ERFÐAFRÆÐI OG KYNBÆTUR

Samantekt Egill Rafn Sigurgeirsson.

 

Frumur býflugna innihalda 32 litninga (16 pör) en druntar hafa bara 16 einfalda litninga. Þeir geta aðeins eignast dætur ekki syni, druntar eru eingetnir synir móður sinnar.

Drottningin eðlar sig á 5-10 degi eftir að hún klekst, við 7-17 (20) drunta, líklega á nokkrum  dögum á eðlunarflugi. Druntar eðla sig bara einu sinni og gefa frá sér 6-10 milljónir sæðisfruma. Þeir eru ákafari við að eðla sig við drottningar sem sýna merki þess að hafa áður eðlað sig. Sæðið  lendir í eggleiðurum drottningar og flytur sig á um 40 klst í sæðisblöðruna. Þar blandast það sæði úr öðrum druntum og dugir drottningunni svo lengi sem hún lifir. Samfélagið (búið) samanstendur því af hópum alsystra sem hafa sama drunt sem faðir og hafa  um 75% af erfðamengi sínu sameiginlegt (yfirsystur), hálfsystur þeirra sem hafa annan drunt sem faðir hafa bara 25% erfðamengis síns sameiginlegt með alsystrum (super systers) sínum.

 

Það að eiga mismunandi faðir virðist gagnast búinu best því dætur eins drunts hafa t.d. meiri áráttu að verja búið, eða að safna nektar eða sinna betur hreinlæti í búinu.

 

Erfðafræðilegur breytileiki í apis mellifera stofninum er mikill bæði í útliti og hegðun í Evrópu,  Asíu og Afríku, en hún dreifðist yfir þessi svæði.

Apis mellifera syriaca

 

a.m.mellifera

Apis mellifera iberiensis

Apis mellifera macedonica

Apis mellifera ligustica

a.m.intermissa

a.m.anatolica

a.m.carnica

a.m.caucasia

a.m. cecropia

a.m.ligustica

a. m. sahariensis

a.m. scutellata

a.m. capensis

 

Þessi breytileiki  stafar af fleiri milljón ára aðlögun þeirra að staðarháttum. Þegar maðurinn kom til skjalanna og fór að flytja býflugur milli landa og heimsálfa olli það því að staðbundnir stofnar þurrkuðust út t.d. á óseyrum Nílar þar sem a.m. carniola hefur komið í stað gamla egypska  stofnsins, Apis mellifera lamarckii, sama hefur einnig gerst í Þýskalandi þar sem a.m.m. hefur vikið fyrir carniola stofninum. Sama gerðist í Brasilíu 1956 þegar afrískur stofn ( A. m. scutellata) var fluttur þangað og eðlaði sig við

Dreifingin 2022

blöndu frá þýskum, ítölskum, iberiskum (Spánn) og Kákasus stofnum sem áður höfðu verið fluttir þangað og úr  varð hin alkunni stofn Killerbees sem náðu til suðurríkja BNA 1990 og heldur áfram að dreifa sér norður eftir Bandaríkjunum. Þessi stofn er þekktur fyrir mikla  árásarhneigð og tekur einnig yfir bú annarra býflugna, drepur drottninguna og sest þar að. Þær sverma mjög gjarnan og eru ótrúlega lífseigar –þess vegna þessi mikla og hraða dreifing þeirra.

 

 

 

 

Hreinlætis hegðun ræðst af 2 óháðum þáttum, annars vegar af því að þernur opna hólf þar sem dauð púpa er og fjarlægja hana og hins vegar að fjarlægja dautt ungviði. Ef báðir þessir þættir eru til staðar þýðir það aukna mótstöðu gegn sjúkdómum.

 

Fórnarlamb "killerbees"

Varnarhegðun: Er mismunandi á marga vegu. Hve auðertanlegt búið er fyrir truflun ss að opna búið án þess að nota reyk, fyrir útöndunarlofti  manns og  viðbrögðum við varnar feromóni.  Auk þessa  hve margar býflugur ráðast til atlögu og hve langt þær elta “óvininn“ frá búinu.

 

 

 

 

 

 

 

Það sama gildir um frjókornasöfnun þar sem sumir stofnar safna  3-16 meira af frjókorni en aðrir stofnar og virðist það liggja í söfnunaráráttu  eldri býflugna. Þessi árátta er í öfugu hlutfalli við nektarsöfnun þannig að þær sem safna miklu frjókorni safna minna af nektar og öfugt. Einnig getur verið mikill munur milli stofna hve fljótt þeir taka niður sykurvatn úr fóðurtrogi.

 

 

 

Það eru vísbendingar um að erfðaþættir hafi áhrif á hve móttækilegur einn stofn er fyrir sjúkdómum  sem herja á býflugur og þannig ætti að vera hægt að rækta fram stofn með betri mótstöðu. Einnig er hægt að rækta „burt“  óæskilega hegðun ss árásargirni og einnig að rækta fram stofna sem gefa mikið hunang.

 

Mótstaða gegn sjúkdómum byggist að hluta til á peptíðum ( stuttar keðjur amínósýra) sem virka sem nk. fúkkalyf gegn örverum og eiginleiki peptíða stýrist af erfðum

 

Þýdd grein úr Gadden tímariti atvinnubýræktenda í Svíþjóð.

 

Sagan af því hvernig Buckfast stofninn varð til.

Flestir hafa heyrt eða lesið um hvernig munkurinn  Adam, eftir að alvarleg sýking af loftsekkjamítli herjaði á býflugur á Bretlandi, neyddist til að nota drottningar í kynbætur, sem lifðu af veturinn 1915-16. Af 46 vetruðum búum lifðu 16. Þessi 16 bú voru með ítalskar (Ligurian) drottningar, hreinræktaðar eða eðlaðar við drunta af svæðinu. Hann varð sér út um nýjar ítalskar drottningar en notaði einnig drottningar sem höfðu eðlað sig í hans eigin býgarði. Þetta leiddi til byltingar í hans ræktun.

Þær kenningar sem voru ríkjandi í þýskumælandi svæðum voru orðnar  að staðalaðferðum um alla veröld innan ræktunarstarfs hjá býræktendum og nánast heilög lög að nota aldrei blanddrottningar í ræktun. Tvítugur munkurinn Adam varð hins vegar  að taka afstöðu til spurningarinnar:

Á ég að fara gegn öllum lögum og rækta undan blanddrottningum ?

Valið var í raun auðvelt- hann hafði ekkert val. Hann varð að rækta undan þeim drottningum sem lifðu af.

Ég held að allir, sem meira eða minna að alvöru leggja stund á ræktunarstarf með býflugur, geta verið sammála um eitt: Að val til kynbóta er einn af hornsteinum ræktunarstarfs. En  hafa allir hugsað um, að val skiptir  miklu meira máli, þegar eitthvað er til að velja á milli.

Í þessari blandræktun þar sem við samkvæmt sumum ráðandi mönnum ættum ekki að rækta undan. Með mikilli vinnu og margar drottningar, gæti ég fengið fram þá eiginleika sem ég vil.

Það sem einnig eykst er vinnan  sem þarf til að fá það mynstur sem ég leitast við að skapa og koma þar á stöðugleika. Bróðir Adam var þannig neyddur, vegna  aðstæðna, að blandrækta, sem leiddi beint til að hann einbeitti sér að stöðugleika mikilvægasta eiginleikans, þ.e. getu býflugnanna að lifa í því sýkta umhverfi sem loftsekkjamítillinn olli.

Þegar árið 1925 kom hann sér upp einangruðu eðlunarsvæði á Dartmoor heiði.

Fyrstu árin öðlaðist hann  mikilvæga reynslu. Í leit sinni  við að  varðveita eignleikan að standast smiti loftsekkjamítla, notaði hann næstu árinn mjög mikla skyldleikaræktun. Þessi reynsla sem aflað var, sýndi að býflugur eru viðkvæmar fyrir mikilli skyldleikaræktun, en einnig að kenningar Mendels virkuðu eins og ætla mætti og að erfðarþætti var hægt að færa saman í nýjar samsetningar. Það var semsagt hægt að rækta  fram nýjan kynstofn, eitthvað sem aldrei hafði  verið fjallað um í býrækt áður Skilyrðin voru alger stjórnun af bæði arfleið móðir og föður og  samræmt og óvægið úrval.

Buckfast býflugan varð til og Bróðir Adam hafði  farið gegn settum hefðum og fordómum og áttað sig á hvað mikla vinnu hann átti fyrir höndum. Þegar stofn með ásættanlegt þol gegn loftsekkjamítlinum  var kominn fram- með erfðaeiginleika frá ítalska stofninum og þeim gamla enska, líklega mest frá þeim ítalska, er það eðlilegt að hann hafi  haft hugsanir um möguleika að blanda inn  eftirsóttum eiginleikum annarra býflugnastofna.

Innan seilingar var býflugnastofn sem var þekktur fyrir lífsþrótt sinn og mikla getu sína að safna hunangi, frönsku býflugurnar. Þær voru því miður einnig þekktar fyrir árásargirni sína,  en þær tilheyrðu sama anga af Mellifera stofninum og gamla enska býflugan. Árið 1930 lét hann –buckfast-  og franska stofninn blanda sér saman í eðlun.

Það má gera ráð fyrir að hann leitaðist eftir að bjarga nokkrum af jákvæðum eiginleikum brúnu býflugunnar, eins og hann hafði kynnst þeim í gamla enska stofninum. Blöndunin var sem áður sagði gerð 1930, og það er hægt að fylgjast með henni í ræktunarskrám hans fram að miðjum 50 áratugnum.

Allar drottningar með arfleifð franskra býflugna sem voru notaðar til undaneldis, fengu bókstafinn F fyrir framan auðkenni sitt. Eftir 1944 er þetta ekki að finna, sem ætti að þýða að franska innslagið var talið hafa náð  “buckfast stöðu “og fellt inn í aðalstofninn.

Bróðir Adam hefur sjálfur sagt frá hvernig hann fór að þegar hann hóf vinnuna með frönsku blöndunina. Til að ná markmiðum Mendels þarf mökun milli F1 stofna að nást. Að ná þessu með eðlun dætra F1 drottningar með druntum F1 drottningar hafði engin greint frá áður, en hinn ungi bróðir Adam skildi  þetta. Þannig tilkomnar F2 drottningar ræktaðar hann 1200 dætur sem allar klöktust á nokkrum dögum. Gróf flokkun var gerð í samræmi við litasamsetningu. 200 drottningar voru á þennan hátt valdar úr og settar í eðlunarbú til að eðla sig við drunta frá aðalstofni. Afkvæmi þessara drottninga voru dæmd með tilliti til samræmis í litarafbrigðum. 20 drottningar voru valdar úr til frekari ræktunar. Næsta ár, þegar druntar undan þessum drottningum voru rannsakaðir var tekið endanlegt úrval af drottningum til ræktun. Að þessu gerðu var að sjálfsögðu ekki nýi stofninn kominn. Tilraunaættir frá fleiri drottningum  voru gerðar og bornar saman og úr þeim valdar nýjar drottningar til áframhaldandi ræktunar.

Endurblöndun innan þessarar nýblöndunar verður að gera,  svo að hinir nýju eiginleikar hverfi ekki á nokkrum kynslóðum vegna áhrifa frá upprunalega stofninum. Það ætti líklega að taka fram að ræktunarseríurnar í Buckfast voru 30-50 drottningar, þ.e. bú. Það er hægt að ímynda sér þá vinnu sem lá að baki  þegar lesnir eru  stuttir minnispunktar um ræktunar drottningarnar frá 1930 til 1945. Maður getur furðað sig á þeim fjölda drottninga sem virðast aðeins hafa verið ræktaðar til þess eins að vera drepnar, en þeir sem vita hvernig ræktunarstarf varðandi plöntur fer fram þar sem ræktaðar eru tugir þúsunda F2 plöntur en aðeins einni haldið eftir kemur þetta sennilega ekki á óvart. Frekar kemur það á óvart að svo lítill hópur sem 1200 drottningar geti verið nóg fyrir árangursríkt val. Hins vegar er það þannig að breytileiki í blandpörun hjá býflugum er minni en búast má við. Ástæðuna er að finna hjá eðlunarháttum drottningar. Segjum til einföldunar að drottning eðli sig við 10 drunta. Þetta þýðir breytileiki í arfleifð frá föður í kvenkyns (þernum og drottningum) afkvæmum hennar er aðeins þáttur 10. -vegna þess að hvert einasta sæði hvers drunts er eins ! Í spendýrum er breytileikinn óendanlega mikill þar sem litningar koma bæði frá föður og móður.  Reynslan hefur greinilega kennt Bróðir Adam, að hægt er að ná tilætluðum árangri án þess að gera stóra F2 hópa. Val er gert smám saman, og eftir meira en eftir eina blandpörun. Hann hefur aldrei nefnt slíkar risa ræktanir við seinni blandanirnar.

Eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar aftur var hægt að ferðast, hófst tímabil leitar að áhugaverðum erfðaeiginleikum og skráningu hina ýmsu býflugnastofna. Hægt og rólega var erfðaefni frá grískum-,  ýmsum anatolian- (frá Tyrklandi), frá Egyptalandi- og frá athosbýflugur (frá Makedóníu) blandað inn í Buckfast stofninn og tilraunir hófust með monticola blandanir áður en bróðir Adam dró sig út úr þessu sökum aldurs. En margar blandanir sem voru reyndar voru aldrei notaðar inn í aðalstofninn. Það er þarft að benda hér á að drottningar eðluðu sig alltaf undir mjög skipulögðum aðstæðum og undir eftirliti þannig að engir aðrir druntar voru til staðar en þeir sem þar áttu þar að vera. Innblöndun stofna sem aldrei voru notaðir í aðalstofninn eru, til dæmis finnskar-, sænskar-, sahara-, svartar svissneskar býflugur og fjöldi carnica  stofna ásamt fjölda annarra stofna sem voru reyndar í langan tíma eða eftir allt að 12 ára reynslutíma áður en hætt var að nota þessar blöndur.

 

Hvað er buckfaststofninn ?

 

Einkennandi litarbrigði buckfast stofnsins, mismunandi litur á afturbol þerna.

 

 

Um þetta hefur verið spurt mörgum sinnum og besta svarið sem ég hef heyrt er:

– Buckfaststofn er býflugur sem bróðir Adam sagði að er buckfastbýfluga. – Að sjálfsögðu er þetta er sagt í gríni og með nokkurri hæðni, en þeir sem trúa því að hægt sé að blanda mismunandi stofnum saman eins og kökuuppskrift og fá úr því buckfast stofn eru úti að aka. Það eru vissar forsendur því hvað hægt er að kalla buckfaststofn – Bróðir Adam hefur gefið þær í skrifum sínum. En í raun er það ekki tilbúinn, eilífur og óbreytanlegur stofn sem við höfum fengið frá Buckfast. Við höfum fengið nýja nálgun varðandi kynbætur býflugna og með  því viðhorfi  ætti líka að vera von um að við munum að lokum geta ræktað býflugur sem staðist getur varroamítilinn . Ég freistast til að ljúka þessari grein með nokkrum tilvitnunum úr ágripi úr Buckfast grein frá 1995 frá sænsku Buckfast ráðstefnunni:

Þegar ég var í Buckfast sumarið 1967, og fylgdi starfinu í býgörðunum gat ég ekki setið á mér og sagði við bróður Adam: – Þessi tegund býflugna myndi ég vilja hafa heima. Svarið kom strax frá Adam: – Gerið bara það sem ég hef gert. En það tekur 25 ár. Ég byrjaði að lokum að flytja inn egg og lirfur til ræktunar sem óneitanlega flýtti fyrir að koma upp buckfaststofnn. Nú eru meira en 25 ár liðin og við ættum að hafa lært lausnirnar. Eiginlega eru lausnirnar bara tvær, en það eru  undirstöðuatriði sem þarf að gera sér fyrir.

 

  1. Úr blöndu milli tveggja algengra stofna er hægt að fá fram nýjan stofn sem er nokkuð stöðugur.
  1. Án eftirlits með mökun drottninga er ekki möguleg þróun nýrra stofna. Að minnsta kosti ekki án mikillar fyrirhafnar og tíma.
  1. Til að viðhalda náðum árangri þarf stöðugt óvægið úrval og vel skipulagt ræktunarstarf.
  1. Til að takast þetta þarf mikla reynslu af þeim efnivið sem á að vinna með og skilning á að lifandi efni fylgir ekki alltaf formúlunni. Þetta þýðir að maður þarf alltaf að vera tilbúinn að breyta áætlun í ljósi niðurstaðna. „Láttu býflugurnar segja þér, ” sagði bróðir Adam. Ég get sem sagt ekki ræktað stíft eftir fyrir fram ákveðinni áætlun. Markmiðunum á ég ekki að breyta, en geta breytt aðferðum og hvernig á að ná þessum markmiðum.
  1. Til að ná árangri þarf einnig að hafa fullan skilning á skyldleika býflugna og hver áhrif þeirra eru á skipulag kynbóta.

Dæmi: Druntar eru ekki bræður þernanna og eiginlega ekki hálfbræður þeirra heldur. Þeir eru karlkyns hluti mæðra sinna. Notkun ættartölu eins og hjá manninum á ekki við hjá býflugum. Svo komum við að lausninni á vandamálinu. Það er í  raun aðeins að rækta nægilegan fjölda systra frá góðri drottningu og láta þær eðlast sama hátt. Þá er kominn prufuhópur sem hægt er að velja úr þær drottningar sem á að rækta undan.

 

Hvað eru nægilega margar ? – Því fleiri því betra, en maður verður að vera fær um að gera úttekt á hópnum og hafa önnur bú til samanburðar. Við höfum haldið okkur við 30 sem hæfilegan fjölda. En jafnvel hér, eru erfiðleikar fyrir býræktendur sem eru með fá bú. Það ættu að vera að minnsta kosti 60  bú fyrir slíka prófun. Annað atriði er óvægið og sanngjarnt val, þar sem maður velur ekki drottningu, bara vegna þess að hún er svo falleg. Þá fer það eftir þeim markmiðum sem maður hefur sett upp.

Hafa samband