Mynd 1 – Tveggja drottninga bú byggt á hæðina, með einum ungviðakassa neðst, svo hunangskassar, drottningargrind og annar ungviðakassi með frjórri drottningu efst.
Tvær drottningar, eitt bú.
Löngu hefur býræktendum verið ljóst að hægt er að ná sterkara búi og meiri hunangsframleiðslu með tveimur drottningum í einu í einu og sama búi. Ástæðan fyrir að tvær drottningar í einu stærra búi framleiða meira en sams konar drottningar í tveimur aðskildum búum er einfaldlega sú að fleiri þernur fæðast, en þetta aðeins flóknara en svo.
Fyrsta hindrun varðandi tveggja drottninga bú er sú að hjá næstum öllum dýrategundum er keppni á milli einstaklinga sem eru að ná kynþroska um réttinn til æxlunar. Hjá býflugum leiðir þetta oft til dauðastríðs ef tvær drottningar hittast. Hugmyndin um að tvær drottningar geti lifað saman í sátt, blandað ferómónum sínum og verpt eggjum gengur þvert á náttúrulega skipan býflugnabús. Hins vegar, við ákveðnar aðstæður, geta tvær drottningar verið til staðar í einu búi. Þetta gerist oft í náttúrunni þegar ný drottning tekur við af gamalli, eða þegar báðar drottningar eru skaddaðar og geta ekki barist. Í þessu tilfelli er þó um að ræða meðvitaða aðferð þar sem tvær drottningar verpa í sama búi en fá ekki aðgang að hvor annarri.
Í tveggja drottninga búi verða ákveðnar breytingar á jafnvægi búsins sem leiða til stærri bústofns, en mest áberandi er fjölgun sóknarflugna. Rannsóknir frá 1920 leiddu í ljós að stór bú geta haft allt að 9,5% sóknarflugna á móti 4,3% í minni búum. Fleiri sóknarflugur þýða betri öflun á upplýsingum um fæðu í umhverfinu, sem gerir býflugnabúum kleift að finna og nýta bestu nektarauðlindirnar hraðar og skilvirkar, þetta gefur þeim forskot þegar nektar er bæði af skornum skammti og í nægu magni.
Ein hugsanleg líffræðileg skýring á því hvers vegna fleiri sóknarflugur verða til í tveggja drottninga búum er breyting á aldurstengdum verkefnum býflugna. Þegar býflugur klekjast og síðan eldast ganga þær að ýmsum verkefnum í búinu, frá því að þrífa klakhólf þess að verða sóknarflugur, með um það bil 11 sérhæfð verkefni þar á milli. Þessi framvinda stýrist af erfðaefni býflugunnar og hormónaframleiðslu (hækkað juvenile hormone) sem breytist með aldri. Auk þess getur miðtaugakerfi býflugunnar brugðist við aðstæðum í búinu með því að auka eða minnka hormónastig. Allt eftir þörfum búsins.
Mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á þróun einstakra býflugna er hversu oft þær þurfa að sinna aldurstengdum verkefnum. Í tilfelli fóstruþerna er það álagið að fæða ungviðið. Með miklu álagi á fóðrun ungviðis fylgja þær venjulega skipulegri þróun í næsta aldurstengda verkefni. Í vel virku tveggja drottninga búi getur þessi skipulega þróun riðlast til að þjóna búinu betur. Þar sem búið framleiðir mikið ungviði og einnig stóran hóp fóstruþerna, munu eldri fóstruþernur ekki þurfa til uppeldis ungviðis. Í þágu búsins geta þessar eldri fóstruþernur orðið hormónalega hvattar til að sleppa öllum milli verkefnum og verða að sóknarflugum, sem henta betur við þarfir búsins. Rannsóknir hafa sýnt að fóstruþernur geta orðið sóknarflugur við 7 daga aldur í stað þess að bíða í 21 dag, sem annars er dæmigerður aldur sóknarflugna. Þessar bráðþroska sóknarflugur geta orðið stuðull í þessum mikla fjölda sóknarflugna sem tveggja drottninga bú eru þekkt fyrir.
Annar ávinningur tveggja drottninga bús er að það er meira drottningar feromen (ilmhormón) á hverja býflugu, sem gæti dregið úr tilhneigingu búsins til að sverma. Ein kenning um sverm er að þegar venjuleg bú stækka, þá getur kjálkahormón (QMP) og iljarhormón drottningarinnar, sem bæði gegna hlutverki í að bæla niður svermhvöt, ekki dreifst til býflugna á jaðri búsins. Án nægilegrar hormóna eru þernur á þessum ytri svæðum minna upplýstar um frjósemi drottningarinnar og hafa tilhneigingu til að byrja að ala upp nýjar drottningar.
Samkvæmt kenningunni er það ein ástæða þess að drottningarhólf (svermhólf) sjást oftast meðfram neðri brún vaxkaka. Það eru vísindi sem styðja þessa kenningu og einnig trúverðugar frásagnir af því að fjölmenn tveggja drottninga bú hafi minni tilhneigingu til að sverma. Þrátt fyrir þetta er erfitt að bæla eðliseiginleika búa til fjölgunar, svo nauðsynlegt er að fylgjast vel með búinu til að hindra sverma.
Aðferðin við myndun lárétts tveggja drottninga bús.
Tveggja drottninga bú, sem eru hönnuð til að stjórna og auka hunangsframleiðslu, hafa verið notuð mikið í litlum sala en hafa ekki náð útbreiðslu meðal atvinnubýræktenda. Eins og gefur að skilja getur eftirlit á svona búi orðið flókið og bæði eru til rök með og á móti því að leggja í þá vinnu sem þarf til að ná aukinni uppskeru á hunangi. Í upphafi voru tveggja drottninga bú næstum alltaf byggð upp á hæðina en síðan þá hafa bæði hæðar og hliðar byggingar verið þróaðar. Í sinni einföldustu mynd eru hæðarbygging uppstaflaðir kassar (Mynd 1), þar sem neðsti kassi hýsir eina drottningu, ofan á því eru hunangskassi(ar), síðan drottningagrind og annar drottningarkassi (ungviðakassi) efst. Slík lóðrétt bú geta orðið mjög há og geta krafist mikillar erfiðisvinnu til að hægt sé að fara í gegnum búið reglulega. Sögulegar heimildir fjalla oft um uppstöfluð bú með tíu eða fleiri kössum og lýsa því hvernig búið var, ótrúlegt en satt, lagt á hliðina svo hægt væri að skoða í hvern og einn kassa og síðan reist upp aftur.
Í býrækt getur nokkurra ára reynsla af því að lyfta 40 kg þungum hunangskössum í háum hæðum sannfært hvern sem er, að leita að hentugri lausn nær jörðu. Sem betur fer eru slíkar lausnir til, og hér mun ég útskýra hvernig lárétta tveggja drottninga bú virkar, byrjum á búnaðinum.
Aðferðinni sem hér er lýst er lárétt, sem þýðir að tvö bú eru sett hlið við hlið þannig að þau deila sömu hunangskössum (Mynd 2). Klakhólfum er haldið aðskildum, en botnar hvors bús eru skrúfaðir saman. Þetta tryggir að bæði ungviðarkassar séu í nákvæmlega sömu hæð, jafnvel þótt búið standi á ójöfnu undirlagi.
Mynd 2. Fullbúið lárétt tveggja drottninga bú. Nauðsynlegur búnaður: 2 botnar festir saman, stærri kassar fyrir ungviði ( fyrir Ísl. Aðstæður 3 kassar ¾ Langstroth), 2 hálfstór þök (lok) (sýnd), hunangskassar og venjulegt þak. Einnig þarf sett af lokum í fullri stærð (mynd 2a) og drottningagrind.
Mynd 2a lok á kúpu
Í upphafi eru hunangskassar settir yfir drottningagrind. Sumir býræktendur telja að hægt sé að sleppa drottningagrind. Líklegra er heppilegra að nota það fram að uppskeru.
Í láréttu búi er ekki ljóst hvort fóstruflugur flakki milli ungviðakassa, þar sem fjarlægð milli kassanna er lengri og hvor drottning hefur sín ferómón takmörkuð við sinn kassa. Í uppstöfluðu búi er auðveldara að sjá fyrir sér hvernig fóstruflugur geta hreyft sig frjálst upp og niður í gegnum drottningagrindur. Einnig hefur uppstaflað bú þann kost að nýta náttúrulegt varmastreymi betur til að stuðla að hitadreifingu og dreifingu ferómóna innan búsins. Þó að fóstruflugur kunni að vera minna skilvirkar í láréttu búi, eru kassarnir aðgengilegri til skoðunar og hægt er að stuðla að auknu varpi með því að flytja ungviðaramma milli kassa jafna styrk hvers ungviðakassa.
Mynd 3. Það þarf að útbúa tvö hálfstór þök til að hylja þau fimm rammabil sem standa eftir óvarin þegar hunangskassarnir eru staðsettir ofan á miðju ungviðakassanna. Þessi þök geta verið einföld lok. Markmiðið er að þau passi þétt að hunangskössunum til að minnka möguleika á vatnsleka í rigningu. Einnig má sjá drottningagrindina sem notuð er til að halda drottningunum aðskildum.
Ef reyna á þessa uppsetningu, þarf tvö lítil hálfþök/lok (sjá Mynd 3) fyrir þau fimm rammabil sem standa óvarin á hvoru búi þegar hunangskössum er staflaðir í miðjunni. Einnig þarftu þök/lok til notkunar á vormánuðum þegar engir hunangskassar eru til staðar ofan á.
Mynd 4. Þessi uppsetning sýnir að lykilaðferðin í láréttu tveggja drottninga búi er að leyfa báðum ungviðakössunum aðgang að einum sameiginlegum hunangskassa, á sama tíma og drottningunum er haldið aðskildum. Drottningagrind sem sett er á milli þeirra er allt sem þarf til að ná því markmiði. Í notkun eru rammarnir sitt hvoru megin við grindina aðgengilegir til skoðunar og meðhöndlunar á ungviði. Eftir lok fæðuaðdrátta og hunangsuppskeru má annað hvort taka búið í sundur eða leyfa því að vera samlægt áfram.
Þetta lýsir í grunninn aðferðinni og næsta skref er að íhuga hvernig eigi að byrja. Ef markmiðið er aukin hunangsframleiðsla, er best að byrja tveggja drottninga bú með sterku búi að vori sem hægt er að skipta snemma. Þá má nota móðurbúið öðrum megin og setja nýja drottningu strax í afleggjarann hinum megin. Önnur leið er að byrja með 2 sterk bú af eigin stofni. Einnig má byrja með býpakka á útbyggðum römmum og með fóðrun, svo þær byggi hratt upp. Hvernig sem er byrjað er hugmyndin að hefja ferlið um það bil átta vikum eða fyrr, fyrir aðalblómaskeiðið og stýra uppbyggingunni þannig að búin verði sem stærst með mikinn fjölda sóknarflugna þegar kemur að aðalblómgunartímabili.
Að spá fyrir um fæðuaðdrætti.
Að meta hvenær aðalhunangsflæðið byrjar ár hvert er þar sem býrækt verður að listformi sem byggist á langri reynslu og athugunum á árstíðabreytingum yfir langt tímabil.
Best er að halda dagatal þar sem blómgunartími ýmissa plantna á svæðinu er skráður. Þetta er ákjósanleg aðferð til að kynnast blómskipan umhverfisins og þú munt uppgötva marga áhugaverða nektargjafa fyrir utan hina hefðbundnu. Því miður er helsti ókostur blómadagatals sá að blómgunartími plantna er afar óáreiðanlegur frá ári til árs og ræðst af mörgum breytum — sú mikilvægasta er meðalhita sólahrings á tímabilinu. Þrátt fyrir ókosti mun blómgunardagatalið hjálpa við að áætla hvenær best sé að hefja undirbúning fyrir hefðbundið árferði.
Lokaorð
Flest tveggja drottninga bú eru notuð í þeim tilgangi að auka hunangsframleiðslu og ef það er markmiðið, þá er mikilvægt að hafa í huga að árangur slíkra búa ræðst af bæði góðu fóðuraðflæði og réttum tímasetningum aðalaðflæðisins. Ef ákveðið að prófa slíka aðferð á svæði þar sem nektarflæði hefur sögulega verið lítið, er ólíklegt að aukin uppskera fáist.
Jafnvel þó aukin uppskera náist ekki, þá krefst tveggja drottninga bú meiri eftirlit við undirbúning snemma vors og sú færni sem þú öðlast við undirbúninginn mun bæta aðra hluta býræktar þinnar. Auk þess að auka hunangsframleiðslu, getur þessi færni nýst við að styrkja veik bú, fækka svermun, auðvelda drottningaskipti og hjálpa til við að búa til ný bú.
Á persónulegri nótum, þá getur tveggja drottninga bú — frekar en flest önnur bú — víkkað skilning býræktandans á flóru svæðisins og blómgunaratíma. Þegar skilningur eykst við það hvernig búið bregst við aukinni blómgun, öðlast heildrænni skilningur á býrækt sem list.