Býrækt í AUSTURRÍKI

AUSTURRÍKI

Ritað 20 sept. 2019

Við hjónin hjóluðum meðfram Dóná frá Passau til Vínar á 6 dögum og ég held uppteknum hætti að skrifa um býrækt í því landi sem ég heimsæki. Viðbætur des ´23

Býrækt í Austurríki
Hér búa um 9 millj. og 42 000 þeirra eru býræktendur. Þeir halda um 400 000 bú og meðalfjöldi búa á ræktanda er um 16 bú, meðaluppskera hér er um 25 kg á bú. Meðalframleiðsla hunangs er 5000 tonn á ári.

Bú í skjóli af eplatré
Bú í skjóli af eplatré
Það eru fyrst og fremst karlmenn sem stunda býrækt en fjöldi kvenna hefur aukist undanfarin ár.
Veturinn 18-19 drápust um 15% búa.
Landssamtök þeirra heita -Oesterreichischer Imkerbund með 30 000 meðlimi en það ku vera fleiri sem halda býflugur samanber töluna ofan. Þeir halda úti fésbókarsíðunni -Imker Österreich- það eru þó bara rétt rúmlega 4000 meðlimir á þeirri síðu.
Ég sótti um aðgang þar -fræddi aðeins um býrækt hér heima og hluti upplýsingana hér eru þaðan aðrar af netinu.

Bú við akur
Fullorðnir geta menntað sig til atvinnubýræktar í 5 menntastofnunum (skólar) í landinu en hver sem er getur byrjað býrækt án nokkurs grunns, skv lögum Mariu Theresiu, keisarynju Habsborgaraveldisins, (lifði 1717-80).

Farandkennarar “Wanderlehrer”: Býræktarfélagar hittast mánaðarlega til fræðslu, skrafs og ráðagerðar, oft koma atvinnuræktendur með kennslunám að baki sem leiðbeinendur og kenna einnig í þessum býræktarskólunum.

Árin 2013/14, voru haldin 1,161 námskeið í landinu sem um 30 000 manns sóttu og miðað við fjölda skráðra býræktanda sótti hver og einn fleiri en eitt námskeið að meðaltali. Einnig er þeir með öflugt fræðslunet.
Flestir býræktendur stunda býrækt sem áhugamál, en með um 200 bú eða fleiri er hægt að lífnæra sig á greininni. Stærstu býræktendurnir halda um 10 000 bú í um 600 býgörðum.
Býflugur af tegundunum buckfast og carnica eru ræktaðar hér og bæði eru plast og trékúpur notaðar. Rammastærðir eru ff Zander, EHM en margir byrjendur nota Dadant rammastærð.

Býskáli
Ýmsir sjúkdómar herja á býflugurnar:
         – Varroa er ekki talið alvarlegt ógnun vegna ungviðaleysis vetrarmánuðina, flestir nota lífrænar sýrur til meðhöndlunar
         – Illkynja býflugnapest veldur slæmum búsifjum í sumum héruðum.
         – Evrópsk býflugnapest er sjaldgæf
         – Litla kúpubjallani (Hive beetle, sem finnst í Ítalíu.) og asíski risageitungurinn ( Vespa velutina sem finnst í Frakklandi og Spáni.) hafa                    ekki enn sést í landinu en reiknað er með að muni gera það næstu 1-2 árin.
         – Skordýraeitur er ekki talið alvarleg ógn en lög um notkun þeirra eru að breytast líklega til hins betra.
         – Bakteríusmit (Shigellosis) í hunangi getur stundum valdið vandræðum ( niðurgangi hjá fólki) og er talin komið frá hunangsdögg og                  vegna kaldra vetra.
Evrópubandalagið hefur sett 40 milljónir evra árin 20019- 2020 til aðildarlanda sinna til að fremja býrækt og framleiðslu afurða frá þeim og hefur Austurríki hlotið í sinn hlut 1.7 millj. (rúmar 230 milj Ísk) til þessa verkefnis.

JÓHANN ÓLAFSON

19. maí 2020 
Þetta bú skoðaði ég fyrir nokkrum árum.
Þarna eru þrjár kúpur inni í þessu skýli.
Þetta bú er í Austurríki á landamærum við Þýskaland.

Hafa samband