lorraine Langstroth(1810-1895) lýsti í bók sinni (A Practical Treatise on the Hive and the Honey-Bee, (hlaða niður sem PDF skjali hér) by L. L. Langstroth, 1853), hvernig ætti að hafa samfélagið á römmum í búinu, að verulegar breytingar urðu á býflugnarækt og er það í fullu gildi enn í dag.

Lorenzo var prestur frá Massachusetts, kynntist þar býflugnarækt og fann út að bilið milli veggja og ytri römmum, þ.e. milli ramma og veggs og yfir römmum átti að vera 3/8 úr tommu (ca 9 mm eða 6-10 mm), þannig að býflugurnar sættu sig við það rými án þess að byggja vax á milli. Þessi aðferð var orðin almenn í notkun um áratug síðan í Bandaríkjunum og einnig á svipuðum tíma í Englandi og var tekin í notkun nokkrum árum síðar í Frakklandi og Ítalíu. Talið er að með þessari breytingu hafi nýtt tímabil í býflugnarækt byrjað og margar nýjungar fylgdu í kjölfarið.

Dzierzon (Póllandi) og Prokkopovitsch 1775-1850 (Úkraínu)   eru þó þeir menn sem fyrstir  lýstu býrækt með færanlegum römmum. Langstroth auk annarra bættu tæknina með ferköntuðu römmunum en þessir rammar voru þá þegar í notkun hjá sumum býræktendum. Fyrsta bók um efnið kom út 1844 ” A Description of the bar-and-frame hive” eftir Englendinginn og hershöfðingjann Major William August Munn 

Árið 1865 fann óþekktur austurrískur maður upp skilvinduna, áður höfðu hunangskökur verið teknar og settar í líndúk eða þess konar og hunangið kreist úr.

 Mikilvægar uppgötvanir og  skref í þróun nútíma býræktar.

Jan Dzierzon (Pólland)- 1848: þróaði hina lausrammana kúpu.

Lorenzo L. Langstroth (BNA) 1852 : Hreyfanlegir rammar sem ekki snertu hvorn annan og var auðvelt að taka í sundur.

Jan Mehring (Holland) 1857: Framleiddi vaxmilliveggi.

Abbé Colin (Frakkland) 1865:: Fann upp drottningagrindina.

Francesca De Hruschka (‘italía)1865 :  Fann upp slengivélina sem snérist um miðjuöxul.

A. Grim (BNA) 1870: Flutti í miklu magni drottningar frá Evrópu til BNA

Fredric Wiss (BNA)1873: Fann upp valsa sem mótuðu sexhyrninga á vaxmilliplöturnar.

T.W. Cowan (Bretland)1875: Fann upp sjálfvendandi radial slengivél.

Moses Quinby (BNA) 1875. Fann upp ósarann með betri belg.

E. C. Porter (BNA) 1891. Fann upp býtæmara sem settur er undir hunangskassana við hunangstekju.

E.B. Weed (BNA) 1892: Betrumbætti valsana sem móta milliveggina.

Nútíminn. 

Talið er að í heiminum séu um 50 millj. bú og má gera ráð fyrir að framleitt séu um milljarður tonna af hunangi á ári hverju og í Kína líklega stærsti útflytjandi gamla heimsins með um 50 millj. tonn.

Í Evrópu er talið vera um 15 millj. bú og gefa að meðaltali af sér um 12 kg. af hunangi þ.e. gefa af sér um 180.000 tonn á ári og aðeins minna er flutt inn frá öðrum löndum, sérstaklega frá nýja heiminum og Kína og fer meir en helmingur af því til Þýskalands.

Í Sovétríkjunum gömlu er talið vera um 8 millj. bú og um 200.000 tonn af hunangi framleitt þar á ári.

Í Asíu er talað um 13 millj. búa og framleitt er um 250.000 tonn af hunangi árlega.

Í Kína eru um 6 millj. búa af Apis mellifera og 1 millj. búa af Apis cerana, 170  millj. kg. hunangs er framleitt á ári og eru 50 millj.kg. flutt út. Japanir flytja inn u.þ.b. 35millj.kg. árlega af hunangi

Royal Jelly er fyrst og fremst framleitt í Kína, 440þús.kg. , Tævan 250 þús. kg. og Tæland 10 þús.kg.. Þar af flytur Japan inn um 220þús. kg. árlega

Í Afríku eru um 14 millj. búa, 100 millj.kg. eru framleidd þar árlega og vax framleiðsla er þar meiri en í öðrum löndum eða um 8- til 10% af hunangs uppskerunni.

Ameríka,

Í Bandaríkjunum og Kanada eru um 5 millj.bú og hunangstekja frá búunum er u.þ.b.20 kg/bú í Bandaríkjunum, en um 70 kg. í Kanada og það er talið vera hæsta meðaltal í heiminum af hunangsframleiðslu á bú. Áhuginn að býflugnarækt snýr meir að hunangsframleiðslu á vesturströnd USA en býflugunum sjálfum á austurströndinni sem og í Evrópu.

Það eru um 8 millj. búa í suður og mið Ameríku að meðtalinni Mexíkó, framleiðslan er um 160 millj. kg. og þar af eru um 115 millj.kg.  flutt út og 60 millj. kg. frá Mexíco einu, sem er stærsta útflutningsland hunangs í heiminum.

Ástralska eyjaálfan, þar eru um 800 þúsund bú í Ástralíu og í Kyrrahafseyjunum, hunangsframleiðsla þar um 50 kg. /bú . Í Ástralíu einni eru framleidd rúm 25 millj.kg. á ári og þ.a 10 millj. flutt út, Nýja Sjáland framleiðir um 6 millj.kg. af hunangi árlega.

Hellarista uppgötvuð 1921 í

Cueva de la Arana in Valencia, Spáni

Hafa samband