Býflugur.is
LÝtil b˙ snemma sumars

Litlum búum er einungis hægt að bjarga með því að  auka býflugna fjöldann. Vissulega er það rétt að drottning getur dalað í varpi en þá ákveða þernurnar oftast að ala upp nýja drottningu en sú gamla heldur áfram varpi þar til sú nýja hefur hafið varp. Svokölluð hljóðlát hallarbylting, þá byggja þernurnar oftast 1-2 drottningarhólf oftast á hliðum ungviðaramma.

Að auka fjölda býflugna í búin er hægt að gera á 2 vegu.

1.       Ef búið er nægjanlega stórt til að taka við 1 ungviðaramma frá sterkara búi þe að halda hita á ungviðinu er oft nægjanlegt að gera þetta einu sinni í viku. Búið verður að sitja minnst á 3 römmum þe fylla 3 bil milli ramma til að geta sinnt þessu hlutverki. Ungviðaramman þarf að velja út frá aldri ungviðis þ.e. að maður velur ramma þar sem sýnilegt er að ungflugur eru byrjaðar að klekjast (í miðjum rammanum eru egg en næst þeim er ungviði að klekjast). Allar þernur sópaðar/hristar af og ramminn settur í miðjan klasann í litla búinu.  PASSA að drottningin sé ekki á rammanum sem tekinn er.   

                                                                                                                                       

2.       Ef litla búið inniheldur bara handfylli af þernum auk drottningar þarf að fanga drottninguna í því búi og setja hana í lítið drottningarbúr sem þernurnar éta hana út úr (eins og drottningarnar koma í með býpökkunum) setja apifondadeig í og setja í brjóstvasann. Þá er úr sterku búi teknir 2-3 rammar af ungviði með ásitjandi þernum (passið að taka ekki drottninguna né heldur druntaramma) hristið síðan niður í litlabúið þernur af 3 ungviðarömmum. Lokið litla búinu og bíðið í 1 klst setjið þá drottningarbúrið í litla búið milli ungviða rammana. Þessi 1 klst er mikilvæg því þá hafa allar þernur í búinu uppgötvað að engin drottning er til staðar en þær ekki byrjaðar að ala upp nýja drottningu, eldri þernurnar úr stærra búinu búnar að koma sér út og heim og því auðveldara að setja drottninguna til. Í raun er maður hér að búa til afleggjara.- héðan eftir má síðan bæta við ungviðaramma eftir þörfum eftir 1 viku eins og í lið 1.

 

Ef síðan  drottningin sýnir merki lélegs varps er hægt að skipta á henni og nýrri.

 

Einnig er góð aðferð að skipta á búum þ.e. að setja stórt bú á stað þess litla og litla á stað þess stóra, þá fljúga allar sóknarflugurnar heim á gamla staðinn og styrkja það minna. Gera þetta um hádegisbil í góðu veðri þegar flestar eldri flugurnar eru út.  

Heimsóknir: 
Stjórnun