Samantekt: Egill Rafn Sigurgeirsson
Hér verður getið þeirra blómategunda sem skipta máli (fyrir afkomu búanna) hvað varðar gæði frjókorna og magn nektars. Ekki má gleyma þeim geysilega fjölda blóma sem þarf til að eitthvað að ráði fáist til búsins. Einnig er fjöldi annarra blómategunda sem flugurnar leita í en það er þetta með fjölda blóma sem skipta máli . Á öðrum undirhlekk má sjá hvaða önnur blóm eru þekkt fyrir að laða að sér skordýr til frjóvgunar. Þau blóm sem getið er í smáa letrinu finnast á Íslandi en ég þarf að kanna nánar hvað þau gefa af sér. Hunang frá grenitrjám, býflugur sækja það í blaðlýs, oft kallað hunangsdögg eða skógarhunang og er dökkbrúnt til svart á litinn.
Blómplöntur: Magnoliophytina (Angiospermae):
Á Íslandi eru nú skráðar um 452 tegundir villtra blómplantna, þá eru ekki ræktaðar plöntur taldar með. Slæðingar sem berast hingað öðru hvoru en hafa ekki náð að nema land varanlega, eru heldur ekki taldir með. Einhver fjöldi þessara blómplantna gefur eflaust af sér bæði nektar og eða frjókorn. Það má meðal annars sjá í rannsókn Margrétar Hallsdóttur um frjókornagreiningu í íslensku hunangi. (heimild floraislands.is)
Myndirnar hér eru fengnar að "láni" af netinu nema annars sé getið.
Apríl
Hóffífill ( Tussilago farfara) blómstrar í byrjun/miðjan apríl. Ef veður er gott og flugurnar fljúga á
blómin er þetta venjulega fyrsti frjókornagjafinn og gefur ríkulega. Frjókornaklumparnir eru brúngulir. Blómstrar fram í byrjun júní
Krókusar blómgast einnig snemma en eru þó í svo litlum fjölda að frjókorn þeirra skipta líklega litlu máli
Víðir
Hinar ýmsu víðitegundir (salix ssp ) blómgast venjulega í apríl og eru allra mikilvægustu frjókorna gjafar búsins, vegna mikils fjölda trjáa og magns af frjókorni, þá fyrst fer drottningin að verpa að einhverju ráði svo fremi sem veðurfar leyfir útflug. Frjókornaklumparnir eru líklega ljós appelsínugulir. Blómstra fram í júní
Loðvíðir
Krækilyng blómgast einnig snemma og til er upptaka af býflugu sækja í það. IMG_1897
Túnfífillinn (Taraxacum officinialis) byrjar að blómstra í maí á heitari stöðum og í góðu skjóli. Er mjög mikilvægur vegna frjókorna og einnig blómasafa því hann er mjög víða í görðum og túnum. Frjókornaklumparnir bera sterkan appelsínugulan lit. Blómstra langt fram í júlí og stundum blómstrar hann aftur síðsumars. Hunang frá túnfífli er dökkgult.
MAÍ
Rifsber, sólber og stikilsber blómgast í byrjun maí og gefa vel af sér en blómstra styttri tíma en ofannefndar tegundir. Hunangið sítrónugult á litinn.
Lúpína virðist einnig gefa vel af sér
Júní
Bláberjalyng (vaccilium unginosum) blómstra fyrri hluta mánaðarins sem og aðalbláberjalyng. Hunangið er rauðleitt.
Skarifífill (Leontodon autumnalis L) blómstrar seinni hluta júní og langt fram á haust. Gefur appelsínugult frjó.
Hér falla einnig undir, unda-,fella-,íslands- og krossfífill.
Roðafífill (Hieracium aurantiacum)
Hvítsmári (Trifolium repens), þessi blóm eru mjög mikilvæg vegna fjölda þeirra og hversu lengi þau blómstra á myndum má sjá að frjókornin eru brúnleit og gefa blómin ríkulega af sér bæði frjókorn og nektar. Hunangið ber hvítan til ljósgulan lit.
Rauðsmári ( Trifolium pratense) finnst víða og gefur einnig vel af sér.
Blágresi (Gerianium sylvatium) er mjög mikilvægt fyrir norska býbændur norðan “heiða”og ætti því einnig að skipta máli hér á landi.
Blóðberg (Thymus praecox ssp. articus) blómstrar seinni hluta júní og getur blómstrað fram í ágúst og er víða að finna hér á landi. Hunangsbragð og keimur er mjög einkennandi og þykir mikið lostæti.
Fellafífill
Fjalldalafífill (Geum rivale) virðist einnig gefa af sér.
Brennisóley (Ranunculus acris) gefur af sér nektar og frjókorn.
Gulmaðra (Galium verum) sem og hvítmaðra virðast gefa vel af sér á Íslandi- í öllu falli er mikið af frjókorni frá henni í okkar hunangi.
sem og hvítmaðra (gallium pumilum)
Júlí
Ætihvönn (Angelica archangelia)
Sigurskúfur (Chamerion angustifolium) er geysilega mikilvæg að hausti og vex oft í miklum breiðum. Hann er fjölær og hver planta getur gefið af sér 80.000 fræ. Þetta er þjóðar planta Grænlendinga. Hunangið ljóst með einkennandi lykt. Frjókornið er dökkblátt.
Garðasól (Papaver croceum)
Beitilyng (Calluna vulgaris) getur gefið vel af sér ef vel viðrar. Hunangið er rauðbrúnt á litinn.
Ágúst
Mörg blóm blómstra langt fram í september og j.v. fram í október ef veðurskilyrði eru heppileg. Þar ber fyrst að nefna skarifífill sem blómstrar lengst auk hvítsmára og beitilyngs.
Hárþystlar (carduus ssp) gefa einnig vel af sér
sem og Fjaðurþistlar (Cirsium ssp))
Hunangsurt(Phacelia tanacetifolia) er einært blóm sem blómstrar u.þ.b. 8 vikum eftir sáningu (hér á landi) og hef ég sáð á hverju ári á um 200-300 fermetra, gefur geysilega vel af sér bæði nektar og frjókorn og blómstrar fram í fyrstu hörðu frost á haustin.