Þýdd grein úr amerísku býræktartímariti.
Egill Rafn Sigurgeirsson
Á síðustu tíu árum hafa flestir vel upplýstir býræktendur í Norður-Ameríku skilið mikilvægi frjófóðrunar á vorin.
Ástæða þessara skrifa er ekki að tjá áhyggjur mínar og vonbrigði yfir að margir – ef ekki flestir – býræktendur fóðra ekki nóg prótein nægjanlega lengi til að fá hámarks árangur fyrir peninginn eða til að vernda býflugurnar frá vetrardauða. Margir býræktendur eru aðeins að gefa 1-2 deigkökur og sumir hafa ákveðið að gefa engum búum. Sumir gefa of snemma.
Fyrir 1-2 árum, voru mjög hæfir býræktendur sem ég þekki og sem höfðu fóðrað með frjódeigi í mörg ár hættir því, töldu sig ekki þurfa að styrkja búin þar sem vetrun hafði gengið það vel en skyldu ekki að það var ástæða góðrar lifunar á vetrum að býflugurnar fengu frjódeig á haustin og vorin.
Það gerðist hins vegar á þessu ári, í fyrsta skipti í langan tíma að bú þeirra drápust seint að vetri og hunangs uppskera þeirra minnkaði verulega. Sorglegt, en alveg fyrirsjáanle
gt. Frjógjöf hafði gefið býflugunum start á vorin en áhrifin hurfu um leið og hætt var að fóðra þau samfleytt.
Ég fóðra eins mikið og búið tekur við fram í miðjan júní að minnsta kosti, og af mjög einfaldri ástæðu. Í upphafi býræktar minnar var lifun eftir vetur mjög misjöfn og einnig misjöfn stækkun búanna á vorin. Þegar við hófum frjókornafóðrun tókum við strax eftir að búin voru öflugri, en mikil bónus var að vetrardauði okkar á eftirfarandi vetrum varð í kringum 12% – 15%, sem þýðir að 85% búa lifðu veturinn.
Þessi lifun hélst stöðug í mörg ár. Áður höfðu allt að 40%, eða jafnvel 50% búa drepist á veturna hjá okkur. Lítill ætlaður vetrardauði var gríðarlegur léttir eftir skelfilegt tap sem við upplifðum áður og sannfærði okkur um að frjófóðrun var góð, ódýr trygging.
Býpakkar eru dýrir. Fóðrun búa er ódýrasta leiðin til að fá fleiri býflugur, og einnig einfalda meðferð búanna.
Þessi góði árangur gerir okkur kannski kærulaus og hætta er á að við hættum frjófóðrun en ef þú dregur úr vetrardauða greiðir fóðrunin fyrir sig margfalt. Fóðrun er ódýr trygging.
1 dautt bú þýðir tap á 100 000 (íslenskar aðstæður) eða meira. Að fóðra 5 bú með 4 kg af frjódeigi hvert fyrir samtals u.þ.b. 25 000 og gera þeim kleift að lifa veturinn og möguleika á að gera afleggjara frá þeim að sumri sýnir þann fjárhagslega vinning sem hægt er að ná með fóðrun. Hvert aukabú sem lifir af veturinn greiðir fyrir fóður kostnað margra búa. Að auki sparast mikil vinna við að bjarga litlum búum. Ekki þarf að nefna hunangstekju af sterkum búum í lok sumars.
Hvers konar frjódeig er best? Ég geri ráð fyrir að það velti á ætlun með fóðrun. Ef þú vilt fóðra ríkulega og halda búinu með nægu frjódeigi, eins og þeir gera á sumum svæðum í Bandaríkjunum, þá er fljót notkun búsins æskileg og auka frjókorn gæti verið ráðlagt, en margir býræktendur setja bara smá slump af frjódegi. Að mínu mati eru þeir ekki að fá fullt gagn af fóðrun með þessari aðferð og kannski jafnvel skemma fyrir sér með þessu. Ef þeir eru aðeins að fóðra með litlu magni af frjódeigi, væri betra ef deigið væri notað hægar, svo að ódýrari (án blómafrjókorna) væri notað.
Mitt ráð? Fóðra með eins miklu frjódeigi og búið þarf á vaxtarskeiði sínu og þar til veður og frjókorna aðdrættir eru nægir. Ég held að þú fáir meiri ágóða frá deigi án frjókorna, eða kannski 4% í mesta lagi. Ég reikna með að meira frjókorn í deiginu leiði til aukinnar neyslu og sé meira nærandi, en eins langt og kostnaður nær ætti einfalt frjódeig (soja) að nægja.
Allen Dick
Lokaverkefni mitt hefur beinst að áhrifum á aðgengi býflugna að eggjahvítu og hæfileika þeirra að lifa af veturinn.
Fóstrun ungviðis hættir í búinu í lok hausts og þernur sem klekjast á þessum tíma eru “vetrar” býflugur sem safnast í klasa frá hausti fram á vor. „Vetrar“ býflugurnar einkennast af mjög stækkuðum „fitupúða“ og einum af munnvatnskirtlunum (hypopharyngeal) sem eru tveir helstu staði innri eggjahvítugeymslu í líkama býflugna.
Fyrir utan forða í býflugunum er eggjahvíta einnig geymd í frjókökum í búinu. Yfir veturinn, nýta býflugur þennan forða til að fóstra ungviði.
Búið verður að byrja að ala upp ungviði síðla vetrar í því skyni að byggja upp styrk sinn fyrir vorið, löngu áður en fullnægjandi aðdrættir frjókorna eru fyrir hendi. Þegar framboð á frjókorni á haustin eða vorin er takmarkað, stýrir það gæðum og / eða magni af þernum sem klekjast fyrir og eftir vetrun búsins. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að staða prótein forða gegnir mikilvægu hlutverki í getu búsins til vetrunar, en áhrif aðgengis að eggjahvítu á þróun „vetrarbýflugna“ og áhrif að vori á búið er enn á huldu.
Í verklega hlutanum rannsakaði ég áhrif á fjölgun í búunum að vori, þar sem skortur var á frjókorni og þar sem gnógt var af frjókorni, áður en aðdrættir frá blómum gáfu af sér. Ég áætlaði bæði magn (svæði með lokuðu ungviði) og gæði (þyngd, stærð, frávik, heildar próteininnihald, lífslengd og fóstruhegðun) þernanna sem voru alin upp af þessum búum að vori, sem og hunang framleiðslu.
Bú sem hafði verið fóðrað með frjódegi snemma að vori framleiddi 2-4 sinnum fleiri afkvæmi en bú sem var látið afskipt eða frjó-svelt bú. Aðeins fóðraða búið ól upp ungviði að einhverju marki áður en aðdrættir af frjókorni gáfust frá umhverfi búanna.
Þótt fóðrun hafði ekki áhrif á þyngd, stærð eða frávik þernanna, þá hafði það veruleg áhrif á lífslengd þeirra: þernur í fóðruðu búunum lifðu að meðaltali 15 dögum lengur en þar sem skortur var á frjókorni.
Lifun sýnir almennt að meirihluti býflugna sem alin eru upp við nægt frjókorn voru til staðar í búinu en í þeim búum þar sem skortur var á frjókorni.
Langlífi eykst jafnvel þegar ytri aðstæður í umhverfi búsins eru þær sömu, sem þýðir að munur var vegna aðgengi að frjókorni við uppeldisaðstæður einar.
Búin gátu ekki haldið fjölda né gæðum þerna í sama mæli ef skortur var á frjókornum.
Því fyrr á vorin sem og aukin fjöldi ungviðis, leiddi til hærri hunangstekju um mitt sumar, þar sem bú fóðruð á frjódegi gáfu tvöfalt meira hunang en búin sem skorti frjókorn.
Það var engin munur á hegðun býflugnanna í upphafi tímabilsins, en gögn benda til þess að þernur frá búum með nægt frjódeig eyði meiri tíma í störf innan búsins áður en þær fóru í störf utan búsins ss.fæðuleit. Ég er nú að kanna þennan hugsanlega mismunun í aldurstengdri hegðun.
Í þessari rannsókn sem ég nú leiði er lögð áhersla á að koma á skilning á áhrifum framboðs frjókorna á stærð og tímasetningu þróun vetrar og vor klasans með því að fylgjast með lifun þeirra í frjókorna ríkum búum. Þessi rannsókn felur einnig í sér samanburð á fjölda og gæðum þerna sem fæðast fyrir veturinn.
Ég er nú að skipuleggja rannsókn þar sem fylgst verður með merktum þernum í sýningarbúi til að ákvarða áhrif aðgengis að frjókorni á fóstrun og fæðuleit, tvö mikilvægustu störf þerna.