BÝRÆKT Í KRÓATÍU

September 2018
Við hjónin erum í hjóla og í siglingarferð á króatískum eyjum í Kvarnerflóa. Ég hef gert mér til gamans að leita upplýsinga á netinu um býrækt í þeim löndum sem ég heimsæki og tekið saman stutta grein um býrækt í viðkomandi landi og vona að eh hafi gaman af.

Króatíu er skipt í 3 svæði hvað varðar loftslag og býrækt. Fjalllendi, meginland -Pannoninsléttan (meginlandsloftslag )og strandhéruð ( Miðjarðarhafs loftslag ). Gróðurfar meginlandsins er mjög fjölbreytt og blómgun byrjar í febrúar og hinar ýmsu jurtir blómstra fram í september þegar haustið og rigningarnar byrja. Mikilvægustu jurtirnar eru ávaxtatré og víðir en einnig ribs, Acacia Lind, kastanía og sólblóm. Fjalllendið er gróðurfarslega minna fjölbreytt og eru hlutfallslega fæstir býræktenda þar eða um 6 % samanborið við 67 % á meginlands svæðinu og 27% á Miðjarðarhafssvæðinu. Mest af hunangi í fjalllendi kemur frá hunangsdögg en einnig frá beitilyngi. Á Miðjarðarhafssvæðinu eru sumur þurr, sem leiðir til stutts tíma fyrir býflugur að safna hunangi.

Hunang frá rósmarínrunnanum er frægt og runninn blómstrar í mars og aftur í október og nóvember. Einnig kemur ljúffengt hunang frá salvíu og lavender. Býrækt á sér langa sögu í Króatíu og fyrsta rit um býrækt var skrifað 1288. Fyrsta býræktarfélagið var stofnað 1875 á eyjunni Solta (Miðjarðarhafssvæðinu) og er eitt félag starfandi enn frá þessum tíma. Þúsundir búa drápust vegna stríðsins milli Króatíu og Serbíu 1990 til 1997 þegar fjöldi býræktenda flúði heimili sín. Skv nýjum tölum eru ríflega 11 000 býræktendur skráðir í Króatíu og halda meir en 550 000 bú og framleiða 7,000-8,000 tonn af hunangi á ári og seldar eru meir en 20 tegundir af hunangi.

Að meðaltali heldur hver býræktandi 22 bú og framleiðir 20 kg (minnst 5 og hámark 100 kg) af hunangi á bú. 80% býræktenda er áhugafólk, 17 % hafa hluta tekjur af ræktinni og 3% hafa þetta sem atvinnugrein. Algengustu rammastærðir eru Langstroth (59%) og Albert-Znidarsic (17%). Hlutfall annarra tegunda (Farrar, Dadant-Blatt, 'poloska' osfrv.) er um 24%. Hluti býræktenda flytur bú sín milli svæða á blómgunartímabilinu.

Býflugna tegundin hér er Apis mellifera carnica sem safnar miklu hunangi er harðgerð og fróm. Frá árinu 1997 hafa 36 býræktendur séð um kynbótarækt drottninga og framleiða árlega um 40 000 drottningar fyrir innlendan markað. Megintilgangur þessarar áætlunar er að bæta efnahagslegt verðmæti og vernda líffræðilega fjölbreytileika þessarar tegundar.
Hunangsverð til býræktenda var árið 2000, um 165 Ískr( $ US1,5) á kg. Ég hef þó séð verð í búð um 2000 kr /kg. Landssmband býræktenda gefur út tímarit um býrækt og kemur það út 11 sinnum á ári. Hér á eyjunni Krk eru 80 býræktendur með um 500 bú og kílóið hér kostar 80 kun um 1400 kr.

Hér er ýtarlegur upplýsingabæklingur frá 2014 um býrækt í landinu.

Hafa samband