GARÐAGRÓÐUR MIKILVÆGUR BÝFLUGUM

Hvert sækja býflugur fæðu?

Þýtt úr sænsku. Egill Rafn Sigurgeirsson -Listinn er staðfærður íslenskum aðstæðum skv. ráðleggingum herramannanna hér að neðan.

Úlfur Óskarsson og Hafsteinn Hafliðason lásu yfir, leiðréttu og komu með mikilvægar ábendingar

 

Hvaða plöntur ættum við að gróðursetja til að búa býflugum bestu aðstæður? Til að svara spurningunni safnaði danska býræktarfélagið öllum upplýsingum sem þeir gátu fundið um  frjókorn plantna og nektar innihald. Hér eru niðurstöðurnar.

Með þessum lista getur þú loksins fengið að vita hvað býflugurnar sækja í vetrargosa og valið runna til að gróðursetja í garðinn með mestu næringargildi fyrir býflugurnar þínar.

Grunnur listans er ‘Biplantekalender’ Finns Christensens, með viðbótum og endurskoðaður. Að auki, hefur ritstjórn sænska býræktarblaðsins ( Bitidningen) fjarlægt sumar plöntur sem eru ekki eru til staðar í Svíþjóð. Kristina Bäckström hefur unnið með Iistann.

Útskýring á töflunni

Nektar

3 – Mikill nektar

2 – Þó nokkur nektar

1 – Lítill nektar

 

Frjókorn

3 – Mikil frjókorn

2 – Þó nokkur frjókorn

1 – Lítil frjókorn

 

Ef merkt er með * – Frjókorn með miklu næringargildi.

Blómgunartíminn á við suður Svíþjóð.

 

Uppsetning:

Íslenskt heiti/sænskt heiti/latneskt heiti/einær, fjölær,tré ,runni/blómgunartími/nektar/frjókorn/hlutfall próteina í frjókorni

 

Lesið fyrirsögnina hér að ofan til að skilja upplýsingarnar fyrir mismunandi plöntur

Dæmi : Álmur nefnist Ulmus glabra, er tré, blómgast í april-maí. – = Það gefur engan nektar, 1 = aðeins lítið af frjókornum. * = Frjókornin hafa hátt næringargildi. 26 = prótein innihald frjókorna er 26 %. (Ef ekkert prótein hlutfall er tiltekið, er það ekki þekkt. )

tjarna fyrir framan heiti –* –Talin til íslenskra plantna, ræktuð eða slæðingur í ”ÍSLENSKT PLÖNTUTAL, Blómplöntur og byrkningar ”- Fjölrit Náttúrufræðistofnunar, Nr 51 , ágúst 2008 og/eða í Myndskreytt FLÓRA ÍSLANDS og NORÐUR-EVRÓPU 1992

Stjarna í sviga-(*) – merkir að ég hef ræktað sjálfur eða hef séð á Íslandi

Spurningamerki- ? – fyrir aftan nafn-þar hef ég ekki fundið íslenskt heiti og því nefnt sjálfur.

Myndir eru flestar teknar af netinu og eru fyrst og fremst af blómum viðkomandi jurtar. Sumar eru teknar af mér og skrifa ég nafnið þá við myndina en ef aðrir hafa tekið myndina er nafn þeirra skrifað fyrir aftan ef þekkt.

Jurtir

 

Sporasóley (vatnsberi)/Akleja/ Aqullegia vulgaris/ fjölær/maí-júlí/1 /1 /-

 

*Elri/AI/Alnus spp./tré/mars-maí/-/2/23%

 

Álmur/Alm/Ulmus glabra/tré/april-maí/-/1 */26%

 

Túnsmári/Alsikeklöver/Trifolium hybridum/fjölær/júní-ágúst/3/3*/14 %

 

Fenjabláber /Amerikanskt blåbär/Vaccinium corymbosum/runni/maí/3/3/14 %

 

Ilmexir (Anísísópur)/Anisisop/ Agastache foeniculum/fjölær/júlí-október/3/1 /-

 

*Askur/Ask/Fraxinua exelcior/tré/maí-Júní/-/1 /33 %

 

*Blæösp/Asp/Populus tremula/tré/april-maí/-/1 */32%

 

(*)Hraunbúi/Aubretia/Aubretia spp./fjölær/april-júní/3/3/-

 

(*)Geitbjalla/Backsippa/Pulsatilla vulgaris/fjölær/maí/2/2/-

 

Broddarætt /Berberidacea/fjölærar/maí/2/2/29%  (td Alpamítur- Epimedium alpinum)

 

*Ilmbjörk og fjalldrapi/Björk/Betula spp./tré og runni/april-maí/-/1 */-

 

(*)Brómber/Björnbär/Rubus fruticosus/runni/júní-júlí/3/3*/15%

 

Hestahvönn/Björnloka/Heracleum sphondylium/1-2-ær/júní-júlí/2/1/-

 

*Naðurkollur (Nöðrugin)/Blåeld/Echium vulgare/1-2-ær/júní-júlí/3/2/44 %

Hafsteinn Hafliðason- Naðurkollurinn hefur nokkrum sinnum fundist sem slæðingur sunnanlands – en hefur líklega ekki ílenst. Tvíær planta. Líklega borist að með erlendu fræi. Hugsanlegt að sá honum sem bý-fóðurjurt.

(*)Jakobsstigi/Blågull/Polemonium caeruleum/fjölær/júní-ágúst/3/2-

Hafsteinn Hafliðason-Jakobsstigi er ekki íslensk jurt. Hefur einu sinni „talist“ fundinn á einum stað, fjarri görðum, á Vestfjörðum. Hefur ekki fundist þar aftur, þrátt fyrir mikla leit. En oft má finna hann þar sem garðaúrgangi hefur verið fleygt utangarðs við þéttbýli.

 

(*)Garðakornblóm (Akurprýði)/Blåklint/Centaurea cyanus/1-2-ær/júní-júlí/3/2/26%

HH-Ræktað sem einært sumarblóm. Megnar ekki að sá sér út hér á landi.

 

 

 

 

 

Mynd Egill*

Bláklukkur (margar tegundir)/Blåklocka/ Campanulaceae /fjölær/júlí-september/2/2/-

 

 

 

 

 

 

*Alfaalfa (refsmári) (Lúserna)/Blålusern/Medicago sativa/einær/júlí-september/3/2/-

HH-Alfalfa er alþjóðlega alþýðuheitið – einært. Þarf að sá árlega. Dafnar ekki vel hér á landi.

 

 

 

 

 

 

Blákollur/Blåmunk/Jasione montana/ 1-2 ær/júní-ágúst/2/2/-

 

Mynd Egill

(*)Skógarblámi/Blåsippa/ Hepatica nobilis/fjölær/april-maí/-/3/-

 

*Beyki(Blóðbeyki)/Bok/Fagus silvatica/tré/maí/-/2*/17%

 

Bláþyrnikollur/Bolltistel/ Echinops ritro/fjölær/júlí-ágúst/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

(*)Hestabaunir/Bondböna/Vicia faba/ 1-2-ær/maí-ágúst/1 /1 /24 %

 

(*)Lókefli/Bredkaveldun/Typha latifolia/fjölær/júlí-ágúst/-/2/19%

HH- Sjaldséð hér – en er til og í nokkurri útbreiðslu manna á milli.

 

 

 

 

 

 

 

Haustfífill/Brittsommaraster/ Aster amellus/fjölær/ágúst-október/-/2/-

 

 

Kaffifífill/Cikoria/Cichorium intybus/ 1-2 ær/júní-ágúst/1/1/-

 

 

 

 

 

 

(*)Hjartafró/Citronmeliss/Melissa officinalis/fjölær/júní-september/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

*Snækóróna /Doftschersmin/Philadelphus coranarius/runni/júní-júlí/1/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Egill

 

*Dúnurtir(eyrarrósarættkvísl m.a. Sigurskúfur)/Dunört/ Epilobium spp./fjölær/júní-september/3/3/-

 

Dvergkirsuber ?/Dvärgkörsbär/Prunus incisa/tré/maí/3/3/-

 

 

(*)Eikur/Ek/Quercus spp./tré/maí/-/1 */31 %

HH- Sú kemur tíð að eikur fara að klæða íslenska mela – vonum við. J

 

Mararljós/Fackelblomster/Lythrum salicaria/fjölær/maí-ágúst-september/3/2/-

 

 

*Skriðnablóm/Fjälltrav/Arabis alpina/fjölær/maí-ágúst/3/2/-

 

 

Hnúðrót/Flenört/ Scrophularia nodosa/fjölær/júní-ágúst/2/2/-

 

 

(*)Svartyllir/Fläder/Sambucus nigra/runni/júní/-/1/38%

HH- Hefur reynst viðkvæmur – en einn harðger klónn virðist samt vera kominn fram og í ræktun hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

*Ekkjublóm/Fältvädd/Scabiosa spp./1-2-ær/júlí-september/2/1/25%

 

Geitaviður/Getapel/Rhamnus cathartica/runni/maí-júní/1/1/-

 

 

*Rauðgreni/Gran/Picea abies/tré/júní-júlí/-/1*/-

 

 

 

 

 

 

 

 

*Græðisúrur/Groblad/Plantago spp./1-2-ær/maí-september/-/1*/30%

 

Gráselja/Gråvide/Salix cinerea/runni/maí-júní/3/3*/22%

 

 

*Graslaukur/Gräslök/Allium schoenoprasum/fjölær/júní/3/1/-

 

 

 

 

 

Mynd Egill

 

*Garðkál/Kål/Brassica oleracea/ 1-2-ær/maí/3/3/-

 

*Helluhnoðri/Gul fetknopp/Sedurn acre/fjölær/júní-juIi/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

Hanaspori/Gul nunneört/Pseudofumaria lutea/ 1-2 ær/maí-september/2/1/-

 

 

*Garðagullregn/GuIlregn/Laburnum anagyroides/tré/maí-júní /2/2/-

 

Gullhrís/Gullris/Solidago spp./fjölær/júlí-september/1/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(*)Ilmlúpína/Gullupin/Lupinus luteus/ 1-2-ær/júlí-ágúst/-/1/34 %

 

 

 

Mynd Egill

 

 

(*)Hjólkróna/Gurkört/Borago officinalis/ 1-2-ær/maí-október/3/2/-                                              

 

Gulltoppur/Gyllenlack/Cheiranthus cheiri/ 1-2-ær/júní/3/2/-

 

Mynd Egill

*Hindber/Hallon/Rubus idaeus/2 ær/júní-júlí/3/2*/-

 

 

Gullsópur/Harris/ Cytisus scoparius/runni/maí-júní/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

(*)Hafþyrnir/Havtorn/Hippophae rhamnoides/runni/maí-júní/1/1 /-

 

 Mynd Egill

(*)Hunangsurt/Honungsört/Phacelia tanacetifolia/1-2-ær/júlí-september/3/3/-

 

 

 

 

 

 

 

Úlfasmári/Humlelucern/Medicago lupulina/fjölær/maí-september/2/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

*Hundstungur (Seppatunga)/Hundtunga/Cynoglossum spp./ 1-2 ær/maí-ágúst/2/1/-

HH- Sjaldgæfur slæðingur sem ekki hefur ílenst.

 

 

Baunatré (kergi)/Häckkaragan/Caragana arborescens/tré/maí-júní/2/1/-

 

 

*Heggur/Hägg/Prunus padus/tré/maí-júní/2/2/29%

 

Loðmispill (skógaamall)/Häggmispel/Amelanchier spicata/runni/maí-júní/1/1/-

 

 

 

 

 

 

 

(*)Hrossakastanía/Hästkastanj/Aesculus hippocastanum/tré/maí/3/3*/27%

 

 

 

 

 

 

 

(*)Ísópur/Isop/Hyssopus officinalis/fjölær/júlí-september/3/1/-

 

 

 

 

 

*Gullrunni/Johannesört/Hypericum spp./fjölær/júní-september/2/2/30%

 

 

*Gljávíðir/Jolster/Salix pentandra/runni/maí-júní/3/3 */22%

 

 

*Jarðarber/Jordgubbe/Fragaria spp/fjölær/maí-júlí/1/2/-

Jólarós og fl/Julros/Helleborus spp./fjölær/febrúar-april/3/3/-

 

 

 

 

 

 

 

Skrautfrú/Jungfrun i det gröna/Nigella damascena/ 1-2-ær/júlí-september/2/1/-

 

 

 

 

 

 

 

(*)Skessulísa/(risalísa)/Jättebalsamin/lmpatiens glandulifera/ 1-2 ær/ágúst-september/1/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kleópötrunál/JättestäppliIja/Eremurus robustus/fjölær/júní-september/1/1/-

HH- Laukar (ræturnar) keyptir á haustin. Verður sjaldan langlíf í görðum.

 

Mynd Egill

*Hófsóley/Kabbeleka/Caltha palustris/fjölær/maí-júní/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

Brúðarauga/Kantlobelia/Lobelia erinus/ 1-2-ær/júlí-september/1/1/-

 

*Stúfa                                                              *Rauðkollur

*Stúfuætt –Stúfa og Rauðkollur=?Bláhattur/Kardvädd/Dipsacace/1-2-ær/júlí-september/2/2/-

HH- Stúfan (Succisa pratensis) og rauðkollur (Knautia arvensis) eru bæði af Stúfuætt (Dipsacaceae).

 

Kattarmynta/Kattmynta/Nepeta cataria/fjölær/júlí-september/3/1/-

HH- Kattmynta þarf vaxtarstað í góðu vari gegn vetrarvætu. Gjarna upphækkað beð móti SV-NV. Venjulega er kattablómið , nepeta x faassenii, sú tegund sem hér er í görðum. Hún er seigari.

 

 

 

 

 

 

Búkollublóm/Kaukasisk förgätmigej/Brunnera macrophylla/fjölær/maí-júní/2/1 /-

 

Keisarakróna/Kejsarkrona/Fritillaria imperialis/fjölær/maí/1/1/-

 

 

 

 

 

 

 

*Haustlyng (mjög sjaldgæf)/Klockljung/Erica tetralix/runni/júlí-september/3/2/-

 

*Krókus/Krokus/Crocus spp./fjölær/mars/1/3*/-                  Mynd Egill

*Stikilsber/Krusbär/Ribes uva-crispa/runni/maí/3/1/-

 

 

 

 

 

 

 

(*)Salvía/Kryddsalvia/Salvia officinalis/fjölær/júní-júlí/3/2/23%

 

Skriðvíðir/Krypvide/ Salix repens/runni/ april-maí/3/3*/22%

 

 

 

 

 

 

 

*Umfeðmingur/Kråkvicker/Vicia cracca/fjölær/júní-ágúst/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

Gulldás/Kungsljus/Verbascum thapsus/ 1-2-ær/júlí-ágúst/1/2/-

 

 

 

 

 

 

Kjarrmynta/Kungsmynta/Origanum vulgare/fjölær/júlí-september/3/ 1/-

 

 

 

*Akurmaríuskór/Käringtand/Lotus corniculatus/fjölær/júní-ágúst/2/2/36%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Sumarhnoðri/Kärleksört/Hylotelephium/fjölær/júIí-september/3/ 1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

Lambseyra/Lammöron/Stachys byzantina/fjölær/júlí-ágúst/2/2/-

 

 

 

 

 

 

(*)Lofnarblóm/Lavendel/Lavandula spp/fjölær/júlí-ágúst/3/2/19%

 

 

 

 

*Villilín /Lin/Linum spp. (L. catharticum)/1-2-ær/júní-júlí/1/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(*)Linditré/Lind/Tilia spp./tré/júlí/3/1/-

HH- Einn klónn virðist tóra og þrífast – en enn er langt í blómgun.

 

 

 

 

 

 

 

*Týtuberjalyng/Lingon/Vaccinium vitis-idaea/runni/maí-júní/3/1/-

HH- Týtuberjalyng (betra nafn og forníslenskt!) finnst á nokkrum stöðum. Meðal annars á einum bletti við Rauðavatn og á öðrum í Þrastarskógi! .

 

 

 

Litli eldrunni/Liten rosenkvitten/Chaenomeles japonica/runni/maí/3/2/-

HH-Á erfitt uppdráttar hér

 

 

 

 

 

*Ilmfjóla/Luktviol/Viola odorata/fjölær/mars-april/1 /1 /-

 

Engjalungnajurt/Lungört/Pulmonaria angustifolia/fjölær/ apríl-maí/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stokkrós/Läkemalva/Althea officinalis/fjölær/ júní-ágúst/2/3/-

 

*Hlynur/Lönn/Acer platanoides/tré/maí/2/1*/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óregonber/Mahonia/Mahonia aquifolium/runni/apríl-maí/1 /3/-

 

 

 

 

 

 

 

 

*Moskurós/Malva/Malvaceae/fjölær/ júlí-septem ber/2/2/-

 

 

 

 

 

 

*Sveipþyrnar/Martorn/ Eryngium spp./fjölær/ júlí-september/2/2/-

HH- Sveipþyrnar eru alfarið garðplöntur hérlendis.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Torbjörn

*Sigurskúfur/Mjölke/Chamaenerium angustifolia/fjölær/júlí-ágúst/3/3/16%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Bergflétta/Murgröna/Hedera helix/runni/september-október/2/2/-

 

 

Dvergamunnur/Murreva/ Cymbalaria muralis/fjölær/maí-september/2/1/-

 

 

 

*Myntur/Mynta/Mentha spp./fjölær/ júlí-september/3/ 1/-

 

 

 

 

 

 

 

Fjallarifs/Måbär/Ribes alpinum/runni/maí-Júní/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Torbjörn

*Bláberjalyng/Odon/ Vaccinium uliginosum/runni/maí-júlí/2/2/-                                                                                                                                           

Misplar/Oxbär/Cotoneaster spp./runni/maí-júlí/3/2/-

Uxatunga/Oxtunga/Anchusa officinalis/1-2-ær/júní-ágúst/2/1/-

Síberíuepli/Paradisäpple/Malus baccata/tré/maí/3/3/-

 Mynd Egill

*Blágresi/Pelargon/Geranium spp./1-2-ær/maí-ágúst/2/2/-

HH- Blágresi (Geranium sylvaticum) er eina villta tegundin hér. Margar fleiri geraniumtegundir eru ræktaðar í görðum.

 

 

*Hrossafíflar/Pestskråp/Petasites spp/fjölær/mars-maí/3/3/-

 Mynd Bjarni

*Víðir/Pil/Salix spp./runni/mars-maí/3/3*/22%

 

*Hvítasunnulilja/PingstliIja/Narcissus poeticus/fjölær/maí/1 /2/44 %

*Plómur/Plommon/Prunus domestica/tré/maí/3/3/-

 

Mjaðarlyng/Pors/Myrica gale/runni/apríl-maí/-/2/21%

 

Vinablóm- ss. Garðasnót/Prins Gustavs öga/Nemophila menziesii/1-2-ær/júní-júlí/2/1/-

 

*Blaðlaukur/Purjolök/Allium porrum/1-2-ær/júní-júlí/2/1/-

 

Perluliljur/Pärlhyacint/Muscari armeniacum/fjölær/maí/3/1 /-

 

(*)Perutré/Päron/Pyrus communis/tré/maí/2/2/26%

 

 

 

Næpur(*)/Raps, höst-/Brassica napus/1-2-ær/maí/3/3*/32%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ilmkollur/Reseda, lukt-/Reseda odorata/ 1-2-ær/júní-september/3/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Dvergavör/Revsuga/Ajuga reptans/Fjölær/maí-júlí/3/2/-

HH- Hér er það lyngbúinn, Ajuga pyramidalis, sem einungis vex villtur (á Austfjörðum).

 

Konungssporar/Riddarsporre/ Consolida (Delphinium) spp./Fjölær/júní-júlí/1 /1 /-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Morgunfrú/Ringblomma/Calendula officinalis/ 1-2-ær/júlí-október/1 /1 /-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Lyngrósir/Rododendron/Rhododendron spp./Runni/maí-Júní/2/ 1/-

 

 

 

 

 

 

 

*Rósir/Ros/Rosa spp./Runni/júní/3/3/44%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blóðrifs/Rosenrips/Ribes sanguineum/Runni/ apríl-maí/3/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

*Sólhattur/Rudbeckia/Rudbeckia spp ./Fjölær/júlí-ágúst/1 /2/-

 

*Ætihreðka (Radísa)/Rädisa/Raphanus sativus/1-2-ær/júní-ágúst/3/2/-

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Egill

*Rifsberjarunni/Röda vinbär/Ribes rubrum/Runni/maí/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Egill

 

*Rauðsmári/Rödklöver/Trifolium pratense/Fjölær/maí-ágúst/3/3*/32%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Akurtvítönn /Rödplister/Lamium purpureum/ 1-2-ær/apríl-október/2/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Reyniviður/Rönn/Sorbus aucuparia/Tré/maí-júní/2/3/35%

 

Stjörnulilja/Scilla/Scilla spp/Fjölær/ apríl-maí/2/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kerti/SiIverax/Cimicifuga spp ./Fjölær/júlí-september/-/3/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Silfurhlynur/Silverlönn/Acer saccharinum/Tré/apríl/3/3/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvít bergsóley/Skogsklematis/Clematis vitalba/Runni/júní-júlí/1 /1 /-

 

 

Úlfarunni/Skogsolvon/Viburnum opulus/Runni/maí-júní/1 /1 /-

 

 

Dúntoppur/Skogstry/Lonicera xylosteum/Runni/maí-júní/2/2/-

 

 

 

 

Mynd Egill

 

 

 

 

*Sóleyjar/Smörblomma/Ranunculus spp./ 1-2-ær/apríl-september/1/2/-     

                                                                                                                                    

 

Snjóber/Snöbär/Symphoricarpos spp ./Runni/ júní-júlí/3/-/-

 

*Vetrargosi/Snödroppe/Galanthus nivalis/Fjölær/mars-apriI/2/1/-

 

*Snæklukka/Snöklocka/Leucojum vernum/Fjölær /mars-apríl/1 /1 /-

 

 

Haustmáli/Solbrud/Helenium autumnale/Fjölær / ágúst-september/1 /3/-

 

 

 

 

 

 

 

Sólblóm/Solros/Helianthus annuus/ 1-2-ær/júlí/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Garðableikja/Sommargyllen/Barbarea vulgaris/ 1-2-ær/maí-júní/2/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spergill/Sparris/Asparagus officinalis/Fjölær/júlí-ágúst/3/3* /37%

 

 

 

 

 

Dísarkyndill/Stenkyndel/Calamintha nepeta/Fjölær/júní-október/3/2/-

 

                                                                                                                                       

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  *Sveipstjarna/Stjärnflocka/Astrantia major/Fjölær/júní-ágúst/2/1 /-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

*Þrenningarfjóla/Styvmorsviol/Viola tricolor/ 1-2-ær/apríl-september/1 /1 /-

 

 

Súrkirsuber/Surkörsbär/Prunus cerasus/Tré/maí/3/3/-

 

 

Vorsóley/Svalört/Ranunculus ficaria/Fjölær/mars-maí/1 /1 /-

 

 

*Sólber/Svärta vinbär/Ribes nigrum/Runni/maí/2/1/-

 

Mynd Egill

(*) Sýrena/Syren/Syringa spp./Tré/Maí/-/1/17%

 

Mynd Egill

*Selja/Sälg/Salix caprilea/Tré/apríl-maí/3/3* /22%

 

 

Fuglakirsuber td Stella/Sötkörsbär/Prunus avium/Tré/maí/3/2/-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guli steinsmári/Sötväppling/Melilotus officinalis/ 1-2-ær/júlí-september/3/2/-

 

 

(*)Töfratré/Tibast/Daphne mezereum/Runni/mars-apriI/2/2/-

 

 

 

Garðablóðberg/Timjan/Thymus vulgaris/Fjölær /júlí-september/3/2/-

 

 

 

Mynd Torbjörn

*Þislar/Tistel/Cirsium spp. Carduus spp./Fjölær/júlí-september/3/2/22%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tóbaksjurt/Tobak/Nicotiana spp./ 1-2-ær/júlí-september/1 /1 /52%

 

Mynd Egill

*Súruættkvíslin (blöðkujurtir)/Trampört/Polygonum spp./ 1-2-ær/júlí-ágúst/2/1*/-

 

Snæþyrnir/Trubbhagtorn/Crataegus monogyna/Tré/ júní/3/2/-

 

*Túlípar/Tulpan/Tulipa gesneriana/Fjölær/apríl-maí/-/3/-

 

 Mynd Egill

*Bellis/Tusensköna/Bellis perennis/Fjölær/mars-október/-/ 1/-

 

Garðahlynur/Tysklönn/Acer pseudoplatanus/Tré/maí/3/2*/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjólkurjurtaættkvíslin/Törel/Euphorbia/ 1-2-ær/júní-október/3/1/-

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Egill  Garðasól

*Valmúi/Vallmo/Papaver spp./ 1-2-ær/júlí-ágúst/-/3*/19%

 

(*)Valurt/VaIIört/Symphytum officinale/Fjölær/júní-ágúst/3/1/18%

 

Vorboði/Vintergäck/Eranthis hyemalis/Fjölær/mars-apríl/2/3/-

 

Gefnargras/Violruta/ Thalictrum delavayi/Fjölær/júní-júlí/2/3/-

 

Vatnarós/Vit näckros/Nymphaea alba/Fjölær/júlí-ágúst/1/1/55%

Mynd Egill

*Hvítsmári/Vitklöver/Trifolium repens/Fjölær/júní-júlí/3/3* /35%

 

*Ljósatvítönn/Vitplister/Lamium album/Fjölær/maí-september/3/2/-

 

 

Hvítmustarður/Vitsenap/Sinapis alba/ 1-2-ær/júní-ágúst/3/3*/22%

Mynd Egill

*Skógarsóley/Vitsippa/Anemone nemorosa/Fjölær/apríl-maí/-/3/-

 

 

Ígulrós/Vresros/Rosa rugosa/Runni/júní-júlí/-/1 /-

 

 

Vorsópur/Vårginst/Cytisus praecox/Runni/maí-júní/1 /1 /-

 

 

Vorlyng/Vårljung/Erica carnea/Runni/februari-apríl/2/1/-

 

 

Fannastjarna/Vårstjärna, stor/Scilla luciliae/Fjölær/mars-apríl/2/1 /-

 

Fagurkornblóm/Väddklint/Centaurea scabiosa/Fjölær /júlí-september/2/2/-

 

Akurhreðka/Åkerrättika/Raphanus raphanistrum/ 1-2-ær/júní-september/3/3/-

 

Arfamustarður/Åkersenap/Sinapis arvensis/ 1-2-ær/júní-október/3/3/34 %

 

 

*Skurfa/Åkerspärgel/Spergula arvensis/ 1-2-ær/júlí-september/2/2/-

 

 

(*)Vafningsklukka/Åkervinda/Convolvulus arvensis/Fjölær/júní-september/1 /1 /-

 

*Rauðkollur/Åkervädd/Knautia arvensis/ 1-2-ær/júní-ágúst/2/1/-

 

 

*Mjaðurt/Älggräs/Filipendula ulmaria/Fjölær/júní-júlí/-/2/-

 

 

*Týsfjóla/Ängsviol/Viola canina/Fjölær/maí-júní/1 /1 /-

 

*Stúfa/Ängsvädd/Succisa pratensis/Fjölær/júlí-september/1/1 /-

 

Mynd Egill

(*)Eplatré/Äpple/Malus domestica/Tré/maí/3/3*/-

 

*Deplur/Ärenpris/Veronica spp./Ein- og Fjölær/maí-september/2/1/-

 

Hvinur/Ärttörne/Ulex europaes/Runni/ apríl-júlí/2/2/28%

 

 

(*)Runnamura/Ölandstok/Potentilla fruticosa/Runni/júní-september/1 /1 /-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Egill

 

Hóffífill

Latneskt nafn: Tussilago farfara.

Hann er slæðingur á Íslandi og blómstrar allra fyrst af ”bývænum” jurtum hér á landi.

Hóffífill fær líklega nafn sitt vegna útlits blaðana (blöðkunar) sem líkjast hesthófi ( hästhov á sænsku).

Notkun: Nýttist á öldum áður sem lækningajurt (m.a. við hósta) og til að lita klæði.

Vaxtarlag: Fjölær jurt jurt. Fræ spíra skömmu eftir að þau dreifast á vorin. Á fyrsta ári myndast stólparót og skriðulir jarðstönglar. Á öðru ári myndast blómhnappar næsta árs. Hóffífill blómstra því fyrst á þriðja ári og getur þá verið með yfir 1 metra langar jarðstönglum.

Útlit: 5-20 cm á hæð. Blómstrar fyrir laufgun. Blómkarfan samanstendur af kransi með um það bil 300 kvenkyns blómum sem síðar mynda fræ. Í miðju blómsins er 30-50 smærri karlkyns blóm sem framleiða bæði nektar og frjókorn.

Útbreiðsla: Hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi.  Hann mun einnig vera kominn  

til nokkurra annarra bæja á Suðvesturlandi og Norðurlandi. Blómgunartímabil: April-maí. Hvert blóm stendur í u.þ.b. 9 daga við hitastig yfir 10°C.

Nektar: Framleiðir þónokkurn nektar (merkt með med 2 i plöntulistanum).

Frjókorn: Gefur mikið af frjókornum (3 í plöntulistanum). Í pólskri tilraun gaf hóffífillinn gaf 15 kíló/hektara.

Litur frjókorna: Brúngulur.

Fræðileg hunangsuppskera: Í pólskri rannsókn gaf hóffífill um 60 kíló á hektara en belgískri um 100 kíló.

Vaxtarstaðir: Á sólríkum, sendnum, leirkendnum og rökum stöðum.

Fjölgun: Fræ og jarðstönglar.

Annað: Getur orðið illskeitt illgresi..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Víðir Salix spp.

Víðisættkvíslin telur um 300 tegundir sumargrænna trjáa og runna, a.m.k. 15 tegundir eru villtar eða ræktaðar hér á landi auk þess eru blendingar algengir.

Notkun: í skjólbelti og til garðaprýði. Mynd Egill

Vaxtarlag: Hratt vaxandi runnar og tré.

Útlit: Frá 10 cm að 14 m á hæð, eftir tegundum. Plönturnar eru annaðhvort karl eða kvenkyns. Blómin eru einkynja í sérbýli, mörg saman í 2-6 cm löngum reklum. Fyrir býflugur er best að gróðursetja karlkynsplöntur sem gefa bæði frjókorn og nektar, kvenkynsplöntur gefa aðeins nektar.

Útbreiðsla: Vex um allt land.

Blómgunartími: April-júní, eftir tegundum. Könnun á 40 mismunandi víðiplöntum sýndi að þeir blómstra í um 2 vikur.

Nektar: Framleiðir mikinn nektar, fær 3 stig í listanum.

Frjókorn: Er mjög mikilvægt fyrir býflugurnar. Það inniheldur allt að 50% próteini og 4% fitu.

Litur frjókorna: Gulur.

Hunangsdögg: Fær 3 af 3 mögulegum í norsku býjurtabókinni. 15-60% sykur. Hunangsdögg frá víði er óhentugt sem vetrarfóður. Fræðilega hunangframleiðsla: 100 kíló á hektara.

Jarðvegur: Flestar tegundir víðis dafna í rökum jarðvegi, meðfram ám og skurðum. Jarðlægar tegundir þola afturámóti þurran jarðveg og eru notaðir til að binda sandöldur.

Annað: Víðirætur leita í vatn. Það er því ekki heppilegt að gröðursetja hann nálægt afrennslisrörum og þessháttar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myne: Egill

 

Túnfífill

Latneskt nafn: Taraxacum spp.

Notkun: Öll jurtin er æt og hefur löngum verið notuð í salat, víngerð, sem kaffilíki og til skrauts.

Vaxtarlag: Fjölær jurt jurt.

Útlit: 3-50 cm á hæð. Túnfífill er af körfublómaætt þar sem hver blómkarfa samanstendur af nokkrum hundruð litlum blómum.

Útbreiðsla: Útbreidd um allt land. Túnfífli er oftast skipt í nokkrar tegundir, en litlar upplýsingar eru til um aðgreiningu þeirra eða útbreiðslu hér á landi.

Blómgunartími: Frá april-maí til september. Blómin opnast kl 6 og lokast um 14:00. Tilraun í Sviss sýndi  Mynd Egill

að 90 prósent af túnfífilsfrjókorninu var safnað fyrir kl 12.00 af býflugunum.

Nektar: Túnfífill framleiðir mikinn nektar. Sykurmagnið er mismunandi, milli 18 og 51%, eftir loftraka. Nektarinn er aðallega úr þrúgusykri (glúkósa) og túnfífilshunang kristallast næstum eins hratt og repjuhunang.

Frjókorn: Túnfífill framleiðir mikið af frjókornum (fær 3 sig í listanum) með mjög hátt næringargildi. Frjókornið er mjög fituríkt, 15% og fremur lágt próteininnihald, 11%. Aðdrættir frjókorna frá túnfífli geta verið svo öflugir að það fylli öll klakhólf búsins.

Frjókornalitur: appelsínugulur.

Fræðileg hunangstekja: 200 kíló á hektara.

Jarðvegur: Ýmsar tegundir túnfífla eru aðlagaðar að mismunandi jarðvegi. Þrífast á sólríkum stöðum.

Fjölgun: Flestir túnfíflar geta myndað fræ og sáð sér án frævunar.

Þessi mikla nektar og frjókornaframleiðsla er talin vera leifar af þróunarsögu túnfífla.

Annað: Ein þumalputtareglan er sögð vera sú að fyrsta hunangskassann ætti að setja á búið þegar túnfífillinn blómstrar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

STÚFAN (SUCCISA PRATENSIS) OG RAUÐKOLLUR (KNAUTIA ARVENSIS) ERU BÆÐI AF STÚFUÆTT (DIPSACACEAE). RAUÐKOLLURINN HEITIR ÅKERVÄDD Á SÆNSKU

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband