Námskeið í býrækt.
Því miður náðist ekki næg þáttaka á námskeiðinu og ekkert varð því af námskeiði 2025.
Skv aðalfundi Bý í apríl 2024 var ákveðið að halda námskeið í býrækt veturinn 2025, fyrir áhugasama ef næg þátttaka fæst (minnst 20 manns).
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, í fundarsal Heilsugæslunar í Árbæ. Námskeiðið fer fram á 4 helgum, laugar- og sunnudag 9-15 með 30 min matarpásu og 2 x 15 min kaffi. Þetta til að landsbyggðarfólk komist frekar.
Farið verður í öll grunnatriði býræktar:
- Tæki og tól, hinar ýmsu gerðir af kúpum og römmum.
- Klæðnaður býræktanda, hvernig fara skal með ósarann, kúp-beinið og burstann.
- Hvað eru býflugur hvers vegna halda þeim í kúpum.
- Hvað er býrækt. Saga býræktar á Íslandi og í hinum stóra heimi. Fyrsta skoðun að vori, eftirlit og skoðun að sumri, haust og vetrarvinna. Hvenær þarf að bæta við hunangskassa. Fóðrun og önnur umhirða.
- Val á býgarði. Hvernig er hægt að flytja búin.
- Hvernig á að umgangast býflugur. Hreinlæti, persónueiginleikar sem eru heppilegir býræktandanum.
- Líffræði og lífeðlisfræði býflugna. Atferli, samfélagsgerð, tegundir býflugna.
- Aðstæður á Íslandi, veðurfar – umhleypingar.
- Stuttlega farið í drottningarækt.
- Blómategundir sem gefa af sér blómasykur, gróður og annað umhverfi.
- Hunang sem matvæli. Hvernig verður hunang til, hunangstekja og vinnsla. Hvernig skal hræra og tappa hunangi auk geymslu þess.
- Vax og nýting og aðrar afurðir.
- Verklegur þáttur -smíði ramma, þræddir með stálþræði og bræðsla vaxplötu í þá.
- Þátttakendur skoða í býflugnabú .
- Helstu meindýr og sjúkdóma sem sem herjað geta á býflugur.
- Og síðast en ekki síst hvernig á að taka á móti afleggjara fyrir þá sem fá sínar fyrstu býflugur komandi sumar.
- Hvar og hvernig er hægt að sækja sér meiri kunnáttu.
- Próf að loknu námskeiði.
Það verður eðlilega farið í miklu fleiri atriði og að miklu leyti stuðst við heimasíðuna www.byflugur.is auk annars fræðsluefnis aðgengilegt fyrir námskeiðsþátttakendur á dropbox.com. Notast verður við skjávarpa auk annars fræðsluefnis.
Möguleiki er á að sækja námskeiðið í gegnum fjarfundarbúnað en mætingarskylda er á verklega þætti námskeiðsins og í próf að loknu námskeiði.
Kennsla: Líklegustu dagsetningar eru hér að neðan, ræðum það nánar þegar nær dregur.
- 1-2/febr
- 1-2/mars
- 3-4/maí
- 14-15/júní verkleg kennsla og próf-þessi dagsetning er breytileg fer eftir veðri og oft skipt upp á fleirri daga svo allir komist
Þetta gera um 45 klst.
Mörg stéttarfélög veita styrk til félagsmanna ef sótt er um.
Innifalið er aðgangur að kennslu/fræðsluefni og kaffi og meðlæti.
Ef farið er út í að kaupa býflugur er verðið uþb 80 000 kr fyrir hvern afleggjara,
Gróft reiknað um 130 þ hver kúpa, klæðnaður minnst um 25000 auk þess þarf að kaupa frjódeig ca 10000 og tugi kílóa af sykri.