Lítil Bú Snemma Sumars
Samantekt: Egill Rafn Sigurgeirsson og úrbætur janúar 2025.  

 

Lítil Bú Snemma Sumars

 

 

Hér má sjá ef grannt er skoðað að býflugur sitja á milli ramma nr 2-3, 3-4 og aðeins efst milli 4 og 5.

 

 

Hvað eru lítil bú ?

                           Þetta eru bú þar sem stór hluti þerna hefur drepist yfir veturinn en drottningin er lifandi og jafnvel farin að verpa. Vegna                                     smæðar ná þernurnar ekki að ala upp ungviðið (ná ekki að halda um 35°C hita) og hugsanlega ekki að sækja frjókorn sem er                               nauðsynlegt fóður í uppeldinu.  Þær sitja á litlu rými, 1-2 römmum eða jafn vel aðein handfylli af þernum ásamt drottningu. 

 

Ef drottning er ekki til staðar en slatti af þernum, má slá þeim saman við önnur bú með að setja dagblað á milli, nokkur göt á það og 3-4 dropa af anísolíu og setja drotningalausa búið ofan á það stærra eða bú sem þarf að styrkja. Skoða þetta sameinaða bú eftir viku og ganga úr skugga um að drottningin sé lifandi og fjarlægja jafnvel kassan sem settur  var ofan á ef of mikið rými hefur skapast.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvers vegna eru bú lítil ?

Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því og eflaust einnig óþekktar. Ef bú fara lítil inn í vetur eru líkur meiri að þau tapi miklum fjölda þerna að vetri, það er meira stress fyrir búið að halda hita. Búið hefur verið truflað að vetri, býræktandinn, mýs, ókyrrð í kringum búið, miklir umhleypingar eða óútskýrð ástæða. Drottningin getur verið léleg, það er að varp hennar nægir ekki búinu til viðhald og stækkunar en mjög mikilvægt að muna að lítið bú getur ekki alið upp ungviði þó góð drottning sé i búinu.

Hér má sjá að þernur sitja milli ramma (talið neðan frá) 3-4, 4-5 og 5-6 sitja þá á 3 römmum.

 

 

 

 

 

Litlum búum er einungis hægt að bjarga með því að  auka býflugna fjöldann. Vissulega er það rétt að drottning getur dalað í varpi en þá ákveða þernurnar oftast að ala upp nýja drottningu en sú gamla heldur áfram varpi þar til sú nýja hefur hafið varp. Svokölluð hljóðlát hallarbylting, þá byggja þernurnar oftast 1-2 drottningarhólf oftast á hliðum ungviðaramma.

 

 

 

 

 

 

 

 

Að auka fjölda þerna í búin er hægt að gera á nokkra vegu.

Hér er ungviði klakið í miðu rammans, en í þessum ramma gæti verið of mikið ungviði fyrir lítið bú til að halda hita á. verið of

  1. Ef búið er nægilega stórt til að taka við 1 ungviðaramma frá sterkara búi þ.e. að það sé nægjanlega sterkt til að halda hita á ungviðinu, er oft nægjanlegt að gera þetta einu sinni í viku. Búið verður að sitja minnst á 3 römmum þe fylla 3 bil milli ramma til að geta sinnt þessu hlutverki. Ungviðaramman þarf að velja út frá aldri ungviðis, valinn er rammi þar sem sýnilegt er að klak er hafið í miðju rammans og í stað tómra klakhólfa eru komin egg eða nýklakin egg. Mikilvægt að hrista eða sópa af allar þernur og ramminn settur í miðjan klasann í litla búinu. MIKILVÆGT að passa að drottningin fylgi ekki með á rammanum sem tekinn er.

 

 

 

 

 

 

 

 

2. Ef litla búið inniheldur bara handfylli af þernum auk drottningar þarf að fanga drottninguna í því búi og setja hana í lítið drottningarbúr (án þerna) með sykurdegi, sem þernurnar éta hana út úr  síðar og setja í brjóstvasann (til að halda hita á henni). Teknir eru 2-4 ungviðarammar (þar sitja fyst og fremst fósturþernur) úr sterku búi, með á sitjandi þernum (passið að taka ekki drottninguna né heldur druntaramma). Hristið síðan þernurnar niður í litla búið. Lokið litla búinu og bíðið í 1 klst setjið þá drottningarbúrið í litla búið milli ungviða rammanna. Þessi 1 klst er mikilvæg því þá hafa allar þernur í búinu uppgötvað að engin drottning er til staðar en þær ekki byrjaðar að ala upp nýja drottningu, eldri þernurnar úr stærra búinu búnar að koma sér út og heim og því auðveldara að setja drottninguna til. Í raun er maður hér að búa til afleggjara.- Héðan eftir má síðan bæta við ungviðaramma eftir þörfum eftir 1 viku eins og í lið 1.

 

   3. Ef veður er gott, um 15°C og lygnt, má einnig hrista þernur af ungviðarömmum á plötu/teppi sem hallar upp á við að flugopi litla búsins. Allar þernur úr því stærra sem einhverju sinni hafa farið í útflug úr sínu búi        munu fjúga heim aftur þangað en allat hús þernur munu skríða upp og inn í litla búið. Á þennan hátt er auðveldara að gera sér grein fyrir hve mikið af þernum bætast við litla búið. Líklega þarf ekki að búra drottningu á sama hátt og í lið 2.

Drottning án þerna og sykurdeig neðst

 

    4. Ef veður er nægjanlega gott (þá eru flestar sóknarflugur stóra búsins úti) er einnig hægt að flytja litla búið á stað stærra bús, þá munu allar sóknarflugur stærra búsins styrkja það litla. Líklega borgar sig að búra drottninguna inn eins og í lið 2 hér að ofan. Stóra búið sett á stað þess litla svo ef sóknar flugur úr litla búinu hafi eitthvert bú heim að sækja. Hugsanlega þarf að fóðra stóra búið sem missir flestar ef ekki allar sóknarflugur sínar.

 

5. Enn ein aðferð er að setja lítið bú ofan á stærra bú með dagblaði með nokkrum pennagötum, nokkra dropa anísolíu og drottningargrind á milli. Þernurnar éta sig í gegnum dagblaðið og hiti frá stóra búinu hjálpar við uppeldi ungviðis og einnig eiga þernur auðvelt að flytja sig milli kassa og hjálpað við uppeldið efra. Hætta er á að drottningin í efra búinu verði drepin og skipta ber búinu ekki seinna en 2 vikum eftir samruna. Þá er neðra búið tekið og sett á annan stað og minna búið fær þá allar sóknarflugurnar.

6. Hugsanlega er hægt að hjálpa minni búum með hitaplötu undir búinu en um það verður ritað seinna.

 

Ef síðan  drottningin sýnir merki lélegs varps er hægt að skipta á henni og nýrri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband