BÝRÆKT Á TENERIFE.

BÝRÆKT Á TENERIFE.

6 nóvember 2022
ÉG SKRIFAÐI UM BÝRÆKT HÉR Á TENERIFE Í APRÍL ´17 NÚ ER ÉG KOMIN MEÐ MUN BETRI UPPLÝSINGAR EFTIR AÐ ÉG HEIMSÓTTI “HUNANGSHÚSIД
Mynd: Ingveldur Ýr Jónsdóttir

Ég skrifaði um býrækt hér á Tenerife í apríl ´17 nú er ég komin með mun betri upplýsingar eftir að ég heimsótti “Hunangshúsið” Það er að vísu hluti af sýningarrými Casa del Vino en rétt þar fyrir ofan er skrifstofa samtakanna sem rekin eru af landbúnaðarráðuneytinu ? Þar er hvað mér sýnist, rekin öflug þróunarvinna til að efla býrækt á eyjunni m.a. er námskeið fyrir byrjendur meðferð hunangs og vax og gæðakönnun svo eitthvað sé nefnt (sjá nánar hér neðar). Ekki má gleyma að á Tenerife eru 6 gróðurbelti sem hafa veruleg áhrif  á dýra og jurtalíf. Mér hefur ekki tekist sjálfum að ná myndum af býkúpum en Ingveldur Ýr Jónsdóttir sendi mér þessa mynd tekna í bæ sem heitir El Rincon rétt fyrir ofan Playa Los Patos ?

Um 650 býflugnaræktendur (apicultores) halda um 18 000 býflugnabú (colmenas) á eyjunni  ( aukning um 9 % frá ´21 ) og framleiða um 270 tonn af hunangi á ári. Það er þó talað um í öðrum gögnum að tæplega 700 býræktendur haldi rúmlega 16200 bú ( 2022). Á öllum Kanaríeyjunum eru um 33 500 bú en um 60 % allrar býræktar Kanaríeyjanna er stunduð á Tenerife. Býrækt á Tenerife á sér yfir 600 ára hefð sem aukabúgrein samfara sjálfsþurftarbúskap. Smá hunangsframleiðsla til að bæta afkomu fjölskyldunnar. Fyrstu skráðu heimildir um býflugnabú eru frá árinu 1500 en í fyrstu þekktu ritum sem vísa til Kanaríeyja, skrifaði rómverski fræðimaðurinn Plinius eldri, fyrir 2000 árum, að nóg væri af hunangi á eyjunum. Samtök þeirra heita: Tenerife Beekeepers Association (APITEN) auk nokkurra landsvæðafélaga.

echium wildpretii

Nútímavæðing býræktar á eyjunni þýðir m.a. að býræktendur flytja bú sín eftir árstíma og blómgun til mismunandi svæða td fjallahéraða. Upp kom sú staða að ráð El Teide þjóðgarðsins hugðist banna flutning búa í þjóðgarðinn en fjöldi býkúpa talin einn sá mesti í heiminum m.v. ferkílómetra. Um 100 býræktendur flytja um 3000 bú sín í þjóðgarðinn í maí og hafa þau þar fram til október, til að safna nektar úr tegundunum Rauð tajinaste (Echium wildpretii)  og Retama del Teide (spartocytisus supranubius)  sem eru landlægar á Kanaríeyjum og vaxa í yfir 2000 m hæð.

Samkvæmt mjög ítarlegri rannsókn, sem stóð yfir í 15 ár, hefur verið sýnt fram á að samkeppni býflugna við önnur frævandi staðbundin dýr (önnur skordýr, fugla og jafnvel eðlur) geti haft neikvæð áhrif á framleiðslu á ávöxtum og fræjum þessara jurtategunda og minnkað stofna annarra frævandi tegunda vegna mikillar samkeppni um nektar og frjókorn.

spartocytisus supranubius

Lagt var til að banna flutning býflugna á svæðið til að vernda gróður og dýralíf. Þjóðgarðsnefnd ráðagerði þó að leyfa um 1200 bú á svæðinu en nýlega leyfði landbúnaðarráðherra 3000 bú í 18 býgörðum undir eftirlit samkvæmt skipun sem kallast «Beekeeping Achievement Plan», þar sem staðlar eru settir til að fylgjast með býrækt, sem ættu að stuðla að frævun plantna án þess að hafa neikvæð áhrif á aðrar náttúruauðlindir. Þetta var gert til að aftra ekki framþróun býræktar og skerða afkomu býræktenda,  auk langri hefð að flytja bú á þetta svæði.Ráðherranefnd Tenerife hefur veitt býræktendum styrk upp á 92 000 evrur = ríflega 13 millj. til kaupa á frjódegi til að bæta næringarstöðu býflugna  á eyjunni og stuðla þannig að því að varðveita býflugnastofninn á Tenerife (Þetta gera tæplega 1000 kr á bú sem er lítill peningur). Að auki eru lagðar til 8000 evrur = 1 millj. til verndar og eflingar vörumerkisins- Miel de Tenerife – Hunang frá Tenerife, með 14 viðurkenndar tegundir.

gæfar býflugur ?
gæfar býflugur ?

Þessar aðgerðir eru til að koma í veg fyrir áframhaldandi fækkunar býflugnabúa sem voru árin 2015 til 2019, um 9.27 %. En frá því og fram til 2022, hefur þeim fjölgað aftur um 7 %.

Árið 2021 fékk býræktargeirinn 170.000 evrur (=24 millj.) í aðstoð frá stjórnvöldum á Kanarí. Helmingur styrksins kemur frá Evrópska landbúnaðartryggingasjóðnum  (FEAGA). Upphæðin verður notuð til að  örva greinina efla framleiðslu og markaðssetningu afurða allra býræktarsamtaka eyjaklasans; Tenerife Beekeepers Association (APITEN), Gran Canaria Island Beekeepers Association, La Palma Beekeepers Sanitary Defense Group, ABECAN Beekeepers Sanitary Defense Association, La Gomera Beekeepers Association og ABECAN Canary Beekeepers Association. . Auk þessa fengu Canarian Black Bee Breeders (Crianca) um 80 millj. styrk.

Verð á hunangi virðist liggja á um 7000 kr kg og meðaluppskera á bú um 15 kg. Kúputegundin er heill (1/1) Langstroth kassar með 10 römmum. Það er talað um að búin séu frekar lítil þ.e. “fámenn” Ef skoðaðar eru myndir af búum á netinu sést að flestir virðast nota heilan Langstroth undir varp drottningar þar ofan á er drottningagrind og fyrir ofan koma 3/4 Langstrothkassar fyrir hunangssöfnun.

Skaðvaldar

Stærsti óvinurinn er Varroa-mítillinn, sem hefur áhrif á bæði ungviðið og fullorðna býflugur, en skaði hennar stafar ekki aðeins af  sníkjulífi hans, heldur einnig vegna þess að hann virðist veikja ónæmissvör býflugna og ungviðis og búið þannig útsettara fyrir veirusýkingar og bakteríusýkingar.

Býúlfurinn.

Það er þó annað kvikindi sem veldur einnig veldur miklum skaða, er geitungstegund sem herjað hefur á býflugur frá 2009 sem kallast býúlfurinn- The European beewolf (Philanthus triangulum) og er um 17 mm. að lengd. Náttúruleg búsvæði þeirra er í Kína, Indlandi og Indónesíu. Þessir geitungar bárust til  Evrópu í gegnum Frakkland og til Kanaríeyja í gegnum Spán. Frjótt kvendýr veiðir býflugur og lamar þær með eitri sínu og  setur nokkrar þeirra ásamt eggi í lítið neðanjarðar hólf,  sem þær byggja á sandsvæðum, til að þjóna sem fæða fyrir geitungalirfurnar. Allir tegundir Philanthus-ættarinnar veiða ýmsar tegundir býflugna, en P. triangulum er greinilega sú eina sem sérhæfir sig í vestrænum hunangsbýflugum. Ein geitungs “drottning” getur drepið allt að 10 býflugur á dag. Þetta þýðir að 300 geitungadrottningar geta drepið 3.000 býflugur daglega.

Býflugnategundin

Miklar rannsóknir hafa farið fram á uppruna býflugna á eyjunum, kölluð -Canarian Black Bee- og hafa sérfræðingar nú komist að þeirri niðurstöðu, þökk sé einstæðum erfðamerkjum (haplotypes) sem finnast í býflugum frá La Palma, sem og frá Tenerife, La Gomera, El Hierro og Gran Canaria, að hún er vistgerð býflugna sem er einkennandi fyrir Kanaríeyjar og tilheyrir A (afrískum) stofni hunangsbýflugna (a. m. intermissa), frá

apis mellifera canarias ?

nálægum svæðum á    meginlandi Afríku (Morocco and Guinea) og er einnig náskyld núverandi býflugnastofnum á suðurhluta Íberíuskagans (a. m. iberiensis). Eins og hvað varðar flestar lífverur á Kanaríeyjum eru þær afleiðingar af áhrifum einangrunar um aldir í þróunarferli sínu og aðlögun að umhverfinu og eru þannig óaðskiljanlegur hluti af sérstökum líffræðilegum fjölbreytileika Kanaríeyja. Nú er rætt um að býflugur eyjanna séu ný landlæg undirtegund apis mellifera— canarias ? Sem stendur eru  26 viðurkenndar undirtegundir Apis mellifera. Kanaríbýflugan hefur opinberlega verið lýst sem innfæddri tegund, undirtegund afrískra tegunda (a.m.intermissa).

Rannsóknir gerðar af nokkrum spænskum háskólum benda til

afrískrar uppruna þessarar tegundar og náin tengsl við býflugur á suðurhluta Íberíuskagans.

Í öðrum gögnum er talið að um 50% býflugna séu af  þessum svokallaða svarta stofni og er talinn landlægur frá 18 öld ? Líklega er enn nokkur innflutningur á drottningum frá austur Evrópu (a. m. carnica) og Ítalíu (a.m.ligustica).  La Palma var lýst árið 2001 sem friðuðu svæði og þannig bannað er að flytja inn drottningar af öðrum tegundum þangað. Þetta  var síðar einnig innleitt á Fuerteventura, Lanzarote, og nýlega á Gran Canaria. Í þessum eyjum er einungis heimilt að stunda býflugnarækt þessari tegund.

Samkvæmt Juan Morales, formanni Canarian Black Bee Breeders (Crianca), er talið að einungis rúmlega 500 bú á eyjaklasanum sé af þessari tegund.

SPÆNSKAR LANDSREGLUR SAMKVÆMT KONUNGSÚRSKURÐI FRÁ 2002  UM HVAR HALDA MÁ BÝFLUGUR.

  1. Við val á staðsetning býgarða skal virða eftirfarandi lágmarksfjarlægðir frá:
  1. Opinberum stofnunum og þéttbýli, bæjarkjörnum : 400 metrar.
  1. Byggð í dreifbýli og aðstaða búfénaðs: 100 metrar.
  1. Þjóðvegir: 200 metrar.
  1. Sveitafélagsvegir: 50 metrar.
  1. Einkavegir og aðrir vegir: 25 metrar.
  1. Stígar: býflugnabúin verð sett upp í útjaðar án þess að hindra leiðina.
  1. Til að ákvarða lágmarksfjarlægð milli býgarða skal ganga út frá færri en 26 býkúpum á                       hverjum stað til viðmiðunar fjarlægðar.
  1. Fjarlægð sem sett er fyrir þjóðvegi og aðra vegi, í kafla 2 má stytta um 50% ef býkúpa stendur í brekku og í hæð sem er meiri en tveir metrar yfir þessum vegum og stígum.
  1. Heimilt er að stytta þær vegalengdir sem settar eru í 2. lið, að hámarki 75 prósent, að því tilskildu að búin séu með a.m.k. tveggja metra háa girðingu fyrir framan búin og staðsett í átt að vegum, stígnum eða viðmiðunarstöðum til að ákvarða fjarlægðina.            Þessi girðing getur verið úr hvaða efni sem er sem neyðir býflugurnar til að hefja flug yfir tveggja metra hæð.

Þessi undantekning gildir ekki um ákvæði um fjarlægðir milli býgarða.

HUNANGSHÚSIÐ: CASA DEL MIEL;

Er miðlæg þjónustumiðstöð fyrir býflugnarækt. Meginmarkmið miðstöðvarinnar er að efla og þróa býflugnaræktargeirann með því að veita býflugnaræktendum eyjarinnar stuðning og tryggja gæði og uppruna framleidds hunangs, auk þess að miðla upplýsingum um og kynna hunang. Það ber ábyrgð á því að vörur sem bera merki -Honey of Tenerife – uppfylli gæðastaðla.

Með því er leitast við að tryggja samfellu þessarar aldargömlu dreifbýlis hefðar sem hluta af menningarsögulegri arfleifð eyjarinnar en á sama tíma gegnir mikilvægu félagslegu hlutverki við að varðveita gríðarlega fjölbreyttar plöntutegundir eyjarinnar og landbúnað.

Casa de la Miel var stofnað árið 1966 af ráðherraráðinu á Tenerife.

Þjónusta í boði; Hunangs verksmiðja, slenging hunangs, átöppun, merking, meðferð kristallaðs hunangs, sannprófun á uppruna og gæðum, gæðaeftirlit, eðlis- og efnagreiningar, frjókornagreiningar, meðferð og vinnsla a bývaxi. Hvað mér skilst geta býræktendur slengt og meðhöndlað afurðir sínar á staðnum.

Starfsemi að auki er rannsóknir, heilbrigðiseftirlit býflugna, þjálfun fyrir býflugnaræktendur og býflugna sérfræðinga. Kynning og stuðningur við markaðssetningu Tenerife hunangs

GESTAMIÐSTÖÐ CASA DEL MIEL:

Hunangsstandur í Mirador De Garachico

Var opnuð til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir upplýsingum um Tenerife hunang. Miðstöðin býður upp á upplýsingar um uppruna staðbundins hunangs og þau tæki sem notuð eru til að tryggja gæði. Miðstöðin gegnir mikilvægu hlutverki við að halda áfram viðleitni ráðsins á Tenerife til að kynna staðbundið hunang og tryggja að það fái þá viðurkenningu sem það á skilið.

Allur salurinn leitast við að þjóna ekki aðeins einstöku hunangi eyjarinnar, afurð sem á sér ríka fortíð og framtíð, heldur einnig til býflugnaræktenda eyjarinnar, en þekking þeirra og alúð hafa gert hunangsframleiðslu mögulega.

Hér koma hunangs tegundirnar, ekki ætla ég að reyna að þýða það.

  • High Mountain Honeys
    The High Mountain Honeys are produced at an altitude of over 1200 metres, basically in Las Cañadas del Teide from flowers like broom and bugloss. These honeys include the outstanding Teide White Broom Honey (Miel de Retama del Teide), produced at an altitude of over 1500 metres.
  • Foothills Honey
    This is produced in hives situated between 450 and 1200 metres. These include the multi-flower foothills honeys and the single flower honeys made from chestnut, tree heath or bugloss. These honeys have a stronger flavour when there is a dominance of heathers, fennels and chestnuts, and milder and more aromatic when the predominant plant species are oregano, eucalyptus or tagasaste.
  • Coastal Honey
    These are honeys produced below 450 metres, which combine orange blossom, balo, avocado, banana plants and other species. One of the best of these is the avocado – banana honey.

Single flower honeys

  • Teide White Broom Honey(Retama del Teide).
    This is produced in the spring and summer, at an altitude of over 1500 metres, in the Mt. Teide National Park. This is the oldest honey of Tenerife and the most traditional honey. It is a light amber colour and its delicate flavour makes it ideal for putting in tea and as a breakfast honey.
  • Bugloss Honey (Miel de Tajinaste)
    This is made from the different bugloss species to be found on the island, found mainly in the Arafo and Arico highlands. This is a very light coloured honey with a mild flavour and floral aroma, making it ideal to serve with delicate food, as it does not mask the flavour of the ingredients.
  • Avocado – Banana Honey (Miel de Aguacate – Platanera)
    A spring honey, produced in the lowland areas of the island. It has a dark, almost black colour, and a characteristically intense aroma that is reminiscent of caramel and ripe fruit. Because of its intense colour and aroma, it has been used traditionally to kneed with “gofio” corn flour and dried fruits into delicious “pellas”.
  • Chestnut Honey (Miel de Castaño)
    This is a summer – autumn Honey, when the chestnut trees of the north-facing highland slopes and the Arafo and Candelaria highlands blossom. It is a dark amber colour and has a highly intense and persistent aroma. Ideal to serve with desserts, kneed with “gofio” or with meat and poultry.
  • Heather Honey (Miel de Brezal)
    This is produced in areas with a mixture of heather, thyme, oregano and holly, in the Corona Forestal Nature Park. Not much of this amber coloured honey is produced. It has an aroma of medium intensity and it is intensely astringent.
  • Avocado honey:Harvested in spring and comes from the coastal areas of the island.
  • Barilla honey:This is a wild plant with white and pink flowers. It also produces a honey in spring and summer with a creamy texture and a mild and very pleasant aroma, from which caustic soda is extracted.
  • Heather honey: A spring honey that we also have in Tenerife.
  • Chestnut honey from Tenerife: A summer honey.
  • Fennel honey:A summer honey with a dark amber colour and hints of liquorice.
  • Malpica honey:Malpica is a plant that grows at an altitude of 1200 metres and above. It is one of the most popular honeys in Tenerife.
  • Multifloral honey:Teide’s multifloral honey is different every year, depending on the flowers that the bees have pollinated. For this reason, this honey will vary each year in its colour, aroma and sensations in the mouth.
  • Miel de pitera:A summer honey with an amber, dark amber colour. Its aroma has a toasted touch.
  • Pennyroyal honey: A summer honey from Bystropogon Origanifolius.
  • Relinchón de Tenerife honey: A summer honey that crystallises very quickly with sulphur notes.
  • Tenerife broom honey: The broom grows at an altitude of 1500 metres and the honey that comes from this plant has nothing to do with the broom of the peninsula.
  • Tajinaste honey: Tajinaste honey has a very light amber colour and is usually crystallised. Moreover, its aroma is not very intense floral with aromatic-balsamic nuances of medium persistence, with a creamy consistency.
  • Thedera honey, Aspalthum Bituminosum: Thedera is a kind of clover. This honey is also obtained in spring.

Fjöldi búa á Tenerife                        Heildarfjöldi búa á öllum eyjaklasanum     Fjöldi býgarða samanlagt

Year Tenerife TOTAL Canary Islands TOTAL FARMS Canary Islands
1997 11,241 20,293 1147
1998 8,890 16,768 823
1999 8,301 15,746 841
2000 10,138 18,841 834
2001 8,138 17,224 707
2002 8,044 17,676 809
2003 9,825 17,372 789
2004 10,206 19,239 877
2005 11,399 23,708 959
2006 11,894 25,638 976
2007 12,355 25,367 1,012
2008 11,856 23,719 976
2009 12,534 24,667 1,025
2010 14,260 28,181 1,071
2011 15812 29947 1144
2012 15,266 33141 1165
2013 14365 31390
2014 16760 32999
2015 18453 36860
2016 17791 36681
2017 18409 37555
2018 15383 32407
2019 15705 34290
2020 15612 32407
2021 15825 33492
2022 16283

Hafa samband