Drottningarækt.

Samantekt: Egill R. Sigurgeirsson og endurbætt í desember 2024.

Hvað er drottningarækt ?

 Drotningarrækt er ferlið þar sem ræktaðar eru drottningar, sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði og fjölgun býflugnabúanna. Drottningin er eini frjói einstaklingurinn í búinu og hefur það hlutverk að verpa eggjum, sem leiðir til nýrra býflugna. Skilgreining á drottningarrækt felur í sér að velja réttu foreldra, aðferðir við frjóvgun, og að tryggja að drottningin sé heilbrigð og öflug til undaneldis.

Ferlið byrjar oft með því að velja sterkt og heilbrigt býflugnabú, þar sem drottningin er valin út frá eiginleikum eins og frjósemi, hegðun, hreinlæti og mótstöðu gegn sjúkdómum. Eftir að hafa valið “rétta” drottningu er hægt að nota ýmsar aðferðir við ræktunina.

Eftir að ný drottningin hefur verið ræktuð, er mikilvægt að fylgjast með henni til að tryggja að hún sé að virka rétt á þernur búsins, varp eðlilegt og eiginleikar sem að ofan eru nefndir. Drottningarrækt er ekki aðeins mikilvæg fyrir framleiðslu á nýjum drottningum, heldur einnig fyrir að viðhalda heilbrigði og fjölgun býflugnabúa. Ræktun drottninga er því grundvallaratriði í býflugnarækt og hefur áhrif á heildarframleiðslu hunangs og annarra afurða.

 

 

Margar aðferðir eru notaðar til drottningaræktar en allar ganga út á að fá þernurnar að ala upp nýja/r drottningu/ar frá lirfum af réttum aldri. 

 

28 dögum eftir að “drottningareggi” er verpt, getur hin nýja drottning byrjað varp. Til að geta dæmt um gæði hennar þarf að bíða þar til að ungviði hennar er hjúpað (þannig að ekki sé um druntamóður að ræða, ófrjó).

 

Góð bók, leiðbeinir um nokkrar aðferðir.

Drottningarækt krefst minnst 4-6 sterk bú til að nýta við ræktunina.

Til að rækta margar drottningar á einu bretti er gert á  eftirfarandi hátt:

Eftirfarandi þarf til:

  • -Sterkt bú á minnst 4 kössum þar af 1 hunangskassi
  • -Auka botn og þak

 

 

Framkvæmd:

  1. Að morgni góðviðradags er hunangskassinn (-arnir) teknir af búinu.
  2. Kassana með ungviði og drottningu auk býflugna, eru fluttir einhverja metra burt með botni og þaki.
  3. Rammi með miklu frjókorni er tekinn frá.
  4. Hunangskassinn(arnir) eru settir aftur á gamla staðinn.
  5. Í efsta hunangskassanum eru 2 rammar fjarlægðir úr miðjunni.
  6. Frjókornaramminn er settur þar en skilið eftir tómt bil þar sem rammi með drottningarhólfum á að koma.

 

Eftir 5-6 klst hafa flestar sóknarflugurnar komið heim í gamla (hunangskassana) búið sitt auk þess hafa margar býflugur sem fylgdu með í kössunum með drottningunni og ungviðinu flogið út og farið “heim” á gamla staðinn. Þar er nú engin drottning og ekkert ungviði (það verður að passa að ekkert ungviði eða egg verða eftir á gamla staðnum).

Just Right-- rétt stærð/aldur á lirfunni.

 

 

1.

Valinn er ungviðarammi frá búi/drottningu sem sýnt hefur góða eiginleika - m.a. styrkleika bús, gæflyndi, hunangssöfnun og vetrarlifun. 

Tekinn er rammi með nýklöktum eggjum (2-2,5 mm) og sett í tilbúna drottningarbolla sem sitja á drottningaræktunarramma og sett í drottningarlausa búið. Sjá hér en hér gerir hann sérstakan startara sem við búum til með öllum býflugunum sem koma heim í drottningarlaust bú.

 

 

Lirfunál sett undir lirfuna og henni lyft varlega upp og sett í drottningabolla.

 

 

 

Mynd Egill: Nýklakin egg og 2 lirfur í sama klakhólfi ekkert sem mælir gegn því að nota báðar.

 

Lirfa af réttri stærð á kínveskri fjaðurpenna/lirfuflutningsnál

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lirfurnar komnar í drottningabollana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Torbjörn flytur lirfur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2.

Eftir 4-5 daga hafa býflugurnar lokað drottningarhólfunum. Þá er sett búr yfir svo býflugurnar drepi ekki einhverjar drottningar. Kassarnir með drottningunni og ungviðinu eru settir aftur á gamla staðinn undir

Lokuð drottningahólf

hunangskassana með drottningargrind á milli. Nú er búið sameinað á nýtt og venjulega þarf maður ekki að hafa áhyggjur af gömlu drottningunni -sameiningin gengur oftast vel en ef þú bíður lengur þá þarf að setja drottninguna í búr sem þernurnar éta hana úr.

 

 

Búruð drottningahólf

3.

Drottning að klekjast.

Eftir 7-8 daga klekjast nýju drottningarnar, 2 dögum fyrir klak verður að setja drottningarhólfið í eðlunarbú eða í lítinn afleggjara (3-4 rammar af ungviði og býflugum). Sjá hér .

 

 

 

 

Á fésbókarsíðu Bý Býfluga :D , undir flipanum skrár er  exelskjal -- Ti_maa_ætlun f drottningarækt.xls sem handhægt er að nota. Þar er sett upp skipulag ræktunarinnar með dagsetningum og hvernig eftirliti skal háð.

 

Búnað sem þarf til er:----sjá myndir að neðan 

  1. Lirfunál/fjaðurpenna til að flytja lirfurnar.
  2. Tappar og drottningabollar .
  3. Búr fyrir hvert drottningarhólf.
  4. Ramma fyrir drottningarhólfin.
  5. Eðlunarbú ef ekki eru notaðir litlir afleggjarar.
    Kínversk fjaðurnál

    Drottningabollar, búr og til festingar á trélista

    Algengasta lirfuflutningsnálin.

    Eðlunarbú.

Hafa samband