Býflugnarækt

Býflugur hafa verið ræktaðar af mönnum í fleiri þúsund ár, en vísbendingar eru um að maðurinn hafi nýtt hunang villtra býflugna mun lengur. Í dag eru býflugur ræktaðar bæði vegna hunangsins og til frjóvgunar plantna. Staða býflugnaræktunar hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár vegna frétta af útrýmingarhættu þeirra. En útrýming þeirra hefði mikil áhrif á matvælaframleiðslu í heiminum.

Ógnir við býfugnarækt

Auk annarra sjúkdóma hefur svokallað Colony collaps disorder herjað á býflgunarækt víða um heim. Ekki er alveg ljóst hvað veldur en getgátur eru um að notkun skordýra eiturs eigi þar hlut að máli. En vandinn einskorðast ekki aðeins við býflugnarækt heldur eru villta býflugur einnig í vanda.   Á Íslandi hafa sjúkdómar ekki verið vandamál í býflugnræktun, en vandi býflugnaræktunar á Íslandi er risjótt veðurfar. Býflugnarækt á Íslandi er ekki enn orðin fullkomlega sjálfbær og eru býflugur til ræktunar fluttar inn frá Álandseyjum.

 

Býfluga drekkur vatn úr mosa – Ljósmynd: Bjarni Össurarson

Að byrja býflugnarækt.

Til að hefja býflugnarækt á Íslandi þarf einstaklingur annað hvort að hafa tekið námskeið í býflugnarækt á Íslandi eða vísa fram vottorði erlendis frá um námskeið eða hafa reynslu af býflugnarrækt. Bý sér um innflutning og sölu á býflugum, fyrir félsagsmenn, frá Álandseyjum, en Álanseyjar og Ísland eru einu landsvæðin í heiminum sem eru sjúkdómalaus.

Áður en býflugnarækt hefst þarf að fjárfesta í býkúpu. Á Íslandi hafa plastkúpur gefið betri raun en trékúpur. Í hverri býkúpu eru rammar sem útbúnir eru með vaxi sem býflugurnar byggja út.

Auk býkúpu þarf einnig að eiga: galla/samfesting, hanska, ósara og tæki ( kúp-bein ) til þess að losa í sundur ramma við skoðun á búum.

Þegar að hunangssöfnun kemur þarf einnig að nota vaxgaffal og slengivél, en algengt er að býflugnabændur sameinist um eign á slengivélum. Þá á félagið slengivél sem staðsett er að Elliðahvammi og félagsmenn hafa aðgang að.

Hafa samband