Býflugnarækt í Svartfjallalandi á sér langa hefð.
Í upphafi 20. aldar voru fáir sem höfðu áhuga á býflugnarækt og notaðar voru frekar frumstæðar býkúpur gerðar úr trjástofnum linditrés, sem auðvelt vara að sníða og smíða úr, auk góðrar lyktar af viðnum. Þessar kúpur kölluðust „depths“.
Á áttunda áratug hófst innvæðing nútímalegri býræktar og öflug uppbygging býræktar hefur verið sérstaklega áberandi sl. 15 ár eftir að fjárfesting var aukin verulega í þessari grein landbúnaðar.
Með aukinni fjárfestingu, fjölgun býræktenda og fjölgun býflugnabúa hefur hunangsframleiðsla aukist verulega. Ástæða þess er mjög gott skipulag landssambands býræktenda, samstarf við svæðisfélög og við landbúnaðar- og byggðamálaráðuneytið. Býflugnarækt er einna mest skipulögð undirgrein landbúnaðar í Svartfjallalandi, með skýrt afmarkaðri uppbyggingu.
Í þessari uppbyggingu hefur Býræktendafélag Svartfjallalands mikilvægu hlutverki að gegna í að skapa stefnu um þróun býræktar í landinu. Í tengslum við aðrar greinar landbúnaðar er lykilkostur býræktargeirans stofnun öflugra félagasamtaka. Í þessu ferli eru tvö skipulagsstig, það fyrsta er aðild býræktenda að svæðisfélög sem sameinuð mynda landssambandið.
Eins og er sameinar Landssambandið starf 36 svæðisfélaga, um 2533 býræktendur með samtals um 96.000 býflugnabú og eru þetta næstum allir býræktendur í landinu.
Tegundir býkúpa eru: 51% Langstroth Root (sjá neðst), 38% Dadant Blatt og 2% aðrar býkúputegundir .
Ársframleiðsla á hunang er mismunandi og er aðallega háð veðurskilyrðum. Heildaruppskera hunangs er meðal þess minnsta í Evrópu eða um 300-500 tonn. Aftur á móti eru gæði hunangsins meðal þess besta í Evrópu(að þeirra sögn).
Afurðir eru:
1.Hunang:
• Frá Malurt-(atremisia absinthium)-Wormwood.
• Frá náttúrulegri flóru hvers landssvæðis –Wildflower.
• Frá skóglendi —-Forest.
• Heiðarhunang——Heather
2. Frjókorn.
3. Troðkítti –Propolis.
4. Drotningarhunang–Royal jelly.
5. Vax.
6. Hunangslegnir ávextir —Fruit candied in honey.
Að meðaltali er hver býræktandi með um 20 bú og um 4 bú eru á hvern ferkílómeter lands (í norðurhluta 3 bú/km2 á strandhéruðum 8 bú/km2 ).
Ársneysla hunangs á hvern íbúa í landinu er um 1,2 kg. og hunangsverð um 9 evrur/kg.
40 % búa eru flutt milli svæða á sumrin til að auka framleiðslu hunangs. Heildaruppskera á bú í staðbundnum býgörðum er 10-30 kg, en 20-60 kg í flutnings (migratory) búunum.
Montenegro.
2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | |
Honey production, in tons and total | 485 | 476 | 251 | 500 | 520 |
Direct sales to consumers, in % | 99 | 98 | 98 | 95 | 95 |
Direct sales to retailers, in % | 1 | 1 | 1 | 2,5 | 2,5 |
Sales to packing operators | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Sales to traders | 0 | 1 | 1 | 2,5 | 2,5 |
Sales to industry (food, cosmetic,…) | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Indicator | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 |
No. of beekeepers, total | 1,200 | 1,200 | 1,400 | 2,533 | 1,300 |
No. of beehives, total | 36,585 | 28,631 | 18,132 | 50,024 | 52,000 |
Professional beekeepers | 25 | 35 | 35 | 40 | 40 |
Beehives of professional beekeepers | 4,000 | 5,600 | 5,600 | 7,000 | 7,000 |
Verð fyrir afleggjara árið ´22, var 65 evrur, samanstendur af 6 römmum með býflugum (og ungviði?) of ársgamalli drottningu. Tilbúin býsnauð kúpa kostar um 60 evrur.
Langstroth Root -Amos Ives Root (1839–1923) þessi maður frá Ohio betrumbætti býkúpugerð Langstroth þessvegna kallaðar svo.
Dadant-Blatt nefnd eftir betrumbætur svissnesks býræktanda Johann Blatt, og varð fljótlega stalalkúputegundin í mörgum löndum.