Býflugur.is
Grein Kristjßns Kristjßnssonar
GARÐYRKJURITIÐ
Ársrit Garðyrkjufélags Íslands
74. árg.     1994
 
 
Kristján Kristjánsson:
Býflugurnar og blómin
Inngangur
Síðastliðið haust var ég staddur a Íslandi og helt þá m. a. fyrirlestur um frævun nytjaplantna með býflugum. Eftir fyrirlesturinn kom Dr. Einar I. Siggeirsson til mín og spurði hvort ég væri ekki til í að skrifa grein í Garðyrkjuritið 1994, um býflugurnar og blómin, og þær rannsóknir sem ég hef stundað á býflugum og frævun nytjaplantna. Það er mer sönn ánægja að hafa fengið þetta tækifæri og vona að greinin varpi skýrara ljósi a þessi friðsömu nytjadýr - býflugurnar. Með þessari grein ætla ég að reyna að gefa ykkur örlitla innsýn í líf og starf býflugnanna, og samtímis reyna að losa ykkur við þennan ástæðulausa ótta sem hrjáir flestalla Íslendinga. Þegar Íslensku hunangsflugurnar fara að hrella ykkur í sumar þá vona ég að þið notið tækifærið að kynnast nánar þessum einstöku skordýrum hinnar Íslensku fánu og látið vera að hringja í löggæsluna til hjálpar. Ég her verið búsettur í Danmörku síðastliðin 10 ár og stundað mínar rannsóknir við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Rannsóknir mínar hafa að langmestu leyti gengið út á að reyna að leysa hið veraldlega "frævunarvandamál", eða sagt með öðrum orðum, reyna að leysa hið klassíska leyndarmál með býflugurnar og blómið í orðsins fyllstu merkingu. Á þessum 10 árum hef ég unnið með hinar ýmsu tegundir býflugna og tekið þátt í fjölda rannsóknarverkefna, bæði í Danmörku og víðar. Það yrði of langt mál að skýra frá öllum þessum rannsóknar verkefnum og aðferðum. Ég hef því valið að skrifa og lýsa almennt hvað býfluga er, hvaða gagn þær gera í vistkerfinu, eða þá einfaldlega í garðinum heima og hvernig hægt er að nota býflugur sem nytjadýr, þ.e. einhvers konar "húsdýr". Að síðustu ætla ég aðeins að fjalla um þær tegundir býflugna er finnast hér a landi. Býflugur eru skordýr og tilheyra ættbálknum Æðavængjur (Hymenoptera).
Þær teljast til undirættbálksins "Apocrita" (æðavængjur með gaddi) og yfirættarinnar "Apoidea" (býflugur), sem skiptast í 7 ættir. Það sem skilur býflugur frá öðrum skordýrum ættbálksins er m. a. háragerðin, en allar býflugur hafa greinótt hár, sem er aðlögun að söfnun frjókorna. Nú a tímum þekkjum við u.p.b. 25000 tegundir býflugna (aðeins þrjár tegundir hér á landi). Með flestum tegundanna hefur þróast svokallað sambýlisform, eins og t. d. hjá hunangsflugunni (randaflugunni) og alibýflugunni. Flestar býflugur, eða u. þ. b. 90%, eru svokallaðar "einbýlis-býflugur" (enska: solitary bees). Hver einstök kvenfluga safnar frjókornum og blómasykri í litlar Eibýlis-býfluga
 
 
holur eftir pörun og verpir svo eggjum sínum í þær, þar líf hennar er á enda. Hjá "einbýlis-býflugum" er ekki nein drottning eða vinnudýr, eins og hjá hunangsflugunni. Allmargar tegundir býflugna eru "sníkjudýr". Þessar svokölluðu "sníkjubýflugur" verpa eggjum sínum í holur
annarra býflugna. Langflestar býflugnategundir lifa á blómasykri og/eða frjókornum á öllum skeiðum ævinnar og eru líkamlega mjög vel lagaðar að öflun þessarar fæðu. Þær safna blómasykri í svokallaða "hunangspoka", sem er hluti af meltingarveginum. Tunga býflugna er sérstaklega byggð til að sjúga upp blómasykurinn. Frjókornin bera býflugurnar utan a líkamanum í þar til gerðum söfnunarverkfærum (frjókörfum), sem er að finna á afturloppum . Býflugur finnast bæði stórar og smáar. Sumar tegundir  eru nær tvöfalt stærri en hunangsflugurnar íslensku, og enn aðrar eru ekki mikið stærri en mýfluga. Smáar eða stórar, þá er eitt sameiginlegt öllum tegundum býflugna, þær geta stungið. Gaddurinn liggur aftast á afturbolnum og geta býflugurnar dregið hann út og inn eftir vild. það eru þó einungis kvendýrin sem geta stungið. Karldýrin hafa engan gadd né verkfæri til að safna frjókornum. Þeirra hlutverk er í raun og veru eitt, að frjóvga kvendýrin. Þegar því hlutverki er lokið, deyja þau fljótlega. Það eru því  kvendýrin, sem sjá um alla vinnuna (eins og í hinu "raunverulega lífi”),
þ. e. safna fæðu, verja ungviðið ,fræva blómin og tryggja viðhald tegundarinnar. Karldýrunum til góðs má þó nefna, að þau eru yfirleitt litskrúðug og  mun fallegri en kvendýrin (eins og í . . . !). Sumar býflugur hafa eins konar króka á gaddinum, eins og t. d. alibýflugan, og vegna þeirra situr gaddurinn eftir í sárinu þegar býflugan hefur stungið. Alibýflugur geta því aðeins stungið einu sinni. Þær missa ekki aðeins gaddinn, honum fylgir einnig eiturpoki og samtengd dæla, sem heldur áfram að dæla eitri í sárið löngu eftir að sjálf býflugan er gleymd og grafin. Því er mikilvægt að fjarlægja gaddinn úr sárinu sem fyrst. Íslensku hunangsflugurnar hafa ekki svona króka og geta því stungið oftar en einu sinni. Eitur búflugnanna er mismunandi að gerð, allt eftir tegundinni. Sumt fólk getur haft ofnæmi fyrir eitrinu, sem getur lýst sér sem bólgur og kláði i kringum stunguna. Einstaka maður getur, eftir 2 til 3 stungur, fengið sterkari ofnæmiseinkenni. Þessi einkenni eru t. d. kláði á öðrum stöðum á líkamanum en i kringum stunguna, oft á tíðum yfir allan líkamann, og sem einnig lýsir Sér í  rauðum bólum á líkamanum, öndunarerfiðleikum, uppköstum, hnerrum, kláða í nefi og sviða í augum. Í tilfelli af þess konar einkennum er ráðlagt að leita læknis hið bráðasta. . Flestar tegundir býflugna eru EKKI árásargjarnar og stinga örsjaldan. Sérstaklega "einbýlis-búflugur" eru friðsamar, en þær hafa ekkert samfélag sem þær þurfa að verja eins og t. d. hunangsflugur. Býflugur ráðast aldrei á fólk að fyrra bragði, en ef þær eru áreittar, eiga þær það til að stinga. Býflugur bregðast sérstaklega við snöggum  hreyfingum. Ef maður bara fer varlega að þeim, er hægt að skoða þær í  lítilli fjarlægð og njóta þess að sjá þær vinna í blómunum. Býflugur hafa tiltölulega gott lyktarskyn, enda háðar því við leit að fæðu. Hafið íhuga, að blómin lykta ekki fyrir okkur heldur fyrir skordýrin sem fræva þau. Þeim líkar ekki við okkar lykt og að anda á býflugu eða niður í blýflugnabú ætti maður helst að láta vera, nema þá maður vilji reita þær til reiði. Lífsferill býflugna er margvíslegur, og breytilegur eftir tegundum. Eins og nefnt er hér að ofan, eru til býflugur sem hafa þróað með sér sambýlisform, eins og íslensku hunangsflugurnar og alibýflugan, sem gefur okkur hunangið. Af öllum tegundum býflugna er alibýflugan sú tegund, sem hefur mest verið rannsökuð. það er einnig sú tegund sem lengst er komin í þróuninni. Alibýflugur hafa einnig þróað með sér mál, einskonar táknmál, en þær geta sagt hver annarri í  hvaða átt og hve langt þær eiga að fljúga í  fæðu leit. Táknmálið er byggt á sérstökum dansi, sem þær útfæra inni í búinu. Táknmál býflugnanna uppgötvaði þýskur vísindamaður að nafni Karl von Frish og hlaut hann Nóbelsverðlaun fyrir. Hunangsflugurnar hafa ekki þróað með sér eins fullkomið sambýlisform og alibýflugan. það er þó margt líkt með þessum tegundum, og ætla ég nú í stuttu máli, að gera grein fyrir lífsferli íslensku hunangsflugnanna. Sambýli hunangsflugna er "einært", og samanstendur af drottningu, sem er stór, vinnudýrum (sem eru ófrjó og minni kvendýr), og í
 lok sumarsins, af karldýrum og "nýjum" drottningum. Lífsferillinn er í  stuttu máli eftirfarandi :
"Nýjar" drottningar, sem hafa parað sig árið áður, koma úr dvala á vorin, byggja sér einskonar hreiður og stofna bú.    Í fyrstu er búið aðeins einn hunangspottur og frjókornskaka með lirfum í, Hunangspottinn byggir drottningin úr vaxi, og frjókornskakan er blanda af frjókorni og blómasykri. Fyrstu vinnudýrin klekjast út á u. þ. b. 3 vikum, eftir að drottningin hefur verpt fyrstu eggjunum (klak 1). Drottningin heldur áfram að verpa eggjum og nýir hópar af vinnudýrum klekjast yfir sumarið (klak 2, o.s. frv.) Búið stækkar og inniheldur nú fleiri hunangspotta og sérstaka frjókornspotta. Í júlí-ágúst hættir drottningin að verpa frjóum eggjum. Nú verpir hún aðeins ófrjóum eggjum, einlitna egg, sem þroskast í karldýr. Eftir eitt klak af karldýrum (stundum fleiri) verpir drottningin aftur frjóum eggjum, tvílitna egg, sem þroskast í"nýjar" drottningar (klak 3 ). "Nýju" drottningarnar og karldýrin yfirgefa fljótlega búið. Drottningarnar para sig, þ.e  fylla sæðispoka sinn af sæðisfrumum til næsta árs (c) og leggjast síðan í dvala (efst til hægri). "Gamla" drottningin (d), öll vinnudýrin og karldýrin drepast, þegar fyrstu næturfrostin skella á, og aðeins "nýju" drottningarnar lifa af veturinn og geta tryggt næstu kynslóð. Þegar  drottningarnar vakna af dvala á vorin, slysast þær oft inn í hús, íbúunum til mikillar skelfingar. Munið að hafa það íhuga, að dauði einnar drottningar er í raun endir á heilu samfélagi. Ef þið finnið drottningu á villigötum, þá veiðið hana í eitthvert flatt, t. d. eldspýtustokk, og hleypið henni út ígarð aftur. Ef veðrið er slæmt,má fóðra hana með sykurvatni eða hunangi og hleypa henni út þegar veður leyfir. 
 
Hvaða gagn gera býflugur?
Þegar viða heyrum orðið býfluga, kemur fyrst upp í huga okkar hunang og/eða stunga. Fæstum dettur í hug orðið frævun.Fæstar tegundir býflugna framleiða hunang sem hægt er að nýta. Í raun framleiðir aðeins ein tegund - alibýflugan - nýtanlegt hunang. Hinar tegundirnar, eða u. þ. b. 24999, ern ekki aðeins hér á jörðinni til að stinga fólk, þær hljóta að gegna einhverju hlutverki. Einhver skrifaði: "Býflugur framleiða hunang, vax og fræva plöntur;.Hundar framleiða hár, hávaða, flær,hundaskít og fleiri hunda." Býflugurnar komu fram fyrir u. p. b. 100 milljón árum. Forfeður býflugnanna voru sennilega einhvers konar "geitungar", sem byrjuðu að safna frjókornum til að ná í prótein (eggjahvítuefni), en frjókorn ern mjög próteinrík fæða. Þessi breyting á lifnaðarháttum "geitunganna" hefur hugsanlega kveikt undir hinni stóru sprengingu er varð samtímis á þróun fræplantnanna fyrir u. þ. b. 80-115 milljón árum. Með býflugum og fræplöntum hefur í milljónir ára þróast gagnkvæmt samband, sem örugglega hefur haft mikil áhrif á þróun alls lífs á jörðinni. Það skal því engan undra að margar nytjaplöntur eru háðar býflugum um frævun. Margar villtar plöntur, sem framleiða fræ, ávexti eða eru beinlínis Fæðulind villtra dýra, eru einnig háðar býflugum um frævun. Býflugurnar eru lang þýðingarmestu frævararnir hjá stórum hluta blómplantna, og lífið á jörðinni yrði án efa svolítið öðruvísi ef þeim yrði útrýmt, eða bara fjöldi þeirra minnkaði verulega. Margar villtar plöntu tegundir myndu hverfa, framleiðsla mikilvægra ávaxta myndi minnka og framleiðsla á fræjum ýmissa mikilvægra grænmetis-og ávaxtategunda myndi verða ómöguleg,eða þá fjárhagslega ekki arðbær. Mataræði okkar myndi einnig verða heldur fátæklegt.Af þeirri Ástæðu einni er mikilvægt að standa vörð um býflugurnar eins og kostur er, svo að frævunin í framtíðinni geti átt sér stað á sem fullkomnastan hátt. Hér að neðan er teikning(mynd 3), sem synir á einfaldan hátt hvernig býflugnafrævunin tengist hinum ýmsu þáttum vistkerfisins og neytandanum. Sem dæmi um hina ómetanlegu frævunarvinnu býflugnanna,sem yfirleitt er erfitt að meta fjárhagslega,má nefna að vinna býflugnanna (alibýflugan og villtar tegundir) fyrir "landbúnaðinn"í Danmörku hefur verið metinn a u. þ. b. 5000 milljónir íslenskra króna, þar af u. þ. b. 2000 millj. fyrir landbúnaðinn, 1500 millj. fyrir ávaxtaræktina og 1500 millj. fyrir garðræktina í einkagörðum. Til samanburðar má nefna, að framleitt er hunang í Danmörku að verðmæti sem er einungis örlítið brot af ofantalinni fjarhæð.
 
Í næsta kafla ætla ég að útskýra nánar hvernig býflugur eru notaðar sem "húsdyr" til frævunar, og frá niðurstöðum nokkurra rannsókna er ég hef unnið að síðastliðin ár. En áður en við vindum okkur í þann kafla, ætla ég stuttlega að skýra út hvað frævun er, en margir rugla saman frævun og frjóvgun. Frævun (enska: pollination) má skilgreina sem flutning frjókorna frá karlhluta blómsins yfir a kvenhluta blóms sömu tegundar. Frævun er þannig undanfari frjóvgunar (enska: fertilization) hjá fræplöntum. Ýmist getur verið um af ræða sjálfsfrævun (enska: self-pollination), eða víxlfrævun (enska: cross-pollination). Sjálfsfrævun er, þegar frækorn eru lögð til af sama einstaklingi og við þeim tekur, en víxlfrævun, þegar frjókornin koma frá öðrum einstaklingi sömu tegundar. Víxlfrævun getur orðið með ýmsum hætti. Frjókorn geta borist á milli plantna með ólífrænum umhverfisþáttum, svo sem vatni og vindi, eða með lífverum af ýmsu tagi, t. d. býflugum. Frævun og frjóvgun eru tveir aðskildir þættir. Frjóvgun má skilgreina sem sameiningu hins karllega (frjókornið) og kvenlega (eggið) æxlunarefnis, sem leiðir til kímmyndunar. Á sama hátt og með frævunina, getur ýmist verið um að ræða víxlfrjóvgun (enska: crossfertilization) og sjálfsfrjóvgun (enska: self-fertilization). Sjálfsfrjóvgun er, þegar planta myndar fræ eða aldin við sameiningu frjókorns og eggs úr einu og sama blóminu, en þess konar plöntur eru ekki nauðsynlega sjálfsfrævaðar, m. ö. o. sjálfsfrjóvgun og sjálfsfrævun fer ekki alltaf saman Margar tegundir nytjaplantna geta myndað fræ eða aldin eftir frævun með eigin frjókorni, en þessi flutningur frjókornanna frá fræflum yfir á frævu innan blómsins, er hjá mörgum nytjaplöntum einungis mögulegur með hjálp utanaðkomandi þátta, svo sem skordýra. Hér koma býflugurnar inni í dæmið sem ómissandi þáttur.
 
Býflugur sem nytjadýr
Fyrr á þessari öld voru einungis alibýflugur notaðar sem frævarar, en með auknum frævunar rannsóknum hafa vísindamenn komist að því, að ýmsar tegundir "einbýlis-býflugna" og hunangsflugur er jafngóðar, ef ekki betri frævarar en alibýflugan. Í Japan hafa "einbýlis- býflugur" af ættkvíslinni Osmia verið notaðar sem frævarar á ávaxtatrjám í  meira en þrjá áratugi með góðum árangri. Í Bandaríkjunum  eru tegundir af sömu ættkvísl,og býflugur af ættkvíslinni Megachile, einnig mikið notaðar, bæði til frævunar á ávaxtatrjám og fræplöntum svo sem refasmára og hvítsmára. Þróunin síðustu árin hefur verið í þá átt, að "einbýlisbýflugur" og hunangsflugur ern smátt og smátt að taka við verkefni alibýflugnanna. Síðastliðin 10 ár her ég m. a. unnið að því að þróa nýja frævara á nytjaplöntum.Ég her fyrst og fremst unnið við "einbýlisbýfluguna"  Osmia rufa, sem oft er kölluð a dönsku, rauðbrúna ávaxtagarða-býflugan. Auk rannsókna a þessari tegund her ég stundað rannsóknir á framleiðslu hunangsflugubúa til notkunar í gróðurhúsum, fyrst og fremst til frævunar á tómatplöntum.Ég ætla nú að gera grein fyrir þessum rannsóknum í stuttu máli, og hvernig maður framleiðir og notar þessar býflugur til frævunar. Til að hægt sé að nota "einbýlis-býflugur"sem frævara, þurfa þær að uppfylla ákveðin skilyrði. 1) Þær þurfa að verpa saman í hópum, 2) það þarf að vera tiltölulega auðvelt að fá þær til að verpa i tilbúna hreiðurkassa, 3) þær þurfa að geta lifað á fjöldaplöntutegunda,4) þær þurfa að koma úr vetrardvalanum þegar við komandi plöntutegund blómstrar, 5) með höndlun býflugnanna þarf að vera auðveld,6) þær þurfa að hafa mótstöðuafl gegn sjúkdómum og sníkjudýrum og 7) þær þurfa helst að vera friðsamar. Tveir ættkvíslir"einbýlis-býflugna" uppfylla einkum þessi skilyrði, en það eru ættkvíslirnar Osmia og Megachile. Lífshringur Osmia Rufa er í stuttu máli eftirfarandi: Karldýrin og kvendýrin koma fram úr vetrardvala snemma á vorin. Fyrst fer fram pörum og stuttu eftir hana deyja karldýrin, en kvendýrin byrja strax að leita uppi holur (10-20 cm djúpar, 6-8 cm I þvermal) í múr- eða tréveggjum. þegar kvenfluga hefur fundið heppilegan varpstað, safnar hún bæði frjókornum og blómasykri, sem hún blandar saman og setur í botn holunnar. Þarnæst verpir hún einu eggi ofaná blönduna og lokar svo fyrir með jarðvegi (leir). Síðan er ferillinn endurtekinn þar til hún hefur fyllt holuna af fóðri og eggjum (mynd 4).  Þegar holan er full leitar hún uppi aðra holu, og svo koll af kolli þar til líf hennar er á enda. Líftími kvendýranna er u. þ. b. 1-3 mánuðir. Eggin í holunum þroskast í lirfur sem nærast á blöndunni.  Í lok sumarsins spinnur lirfan hylki utan um sig, svokallað púpuhylki. Í lok september                                                                                                                                 Megachile
 
þroskast púpan í fullþroska einstakling, sem síðan skríður út næsta vor. Osmia rufa er fyrst og fremst notuð til frævunar á ávaxtatrjám og -runnum. Þegar plönturnar byrja að blómstra eru púpuhylkin frá síðasta ári sett út í sérstakan hreiðurskúr (mynd 5), sem inniheldur hreiðurkassa með nægilegum fjölda af holum. Eftir 2-3 daga skriða býflugurnar út úr  púpuhylkjunum og byrja að heimsækja blómin og fræva. Um haustið erum hreiðurkassarnir teknir heim og teknir í sundur (mynd 6). Púpuhylkjunum er safnað saman, sett í lofttæmda plastpoka og inn í kæliskáp við 2-4 gráður. Ávaxtabóndinn hefur nú tryggt sér fullkomna frævun, og jafnframt býflugur til næsta árs. Einfaldara getur það ekki verið. Rannsóknir hafa einnig sýnt, að hægt er að stýra því hvenær býflugurnar koma úr dvalanum, og hægt er að geyma býflugurnar í kæli í u. þ. b. 9 mánuði. Býflugur af ættkvíslunum Osmia og Megachile eru nú framleiddar í stórum stíl og notaðar út um allan heim. Til dæmis er þetta orðinn stóriðnaður í  Japan, Bandaríkjunum og Kanada. Á mynd 7 má sjá danskan hreiðurskúr á hjólum fyrir tegundina Megachile rotundata. Tegundin er fyrst og fremst notuð til frævunar á refasmára og hvítsmára. Í einum svona hreiðurskúr, sem er á hjólum og hægt að flytja á milli akra,erum u. þ. b.l milljón býflugur. Fljótlega upp úr síðustu aldamótum byrjuðu menn að reyna að nota Hunangsflugur eða randaflugur sem "húsdyr" líkt og alibýfluguna (Apis mellifera). Það var þó fyrst á árunum 1950-60 að hunangs- Flugubú voru framleidd í einhverju magni til frævunar í gróðurhúsum í  Evrópu. Hunangsflugubúin var þó eingöngu hægt að framleiða þegar drottningarnar voru komnar úr dvalanum, sbr. lífsferil hunangsflugna hér að framan, og notkun þeirra var því bundin sumarmánuðunum. Upp úr 1980var prófuð ný aðferð við  framleiðsluna,sem gerði kleift að framleiðahunangsflugubú allan ársins hring. Samtíma þessari uppgötvun jókst skilningur manna á mikilvægi skordýra frævunar og eftirspurn eftir hunangsflugum jókst gífurlega um alla Evrópu, þó sérstaklega í Belgíu og Hollandi.
Fyrstu fyrirtækin sem sérhæfðu sig í framleiðslu hunangsflugubúa, og eru nú ein stærstu fyrirtæki sinnar tegundar,eru tvö, í  Hollandi og Belgíu. Þessi fyrirtækiframleiða hvort um sig u.þ. b. 10000 bú á viku, og selja til tómatbænda um viða veröld. Býflugurnar,eða réttara sagt frævunareiningin(eitt bú getur frævað 2000 m2 gróðurhús í ca. 6 vikur), eru  seld í sérstökum hreiðurkössum,tilbúnum til að setja inn í gróðurhúsin. Framleiðslan á búunum fer fram á rannsóknarstofum- lokuðum einingum. Það, að geta nú framleitt búin á rannsóknarstofum, hefur gert framleiðslu stöðvunum m. a. kleift að hafa strangt eftirlit með t.d. hugsanlegum sníkjudýrum og sjúkdómum. Framleiðsla á hunangsflugubúi/frævunareining fer fram á eftirfarandi hátt (mynd 8): A: "Nýjar" drottningar eru fyrst meðhöndlaðar með CO2,sem hefur þau áhrif, að þær þurfa ekki að fara i dvala. B: Drottningarnar,hver um sig, eru síðan settar ísmá kassa og fóðraðar með frjókornum (safnað frá alibýflugum)og sykurvatni. C: Eftir ca. 3-6 vikur koma fyrstu vinnudýrin fram og er þá einingin flutt yfir í frævunarkassann. Þegar búið hefur náð ákveðinni stærð (70- 100 vinnudýr), er það tilbúið sem frævunareining. Frá því að drottningin er sett í fyrsta kassann og þar til frævunareiningin er sett út til að fræva, hafa býflugurnar aldrei séð dagsins ljós. Fyrst þegar einingin er sett i gróðurhús, fá vinnudýrin möguleika á að fljúga úr kassanum. Á mynd 9 má sjá hunangsflugubú á byrjunarstigi, og mynd 10 sýnir bú sem komið er lengra íþroskuninni, eða að nálgast það að vera frævunareining. - Öll notkun á hunangsflugum í gróðurhúsum er tiltölulega auðveld. Býflugurnar sætta sig fljótt við að vinna inni í gróðurhúsunum og eru mjög friðsamar. Í Hollandi og Belgíu eru hunangsflugur nú notaðar í stórum stíl til frævunar á ýmsum nytjaplöntum í gróðurhúsum (sjá töflu 1 ). Hunangsflugan er tiltölulega nýtt "húsdýr". Fyrir u. p b. 7-8 árum var ekki eina einustu hunangsflugu að finna í gróðurhúsum í Evrópu
 
Tafla 1
 
Ávextir, grænmeti o. fl.                                                                          Fræframleiðsla
 
Jarðarber                                                                    Baunategundir
Melóna                                                                        Gulrætur
Ferskjur                                                                      Laukur
Plómur                                                                       Broccoli
Bláber                                                                        Radísur
Rauðber/Ribs                                                            Káltegundir(Brassica)
Hindber                                                                      Ýmsar pottaplöntur
Brómber                                                                     Persille
Squash (gourgettes)                                                  Gúrkur
Tómatar                                                                     Chicorie
Paprika                                                                       Endivie

Eggaldin                                                                     Sellerí

                                                                                   Asparagus

Ýmsar kryddjurtir

 

 

Fyrst og fremst með tilkomu nýrrar framleiðslutækni við ræktun á hunangsflugnabúum byrjuðu tómatbændur að nota hunangsfluguna í stað svokallaðrar "electric-bee", en það er tæki sem notað er til að hrista ("víbra,,) plönturnar. Áður en hunangsflugurnar komu til sögunnar urðu bændur að hrista hverja einustu plöntuklasa annan hver dag til að tryggja fullkomna frævun og þar með framleiðsluna. Í dag sjá hunangsflugurnar alveg um þessa hlið á frævuninni og mun betur en fyrri frævunaraðferðir (sjá töflu 2). Bændur sem nota hunangsflugur spara tíma, vinnu og síðast en ekki síst framleiða þeir tómata sem eru betri að gæðum. Frævun með hunangsflugum er mun ódýrari en handfrævunin. Í töflu 3 má sjá sparnað í krónum og aurum við frævun með hunangsflugum ístaða handfrævunar eða "víbrunar". Íslenskir tómatbændur eru nú að byrja að nýta sér þessa nýju frævunaraðferð. Má reikna með að þegar nú í sumar megi finna hunangsflugur í  íslenskum gróðurhúsum, þ. e. ef bændur sætta sig við að hafa suðandi býflugur í vinnu. Eitt er þó hægt að segja, ódýrara vinnuafl er sennilega ekki hægt að finna 1dag.  

Býflugur á Íslandi
Þrjár tegundir býflugna finnast á Íslandi. Þetta eru allt hunangsflugur  (enska: bumblebees) og tilheyra ættkvíslinni Bombus. Tegundirnar eru Bombus jonellus (Kirby), Bombus hortorum L. og Bombus luc- Drum L. Tvær síðastnefndu tegundirnar eru tiltölulega nýkomnar til landsins, sú fyrri í kringum 1950 og hin síðari á seinni hluta áttunda áratugarins. Tegundin B. jonellus hefur verið hér frá ómunatíð, eða sennilega í mörg hundruð ár Bombus jonellus er útbreidd um allt land og tiltölulega algeng þar sem þéttleiki helstu fæðulinda hennar er mikill. Útbreiðsla tegundarinnar virðist að nokkru leyti fylgja útbreiðslu víðisins, en hann er fyrsta plantan sem býflugurnar heimsækja  vorin. Aðrar plöntutegundir, eins og t. d. lyngtegundir, blóðberg, blágresi, hvítsmári og lúpína, ern einnig mikilvægar fæðulindir. Tegundin hefur fundist á alls 33
 
 
Bombus jonellus
 
plöntutegundum, sjá töflu 4. Bombus hortorum hefur eingöngu fundist á suðvesturhluta landsins, og aðeins í Reykjavík og nærliggjandi bæjum. Eins og nafn tegundarinnar ber með sér, er hún algeng i görðum og heimsækir fyrst og fremst garðaplöntur. Tegundin hefur mjög langa tungu og liggur skýring útbreiðslu hennar m. a. í því. Flóra Íslands inniheldur nær eingöngu tegundir með stutta blómhlíf, en garðagróður a Stór- Reykjavíkursvæðinu er ríkur af innfluttum tegundum með langa blómhlíf. Útbreiðsla tegundarinnar kemur því tæplega á óvart. Án efa er samband milli landnáms tegundarinnar og innflutnings á erlendum blómplöntum. Stór-Reykjavikursvæðið hefur tæplega"getað boðið upp á fæðu fyrir tegundina fyrr en upp úr 1940 til 1950, þar sem lítið hefur verið um garðagróður fyrir þann tíma. Við aukna ræktun erlendra blómplantna i görðum, og með tilkomu Grasagarðsins í Laugardal, hafa líkurnar aukist verulega á að tegundin nái fótfestu hér á landi. Hún hefur fundist a allmörgum tegundum blómplantna, sjá töflu 5, og má nefna helstar: Sporasóley, sigurskúf,
Pulmonaria, Symphytum og ljósatvítönn. Bombus lucorum fannst fyrst hér a landi árið 1979. Síðan hefur tegundin fundist á hverju ári og er orðin útbreidd um landið. Tegundin hefur stutta tungu og getur því nýtt sér íslensku flóruna á sama hátt og Bombus jonellus. Hún getur auk þess nýtt sér plöntur með langa blómhlíf, þar sem hún er ein fárra býflugnategunda, sem getur
bitið gat á blómhlífina og stolið blómasykrinum, án þess að fræva blómið. Svona býflugur ern oft nefndar "blómasykurs-þjófar" (enska: nectar-thiefs). Tegundirnar þrjár eru við fyrstu sýn mjög líkar í útliti. Það er þó í flestum tilfellum hægt að nota háralitinn, allavega til greiningar á
kvendýrum tegundanna (mynd 11). Bombus jonellus og Bombus horforum hafa þrjár gular rendur á líkamanum. Tvær gular rendur á frambolnum og eina gula rönd fremst a afturbolnum. Bombus lucorum hefur aðeins tvær gular rendur, eina fremst á frambolnum og eina fremst á afturbolnum.  
 
Bombus hortorum má greina frá Bombus jonellus á löngu andliti, langri tungu og stærðinni,en tegundin er mun stærri en sú síðastnefnda. Karldýrin eru erfiðari viðfangs. Þau má m.a. þekkja frá kvendýrunum á gulum hárum í  andliti, engum frjókornverkfærum áafturloppum, gaddleysinu, skeggi a kjálkum og fjölda liða i þreifurunum. Hjá býflugum almennt, að undanskilinni alibýflugunni,hafa öll kvendýr  12 liði en karldýr 13. Hunangsflugur framleiða ekki hunang og er því  eingöngu hægt að nýta þær til frævunarverkefna. Aðeins alibýflugan framleiðir svo mikið hunang að hægt sé að nýta það. Ástæðan liggur i því, að samfélag alibýflugunnar er fjölært og lifir það (um 20000 vinnudýr og drottningin) af veturinn. Til að geta lifað af veturinn safna býflugurnar forða á sumrin. Þessu stelur býflugnabóndinn og fóðrar búin sín á veturna með sykurvatni í staðinn. 
 
Tilraunir til að rækta alibýflugur (tegund:Apis mellifera)á Íslandi hafa verið gerðar með misjöfnum árangri. Fyrsta tilraunin var gerð á Akureyri árið 1936. Eitt bú var flutt inn frá Noregi og fyrsta árið döfnuðu býflugurnar vel og framleiddu u. p. b. 10-12 kg af hunangi. Sumarið eftir dóu þær allar, sennilega vegna þurrkatíðar, sem m.a. gerði það að verkum að hvítsmárinn framleiddi nær ekkert sykurvatn það ár,en hann var aðal fæðulindin. Annað bú var flutt inn strax um vorið og framleiddi 10 kg af hunangi, en dó um veturinn. Næsta afgerandi skref i sögu býræktunar á Íslandi var svo fyrst tekið árið 1953, en það ár var Býræktunarfélag Íslands stofnað. Á fyrsta aðalfundi félagsins innrituðust 12 i félagið. Drifkrafturinn a bak við stofnun félagsins var Dr. Melitta van Urbancic, en hún ræktaði býflugur í Reykjavík í nokkur ár á bilinu 1950 til 1960. Síðan 1960 hafa örfáir aðilar reynt býræktun og hunangsframleiðslu hér á landi, yfirleitt með frekar lélegum árangri. Í dag eru engar alibýflugur á Íslandi. Þessar fyrstu tilraunir hafa sýnt og sannað að það er hægt að hafa alibýflugur á Íslandi og stunda býrækt. Býflugurnar geta framleitt hunang, þó ekki sé hægt að tala um neina stórframleiðslu,og þrátt fyrir langa og stundum kalda vetur geta búið greinilega lifað það af. Síðan 1960 hafa ekki orðið neinar afgerandi veturfarsbreytingar hér á landi. Hinsvegar hefur flóra landsins breyst, þá sérstaklega með tilkomu einkagarða,og frekar aukið möguleikana á að stunda býrækt á Íslandi. Landanám nýju hunangsflugnanna og útbreiðsla þeirra, undirstrikar þessa staðhæfingu. Þekking varðandi líffræði alibýflugna, svo og á allri býflugnatækni,hefur fleygt fram síðastliðin 30 ár. Einnig hafa komið fram nýjar undirtegundir eða "rasar", sem þola kaldara veðurfar en áður. Því ætti að vera hægt að hefja á ný býrækt á Íslandi með ákveðinni bjartsýni. Það gefur auga leið að ekki er hægt að stunda býrækt hvar sem er á Íslandi. Hér skiptir mestu máli hvar finna má fæðulindir með hina réttu samsetningu og þéttleika. Ef við lítum a Íslensku flóruna, má sjá af töflu 4 nokkrar þeirra plöntutegunda,sem væru einnig mikilvægar fæðulindir fyrir alibýflugurnar. Hér vil ég nefna sérstaklega víðitegundirnar,hvítsmárann og beitilyngið. Þessar tegundir eru útbreiddar um allt land og yrðu örugglega ómissandi undirstaða býræktunarinnar. T. d. mætti nota svæði eins og Heiðmörk til býræktunar. Af öðum plöntum má nefna bláberjalyng, sortulyng, blóðberg, blágresi, krækilyng, fífla og lúpínu. Að auki eru möguleikarnir enn stærri á svæði sem Reykjavík og nágrenni. Það svæði, með hina ríkulegu garða-flóru, gæti staðið undir töluvert stórum stofni af  alibýflugum. Að byrja aftur býrækt á Íslandi er engin utópía. Ég er sannfærður um að það er hægt. Það krefst að sjálfsögðu nokkurra frumrannsókna og undirbúnings. Í raun er Ísland mjög spennandi staður fyrir býræktun. Hér eru engir býsjúkdómar og sníkjudyr, sem er vaxandi vandamál á meginlandinu,og eru að útrýma sumum tegundum undirtegundanna. Ef til vill væri hægt að nota Ísland sem einskonar friðarstað fyrir undirtegundir alibýflugna í útrýmingarhættu.Varðandi hunangsframleiðsluna,má maður ekki vænta of mikils. Hinsvegar er víst ,að það verður af sérstökum gæðaflokki. Hver veit, nema e. t. v. í framtíðinni verði hægt að finna Íslenskt hunang í hillum erlendra stórmarkaða,og á glösunum stendur að sjálfsögðu - GEYSIR-HUNANG, framleitt af alibýflugnabúum staðsettum á Ísenskum jarðhitasvæðum.
 
Lokaorð
Í grein minni hef ég stiklað á stóru varðandi býfluguna og blómið, enda er samband þeirra flóknara en svo að hægt sé að gera grein fyrir því í stuttu máli. Tegundafjöldi býflugna í heiminum talar sínu máli. Síðan ég byrjaði að rannsaka býflugur, en það var fyrst árið 1979 hér á landi, hef ég verið gagntekinn af þessum margbreytilegu skordýrum, fjölbreytni þeirra og hinu einstaka og frábæra sambandi þeirra við blómin. Án þeirra væru engin blóm á jörðinni og án blómanna væru engar býflugur til. Ég vona að greinin haft varpað einhverju ljósi á þetta samband og dýpkað skilning lesenda á hinu kalssíska vandamáli um býfluguna og blómið. Í gegnum aldirnar hefur mikið verið ritað um býflugur og samband þeirra við blómin. Yrði of langt mál að telja upp allar þær heimildir og fróðleik hér. Mig langar þó að enda þessa grein með nokkrum skrifuðum orðum Charles Darwins, en hann gerði sér fullkomlega grein fyrir sambandinu á milli hunangsflugna og framleiðslu rauðsmárafræja,og af hverju gamlar piparmeyjar áttu ketti. Hann skrifaði: 
 
WHY OLD MAIDS KEEP CATS
Old maids keep cats. The more old maids, the more cats. Cats take
mice. The more cats, the fewer mice. Mice dig out bumblebee nests.
The fewer mice, the more bumblebees. Bumblebees are necessary for
the production of red clover seed. The more bumble-bees, the better
seed-setting. In other words: The more old maids, the more clover
seeds.
 
Kristján Kristjánsson, Adjunkt
Den Kongelige Veterinær- og landbrugshöjskole,
Kaupmannahöfn
 
Heimsóknir: 
Stjórnun