Býflugur.is
┴rsskřrsla Bř fyrir ßri­ 2013.
15.October 2014

Júní

Af 132 vetruðum búum haustið ´12, lifðu 114 í júní en 25 bú drápust eða voruð sameinuð öðrum um sumarið og er þetta alltof há tala því flestum þessara búa má bjarga með styrkingu frá stærri búum.

Innflutningur á býpökkum byrjaði með skelfingu vegna mistaka við pökkun flugnanna. Áætlað var að flytja inn 44 pakka en einungis komu 20 til landsins eftir kostnaðarsaman björgunarleiðangur. Af þeim býpökkum sem komu til landsins voru 3 sem voru í gjörgæslu allt sumarið. Pakkarnir komu 27/6 og aðeins þeir sem voru á námskeiðinu, auk þeirra sem voru án  býflugna eftir veturinn og mikil var gleði þeirra.

Júlí

Torbjörn kom með þá hugmynd að Bý flytji inn 30 býpakka næsta sumar og stefni á að nota þá til framleiðslu á afleggjurum svo ekki þurfi að flytja inn býpakka í framtíðinni ef vel gengur. Umræða um þetta hefur verið síðan í gang á fésbókinni, manna á milli og hugmyndin að verkefni tengt þessu var kynnt á árshátíð Bý í september.

Ágúst

Það má segja að sumarið hafi verið hið skelfilegasta fyrir býrækt á suður-, suðvestur- og vesturlandi vegna kulda og rigninga. Til dæmis tókst eðlun drottninga fádæma illa þar sem hitastig náði ekki 20°C nema nokkra daga en það er það hitastig sem þarf að vera til að eðlun geti átt sér stað. Líklega þurftu öll nýju búin, stöðuga fóðrun frá komu fram á haust.

Flestir byrjuðu  vetrarfóðrun uppúr miðjum mánuðinum.

September

Uppskeruhátíð Bý var haldin fyrstu helgina þessa mánaðar og mikil gleði var með uppákomuna Þrátt fyrir lélegt tíðarfar um sumarið fengu flestir eitthvað hunang til að selja. Árshátíðin var síðan haldin að Hótel Sögu og mikið var gaman þar.

125 bú voru vetruð þetta haust, og var meðaltals sykurgjöf 22 kg á bú, búnir voru til 19 afleggjarar og 8 þeirra seldir öðrum. 11 drottningar voru ræktaðar og 3 seldar. 6 svermar voru fangaðir.   Heildarhunangsuppskera var um 950 kg sem gera um 7,5 kg á vetrað bú og er það svipað og síðustu ár.

 
┴rsskřrsla Bř 2012
05.December 2012
 Allar veðurfarslýsingar eru teknar af vef Veðurstofunnar

Veturinn 2011-2012 (desember til mars)  byrjaði með miklu kuldakasti sem stóð í hálfan mánuð. Síðan hlýnaði heldur og miklir umhleypingar tóku við með blotum, snjókomum og frostum til skiptis. Snjór var meiri en um tíu ára skeið um landið sunnan- og vestanvert. Þegar leið fram á þorrann linaði nokkuð og þótt hin órólega tíð héldi áfram allt til loka vetrarins var hún umtalsvert mildari og vægari í febrúar og mars heldur en verið hafði fyrri hluta vetrar. Í marslok komu nokkrir óvenjulega hlýir dagar.

Í janúar hófst byrjendanámskeið í býrækt sem 21 mans sóttu þar af 11 konur. Kennt var 1 helgi í mánuði fram í júní og lauk námskeiðinu með verklegri kennslu og  prófi. Einnig voru bú byrjenda skoðuð um sumarið. 

Tíðarfar í apríl var hagstætt um meginhluta landsins. Þó var frekar svalt við austurströndina. Mjög þurrt var víða um landið sunnanvert.

Í lok mánaðarins höfðu flest bú okkar lokið úthreinsun. Aðalfundur Bý var haldinn 29. apríl . Þar kom fram að 43 virkir býræktendur voru á landinu og þar af 15 konur.

Maí var mjög kaflaskiptur veðurfarslega séð. Hlýtt var fyrstu tvo dagana en síðan gerði kuldakast sem stóð nær samfellt fram til 21. maí. Þá hlýnaði og síðustu vikuna var mjög hlýtt um meginhluta landsins. Hiti komst m.a. yfir 20°C sex daga í röð, 25. til 30. maí. Sérlega sólríkt var í Reykjavík og á Akureyri. Meðalhiti í Reykjavík mældist 6,3 stig og á Akureyri var meðalhitinn 5,9 stig.

Flestir skoðuðu í búin sín í byrjun mánaðarins, mörg bú höfðu hafið varp í lok apríl eða byrjun maí. Flugurnar sóttu á krækiberjalyng og er það fyrsta sinn sem fregnir berast af því enda hlítt þegar þetta var. Flugurnar sóttu frjókorn þó svo að hitastigið væri við  6°C en í öllum bókum er talið að býflugur fljúgi ekki við kaldara veður en 12°C. Þessi kenning er því hrakin. Fyrstu hunangskassarnir voru settir á búin í lok mánaðarins.

Júní var hlýr um landið vestanvert en fremur kaldur austanlands. Mjög þurrt var á landinu, sérstaklega þó norðvestanlands þar sem mánuðurinn var sá þurrasti sem vitað er um. Sérlega sólríkt var um landið sunnan-, vestan- og norðanvert. Hægviðrasamt var í mánuðinum. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,7 stig. Mun kaldara var um landið austanvert.  

Í byrjun júní voru 81 bú lifandi af 104búum  sem voru vetruð haustið 2011 sem gerir 22% vetraraföll sem er líklega með því minnsta sem gerst hefur síðan býrækt hófst á Íslandi árið 1998. Líklega er að þakka nýjum aðferðum við vetrun þar sem áhersla hefur verið á að koma í veg fyrir rakamyndun í búunum.  

Um miðjan júní flugu Bjarni og Egill il Álandseyja og sópuðu flugum í 4 daga, náðu að safna saman 48 býpökkum en ýmsar uppákomur voru til að gera ferðina óþægilega stressandi en um það má lesa  hér . Fimm af drottningunum í býpökkunum sýndu sig vera gagnlausar, það er byrjuðu aldrei varp. Það tókst að bjarga þeim búum með nýjum drottningum frá Elínu og fleirum.

Einn býræktandi fékk raðsverm ( 7 sverma)  þann 22 júní frá einu búi sínu frá í fyrra, þar sem hann hafði ekki skoðað í búið sitt síðu 3 vikurnar fyrir uppákomuna. 

Júlí var mjög hlýr um landið suðvestan- og vestanvert og hiti var yfir meðallagi um land allt. Að tiltölu  var kaldast austanlands. Úrkoma var nær allstaðar undir meðallagi en þó var ekki nærri því eins þurrt og í júní. Sólskinsstundir voru óvenjumargar norðanlands og vel yfir meðallagi syðra. Hægviðrasamt var í mánuðinum. Meðalhiti í Reykjavík mældist 12,5 stig, 1,9 stigi ofan meðallags.  Að tiltölu var nokkuð kaldara um landið austanvert. Á Akureyri var meðalhitinn 11,7 stig, eða 1,2 stigum yfir meðallagi, og á Egilsstöðum var hiti í meðallagi.

Ágúst  var hlýr um allt land. Mjög þurrt var um landið norðvestanvert. Óvenjuhlýtt var um stóran hluta landsins.  Meðalhiti í Reykjavík var 12,3 stig. Meðalhitinn á Akureyri var 12,1 stig.

Býræktendur tóku lokauppskeru frá búum sínum í lok ágústmánaðar en í síðustu viku mánaðarins gerði slæmt flugveður og söfnun varð lítil, þar hvarf stór hluti væntanlegrar uppskeru í býflugurnar sjálfar og þeirra ungviði.  Hunangsmetið í ár kom frá 1 búi  Margrétar, 53 kg, tveir fengu 40 kg frá einu búi (Sigurður/Bryndís og Björn) . Mesta heildaruppskeru fengu Vigdís og Sigmundur, 140kg frá 9 búum. Þrátt fyrir óvenju hlýtt sumar varð hunangstekja ekki meiri en önnur ár og má líklega um kenna þurrviðri  því er ríkti á landinu. Heildarfjöldi sverma sem náðust í sumar var 18 og voru gerðir 12 afleggjarar. Fjöldi búa sem voru sett á vetur er 138. Tveir býræktendur (Egill og Vigdís/Sigmundur) vetruðu 9 bú, einn 7 bú (Torbjörn), tveir 6 bú ( Þorsteinn og Vernharður)  og tíu 1 bú. Heildaruppskera hunangs var 1188 kg en það gera 8,5 kg á hvert vetrað bú og er það svipað  magn og undanfarin ár. 8 býræktendur tóku ekkert hunang frá sínum búum og 4 tóku 5 kg eða minna. Það eru nú 53 býræktendur þar af 25 konur, (auk 8 mjög virkra aðstoðarmanna ) í landinu. Það er eflaust hæsta hlutfall kvenna í vesturheimi og líklegar víðar.

Septembermánaðar verður að þessu sinni einkum minnst fyrir óvenjulegt hríðarveður  sem gerði um landið norðanvert dagana 9. til 11. Mikið fannfergi og ísing fylgdi veðrinu og olli hvort tveggja miklu tjóni.  Fé fennti þúsundum saman. Hiti mánaðarins í heild var nærri meðallagi. Hlýjast að tiltölu var á Austfjörðum en kaldast inn til landsins um það vestanvert. Óvenjuúrkomusamt var víða á landinu. Meðalhiti í Reykjavík mældist 7,3 stig, 0,1 stigi undir meðallagi. Þetta er að tiltölu kaldasti mánuður þessa árs í Reykjavík. Meðalhitinn á Akureyri var 6,0 stig.

Hunangsdagurinn í Fjölskyldu og húsdýragarðinum  var haldin 1. september þar sem býræktendur kynntu  býrækt og seldu hunang. Þá um kvöldið var árshátíð Bý haldin að Kríunesi og mættu 31 manns, býræktendur og makar. Þetta tókst með ágætum og var mikið talað um reynslu liðins sumars í býræktinni.

Októbermánuður telst fremur hagstæður og hægviðrasamur. Lítill snjór var á láglendi. Hiti var nærri meðalagi um landið vestanvert, Meðalhiti í Reykjavík var 4,4 stig. Á Akureyri var meðalhitinn 2,0 stig.  Á Egilsstöðum var hiti 1,2 stigum undir meðallagi.

Flugurnar báru enn heim einstaka frjókorn um miðjan mánuðinn og fyrst og fremst frá fífiltegundum sem enn blómstruðu.

Býræktendur sem og býflugur bíða nú með óþreyju vorsins.

 

Árið 2010 var gerð frjókornagreining í íslensku hunangi. Hér er öll greinin http://www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/skyrslur_2010/NI-10003_vefur.pdf

Býflugnarækt og hunangsframleiðsla er nýleg aukabúgrein á Íslandi. Hér er greint frá

niðurstöðum frjógreiningar á tíu hunangssýnum frá suður- og suðvesturlandi. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt hunang er frjógreint. Fjörutíu og tvær frjógerðir frá enn fleiri plöntutegundum fundust í sýnunum, þó aldrei fleiri en 25 í einu sýni en 18 í því sem innihélt fæstar frjógerðir. Algengustu frjógerðir sem koma fyrir í íslenska hunanginu eru kenndar við smára og sveipjurtir. Helmingur hunangssýnanna hafði að geyma meira en 45% af annarri hvorri þessara frjógerða og mega því kallast einplöntuhunang (e. unifloral honey); smárahunang eða sveipjurtahunang. Reykjavíkurhunangið var með einni undantekningu ríkt af smárafrjói og það var

hunangið úr Ölfusi líka. Hekluhunangið skar sig úr  bæði hvað varðar tegundasamsetningu og þéttleika frjókorna í hunanginu, en það var langríkast af frjókornum. Rúmlega 110.000 frjókorn í 10 g reyndust vera í hunanginu sem hafði mest af frjókornum en 3500 í því sem fæst frjókorn hafði. Flest sýnanna eða sjö talsins voru fátæk af frjókornum, með minna en 20.000 frjó í 10 g

hunangs. Ljóst er að gróður í nágrenni býflugnabúanna hefur mikið að segja um frjókornin sem safnast í hunangið. Þannig reyndist hunangið úr Húsdýragarðinum í Reykjavík með afar fjölskrúðuga samsetningu og fyrir utan víðifrjó varla hægt að segja að nokkur ein frjógerð væri þar yfirgnæfandi. Ekki er ólíklegt að býflugurnar þar njóti góðs af nálægðinni við Grasagarð Reykjavíkur og fjölbreyttan gróður í Laugardal.

Í öllum hunangssýnunum voru einnig frjókorn frá, beitilyngi (Calluna vulgaris),  klukkublómum (Cardamine L.), körfublómaætt (Compositae Cichoriodideae), Alaska lúpínu (Lupinus nootkatensis),  murutegundum (Potentilla L.), Rósaætt (Rosaceae), víðitegundum (Salix ),  öðrum smárategundum  (Trifolium) og aðrar sveipjurtir (Apiaceae (Umbelliferae)

 
Vor 12
17.May 2012

 

Vorið kom óvenju snemma í ár eða um miðjan apríl, í öllu falli á suðvesturhorninu. Hreinsunarflug fór fram 20. apríl úr búunum mínum (9), en í byrjun apríl hafði hluti býflugna hreinsað sig og byrjað að bera heim frjókorn. Býflugurnar fljúga út við 6-7°C á Íslandi, jafnvel þótt allar bækur nefni að þær fljúga ekki við kaldara veður en +12°C, en býflugur kunna ekki að lesa! Hitinn hefur verið á milli 6-12°C, en býflugurnar hafa þegar safnað nokkru af frjókorni í rammana. Frést hefur af nokkrum búum sem hafa drepist, en allt voru þetta veik bú haust. Í síðustu viku kólnaði en býflugurnar fljúga samt út við rúmlega 5°C og koma heim með smá frjókorna. Þeir plöntur sem þær eru að fljúga á eru einkum víðir, hesthófur og krækiber (þetta hef ég aldrei séð áður). Túnfíflar blómgast einnig nú  og rifsberjarunnarnir eru að byrja að blómgast. 

 

 
BřrŠktarskřrsla 2011
23.January 2012
 Býflugnaskýrsla 2011

 

Það eru nú 43 virkir býræktendur á Íslandi þar af 15 konur (það eru nokkrar fjölskyldur sem reka býræktina saman en aðeins 1 sem talin er). Janúar til maí var haldið býræktar námskeið sem um 30 nýbyrjendur og lengra komnir sóttu. Allir sem voru á námskeiðinu voru heimsóttir 1-3 sinnum um sumarið og bú þeirra skoðuð. Nemar sýndu mikinn áhuga á efninu og kættust mjög er þeir fengu býpakka sína. 64 bú voru flutt til landsins 19 júní frá Álandseyjum, 5 félagar í Bý fóru þangað til að aðstoða við pökkun. 42 bú lifðu veturinn 2010-11. Mesta hunangsuppskera var 47,5 kg hjá einum býræktenda en ekki tóku allir hunang frá sínum búum af ýmsum ástæðum. Heildaruppskera hunangs var 815 kg en nokkur bú gáfu ekkert hunang eða býræktendur tóku ekkert hunang úr sumum búum af ýmsum ástæðum. Þeir sem fengu ný bú í ár fengu mest 12,5 kg hunangs og augljóst að þeir sem fóðruðu búin sín á 3 fyrstu kassana fengu mest. Meðaltalsuppskera hunangs var 8 kg/bú. Meðaluppskera er reiknuð frá heildar hunangsuppskeru deilt með fjölda búa sem eru vetruð.  Ekki virðist hafa skipt máli hvort nýliðarnir byrjuðu með 1 eða 2 kassa undir býpakkann sinn.

10 svermar litu dagsins ljós að því er vitað er, grunur er um að einhverjir svermar að auki hafi tapast. Samtals voru vetruð bú þetta haust 104. Flest eru búin 9 hjá 1 býræktenda en 14 eru með 1 bú. Flestir luku vetrarfóðrun í september.  Býflugur báru enn einstaka frjóklumpa heim í október.

Tíðarfar 2011

Apríl  var mjög hlýr, einkum þó um landið austanvert þar sem hann var í hópi hlýjustu aprílmánaða allra tíma eða frá  1873. Á Akureyri var mánuðurinn í 2. til 3. sæti hvað hlýindi varðar frá 1882. Illviðrasamt var í mánuðinum og mjög mikil úrkoma féll um landið sunnan- og vestanvert.

Maí skiptist mjög í tvö horn. Dagana 2. til 10. var hiti langt yfir meðallagi og vel yfir því fram til 19. Þá kólnaði verulega, sérlega kalt var þá í nokkra daga og svöl tíð hélst til mánaðamóta. Norðanáhlaup gerði dagana 23. og 24. og snjóaði þá víða norðanlands og sums staðar á Austurlandi snjóaði mikið.

Kalt var víðast hvar á landinu í júní og tíð erfið um landið norðanvert. Sérlega kalt var norðaustanlands og inn til landsins á Austurlandi og þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna ámóta kaldan júnímánuð á þeim slóðum. Hiti var hins vegar í kringum meðallag eða rétt ofan við það á litlu svæði á Suðvesturlandi, þar á meðal í Reykjavík. Mjög þurrt var um landið sunnan- og vestanvert og úrkoma var undir meðallagi á kuldasvæðunum Norðanlands en á norðanverðum Austfjörðum rigndi mikið.

Fremur hlýtt var í júlí og hiti yfir meðallagi um nær allt land. Kaldast að tiltölu var við Austfirði og austast á Suðausturlandi en hlýjast að tiltölu á Vestfjörðum. Þurrt var um landið norðanvert.

Tíðarfar í ágúst  telst hagstætt um mestallt land. Hiti var yfir meðallagi um landið sunnan- og vestanvert, í meðallagi norðanlands en á Austurlandi var ívið kaldara heldur en í meðallagi. Vestanlands var þurrt lengst af og úrkoma var undir meðallagi um stóran hluta landsins. Úrkomusamt var allra austast á landinu.

September  var hlýr hér á landi. Hiti var vel yfir meðallagi í öllum landshlutum. Hlýjast að tiltölu varð suðvestanlands.  Mjög úrkomusamt var suðaustanlands en annars var frekar þurrt langt fram eftir mánuðinum. Mikið rigndi á Suður- og Vesturlandi síðustu viku mánaðarins.

Októbermánuður var fremur hlýr um mestallt land, hlýjastur að tiltölu austanlands en svalastur á Vestfjörðum. Úrkomusamt var í flestum landshlutum og óvenjumikil úrkoma var á fáeinum veðurstöðvum.

 
Me­alhiti Ý ReykjavÝk 49-2011
25.October 2011
 w-blogg251011-Meðalhiti-rvk
 
Andlßt
19.October 2011
 Kæru Býfélagar

Sú sorglega frétt hefur  borist að einn af félögum okkar, Páll Hersteinsson prófessor við HÍ, lést þann  13 október. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum hógværa manni og ánæjulegt er að hann hafi fengið að upplifa eitt sumar með eigin býflugum sem hann hafði svo lengi þráð að eignast.  Eiginkonu, sonum og öðrum aðstandendum vottar Bý sína dýpstu samúð.

 
42 b˙ lifandi
08.June 2011
   Nú eru 42 bú lifandi á landinu 

Nafn

Lifandi bú að sumri eða nýir býræktendur

Keypt

Svermar

Vetruð

Kg hunang

Lifandi vor 2011

Egill Rafn Sigurgeirsson

4

3 fékk 2 hjá Byrni samein. í 1

0

8

54

7

Torbjörn Andersen

1

1

0

2

8,5

2

Bergur Bergsson Rvík

nýr

1

0

1

0

1

Gísli Vifgússon Svínhagalæk

1

2

2

3

30

2

Björn Þórisson Ölfussi

4

0

0

2 2gefin

65

2

Guðmundur Á Pétursson Sólheimum

1

2

0

2

24

0

Kristjana Bergsdóttir Seltjarnarnesi

0

1

0

1

0

1

Rúnar Ingi Hjartarsson Kleppjárnsreykjum Héraði

0

3

0

2

7

0

Elísabet Halldórsdóttir Borgarfirði

Nýr

2

0

2

1

0

Katrín H. Árnadóttir Garðabæ

Nýr

1

0

1

0

1

Snorri Björnsson Borgarfirði

Nýr

1

0

1

6

1

Vernharður Gunnarsson Laugarási

Nýr

1

0

1

4,5

1

Hjálmar A. Jónsson Heiðmörk

Nýr

1

0

1

0

1

Sigmundur Þorsteinsson

2

2

1

4

88

3

Jón Sigurðarson

0

 

 

 

 

 

Hafberg Þórisson

5

2

2

9

90

6

Tómas Óskar Guðjónsson

1

0

4

4

3

3

Bjarni Áskelsson

1

2

0

3

5

2

Þorsteinn Sigmundsson

5

3

2

7

70

4

Matthildur Leifsdóttir

2

2

3

5(6)

40

4

Örn Þorleifsson Útey

nýr

1

0

1

1

1

 
┴rsskřrsla 2010
24.November 2010

Ársskýrsla 20101

 

Eftir að óvenju mildur vetur kom í ljós að 28 samfélög lifðu
af 41 vetruð búi síðasta haust. Svo mörg (og hátt hlutfall) hefur ekki áður lifað af veturinn hér á landi.
Veðurlýsingar vísa til Suðvesturlands.

 Þrátt fyrir gosið í Eyjafjallajökli, fengum við aðeins
nokkra daga með öskufalli á því svæði þar sem býflugur eru.
Hreinsunarflug fór fram í miðjan apríl. Sum búin voru tiltölulega lítil, en með viðbættum ungviðarömmum frá sterkari búum lifðu öll inn í sumarið.
Fyrstu 5 mánuði ársins 2010 var tiltölulega hlýtt og í maí var meðalhiti var 8,2 ° C (1,9 ° C yfir meðallagi), sem var líka frekar þurr og lygn.

Ég hef aldrei séð býflugur safna eins miklu frjókorni svo snemma og það kom fyrst og fremst af víðitegundum.
Júní setti enn og aftur hitamet með meðalhita 11,4 ° C.
Við fengum 32 býpakka frá Álandi þann 19 / 6 og 8 nýir býræktendur fengu sínar  fyrstu býflugur, við hinir "gömlu" skiptum restinni  á milli okkar. Það kom í ljós á næstu vikum að tvær drottningar höfðu drepist áður en þær gátu hafið varp og voru þessi bú sameinuð öðrum.
17 Júní fékk einn af býræktandi 4 sverma ("raðsverm") frá 1 búi en hann hafði ekki skoðað í búið í 3 vikur áður. Samtals komu 14 svermar frá öllum búunum, þeir síðustu 2 í september.

Í júlí var meðalhiti 13 ° C eða jafn hár og fyrra met.

Við vorum með uþb 70 bú í sumar á Íslandi og allir voru mjög ánægðir með hinar gæfu  Bucfast býflugur sem við höfum fengið frá Torbjörn Ecerman á Álandseyjum.
Tvö bú voru  af Norska "killerbees" tegundinni en ég skipti þeim út fyrir heimaræktaðar Bucfast drottningar. Drottningaræktunin gaf af sér 8 frjóar dömur sem notaðar voru í stað lélegri drottningum í búum býræktenda hér.
Í júlí hóf fyrst hunangsuppskera í litlum mæli. 

Í júní til ágúst var hitastig yfir 20°C í 14 daga. Meðalhiti í ágúst var 12,1 ° C eða

1,8°C yfir meðaltali.
Flestir luku uppskeru í lok ágúst og meðal hunangstekja við  var
 8,5 kg /vetrað bú.
Nýtt bú gefur allt að 10 kg eftir sumarið en mest gáfu bú sem komu sterk undan vetri eða um og yfir 30 kg. Ekki tóku allir býræktendur hunang frá búum sínum.
Við höfum nú vetrað 62 bú og erum 22 býræktendur.

Flestir vetra sín bú innanhúss, færa  þau inn í desember,
eða byggja skjól yfir. Ég hef þrjú tvöfaldar trog kúpur og 1 vel einangrað topplistabú úti og eitt 2 drottninga bú inni í gróðurhúsi.
Við höfum pantað 60-70 býpakkanæsta sumari og fjöldi byrjenda sem fær sínar fyrstu býflugur verður 18 þar af 10 konur. Við höfum pantað kúpur og dót frá www.lpsbiodling.se  og byrjendanámskeið hefst í janúar.
Eins og sjá má, hefur áhugi á býflugnarækt virkilega aukist, enda hafa fjölmiðlar hjálpað okkur að dreifa eldmóð okkar með umfjöllun nokkrum sinnum hvert
sumar. •
Námskeið í býrækt hefur verið í gangi frá janúar, ein helgi í hverjum mánuði og mun halda áfram fram í september. Rúmlega 30 manns hafa sótt námskeiðið og hafa sýnt mikinn áhuga. Flestir eru nýbyrjendur en einnig hafa nokkrir "gamlir" býræktendur verið með.
Flest búin eru lifandi en borist hafa fregnir af 1 búi sem hefur drepist. Það er þó ekki útséð með lifun búanna því apríl og maí eru búunum erfiðastir vegna umhleypinga í veðri. 

 

 

Nafn

Lifandi bú

að sumri

eða nýir býræktendur

Keypt

Svermar

Vetruð

Kg hunang

Egill Rafn Sigurgeirsson

4

3 fékk 2 hjá Byrni samein. í 1

0

8

54

Torbjörn Andersen

1

1

0

2

8,5

Bergur Bergsson

nýr

1

0

1

0

Gísli Vifgússon

1

2

2

3

30

Björn Þórisson

4

0

0

2

2gefin

65

Guðmundur Á Pétursson

Sólheimum

1

2

0

2

24

Kristjana Bergsdóttir

0

1

0

1

0

Rúnar Ingi Hjartarsson

0

3

0

2

7

Elísabet Halldórsdóttir

Nýr

2

0

2

1

Katrín H. Árnadóttir

Nýr

1

0

1

0

Snorri Björnsson

Nýr

1

0

1

6

Vernharður Gunnarsson

Nýr

1

0

1

4,5

Hjálmar A. Jónsson

Nýr

1

0

1

0

Sigmundur Þorsteinsson

2

2

1

4

88

Jón Sigurðarson

0

 

 

 

 

Hafberg Þórisson

5

2

2

9

90

Tómas Óskar Guðjónsson

1

0

4

3

3

Bjarni Áskelsson

1

2

0

3

5

Þorsteinn Sigmundsson

5

3

2

7

70

Matthildur Leifsdóttir

2

2

3

5

40

Örn Þorleifsson Útey

nýr

1

0

1

1

 
Sumari­ 10
13.August 2010
 Nú er sumarið að verða búið, og ég sé í mínum búum að drrottningarnar eru hættar að verpaÉg er nú með 8-9 samfélög (tvö í einum kassa með skilvegg á mill og 5 mökunarbú með 1 drottningu og nokkurhundruð býflugum). Það lifðu um 20 bú veturinn, sem sum hver hafa svermað og 7-8 þeirra hafa náðst (5-6 móðurbú) eitt bú fór út með 4 sverma.
Þannig að þar sem við höfum um 28 samfélögum, fengum 32 pakkabýflugur 18 / 6  2 þeirra mistu drottningu sína en uppgötvaðist ekki fyrr en seinna (2-4 vikur) 
Þess vegna höfum við næstum 60 bú á Íslandi núna og enn eitt metsumarið hvað varðar hita. Menn eru byrjaðir að taka hunang frá búunum en ég kem seinna með upplýsingar hve mikil hunangsuppskeran verður.
 
Břflugur til landsins
19.June 2010
 32 pakkabú (1,5 kg) bárust til landsins. 6 nýir býræktendur fengu sín fyrstu bú. Búin komu frá Álandseyjum, mjög gæfar flugur og nú er von manna að það gangi betur að halda lífi í búunum yfir veturinn því um 20 bú lifðu eftir síðasta veturvetur
 
BřrŠktarßri­ 2009
20.January 2010

Býræktarárið 2009

 

Það má segja að býflugnaárið byrji þegar Bý heldur sin aðalfund. Þetta ár gerðist það þann 23.apríl þar sem eftirfarandi nýir félagar voru samþykktir: Bjarni Áskelsson, Jón Sigurðarson, Sigmundur Þorsteinsson, Guðmundur Á Pétursson og Erla Thomsen.

Farið var yfir lifandi bú sem vitað var um: Kristjana-2, Egill-1,  Matta-2, Gísli-2, Þorsteinn-2,  Hafberg-1, Rúnar-1, Björn- 3. Samanlagt 14 bú.

Seinna kom í ljós að Gísli, Þorsteinn og Rúnar misstu sín bú þannig að 7 bú lifðu af veturinn. 2 bú Möttu voru sameinuð seinna þetta sumar vegna smæðar, 1 bú Kristjönu dó um sumarið.  Þannig að 6 bú fóru inn í sumarið af 26 sem vetruð voru um haustið.

Veðurfar af heimasíðu veðurstofunnar. www.vedur.is

 

Veturinn (desember 2008 til mars 2009)

Tíðarfar var hagstætt í vetur. Meðalhiti var 0,8 stig í Reykjavík og er það 0,9 stigum ofan meðallags. Febrúar var kaldasti mánuður vetrarins og var fyrri hluti hans sérlega kaldur. Janúar var hlýjasti mánuður vetrarins.
Úrkoma vetrarins var í ríflegu meðallagi, um 12% umfram meðallag í Reykjavík, en um 20% á Akureyri. Desember var úrkomusamastur í Reykjavík, en janúar á Akureyri. Febrúar var þurrastur á báðum stöðum.
Snjómagn var 12% undir meðallagi sama tímabils.

 

Vorið (apríl - maí)

Vorið var hlýtt, í Reykjavík ámóta hlýtt og í fyrra og árin 2003 og 2004, en síðan þarf að fara aftur til 1974 til að finna hlýrra vor í Reykjavík. Einnig var hlýtt fyrir norðan, reyndar hlýrra heldur en í fyrra, en ámóta og vorin 2003 og 2004.

Vorið varð það úrkomusamasta í Reykjavík frá 2005 og meðal 5 úrkomusömustu vora í Reykjavík síðan samfelldar mælingar hófust 1921.

 

1.     Sending

29/5 kom 1. Sending af pakkaflugum kom  , 18 st og voru menn mjög ánægðir með þessar gæfu flugur sem strax tóku til vængjanna og byrjuðu söfnun hunangs. 1 bú fór þó forgörðum þar sem drottningin var dauð í búri sínu við komu til landsins.

 

2.    Sending

24 st af pakkaflugum kom 26/6, þá fengum við með nokkrar aukadrottningar enda kom í ljós að 1 dr var dauð í búri sínu og 1 verpti illa og var skipt út fyrir nýja.

Líklega dóu 2 bú af þeim innfluttu með hjálp býræktandans.

2 bú voru vistuð í s.k. topplista búum þar sem bf byggja vaxkökur sínar neðan á lausa lista sem hægt er að lyfta upp til að skoða bf. Öll hin voru sett í hefðbundnar býkúpur.

 

 

 

Sumarið (júní til september)

Sumarið var hlýtt, í Reykjavík er það hið 10. til 11. hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga 1871 og það fjórða hlýjasta frá nýliðnum aldamótum. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 10,7 stig og er það 1,4 stig yfir meðallagi.
Úrkoman í Reykjavík mældist 171 mm. og er það um fjórðungi undir meðallagi. Þetta er þurrasta sumar frá 1988 að telja, ámóta þurrt var þó sumarið 1994.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 709 og er það 106 stundum umfram meðallag. Sólskinsstundir hafa alloft mælst fleiri en nú í júní til september, m.a. bæði í fyrra og hitteðfyrra.

 

Á landbúnaðarsýningunni í Borgarnesi 28-30 ágúst seldu býræktendur hunang sitt við góðan orðstír.

Uppskeruhátíð Bý var haldinn í Fjölskyldu og húsdýragarðinum  5 /9 og sóttu þangað margir til að kynna sér býrækt og kaupa hunang.

 

 

 

Ný heimasíða var tekin í notkun á árinu og voru sumir duglegir að skrifa inn fréttir af sinni ræktun en aðrir minna. Það sem skrifað var inn á síðuna var mikið lesið og til ánægju fyrir alla hvað best ég veit.

Síðasti hluti ársins

 

Meðalhiti haustins (okt-nov) í Reykjavík var 4,1 stig sem er 1,3 stig ofan meðallags. Úrkoman í Reykjavík mældist 113,0 mm sem er um 7/10 hlutar meðalúrkomu. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 99,9 sem er 22,1 færri en venja.

Hiti var í ríflegu meðallagi í október víðast hvar nema norðaustanlands þar sem hann var lítillega undir því. Talsvert kuldakast var ríkjandi í upphafi mánaðarins, þá festi snjó um mikinn hluta landsins. Veður hlýnaði síðan og voru síðustu dagarnir sérlega hlýir ásamt nokkrum dögum um miðbik mánaðarins. Suðaustan- og austanillviðri gerði um landið sunnan- og vestanvert föstudaginn 9. Nóvember var fremur hlýr, hlýjast var að tiltölu við ströndina austan- og sunnanlands en kaldast var á norðvestanverðu landinu. Vægt kuldakast var í upphafi mánaðar en svo hlýnaði og var mjög hlýtt á landinu fram yfir miðjan mánuð. Mjög hlýtt var fyrir og um miðjan desember en síðustu dagana fyrir jól kólnaði og var síðasta vika ársins mjög köld um meginhluta landsins. Óvenjumikill snjór var sums staðar norðanlands en annars yfirleitt fremur snjólétt.

 

 

Flestir vetra bú sín innanhúss eða í yfirbyggingu yfir búin og eru nú líklega  41 bú vetruð.

Heildar uppskera af hunangi var um 260 kg en ekki tóku allir hunang frá búum sínum og búin sem komu í lok júní gáfu lítið sem ekkert af sér.

Mest gáfu bú hjá Agli og Birni Þórissyni rétt rúm 20 kg/ bú og er Egill hunangskonungur ársins með 46 kg en Björn með 40 kg.                                      Meðaltal hunangs á bú er reiknað út frá lifandi búum um sumarið.

 

 

 

Býræktandi

Lifandi e veturinn

Tók fj búa sumar 09

Hunangs-uppskera kg

Vetruð bú

Svermur

dauð

Meðaltal hunangs á lifandi bú að sumri

Egill

1

5+ 1 f Bý

46

7

 

6,5 kg

Rúnar

0

5

20

3

2 dauð

5 kg

Björn Þ

3

0

40

4

1 svvermur

5 kg

Tómas

0

1

15

1

 

15 kg

Bjarni

nýr

2

10

2

 

10 kg

Kristjana

2

1

15

2

1 dautt

7,5 kg

Þorsteinn

0

6

37

6

 

6,2 kg

Sigmundur

nýr

2

10

2

 

5 kg

Matta

1

2

20

3

 

6,7 kg

Björn K

nýr

1

0

1

 

Ekki tekið

Jón

nýr

1

0

1

 

Ekki tekið

Hafberg

0

5

26

5

 

5,2 kg

Gísli

0

4

15

2

2 dauð

7,5 kg

Torbjörn

nýr

1

0

1

 

Ekki tekið

Guðmundur

0

5

23

4

1 dautt

5,7 kg

samtals

6

41

257

41

 

Meðaltal 7,4 kg/bú

 
Břflugur komu til landsins
31.May 2009
þann 29/5 bárust okkur sk pakkabýflugur,18 st -ein drottning drapst í flutningnum annars engin óhöpp.
Pakkarnir ruku út eins og heitar lummur og eru nú dreifðarum allt land.
Þessi sending kom frá Álandseyjum-mjög gæfar flugur. næsta sending kemur vonandi 15/6 þá 24 kassar
 
Břflugur til landsins
08.April 2009
ræddi við Álandsbúann í dag 1. sending kemur um miðjan maí og hann segist geta sent okkur aftur 2-3 vikum seinna.
Umsókn til innflutnings er komin í LoS ráðuneytið
 
Afrakstur ßrsins 09
18.January 2009

nöfn            tók+átti fjölda búa             hunagstekja kg                   vetruð bú

Egill                4+1                                         100                                          5

Björn               2+1                                         84                                           3

Gísli                 2                                             56                                           2

Guðmundur    2                                            40                                            2

Hafberg           5                                             65                                           3

Kristjana       +2                                             0                                            2

Matta                2+1                                          15                                          3

Rúnar               2                                           30                                          2

Þorsteinn         5                                          100                                         4 


Samtals           24+3                                       490                                    26    

Af þessu má sjá að 27 bú voru á landinu í ár -einhver þeirra voru sameinuð í haust og gáfu um 19 kg hunang/bú á vetrað bú að hausti, en mest gáfu bú Björns þe 42 kg /bú (hann tók bara frá 2 búum) hæsta meðaltal á öll bú  voru bú Björns og Gísla eða  28 kg/bú  þannig að þeir  eru hunangskonungar ársins 2008.

Nú eru 26 bú vetruð og vonumst eftir góðri uppskeru næsta ár

 

 
Uppgj÷r ßrsins
18.January 2009
Sælir.
Nú er árið að verða búið. Viðburðarríkt bíflugnaár en gaman þrátt fyrir alla klækina sem svona kvikindi geta komið manni í.
 
Hróðir settum við saman óskaseðil um innflutning á bíflugum frá Noregi. Þá var að finna einhvern til að ferja húsdýrin til landsins. Gaf ég mig fram til þess og hraðaði mér í að kaupa bíl undir ferðina, því það hafði legið fyrir að skipta út sendibílnum hjá mér.
Bríndi ég fyrir Agli að hafa alla pappíra í góðu lagi og væri það alfarið hans mál, en flutninginn tæki ég að mér ef allt væri klárt.
 
Stóð til að Þorsteinn kæmi með mér en Alísa var ekki við bestu heilsu og var þá áhveðið að ég færi bara einn.
Einn gamall samstarfsmaður minn Eyjólfur Ólafsson var hér á vappi einn dag fyrir ferðina og bauð ég honum að koma með ef hann gæti verið munstraður sem talningamaður á húsdýrunum.
Þetta gekk vel og lentum við í Bergen um miðjan dag endan í maí.
Þar var Torbjörn Anderson komin og leiddi okkur að þeim búum sem við áttum að taka.Þegar ég sá að búin ætluðu að verða yfir fjörutíu hafði ég samband við Egil og vildi ekki fá svona stóran farm í bílinn.
Hann að sinni eljusemi og undarlega krafti fær mig til að samþykkja að taka 42 bú í fullu fjöri.
(Kanski 1.200.000 Býflugur). Búin í alskonar ástandi og eitt þeirra var svo lélegt að ég tók það úr bílnum og það stendur í vegkanti í Fana við Bergen.
Mér leist ekki meir en svo á farminn að við Eyjólfur biðum eftir að fá að vera síðasti bíll um borð í ferjuna þann 2. júni frá Bergen.
 
Hálf tólf um kvöldið gall í hástalarakerfi Norröna boð um að Hafberg Thorisson ætti að koma til viðtals á upplýsingaborði skipsins.
Já já, upp í brú var farið og skipstjórinn spurði um hvaða farm ég væri með og sýndi mér á skjá bílana einn af öðrum með býflugum í kvíldarstöðu á öllum þökunum.
Það fór víst um mig leiðinda hrollur svo hann bauð mér stól og drykk. Við það hef ég líklega hresstst við
svo þá var gerðar áætlanir, ef þessi skildi ekki hepnast þé aðra eða aðra.   
Eitt búið hafði opnast og allar sloppið út. Þar sem þetta var farþegaskip sanmædumst við um að láta þetta ekki kvisast út.
Allt gekk vel og bíllin var fyrstur út í Færeyjum og einig á Seyðisfirði.
Þar tóku við pappírsmál Egils sem hann leysti af sinni alkunnu snild. 
 
Nú þessum húsdýrum var deilt út til áhugasamra féagsmanna. En afföllin voru mikil því hitnað hafði hjá dýrunum á leiðini en flestar voru þó lifandi.
 
Ég tók að mér fimm bú og þrjú spjöruðu sig. Tvö voru léleg og lét ég þau öll inní kæligám og held þeim á um 4 °c hita. Þrjú eru lifandi í dag 27.12.2008. Hitin í búunum var 26°c  34°c og 33°c.    
 
Hunangið var mjög bragðgott og eftirtekjurnar eru 65 kg.
 
Raport frá Lambhagabúinu.
Gleðilegt ár kæru félagar og takk fyrir skemtilegt ár.
Hafberg Þórisson.

Sæll.

Ég vetraði 2 bú.

Meðferð var á þá leið að ég tók frá þeim hunangið (sem er reyndar óunnið ennþá en rammarnir í frysti). Ég geri ráð fyrir að magnið sé á bilinu 25-30 kg alls og skiptingin 60/40. Skildi töluvert af römmum eftir sem voru hálfir eða þaðan af minna í og gaf þeim síðan 10 L af sykurlausn hvoru sem þær innbyrtu. Um síðustu helgi færði ég þau síðan inní sitt vetrarhús sem ég smíðaði í haust. Gróf mig inní brekku, timburgrind, 3" einangrun, sökkuldúkur, 50 cm hálmdýna og efst liggur torf. Dyraumbúnaður verður tvöfaldaður á næstu vikum en hitastigið þarna inni virðist nokk stabílt á bilinu 5-8°C. Vigtaði ekki kassana en það tók ágætlega í svo ég tel þá vera amk. 20 kg, n.b. búin eru bæði á tveim kössum. Helsta ógnin við þau núna eru mýs, en ég hef gert ráðstafanir sem ég vona að dugi til að forða flugunum frá slíkri vá.

Kv.
Rúnar Ingi
Kleppjárnsstöðum


 
Mexico
15.November 2008
Er staddur í Mexico kem heim e 2 daga búinn að sjá nokkrar bíflugur og 1 villibústað -hætti mér ekki of nálægt -það eru jú Killer bees hér
heyrumst
Egill
 
3/11 08
03.November 2008

3/11 08
Búin sem ég flutti inn í jarðkjallaran urðu svo órólegar að ég flutti þær út aftur og ætla nú að bíða góðs frostkafla áður en ég flyt þær inn aftur26/10 08

Nú eru býflugur mínar komnar inn í jarðkjallara- setti búin á netbotn sem lyftir búinu u.þ.b. 5 cm frá netinu bætir þannig loftræstingu -einnig setti ég trélista í stað plastsins ofaná búið og þakið svo yfir.

Gísli er einnig búinn að setja sín bú inn.

 22/9 08

Hér er  býflugnabóndi á Álandi sem er til í að selja okkur "pakka býfl" næsta sumar -þær eru lausar við varroa

þetta er virkil áhugavert eða hvað segið þið ? einhver til í að panta flugur strax ??

 

Torbjörn Eckerman 
Skickat:den 21 september 2008 19:08:06
Till: Egill Rafn Sigurgeirsson (egillrs@hotmail.com)

Hej, ursäkta dröjsmålet med svaret... jag får normalt fram drottningar omkring mitten av juni, så det vore en lämplig tidpunkt, från mitt perspektiv, men det går att ordna tidigare också, med fjolårets drottningar, men tillgången på bin är förstås också mindre i början av säsongen. Efter midsommar har jag hur mycke bin som helst. Jag har väldigt snälla och bra bin, och jag tror dom är lika härdiga som krainer eller nordiska. Jag har hållit på med bin i trettio år och också haft olika krainerstammar och även Nordiska under flera år, men jag tycker att dom har varit för svärmbenägna, och humöret har också lämnat en del övrigt att önska, sen får andra säga vad dom vill. Jag har också ett ganska tufft klimat, med kalla och blåsiga vårar,(nära till iskalla Östersjön). Dom bin jag har kan väl närmast betecknas som Buckfast,jag har omkring hundra samhällen. Transporten kunde väl antingen gå med direktflyg från Helsingfors, eller från Arlanda, men den vägen kan vara lite krångligare med tullen, Sverige är ju väldigt restriktivt med bi-import(fast det skulle ju enbart vara transit). Men vi har ju hela vintern på oss att kolla upp vad som gäller! Priset jag tänker mig är omkring hundra euro (1000 Skr) per kilo. 1,2 till1,5 kg brukar vara standardstorlek ,åtminstone på Nya Zeeland .Jag var där för några år sen med svenska Yrkesbiodlarna och såg när dom höll på skicka hela flyglaster med bin till Canada..
MVH Torbjörn Eckerman

 
Heimsóknir: 
Stjórnun