OFNÆMI VIÐ BÝFLUGNASTUNGU

Greinin er þýdd úr Bitidningen Nr 1/2 Januari/Februari 2014 og er eftir Car-Oluf Reutervinge sem skrifaði upp eftir fyrirlestur Per Jemsby ofnæmislækni. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor í ónæmisfræði, staðfærði og lagfærði skv nýungum í ofnæmislækningum og var birt á vefmiðlum vorið 2014.

Lífshættuleg skordýrabit – ofnæmislost.

Nú þegar vor er í lofti er lífríkið á miklu flugi. Tilhugalíf fugla með tilheyrandi söng og hreiðurgerð minnir okkur á þau undur sem ávallt eiga sér stað á þessum skemmtilega árstíma. En það eru ekki bara fuglarnir sem fara á stjá heldur fer að styttast í að geitungar og býflugur fari að huga að sínum búum. Fyrir okkur flest þá eru þau nokkuð meinlítil, og flestum tilvikum velkomin viðbót við öll þau litbrigði sem lífríkið býður upp á en fyrir suma getur stunga orsakað á svipstundu lífshættuleg ofnæmisviðbrögð. Ofnæmi vegna skordýrabits á Íslandi stafar í lang flestum tilvikum vegna bits æðvængja (hymenoptera), það er geitungar (hús-, trjáa- og roðageitungar), humlur (mó-, garð- og húshumla) og býflugna (alibýfluga).  Á hverju ári valda slík bit lífshættulegum einkennum hjá fjölda fólks og í undantekningartilvikum dauða um heim allan. Þó börn séu töluvert líklegri til að vera stungin en fullorðnir eru einkenni þeirra almennt vægari. Í Bandaríkjunum er talið að lífshættuleg einkenni eigi sér stað í 1:150 stungutilvika meðal barna, en 3:100 hjá fullorðnum og a.m.k.  50 einstaklingar látist þar árlega vegnaofnæmislosts. Lang algengustu einkennin sem fólk fær við stungu er staðbundin bólga og ofnæmissvar.  Slík einkenni eru ekki lífshættuleg og þurfa ekki á bráðri meðferð að halda. Næsta stig

einkenna er þegar fólk fær kláða og útbrot fjarri stungustaðnum. Slík einkenni geta borið með sér áhættu á hættulegri einkennum við endurteknar stungur og því er mikilvægt að leita eftir áliti læk

 

nis í slíkum tilvikum. Hættulegustu einkennin eru einkenni  um ofnæmislost.  Ef um slík einkenni er að ræða á að hringja strax í 112. Undantekningarlaust á í slíkum tilvikum að leita eftir áliti sérfræðings í ofnæmissjúkdómum.

Lífshættuleg ofnæmiseinkenni eru: Bólgin tunga, munnur eða kok. Erfiðleikar við kyngingu eða tal. Erfiðleikar við öndun eða mæði. Meltingarfæraeinkenni, magakrampar, ógleði eða uppköst. Yfirliðstilfinning eða svimi. Í verstu tilvikum meðvitundarskerðing og öndunarstopp.

Meðferð. Meðferð einkenna fer eftir alvarleika þeirra. Ef fólk verður vart við stunguna, þá er hægt að reyna að fjarlægja stungubroddinn varlega án þess að þrýsta á eitursekkinn sem oft er áfastur og kæla stungustaðinn með klaka (á einungis við um býflugur þar sem geitungar og vespur halda þeim eftir stungu og geta því stungið mörgum sinnum í einu).  Við vægari einkennum dugir að taka inn ofnæmistöflu (H1 hemjandi lyf) og bera vægt sterakrem á stungusvæðið.  Við alvarlegri eftirfarandi einkenni og aðstæður er mikilvægt að komast sem fyrst undir læknishendur og hringja í 112:

·         þú færð stungu og ert með þekkt bráðaofnæmi þrátt fyrir að vera með adrenalín penna/EpiPen við höndina ásamt bráðlyfjum sem þú notar strax.

·         þú færð stungu og færð lífshættuleg svæsin viðbrögð: bólgur í andlit/varir/kok, ofsakláða, öndunarerfiðleika, hósta, verður óglatt, svimar/sundlar eða kaldsvitnar.

·         þú færð stungu í munn eða kok.

·         þú færð samtímis margar stungur og líður illa, verður slappur/slöpp eða verður óglatt.

Greining á skordýraofnæmi. Eftir að hafa verið metin af ofnæmislækni er sjúkdómsgreining um ofnæmi staðfest með ofnæmishúðprófi og/eða blóðprufu. Ef um staðfest ofnæmi er að ræða og viðkomandi hefur fengið lífshættuleg einkenni þá eiga slíkir einstaklingar að fara í afnæmingu gegn skordýraeitrinu sem um ræðir.  Í flestum tilvikum tekur slík meðferð um 3 – 5 ár, en sumir þurfa á mun lengri meðferð að halda. Flestir sem greinast með skordýraofnæmi hafa ofnæmi fyrir geitungum. Þó eitur þeirra valdi síður ofnæmi en eitur býflugna eru þeir mun árásagjarnari og stinga mun oftar en þær. Þó svo að krossofnæmi geti átt sér stað er það algengara að fólk hafa eingöngu ofnæmi gegn einni tegund sem grundvallast á ofnæmisprófinu.

Helstu áhættuþættir skordýraofnæmi.  Við endurteknar stungur aukast líkur á ofnæmi. Því eru býflugnabændur sérstaklega í áhættu fyrir lífshættulegum einkennum. Einnig geta undirliggjandi ofnæmissjúkdóm

ar aukið líkur á því að viðkomandi þrói með sér ofnæmi í kjölfar skordýrabits.

Forvarnir skordýrabits.

·         Ekki hegða sér eins og blóm, þ.e. forðast litskrúðugan fatnað og takmarka notkun ilmefna á líkamann.

·         Geitungar sækja í sætindi, ekki drekka úr dósum eða ílátum þar sem þú sérð ekki innihaldið.

·         Fara varlega nærri runnum og við sólpalla þar sem bú geta verið nærri.

·         Vera með hanska og í skóm og síðerma fatnaði og forðast stuttbuxur við garðvinnu.

·         Láta fagmenn um að fjarlægja geitunga- og býflugnabú.

·         Forðast snöggar hreyfingar nærri geitungum og býflugum.

·         Aka með lokaða glugga.

·         Hafa adrenalín penna ávallt nærri, ef þið hafið staðfest lífshættulegt skordýraofnæmi.

·         Vera með armband eða hálsmen sem segir til um þekkt ofnæmi (MedicAlert).

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði.

Egill R. Sigurgeirsson, heimilislæknir og býflugnabóndi.

Hafa samband