Býflugur.is
Fanga sverm

 Oftast sest svermurinn fyrir framan búið í nokkurra til tuga metra frá búinu og í einhverra metra hæð. Býræktendur  setja því upp svermfangara fyrir framan búin (getur verið snúrustaur, tré sem er búið að missa allt lauf sitt eða góða jólatréð sem er búið að sinna hlutverki sínu ).

 

Svermur hjá Hafberg 05.  

 

Finnist svermurinn er hann hristur í ílátið eða hrakinn upp í það. Í runnum og trjám eru greinar klipptar frá eða greinin sem svermurinn situr á klippt frá og þannig oft auðveldara að hrista sverminn  í ílátið (sem getur verið fata eða pappakassi) ef svermurinn situr á jörðinni er pappakassi settur yfir hann- býflugurnar skríða þá upp í hann.

 

                                                                                       Ef ekki er hægt að hrista sverminn er stundum látið yfir hann tré- eða pappakassi og býflugurnar leita upp og í skuggsælan stað og  þegar hann er kominn upp er kassinn tekinn. Kassinn þarf að vera það stöðugur að ekki sé hætta á að hann detti þegar svermurinn er kominn inn í hann. Helst þarf að vera hægt að loka honum að einhverju leiti en passa þó að býflugurnar fái nægt súrefni.

 

Úðabrúsinn er til að úða létt á sverminn svo býflugurnar sitji fastar en fljúgi ekki allar upp þegar svermurinn er hristur í ílátið.

Stundum er hægt að bursta sverminn i ílátið en farið varlega svo drottningin drepist ekki. 

Ef allt liggur vel til er hægt að hrista sverminn beint í nýju kúpuna.

 

Kúpan sem nota á er staðsett í nokkra metra frá móðurbúinu. Best er að hafa nokkra gamla ramma í henni helst með eh smá hunangi í römmunum og allra helst ungviðaramma með opnu ungviði en þá sest svermurinn frekar þar að. Siðan er kúpan fyllt með nýjum römmum með milliveggjum. Gott er að fóðra búið fyrstu vikurnar á eftir sérlega ef veður er votviðrasamt.

Öruggast er þó að setja sverminn inn í svala, myrka geymslu fram á köld og sturta honum síðan í nýja kúpu. 

Ef svermurinn hefur verið tekinn í einhverskonar ílát er hægt að gera á tvennan hátt.

 

1      taka burtu nokkra ramma úr kúpunni og „hella“ býflugunum niður á milli, ýta svo römmunum hægt saman og fylla á ramma frá hliðunum (gömlu rammarnir eiga að vera í miðjunni).

 

2      setja krossviðsplötu eða teppi fyrir framað búið ,hafa hana lítillega hallandi upp að flugopinu og sturta býflugunum á hana, þær skriða þá upp á við og inní kúpuna ( þetta er oft talin öruggari aðferð því ef drottningin hefur ekki lent inni í búinu við aðferð 1 þá flýgur svermurinn aftur út og sest á svipaðan stað og fyrr).

 

 

 

Hér er svermfangari sem hægt er að setja  á langa spítu til að ná svermi hátt úr tré.

 Hér setur kaninn teppi svo þær geti skriðið upp

 

Ef allt hefur tekist eins og vonast er til byrja býflugurnar fljótlega að safna nektar og frjókornum og eðlileg hegðun sést við flugopið. Ef þetta er gamla drottningin sem hefur verið með sverminum þá á að skoða búið eftir 1 viku til að leita að drottningu og/eða eggjum. Ef nýklakin drottning (ekki búinn að eðla sig) er með sverminum getur tekið 2-3 vikur að hún byrji að verpa.

 

 

 sjá nánar á 

http://www.youtube.com/watch?v=GScLrxeTArY&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=GylRrdicXEA&feature=related 

Heimsóknir: 
Stjórnun