UM FÉLAGIÐ
Um bý
Bý – félag býræktenda á Íslandi er vettvangur býflugnabænda til að deila gleði og þrautum í býflugnarækt. Bý hefur jafnframt séð um utanumhald býrækt á Íslandi og innflutning á býflugum fyrir félagsmenn. Á vegum félagsins eru reglulega haldnir fræðslufundir um býflugnarækt, námskeið, uppskeruhátíð og árshátíð auk annars félagsstarfs.
Býflugur hafa verið ræktaðar samfellt á Íslandi frá árinu 1998 en með hléum frá árinu 1935.
BÝ var stofnað árið 2000 sem áhugamannafélag um býflugnarækt á Íslandi. Stofnendur félagsins voru og eru miklir áhugamenn um býflugur, ræktun þeirra og þróun á Íslandi. Sjá nánar hér
Stjórn félagsins samanstendur af þrem stjórnarmönnum og einum varamanni.
Í stjórn í dag eru Egill Rafn Sigurgeirsson formaður, Valgerður Auðunsdóttir ( félagi frá 2011) gjaldkeri, Herborg Pálsdóttir ( félagi frá 2011) ritari og Þorsteinn Sigmundsson ( félagi frá 2002 ) varamaður í stjórn.
Samþykkt á aðalfundi 30 apríl 2022
makmið
Að sameina þá sem stunda bíflugnarækt á Íslandi, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra.
Annast kynningar- og fræðslustarf um málefni býflugnaræktar og afla henni stuðnings.
framtíðarsýn
Bý vinnur að framtíðarstefnumótun fyrir hönd félaga varðandi býflugnarækt á Íslandi og sjálfbærni þess, ásamt að vera fulltrúi félaga út á við.
Hlutverk
- Fræðsla
- Stefnumótun
- Þróunarvinna
- Innflutningur
- Sjálfbærni ræktunar