Býflugur.is
DrottningarŠkt

28 dögum eftir að "drottningaeggi" er verpt, getur hin nýja drottning byrjað varp. Til að geta dæmt um gæði hennar þarf að bíða þar til að ungviði hennar er hjúpað (þannig að ekki sé um druntamóðuir að ræða (ófrjóa drottningu))

Til að rækta margar drottningar á einu bretti gerir þú eftirfarandi.

Þú þarft eftirfarandi;

·         -Sterkt bú á minnst 4 kössum þar af 1 hunangskassi

·         -Auka botn og þak

Svona gerirðu;

  1. Að morgni á góðviðrisdegi er hunangskassinn (-arnir) teknir af.
  2. Kassana með ungviði og drottningu auk býflugna, flytur þú einhverja metra frá með botni og þaki.
  3. Fyndu ramma með miklu frjókorni.
  4. Hunangskassarnir eru settir aftur á gamla staðinn.
  5. Í efsta kassanum fjarlægirðu 2 ramma ú miðjunni,
  6. Setur frjókornaramman þar en skilur eftir tómt þar sem rammi með drottningarhólfum á að koma.

Eftir 5-6 klst hafa flestar sóknarflugurnar komið heim í gamla (hunangskassana) búið sitt auk þess hafa margar býflugur sem fylgdu með í kössunum með drottningunni og ungviðinu flogið út og farið "heim" á gamla staðinn. Þar er nú engin drottning og ekkert ungviði (þú verður að passa að ekkert ungviði eða egg verða eftir á gamla staðnum)

Núna getur þú valið nýlega klaktar lirfur (2-2,5 mm)

Eftir 5-6 klst hafa flestar sóknarflugurnar komið heim í gamla (hunangskassana) búið sitt auk þess hafa margar býflugur sem fylgdu með í kössunum með drottningunni og ungviðinu flogið út og farið "heim" á gamla staðinn. Þar er nú engin drottning og ekkert ungviði (þú verður að passa að ekkert ungviði eða egg verða eftir á gamla staðnum)

Núna getur þú valið nýlega klaktar lirfur (2-2,5 mm)   

frá bestu drottningunni þinni og sett í tilbúna drottningarbolla sem sitja á drottningarræktunarramma og sett í drottningarlausa búið. Sjá hér  en hér gerir hann sérstakan startara sem við búum til með öllum býflugunum sem koma heim í drottningarlaust bú.

 

 

 

 

 

Eftir  4-5 daga hafa býflugurnar lokað drottningarhólfunum.Þá setur maður búr yfir svo býflugurnar drepi ekki eh drottningar. Nú seturðu kassana með drottningunni og ungviðinu aftur á gamla staðinn undir hunangskassana með drottningargrind á milli. Nú er búið sameinað á nýtt og venjulega þarf maður ekki að hafa áhyggjur af gömlu drottningunni -sameiningin gengur oftast vel en ef þú bíður lengur þá þarf að setja drottninguna í búr sem þernurnar éta hana úr.

Eftir 7-8 daga  klekjast nýju drottningarnar og þurfa 2 daga áður að hafa farið í eðlunarbú eða litla afleggjara (3-4 rammar af ungviði og býflugum). Sjá hér .

Hér er hægt að setja upp skipulag ræktunarinnar með dagsetningum hvernig eftirliti skal háð.

 

Búnað sem þarf til: tappar og drottningabollar auk búra fyrir hvert drottningarhólf, ramma fyrir drottningarhólfin,eðlunarbú ef ekki eru notaðir litlir afleggjarar. Lirfunál/fjaðurpenna til að flytja lirfurnar.  

Heimsóknir: 
Stjórnun