GAGNSEMI BÝFLUGNA

Samantekt: Egill R. Sigurgeirsson

Framleiðsla af hunangi og vaxi

Býflugur teljast til húsdýra og aðalframleiðsla þeirra er hunang og vax, einnig hefur nytsemi býflugnanna varðandi frjóvgun aukist verulega , auk þess að menn eru farnir að nýta troðkítti þeirra (propolis) og fóðurvökva drottningarlirfa (royal jelly) auk eiturs úr eiturbroddi.

Hunangsframleiðsla á hvert bú hefur aukist frá 10,8kg 1920 í 37,1 kg 1983 í Svíþjóð

Hunangsframleiðsla í heiminum.

Býrækt er stunduð svo að segja í öllum löndum þar sem veður- og gróðurfar leyfir. Ísland er síðasta land til að hefja býrækt, Grænlendingar byrjuðu fyrr með aðstoð frá Danmörku. Mér vitanlega eru Færeyjar eina landið þar sem ekki er býrækt. Það eru eitthvað á milli 40-50 millj. bú í heiminum og fjöldi býræktenda er á milli 5-6 millj. Hunangsframleiðslan er rúm 700 000 tonn á ári.

Tafla 1

Umfang býræktar í heimshlutum 1980

Fjöldi búa í millj.                 meðaluppskera/bú (kg)        heildarframl. í tonnum

Evrópa 14 9 125 000
Fyrrum USSR 8 10  80 000
Asía (nema Kína) 5 12  60 000
Kína 4 21  85 000
Afríka 1 9     9 000
USA 4,2 24  98 000
Kanada 0,6 54  31 000
Mexíkó 1,7 33  56 000
Miðameríka 1,5 10  15 000
Suðurameríka 2 28  56 000
Ástralía 0,5 38  19 000
Nýja Sjáland 0,2 35     7 000

Í töflu 1 er samanburður á heimsvísu varðandi fjölda búa, meðal-og heildaruppskera á 8unda áratugnum. Þar sem veður-og gróðurfar er best til býræktar er heildaruppskera á bú mest og þar geta einstakir býræktendur verið með allt að 20 þús. bú. Framleiðslukostnaður er eðlilega mun lægri  en í öðrum löndum.

Verslun hunangs:

V.Evrópa ásamt Bandaríkjunum og Japan eru stærstu innflytjendur hunangs enda meðalneysla á mann hæst í þessum löndum.

Sjá nýjustu tölur um þetta http://www.apiservices.com

Hunang sem fæðuefni og lyf.

Býflugur safna hunangi f.o.f. sem vetrarforða og hunang auk frjókorna inniheldur allt sem þær þurfa til lífsviðurværis.

Hunang er blanda af vatni (mest 20%)  og sykrungum. Þessar sykurtegundir þurfa ekki að meltast heldur skila sér beint út í blóðið og gefa frá sér hraða orkugjöf án mikillar fyrirhafnar fyrir líkama býflugunnar.

  •  Hunang inniheldur einnig steinefni (u.þ.b. 5%), meðal annars kalsíum, kalíum, mangan og járn.
  •  Köfnunarefnisrík efni eru minna en 1% í hunangi og þar á meðal eru efnahvatar og amínósýrur.
  • Vítamín er litlu magni í hunangi
  • Að auki er í hunangi efni sem getur drepið bakteríur og sveppi og aðrar lífverur eða hindrað vöxt þeirra (inhibiner). Flest þessara efna eru mjög hitanæm og skemmast að mestu leyti ef hiti fer yfir 40°C í hunanginu.

Þriðja heims löndin eru líklega stærstu hunangs framleiðendur, enda kemur þaðan stór hluti hunangs þess sem er fluttur inn til V-Evrópulandanna og eru Mexico, Kína, Argentína og Austantjaldslöndin stærstu útflytjendur hunangs. Líklega er heildaruppskera hæst í Vestur Evrópu enda hunangsneysla íbúa þeirra landa  mest.

Vax:

Vax er fitutegund, gul að lit sem bráðnar við um 63°C  og fæst úr búum með því að bræða vaxkökurnar sem býflugurnar hafa byggt. Talið er að hvert bú geti gefið af sér um 0,5 kg/ár af vaxi.

Vax sem hráefni og verslunarvara:

Fyrir iðnað hefur vax þó nokkra þýðingu, oft notað í snyrtivörur s.s. krem, áburði, varaliti, því er einnig blandað í bón, einangrunarefni fyrir rafmagn i og í cire perdue .

Hlutverki sínu sem kertavax hefur vaxið eiginlega tapað vegna kostnaðar.

Aðrar afurðir býflugna.

Troðkítti (própolis)

Býflugur nota það til að þétta op, rifur, loka holum og götum og rjóða alla innviði kúpunnar með. Hráefni sækja býflugur í formi harts eða trjákvoðu blóma og frá trjám. Troðkítti er notað til að framleiða fiðlulakk og á seinni árum hafa heilsubúðir verið að selja þetta sem lyf gegn allrahanda sjúkdómum .

Býflugnaeitur:

Er það eitur sem býfluga framleiðir í eiturkirtli sínum og sprautast út við stungu. Í aldanna rás hafa menn notað stungu býflugna til að minnka þrautir vegna gigtarsjúkdóma og á nokkrum stöðum í heiminum er eitur notað sem lyf innan skottulækninga.

Býflugnaeitur veldur losun á kortisóni í líkama frá nýrnahettum en kortisón er bólgueyðandi hormón.

Royal gellée (drottningarhunang).

Þetta er fóðursafi sem þernur framleiða í munn og kokkirtlum sínum. Samanstendur af háu innihaldi próteina, kolvetnis, fitu, vítamína, stein og snefilefni auk hás styrks vaxtarstera. Er ætlað drottninga lirfum til vaxtar og drottningu í varpi. Efnið er notað sem „kraftaverkalyf“  en er ekki viðurkennt lækningarmeðal, en selst dýrt í ýmsum heilsubúðum.

Frævun gróðurs.

Þó býflugur sé bara ein af nokkrum tegundum skordýra sem fræva blóm að þá er fjöldi þeirra og tíðni heimsókna í blóm sem skiptir máli. Býflugur eru mikilvægust skordýra fyrir hve trúar þær eru sínu hlutverki og flækjast ekki á milli mismunandi blómategunda þ.e.a.s. þernan flýgur aðeins á eina tegund blóma svo lengi sem sú tegund gefur af sér eitthvað af nektar eða frjókorni, það veldur því að frævun plantna innan sömu tegundar er borgið og veldur eðlilegri myndun ávaxta, berja  eða af fræjum.  Hunangsflugur (humlur) og önnur blómsækin skordýr sýna alls ekki slíka hollustu til þeirra blóma sem þær sækja til.

Mikilvægi býflugna lýsir sér í eftirfarandi tölum: Í einni einustu býkúpu geta orðið allt að 4 millj. flugferða á ári og í hverri flugferð eru heimsótt um 100 blóm sömu tegundar. Á erlendri grund hafa býræktendur af því þó nokkrar tekjur að leigja bú til frævunar svo sem á epla-, appelsínu- og berjaræktunar svæðum þar sem verulega munar um frjóvgun með býflugum.

Hafa samband