Aðrar Afurðir Býræktar

Samantekt: Egill R. Sigurgeirsson Lagfært Úlfur Óskarsson

FRJÓKORN

Frjókorn eru karlkyns kynfrumur planta og flutningur þeirra frá einu blómi til annars sömu tegundar nefnist frævun eða víxlfrævun.  Einnig geta frjókorn flust innan sama blóms og nefnist það sjálffrævun. Víxlfrævun getur ýmist gerst með tilstuðlan skordýra, vinds sem blæs frjókornum milli planta eða við titring. Fræðigreinin um frjókorn heitir palynology.

Samsetning frjókorna

Frjókorn sem býflugur safna eru ekki einsleit, né auðveldlega skilgreind afurð enda kominn frá fjölda mismunandi planta. Þau eru breytileg eftir stöðum og tíma sumarsins en eru talin innhalda eftirfarandi næringarefni:

  • Eggjahvíta (prótín). Prótíninnihaldið að jafnaði um 20% (5-35%), sem um helmingi meira prótíninnihald en í nautakjöti. Um helmingur þess geta verið lausar aminósýrur.
  • Aminósýrur: Frjókorn sem býflugur safna innihalda að minnsta kosti 22 amínósýrur.
  • Efnahvatar: Um 11 tegundir efnahvata eða co-ensíma.
  • Kolvetni: Um 11 tegundir kolvetna eða um 29% (7-57%) af þyngd frjókorna. Aðallega súkrósi, glúkósi og frúktósi.
  • Fita og olía: Innihaldið er lágt (ca 5%). Um 14 tegundir af fitusýrum.
  • Vítamín. Frjókorn innihalda 18 gerðir vítamína (stærsti hlutinn eru B vítamín).
  • Steinefni: Frjókorn innihalda fjölmörg steinefni, aðallega kalíum, kalk, fosfór, járn, magnesíum, mangan, kopar, klór, kísil og brennistein.
  • Litarefni: Nokkur litarefni finnast í frjókornum svo sem karótín.
  •  

 

Nánari upplýsingar á: http://www.envirobee.com/beepollen3.htm

 

 

Frjókorn: Sem býflugur safn innihalda einnig um 25 mismunandi steinefni, 59 mism. snefilefni, eru mjög rík af karótín, sem eru forstig A- vítamíns. Það er einnig mikið af B-vítam. og vítamín  C, D, E og Lesitín. Frjókorn sem býflugur safna innihalda um 50% meira prótein en nautakjöt. Frjókorn eru  sem sagt framúrskarandi uppspretta próteina og fremri dýraafurðum hvað varðar fjölbreytileika. Auk innihalds þess af vítamínum, steinefnum og snefilefnum.

 

 

Notkun sem fæðubótarefni

Frjókorn innihalda hlutfallslega mikið magn af forstigum A-vitamíns, járni, B1-, B2-, B3-og B6-vítamínum, zinki, kopar, mangani, fólinsýru og biotini. Þó nokkur hluti frjókorna er okkur mönnum ómeltanlegur.

 

Aukaverkanir

Þekktar eru helst óþægindi frá meltingarfærum s.s. magaverkir niðurgangur en einnig kláði í munni og koki. Óalgengt er en kemur fyrir hjá einstaka: Höfuðverkur, slappleiki, almennur kláði, þreyta og astmaeinkenni. Notkun innan óhefðbundinna lækninga er td við langvarandi bólgu í blöðruhálskirtli (fyrst og fremst talið vera hið mikla magn zinks )

Söfnun frjókorna frá býflugum

Er framkvæmd með svokölluðum frjókornagildrum þar sem býflugan skríður í gegnum stjörnulaga göt við flugopið og frjókornakögglarnir skrapast af við þetta og detta niður í hólf sem síðan er fjarlægt.

Í Kína er safnað u.þ.b. 500 tonn af frjókorni frá búum árlega

 

 

 

 

Hér kemur listi sem ég fann á vefnum um innihald frjókorna

Vitamins:
Provitamin A (carotenoids) 5-9 mg %
Vitamin B1 (thiamine) 9.2 micrograms %
Vitamin B2 (riboflavin)
Vitamin B3 (Niacin)
Vitamin B5 (panothenic acid)
Vitamin B6 (pyridoxine) 5 micrograms %
Vitamin B12 (cyamoco balamin)
Vitamin C (ascorbic acid)
Vitamin D – Vitamin E
Vitamin H (biotin)
Vitamin K. Choline. Inositol
Folic Acid, 5 micrograms %
Pantothenic acid 20-50 micrograms/gram
Rutin. 16 milligrams %
Rutin in beehive pollen 13%
Vitamin PP (nicotinicamide)
Minerals:
Calcium. 1 – 15% of ash
Phosphorus 1-20% of ash
Iron, 1-12% of ash
0.01-1.3% of fresh pollen
0.6-7.1 mg % of air dried
Copper 05-08% of ash
1.1-2.1 mg % of fresh
Potassium, 20-45% of ash
Magnesium, 1-12% of ash
Manganese, 1.4% of ash, 0.75 mg %
Silica, 2-10% of ash
Sulphur, 1% of ash
Sodium-Titanium-Zink
Iodine – Chlorine
Boron-Molydbenum
Fatty Acids (Conifer Pollen)
Total list identified are:

Caproic (C-6) – Caprylic (C-8)
Capric (C-10) – Lauric (C-12)
Myristic (C-14) – Palmitic (C-16)
Palmitoleic (C-15) one double bond
Uncowa – Stearic (C-18)
Oleic (C-18) one double bond
Linoleic (C-18) two double bonds
Arachidic (C-20) – Stearic (C-22)
Limolenic (C-18 three double bonds)
Eicosanoic (C-20 one double bond)
Brucic (C-22 one double bond)
Pseudotduga dry pollen contains
0.76-0.89 % fatty acid. Major are:
Oleic, Palmitic, Linoleic,
Pinus dry pollen contains:
125-1.33% fatty acid based on
dry weight of pollen, major are:
Linolenic, Oleic – Stearic.
Enzymes & Co-enzymes:
Disstase
Phosphatase
Amylase
Cataiase
Saccharase
Diaphorase
Pectase
Cozymase
Cytochrome systems
Lactic dehydrogenase
Succinic dehydrogenase

Note: The cozymase in mixed fresh pollen runs about 0.5-1 .0 milligram per gram. comparable to the amounts in yeast. (Bee pollen contains all known enzymes & co-enzymes and probably all that will be known in the future.)

Pigments:
Xarmmepayll, (20-150 micrograms per gram.)
Carotates (50-150% micrograms per gram.) Alpha & Beta Carotene

Fats & Oils: – 5%
Fatty acid (may be 5.8%)
Hexadecanol may be 0. 14% of pollen by weight.
Alpha-amino butyric acid is present in pollen fat.
Unsaponifiable fraction of pollen may be
2.6% by weight.

Water: 3-20% of fresh pollen

Miscellaneous:
Waxes, Resins, Steroids, Growth Factors, Growth Isorhanetin, Vernine, Guanine, Xanthine, Hypoxanthine, Nuclein, Amines, Lecithin, Glucoside of Isorhanstin, Glycosides of Quercetir, Selenium, Nucleic acids flavonoids, phenolic acids, tarpenes & many other yet undefined nutrients.
Proteins, Globulins, Peptones, and Amino Acids:
7-35%. average 20%: 40-50%
may be free amino acids: 10-13% consists
of amino acids in dry pollen.
35 grams of pollen per day can satisfy the
protein requirements of man. 25 grams of
pollen per day can sustain man because it
contains 6.35 grams as indicated by Rose.
Plus other amino acids.
Pollen contains the same number of amino acids, but vary greatly in quantity of each:
Tryptophan 1.6% – Leucine 5.6% Lysine 5.7% – Isoleucine 4.7% Methionine 1.7% – Cystine 0.6% Thresonine 4.6% – Arginine 4.7% Phenylalanine 3.5% – Histidine 1.5% Valine 6.0% – Glutamic acid 2.1% Tyrosine – Glycine – Serine – Proline – Alanine – Aspartic acid Hydroxyproline – Butyric Acid.
Carbohydrates:
Gums – Pentosans – Cellulose Sporonine
(7-57% of pollen of various species:
29% in bee collected.)
Starch (0-22% of pollen)
Total sugars (30-40%)
Sucrose or cane sugar
Levulose or fruit sugar / fructose
Glucose or grape sugar
Reducing sugars (0.1-19%)
Bee-collected: Non-reducing sugar 2.71%.
Reducing: 18.82-41.21% Mean. 25.71%

A nutrient is a molecule you must have, but the body cannot manufacture. You have to ingest (eat) it. If you don’t have it, at first you will not feel well. It you don’t get it for a longer time, you will begin to feel sick. If you don’t get it for too long a time you are probably going to die.

Each ounce of honeybee pollen contains just 28 calories. Only 7 grams are carbohydrate, plus 15% Lecithin, the substance that burns away fat and 25% is pure protein.

Twenty-eight minerals are found in the human body. Fourteen are vital, essential elements present in such small amounts that they are called – “micro- nutrients.” Honeybee pollen contains all 28 minerals:
Nucleosides
Guanine
Hexodecanol
Auxins
Xanthine
Alpha-Amino-Butyric Acid
Brassins
Hypoxalthine
Monoglycerides
Gibberellins
Crocetin
Diglycerides
Kinins
Zeaxanthin
Triglycerides
Vernine
Lycopene
Peutosaus

Troðkítti (propolis) 

Troðkítti er blanda trjákvoðu sem býflugur safna frá brumum plantna, „sárum“ trjáa eða öðrum hlutum jurta. Það er notað sem lokun fyrir óæskileg opin rými í búinu. Troðkítti er troðið í rifur sem eru u.þ.b. 6,35 mm eða minni, en stærri rými eru yfirleitt fyllt með vaxi. Einnig eru allir innviðir búsins þar með taldar vaxkökurnar, smurðir með því. Litur troðkíttis er mismunandi eftir uppsprettu kvoðunnar, algengast er dökk brúnt, það er klístrað viðkomu í og yfir stofuhita. Við lægri hitastig verður það hart og mjög stökkt.

Orðið er dregið af orðunum pro- fyrir framan og polis –borg sem bendir eiginlega til þeirrar notkunar sem upprunalega var greind sem notkun þess, sem sagt að minnka flugopið.

Gagnsemi

Í margar aldir töldu býræktendur að býflugur lokuðu búunum sínum með troðkítti til að vernda búin fyrir veðri og vatni. En 20. aldar rannsóknir hafa leitt í ljós að býflugur þrífast og dafna betur með aukinni loftræstingu yfir vetrarmánuðina á flestum tempruðu svæðum í heiminum.

Það er nú talið að troðkítti:

  1. auki stöðugleika í kúpunni.
  2. dragi úr titringi.
  3. geri búið auðverjanlegra með lokun auka inngönguleiða.
  4. komi í veg fyrir sjúkdóma og aðgengi afræningja (t.d. maura) að búinu, og til að hamla gerlavexti.
  5. komi í veg fyrir rotnun inni í búinu. Býflugur bera yfirleitt úrgang út úr og frá búinu. En ef lítil mús til dæmis kemst inn í búið og deyr þar, ná býflugurnar ekki bera hræið út í gegnum flugopið þá reyna þær í stað þess að innsigla hræið í troðkítti og þannig smyrja það og gera það lyktarlaust og skaðlaust.

Samsetning

Troðkítti fyrst og fremst samsett úr polymerum (löngum kolefna sameindum). Samsetning er breytileg frá búi til bús, milli svæða, og frá einu tímabili til annars. Venjulega er það dökk brúnt á litinn, en það má finna í grænu, rauðu, svörtu og hvítu litbrigði, allt eftir uppruna kvoðunnar í tilteknu búi og svæði. Býflugur eru tækifærissinnaðar, safna saman því sem þær þurfa frá fyrirliggjandi uppsprettum. Á svæðum þar sem býflugur safna kvoðu úr trjám eins og ösp og barrtrjám er mikið af flavonidum í því. Þar inniheldur troðkítti einkum trjákvoðu og ilmkvoðu (50%), jurtavax (30%), ilmkjarnaolíur (10%), og frjókorn (5%).

Stundum safna býflugur þéttiefni framleitt af manninum, þegar aðrar uppsprettur eru ekki fyrir hendi. Eiginleikar troðkíttis ráðast aðallega af uppruna þess og til hvers það er notað í búinu. Þess vegna er troðkítti oft selt sem „lyf“ með mismunandi virkni. En áreiðanleiki slíkra fullyrðinga er mjög hæpinn.

Notkun innan óhefðbundinna lækninga

Troðkítti er markaðssett í heilsubúðum sem óhefðbundin lækning með vísan til jákvæðra áhrifa á heilsu manna. Því er ætlað að draga úr ýmsum kvillum , þar á meðal bólgusjúkdómum, veirusjúkdómum, sárum og brunasárum. Troðkítti er einnig sagt talið styrkja hjartað, styrkja ónæmiskerfið og minnka líkurnar á augnvagli og sem meðhöndlun við hálssærindum.

Troðkíttis-sogtöflur og drykkir (tinktúrur) má kaupa í mörgum löndum. Það hefur verið notað sem meðhöndlun við ofnæmi en getur valdið alvarlegu ofnæmi ef notandinn er viðkvæmur fyrir býflugnastungu eða öðrum afurðum býflugna.

Í læknisfræðilegum rannsóknum hefur propolis sýnt eftirfarandi :

  • Sýkladrepandi. Það fer eftir samsetningu þess, en propolis getur sýnt kröftug bakteríu- og sveppadrepandi áhrif, ef það er borið á t.d. sýkt sár.
  • Mýkjandi smyrsli. Rannsóknir sýna einnig að það getur verið árangursríkt í meðferð húðbruna.
  • Hvetjandi fyrir ónæmiskerfið. Troðkítti sýnir einnig ónæmisörvandi (immunomodulatory) áhrif.
  • Tannvernd. Troðkítti er viðfangsefni rannsókna innan tannlækninga, þar eru nokkrar vísbendingar um að propolis geti virkað verndandi gegn tannskemmdum og annars konar sjúkdómum í munni, vegna sýkladrepandi eiginleika þess.
  • Æxlis-hemjandi efni. Í rannsóknum á músum.
  • Staðdeyfandi.  Á húð eða slímhúð ( 50 sinnum virkara en venjulegt staðdeyfilyf).
  • Slakandi á slétta vöðva í meltingarfærum. Við ristilkrömpum.
  • Bólgueyðandi. Við gyllinæð.

Önnur notkun

  • Á hljóðfæri. Troðkítti er notað á viss hljóðfæri sem lakk eða gljákvoða til að draga fram æðar í viðnum og var að sögn nota af Antonio Stradivari (fiðlusmiði).
  • Í mat. Troðkítti er notað af sumum tyggigúmmí framleiðendum til að gera Propolis Gum.

Troðkítti er venjulega safnað með sérstöku rifuðu spjaldi sem sett eru ofan á búið og þernurnar fylla rifurnar með kíttinu. Spjaldið er síðan sett í frysti og troðkíttið  síðan brotið úr.

 

Þau efni sem býflugan framleiðir sjálf eru royal jelly og býflugnaeitur auk vax .

 

BÝFLUGNAEITUR

Apitoxin eða býflugnaeitur er bitur litlaus vökvi (vatnsinnihald er um 80%). Virki hluti eitursins er flókin blanda af prótínum sem veldur staðbundinni bólgu og virkar sem blóðþynnandi efni. Eitrið er framleitt í eiturblöðru í kviði þernunnar úr blöndu af sýru- og lútkenndum kirtilsafa. Eitrið er súrt (pH 4,5-5,5) og nokkuð sterklyktandi (minnir á ediksýru). Býfluga getur sprautað 0,1 mg af eitri úr broddi sínum. Eitrið er svipað eitri eiturslöngu og eitri brenninetlu. Talið er að 1% fólks sé með ofnæmi fyrir býflugnastungum. Etanól gerir eitrið óvirkt.

Fullorðin þerna geymir u.þ.b. 100-150 µg af eitri í eiturblöðrunni og framleiðir ekki meira á sínu stutta lífi, og ung drottning u.þ.b. 700 µg.

Samsetning býflugnaeiturs:

 

  • Stærstur hluti er Melitten 52% sem er peptíð (samanstendur af 26 amínósýrum). Melitten er sterkt bólgueyðandi efni og hvetur framleiðslu á kortisóli í líkamanum. Það er einnig frumueyðandi.

  • Apamin eykur kortisól framleiðslu í nýrnahettum og er vægt taugaeitur.

  • Adolapin er 2-5% af peptíðunum, virkar sem bólgueyðandi og verkjastillandi því það hemur  cyclooxigenasa.
  • Phospholipasi A2 er 10-12% af peptíðum og er það mest skaðlegi hlutinn af eitrinu. Þetta er efnahvati sem brýtur niður phospholipid sem frumuhimnur eru gerðar úr. Það lækkar blóðþrýsting og hindrar blóð storku. Phospholipase A2 virkjar arachinodic sýru sem umbrotnar í cyclogenasa efnaskiptaferli og myndar prostaglandin. Prostaglandin stjórna bólgu-svari líkamans.
  • Hyaluronidasi err 1-3% af peptíðunum, veldur útvíkkun á háræðum og þannig aukinni útbreiðslu bólgu.
  • Histamin er 0,5-2% peptíða og tekur þátt í ofnæmissvari.
  • Dópamin og noradrenalin (sem eru taugaboðefni) eru 1-2% af peptíðunum og valda aukningu á hjartsláttartíðni.
  • Proteasa-hemlarar eru 2% og virka sem bólgueyðandi efni og stöðva blæðingu.                                                                                                                                                                                                         

 

Framleiðsla eiturs til sölu.

Söfnun býflugnaeiturs fer fram á þann hátt að rafmagns „ramma“ (ramminn er klæddur glerplötum og yfir þær lagt málmnet sem straumi er hleypt á ) er komið fyrir í búinu og sendir hann frá sér rafmagnsstuð með vissu millibili, sem veldur því að býflugur sem fá stuðið stinga á glerplötu og losa þannig eitur sem þornar og er það svo skafið af með rakvélablaði.

Þau bú sem notuð eru í þessa framleiðslu verða verulega pirruð og árásargjörn enda ekki furða. Í USA hefur einn býræktandi framleitt um 3 kg af eitri síðustu 30 árin sem nægt hefur markaði þar.

Einn gramm af eitri selt á ca 50€. Það þarf um 25.000 býflugur til að framleiða eitt milligramm af hreinu eitri.

Notkun

Býflugnastungur hafa lengi verið notaðar af manninum sem meðferð við liðverkjum. Þetta er vel þekkt í Svíþjóð meðal býræktenda enda margir eldri menn sem byrjuðu býrækt af þessum orsökum þ.e. vegna liðverkja.  Einnig er þetta þekkt meðferð  vegna Lyme-sjúkdóms (sem stafar af sýkingu með Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.)) og smitast með biti skógar mítla ( Ixodes mítla).

Merkilegt að konur hafi ekki nýtt þetta meir, ekki eru þær betri af liðverkjum.

Eitrið er einnig notað til að afnæma fólk með ofnæmi fyrir skordýra stungum. Meðferð með býflugnaeitri getur einnig verið í formi smyrsla með býflugnaeitri þó það kunni að vera minni öflug meðferð en með stungu af lifandi býflugu.

Á seinni árum hafa læknar og kuklarar notað býflugnastungur við sjálfsofnæmissjúkdómum ss MS og MND sem eru báðir taugahrörnunarsjúkdómar þar sem ofnæmiskerfi líkamans ræðst á sjálfan sig, mér vitanlega eru ekki til neinar vísindalegar rannsóknir sem styðja þetta þó vinsældir meðferðarinnar hafi stóraukist enda engin lækning til við þessum sjúkdómum.

 

 

BÝFLUGNAVAX

 

Upprunalega var vax talið myndað í blómum eða framleitt úr frjókorni, en 1744 uppgötvaði H. C. Hornbostel að býflugur framleiddu það sjálfar í vaxkirtlum sínum á búk. Hunangi er breytt á  mjög orku-kræfan hátt í vax. Við 14 daga aldur eru býflugur komnar með þroskaða vaxkirtla og geta byrjað vax myndun. Vax er mjög dýrmætt býflugum því mikið hunang sem annars myndi nýtast sem fæða er „eytt“ í framleiðslu vax. Þess vegna er vaxið nýtt og endurnýtt í ríkum mæli í búinu.

Vistfræði vax

Nýtni hlutfallið er um 0,05 þ.e. úr 1 g af hunangi geta býflugur framleitt um 0,05 g af vaxi. Þetta u.þ.b. 18:1 ummyndunar hlutfall er vegna flókins orkukræfs efnaferils. Úr 1 g af vaxi er hægt mynda 20 cm2 tveggja hliða vaxköku og það þarf um 55 g af vaxi til að rýma 1 kg af þroskuðu, lokuðu hunangi.

30000 flugna bú vegur u.þ.b. 2,4-3,6 kg. Kökurnar sem þær sitja á þekja u.þ.b. 2,5 m2 (á báðum hliðum) og vega tómar um 1,4 kg og innihalda um 100,000 hólf sem þurfa 25 kg af hunangi til myndunar þessa vax. Vax sem þarf til að mynda 7100 hólf vegur um 100 g. Vaxflagan sem býflugur seita frá hverjum kirtli í senn vegur aðeins 1,1 mg þannig að 910,000  vaxflögur þarf í 1 kg af vaxi.

Eðlis- og efnafræðilegir þættir.

Efnaformúlan bývax er C 15 H 31 COOC 30 H 61

Eðlismassi vax er 0,95 og bræðslumark 62-65°C, litur vaxflögunnar er skærhvítur en við vinnslu þernunnar á vaxinu og þegar það er komið í notkun (sem klakhólf eða fóðurgeymsla) verður það gult eða gulbrúnt og nokkurra ára gamalt vax getur verið brúnt-svart.

Það er óuppleysanlegt í vatni en leysist auðveldlega upp í lífrænum leysiefnum.

Býflugnavax er flókin blanda fituefna (lipida) og kolvetna og inniheldur monoestera (35%), kolvetni (14%), diestera (14%), triestera (3%), hydroxymonoestera (4%), hydroxypolyestera (8%), fríar fitusýrur (12%), estersýru (1%), polyestersýrur (2%), frítt alkohol (1%) og 6 % eru óþekkt efni en talin vera propolis, frjókorn og litarefni.

 

 

Notkun

Framboð af vaxi/hunangi á heimsvísu er 1/55( kg vax/hunang).

Mest notkun af býflugnavaxi er fyrst og fremst í snyrtiiðnaðinum, s.s.  í andlitskrem, áburði, krem og varasalva . Vax er einnig mikið notað í kertaframleiðslu, í lyfjaiðnaði og sem áburð á allskonar trévörur auk  í sælgætisiðnaði. Bývax er ætt, hefur svipað og plöntuvax hverfandi eituráhrif, er samþykkt til notkunar í matvælum í flestum löndum og í Evrópusambandinu undir E-númerinu E901. Hins vegar, þar sem meltingarfæri mannsins ná ekki að brjóta það niður hefur það óverulegt næringargildi.

 

 

DROTTNINGARHUNANG (ROYAL JELLY)

Er kirtilsafi ( fóðursafi) sem ungar býflugur framleiða og mata drottningalirfur á og allar aðrar lirfur á fyrstu 3 dögunum eftir að eggin klekjast. Þetta er hálffljótandi hvítur vökvi.

Samsetning.

Er með lágt sýrustig ,ph 3-4, 2/3 hlutar vatn, restin að stærstum hluta sykrungar (11%) og eggjahvíta (12,5%). Það athyglisverðasta er innihald þess af fríum fitusýrum(5%) sem eru stuttar kolefniskeðjur (8-10 kolefnisatóm) og er annað hvort hydroxy fitu sýrur eða dicarboxylic sýrur. Þessar fitu sýrur eru lífefnafræðilega virkasti hluti royal jelly ( hafa líklega kynstera áhrif).

1 % eru þurrefni og þá aðallega kalíum og einnig tiltölulega mikið af zinki járni, kopar og magnesíum.

Vítamín eru einnig í royal jelly í mismiklu magni, mest er af B5 (pantothetic sýru,) lítið magn af C, A og E-vítamínum en ekkert af D eða K vítamínum (enda þurfa býflugur ekki fituleysanleg vítamín)

Sykrungar eru í sama magni og í hunangi fructosi (6%), glucosi (4,2%), sucrosi (0,3%) og aðrir sykrungar (0,5%).

Lyfja- og læknisfræðileg virkni

Engar góðar læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt virkni royal jelly. Þetta er líklega vegna þess að ekkert er sérstakt við samsetningu þess annað en hinar fríu fitusýrur. Það hefur ekki sýnt sig hafa áhrif á frjósemi í dýratilraunum þrátt fyrir að innihalda örlítið magn af testosteron (0.012 mycrog /g).

Það veldur ekki eituráhrifum við inndælingu í æð í háum skömmtum en reynist vægt æðaútvíkkandi (líklega vegna acetylcolin innihalds þess).

Það er sterkt bakteríudrepandi , vegna fitusýranna og þá sérstaklega 10-hydroxydecenoic sýrunnar, drepur einnig sveppi af sömu ástæðu.

Þessi virkni hverfur hins vegar ef pH fer yfir 5,6 og hverfur því virknin við töku um munn eða ef gefið í æð. Það heldur þó virkni sinni ef borið á húð, sár eða sem „fegrunarkrem“.

Royal jelly hefur f.o.f. hlutverki að gegna sem næringarefni fyrir lirfur býflugna.

Markaðir

Í hinum vestræna heimi er notkunin mest innan snyrtiiðnaðarins og í heilsuvörubransanum. Markaðurinn  er stærstur í Asíu.

Framleiðsla á royal jelly

Fer fram í drottningalausum búum og eru rammar með fjöldanum öllum (jv 90 stk) af 12-36 klst. gömlum lirfum í tilbúnum drottningahólfum, settar í búið. 3 dögum seinna eru rammarnir teknir, lirfan fjarlægð (oft notuð þurrkuð til átu) og fóðursafinn soginn úr hólfinu. Úr góðu drottningahólfi fást um 2-300 mg sem er annað hvort geymt í þéttum umbúðum í kæli í fleiri mánuði, fryst eða frostþurrkað til sölu. Vel hirt bú getur framleitt á réttum árstíma, á 5-6 mánuðum, um 500 g af Royal Jelly. Stundum er hunangi eða vaxi bætt við Royal Jelly, sem er talið bæta endingu þess .

Sjá hér.

 

Framleiðsla Kínverja fram til 2010

Áætlað heimsmarkaðsvirði fram til 2032

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áætlað er að heimsframleiðslan  velti um 1.880,9 milljónum Bandaríkjadala árið 2032.

2010 var framleiðsla Kína um 3500 tonn, einnig framleiða og nota Japanar mikið.

3. stærstu framleiðendurnir er Kóreubúar. 

Hafa samband