Hvernig á að flytja býflugnabú, á öruggan hátt:
Þýtt og staðfært , Egill Rafn Sigurgeirsson janúar 2025
Ástæður fyrir því að þú gætir þurft að flytja býflugnabú geta verið:
Að flytja bú á nýjan stað, um lengri eða skemmri vegalengdir, kann að virðast ógnvekjandi fyrir nýliða í býrækt. Það krefst vandlegrar skipulagningar og að varlega sé farið með búið/in. Þetta er þó tiltölulega einfalt að gera. Til að öryggis sé gætt fyrir þig, aðstoðarmann/enn og búið, þarftu að þekkja vissar öryggisreglur.
Geturðu flutt býflugnabú frá upprunalegum stað ?
Já, þú getur flutt bú hvert sem er frá nokkrum metrum til fleiri kílómetra, ef þörf krefur. Þó að það sé mikilvægt að staðsetja búin þín á besta mögulega stað frá upphafi, er stundum ekki hægt að komast hjá því að flytja þau. Með réttum öryggisráðstöfunum í flutningum og að venja búið við nýja staðsetningu tekst þetta á nokkrum dögum.
Að flytja afleggjara eða minni bú t.d. á nýjan eðlunarstað fyrir drottningarækt er mun minna mál. Það þarf þó að passa að netbotninn sé alltaf opinn og að flugopið sé örugglega vel lokað. Þessi bú seturðu í bílinn en sjálfsagt að passa eð ekki verði of heitt inni í bílnum.
Þá borgar sig að setja tóman kassa efst og jafnvel netgrind ofan á, þú ofkælir búið aldrei á þann hátt, mest hætta er á ofhitnun. Ef ferðalagið tekur einhverja klukkutíma eða lengur er gott að setja vatnsfylltan svamp (hætt að leka úr honum) ofan á netgrindina, þetta bæði til að búið geti stjórnað hitastiginu og þynnt ungviðafóðrið ef opið ungviði er til staðar í búinu.
Gerðu áætlun áður en þú flytur býflugnabú:
Besti tími ársins til að flytja er í miðjum vormánuðum til síðla vors. Áformaðu að færa búið að kvöldi eða um nótt, þega allar sóknarflugur er komnar heim í búið. Ekki taka búið i sundur (kassa fyrir kassa) og getur verið mjög þungt, þú verður að gera ráð fyrir því.
Til að tryggja öruggan og vel skipulagðan flutning búanna, byrjaðu á því að taka til gagns öllum nauðsynlegum verkfærum og búnaði fyrirfram:
Nauðsynlegur búnaður
Ráðleggingar fyrir vinnuferlið
Þessi undirbúningur mun tryggja að býflugnabúaflutningurinn verði sem öruggastur og skipulagður.
Hvernig flytur þú býflugnabú?
Það er ekki öruggt að flytja bú inni í lokuðu farartæki: Þú átt á hættu að verða fyrir stungum ef býflugurnar komast út úr búinu/num á einn eða annan hátt. Notaðu þess í stað pallbíl eða kerru.
Skref til að flytja býflugnabú
2. Undirbúningur nýja staðarins
4. Lokaðu búinu fyrir flutning
5. Tryggðu búið fyrir flutning
6. Lyfting og flutningur
7. Hleðsla á flutningstæki
Öryggisatriði:
Með réttum undirbúningi og aðferðum geturðu flutt býflugnabúin örugglega, hvort sem er stuttar eða langar vegalengdir.
Flutningur búa að vetri.
Þegar flytja á bú styttri vegalengdir innan býgarðs eða inn í hús/geymslu er best að ljúka frágangi fyrir vetursetu fyrst, þ.e. taka af fóðurtrog og einangra á þann hátt sem þú gerir venjulega. Bíða síðan fram í frost og helst að það sé frost í nokkra daga eða viku, þá hefur búið safnast í þéttan klasa og situr tiltölulega stöðugt þar ef varlega er farið. Líklega er öruggast að teppa flugopið meðan á flutningi stendur en opna svo strax eða fljótlega eftir að búið er komið á sinn stað.
Flutningur búa styttri vegalengdir.
Býflugur búa til „landakort“ innan 5-7 km radíus af umhverfi upprunalegrar staðsetningar kúpunnar. Ef þú flytur búið lengra en 1 meter hvar sem er innan þess radíus, munu býflugur þínar snúa aftur á upprunalega staðinn og leita að búinu. Aðeins er hægt að flytja kúpuna innan 1 metra án þess að þernurnar þurfi að endurskipuleggja áttun sína. Þó er hægt að flytja búin aðeins lengra í átt flugstefn þ.e. fram eða aftur miðað við stefnu flugops.
Flutningur innan 1-10 metra.
Flutningur allt að 5-7 km.
Að opna búið eftir flutning
Þegar þessum leiðbeiningum er fylgt hægt að flytja bú örugglega og með lágmarks truflun fyrir býflugurnar.
Að flytja býflugnabú ein/n
Ef þú hefur ekki aðstoðarmann, er samt hægt að flytja bú einn. Horfðu á þetta myndband frá Anne Frey um hvernig á að gera það á eigin spýtur.
Að flytja bú lengri vegalengdir:
Sömu grunnskref eiga við um lengri vegalengdir en sem nemur meira en 7 km. Forgangsraða loftflæði til að koma í veg fyrir ofhitnun býflugnanna. Hafðu netbotn að fullu opinn og jafnvel netlok ofan á búinu (j.v. setja tóman kassa efst, loka með neti) til að tryggja sem besta loftræstingu.
Uppsetning á nýjum stað
Að aðlagast nýja staðnum
Þegar þessum leiðbeiningum er fylgt er hægt að flytja bú á öruggan hátt yfir langar vegalengdir og stuðla að léttri aðlögun býfluganna að nýju búsvæði sínu.
Hvað verður um býflugur sem verða eftir þegar býflugnabú er flutt?
Að færa bú eftir að sóknarflugur hætta að leita fæðu tryggir að langflestar eru komnar heim í bú þegar flugopi er lokað. Hins vegar geta eftirlegukindur orðið eftir. Þær leita þá aftur á gamla staðinn og safnast saman ef kúpa er skilin eftir á gamla staðnum og þá þarf að sameina þær móðurbúinu aftur.
Hvernig á að nota kúpu sem skilin er eftir (skilakúpu?)?
Undirbúningur og öryggi
Hvort sem þú ert að flytja búið 10m, yfir akur eða 7 km (eða lengra), þá er góður undirbúningur og öryggi lykilatriði. Með réttri skipulagningu og hjálp geturðu flutt búin þín á öruggan hátt og án of mikillar truflunar fyrir býflugurnar.
Hvort sem þú ert að flytja bú 10 m yfir akur eða 7 km (eða meira), þá fylgdu þessum ráðum. Með góðum undirbúningi, öryggissjónarmiðum og sterkum aðstoðarmönnum geturðu flutt búin þín á milli staða, hvort sem það er stutt eða langt ferðalag.
Taktu þátt í byrjendahandbók okkar í býflugnarækt til að fá frekari sérfræðiráðgjöf !