Býflugur.is
Skipt um drottningu

 Skipt um drottningu: 

Samantekt: Egill R. Sigurgeirsson www.byflugur.is

Til að tryggja að í búinu sé drottning sem verpir sem mest er drottningum á 3-4 aldursári skipt út fyrir nýja, þó þær geti lifað í 5-8 ár.

Þegar ný drottning er sett í búið er nauðsynlegt að:

·         Búið verður að vera drottningarlaust ( 1 klst).

·         Drottning sem setja á til verður að hafa eðlað sig, byrjuð að verpa

·         Góðir aðdrættir (nektar) verða að vera til staðar, veðrátta góð og býflugur á fullu að flytja fóðuraðföng í búið (annars verður að gefa fóður).

·         Þarf að gerast á réttum árstíma.

 

Því fleiri af þessum atriðum sem eru til staðar því betur ganga drottningarskiptin, algengast er að skipta út drottningu á haustin en erfiðara á vorin og snemmsumars. Það þýðir ekkert að skipta um drottningu /setja nýja drottningu í búið nema að það sé alveg öruggt að gamla drottningin eða sú drottning sem fyrir er í búinu, finnist og þá hægt að fjarlægja. Bú eru aldrei drottningalaus nema þerna hafi byrjað að verpa. Ef þernur byrjar að verpa er vonlaust að reyna að setja nýja drottningu í búið. Þessi bú verður að fara með einhverja tugi metra frá býgarðinum og sópa allar flugur af römmunum og úr kassanum, þær munu þá leita heim á gamla staðinn þar sem engin kassi/bú er til staðar en munu þá leita inn í nærliggjandi bú. Til að vera öruggur um hvort drottning sé í búinu eða ekki þarf að gera svokallað drottningapróf. Þá tekur maður einn ramma með eggjum úr öðru búi og setur í búið. Skoða eftir nokkra daga til að sjá hvort búið hefur dregið upp drottningarhólf, ef svo er má telja öruggt að enginn drottning sé til staðar. Ef engin drottningahólf eru dregin upp þá er drottning til staðar í búinu.  Ef á að skipta um drottningu í búi þar sem drottningin finnst ekki þá þarf að sía búið í gegnum drottningagrind. Það er venjulega gert á þann hátt að búið er allt tekið og flutt eh meter og nýr botn og kassi er settur á stað þess sem skal sía. Mikilvægt er að setja drottningargrind fyrir flugopið og engin smuga að drottningin komist inn þá leið. Kassanum er lokað  með til dæmis plastplötu þannig að ef drottning fer á flug kemst hún ekki í kassann ofanfrá. Rammarnir eru síðan teknir einn og einn og allar flugur eru hristar/ sópað af þeim og rammarnir síðan settir í nýja kassa á stað þess gamla. Það þarf að passa vel að drottningin get ekki skotist ofan í kassann.  Leitað er af drottningunni við flugopið og hún búruð og síðan gert á sama hátt og að neðan. Þessa aðferð má sjá á fleiri myndböndum á youtube.   


Mín aðferð er sú að:

·         ég fjarlægi gömlu drottninguna,

·         tekur burt einn ramma í búinu og opna vel á milli þar sem gamla drottningin gekk síðast, þannig að pláss sé fyrir einn ramma, þá safnast ungar býflugur þar til að byggja út plássið með vaxi, en þær eru mun líklegri að taka nýrri drottningu.

·         bíð í eina klukkustund, þá eru býflugur vel meðvitaðar um að drottningin er horfin.

·         tek nýja drottningu í sínu litla drottningarbúri, krem gömlu drottninguna á sendingarbúrinu þannig að lykt gömlu drottningar komi á búrið,

·         set nýju drottninguna í búrinu (tek burt tappann svo býflugur geti étið hana út) í opið sem ég myndaði á milli rammanna og þrýsti þeim saman, set í aukaramman sem ég fjarlægði út til hliðarinnar

·         kíki síðan viku seinna og athuga hvort drottningin sé byrjuð að verpa.

·          

Maður verður að gæta mjög vel að í sendingabúrinu er plast- eða korktappi í fóðurgangi sem maður verður að fjarlægja, þar sem býflugur eiga að éta upp fóðrið svo þær komist að drottningunni, auk þess að það verði ekki of þröngt að drottningarbúinu þannig að drottningin klemmist eða drepist ekki þegar maður setur búrið milli rammana.

 

 

 

 

Önnur aðferð má nefna milli-afleggjara. (ala Torbjörn)
Það er gífurlega stórt inngrip í býflugnabú að fjarlægja gamla drottningu og setja framandi inn í staðinn. Búið leitast við að fjölga sínu eigin erfðaefni og við erum að þvinga upp á það framandi.

Gera fyrst lítinn afleggjara sem inniheldur 2 ramma með lokuðu ungviði með ásitjandi flugum, helst með ungviði sem er í þann mund að skríða út. Þetta þekkið þið á dökkum lit innsiglisins (loksins yfir klakhólfinu). Það á ekki að vera opið ungviði eða egg á þessum tveimur römmum, bara lokað ungviði (Það er erfitt að finna svona ramma þar sem engin egg/opið ungviði er til staðar en verður að vera öruggt að svo sé ekki). Einn fóðurrammi og einn útbyggður tómur rammi eru settir í nýju kúpuna. Hrista flugur af tveim ungviðarömmum til viðbótar í afleggjarann.
Þennan afleggjari má setja ofan á móðurbúið á milli-afleggjaraplötu með litlu flugopi (bara 3 cm.). Það má líka setja hann á venjulegan botn á annan stað en það verður að hafa lokað fyrir netið í botninum og minnka flugopið niður í bara 3 cm og loka því fyrst alveg með grasi þannig að flugurnar þurfi að ryðja sig út. Auðvitað verður maður að vera alveg viss um að gamla drottningin fylgi ekki með í afleggjarann ! Nýja drottningin er sett í búri milli ungviðarammanna í þessum afleggjara og flugurnar látnar éta hana út. Það er best að fóðra afleggjarann vel með sykurlausn eða apifondadeigi.
Eftir 3 daga má opna afleggjarann og skoða. Þá eiga að vera komin egg. Maður lokar aftur afleggjaranum og bíður í eina til tvær vikur eða þangað til að nýja ungviðið er byrjað að innsiglast!
Þá má fara í gegnum móður búið og drepa gömlu drottninguna. Búin eru þá sameinuð með dagblað á milli með fáeinum litlum götum í.

 

Drottningin er merkt eftir fæðingaári og eru 5 litir notaðir  Hvítur litur er notaður fyrsta og sjötta ár hvers áratugar og síðan gulur, rauður grænn og blár í kjölfarið.

Hvítur                      2011, -16

Gulur                       2012, -17

Rauður                   2013, -18

Grænn                    2014, -19

Blár                          2015, -20

 

 

 

 

 

17 drottningabúr (sendibúr) með drottningum og fylgiflugum.

Heimsóknir: 
Stjórnun