Býflugur.is
TÚkklistar og flŠ­irit

                        

Það sem maður athugar alltaf við hverja skoðun

                                  1 er drottning í búinu

                                  2 eru egg í klakhólfum

                                  3 eru opin ungviðahólf

                                  4 eru lokuð klakhólf

                                  5 lítur ungviðið eðlilega út

                                  6 er búið að undirbúa sverm

                                  7 er nóg fóður

                                  8 gæflyndi býflugnanna

                                  9 þarf nýjan kassa

                                  10 eru hunangsrammar tilbúnir til töku

 

                                          og alltaf að fylla út í umönnunarkort fyrir hvert bú eftir hverja skoðun

 

 

 

Fyrstu vorverkin

Allt gert klárt…

Fyrir 1. apríl:

üAllt efni hreinsað -líka ósari, bursti, kúpuskafa, borið á hanska og galli þveginn

  (helst seinvetrar!)

üKassar mm þvegið með grænsápu eða með Virkon.S
 
Rammarnir þvegnir
üþráðurinn strektur  
üvax brætt í rammana
Helst fyrir   1. apríl:
ü Keypt  fóðurdeig
ü Litið til búanna
üFlugopið hreinsað
üEngar greinar sláist í búið
üFylgjast með þegar hreinsunarflug verður…

Hreinn botn settur undir búið…

 Fyrsta skoðun í apríl- maí við gott veður >12°C

 

 1. skoðun (eftir hreinsunarflug): Er búið lifandi? Leitið eftir hita á/undir lokinu. 

Athugið varlega fóðurástand.

Fóðrið ef þörf er á. ( Bifor, Apifonda,Neopollen, FeedBee eða þurrsykur)

 

 

1) Hreinn botn settur undir búið:

ü taka með kassa/þak til að setja búið á …
ü + hreinnann botn/sótthreinsaðan með VirkonS
ü
a)Lyftið varlega þakinu og ath hvort líf sé  í búinu
b)Lyftið búinu yfir á kassann/þakið
c)Ath hvort vanti fóður (þyngd búsins)?
d)Setjið hreinan botn þar sem búið á að standa
e)Setjið búið á hreina botninn
Fyrsta skoðun framhald:
(í maí-júní)
2. skoðun: Finnið hitann á lokinu. Mikill hiti- stórt bú
Nóg fóður? (Lyftið ekki upp ungviðarömmum nema meira en > 15°C)
Fóðra ef þörf er á.
2) Setjið druntaramma í búið
Hvað er druntarammi?
a)Rammi með smá ”rönd” af vaxi efst
b)Býfl bygga síðan niður af vaxinu druntahólf.
c)Drottningin vill verpa druntaeggjun
ØLyftið upp tómum fóðurramma frá gafli kassans
ØLeitið varlega að fyrsta ramma með ungviði  (sá rammi sem mest af býfl situr á …)
ØSetjið  druntaramman næst við 1. ramma með ungviði í
ØSetjið hina rammana aftur til baka
 
3. skoðun: Farið vel í gegnum búið. Minnst 15ºC í skugga.
Egg? Ungviði? Druntahólf? Frjókorn? Fóður?
•Bæta við kassa, ef þarf, passa að ekki þrengist að búinu.
Skoða í búin 7 hvern dag.
 
 
3) Fóðra m frjódegi: maí -júní
ØFjarlægið þak og klæðningu undir
ØSkerið fóðrið í þunnar ræmur
ØSetjið ræmurnar niður á milli rammanna
ØMaður getur líka flatt út frjódeigið m kökukefli eins þunnt og hægt er og lagt ofan á rammana ( notið flórsykur til að það festist ekki)
ØSetjið lokið og net/plastfilmu/annað yfir til að halda hita
ØLokið búinu og festið tryggilega. 
 
 
endur teknar skoðanir í júní-júlí
Bæta við kössum 1-3 á þessum tíma allt eftir þörfum.
Leita eftir drottningahólfum (ætlar  búið að sverma)!
Hugsanlega fyrsta uppskera.
Búa til afleggjara
 
 
Júlí- ágúst
Aukakassa eftir þörfum.
Leitið eftir drottningahólfum –svermur !
2. uppsker ef stórt bú.
Fylgjast með hvort nægt fóður berst í búið.
 
 
Ágúst -september
Verið örugg um að frjó drottning sé í búinu.
Seinustu tök á uppskeru er í byrjun september
Fóðrið strax að lokinni uppskeru.
Sjáið til að aldrei verði tómt í fóðurtroginu og leyfið þeim að taka eins mikið af fóðri og þær vilja.
 
Gefið minnst 1 kg af fóðurdegi
 
September
Fóðrun líkur.
Búið gert klárt fyrir veturinn, lok og þök ,nýir botnar.
Gamlir svartir rammar bræddir .
Tiltekt og geyma kassa og annað dót á köldum þurrum oöruggum stað, múshelt, og hafa dagblað á milli kassa með vaxrömmum í svo vaxmölurinn komist ekki á milli.
 
 
Október-desember
Ganga frá kössum og römmum.
Lesa sér til um býrækt.
Skipuleggja sig fyrir komandi misseri
 
 
 
Fyrsta skoðun að vori.
Maður lyftir af loki/þaki og allt sem hylur ofanfrá. Ósar lítillega ofan á býflugurnar
Þegar maður skoðar ofan í búið reynir maður að gera sér grein fyrir eftirfarandi:
1.       Á hve mörgum römmum eru býflugur ?
2.       Er það stórt (fjölmennt) eða lítið ?
3.       Virðist vera eðlileg hegðun á býflugunum ?
4.       Eru  þær rólegar, pirraðar eða sljóar?
5.       Er skítur á efri listum rammana ?
6.       Er mygla í hornum kassans eða annarstaðar ?
 
 Maður lyftir varlega upp ysta rammanum sem er ekki með býflugum, á annarri langhliðinni.
Hvernig lítur ramminn út
1.       Er hann myglaður ? (taka hann þá)
2.       Útskitinn ? (fjarlægja hann þá)
3.       Hve mikið fóður er í honum ?
4.       Annað sem skiptir máli ?
 
Maður lyftir 1-2 römmum upp í viðbót, sem eru ekki með flugum og setur þá við hliðina á kúpunni og  skoðar þá á sama hátt og ofan .
 
Næstu ramma sem á sitjandi býflugum flytur maður 1 og 1 yfir til hliðarinnar sem nú er tóm, skoðar niður á milli rammana, dregur þá til en lyftir þeim ekki upp.
1.       Hve mikið fóður er í römmunum –þungir eða léttir ? fullur rammi inniheldur uþb 1,5 kg
2.       Er lok komið á ungviða hólfin (hjúpað hólf)? Á hver mörgum römmum er ungviði ?
3.       Sést drottningin ?
4.       Annað sem skiptir máli ?
 
Eru tómir fóðurrammar í búinu ? flytjið þá fulla ramma næst ungviðaklasanum eða setjið fóðurramma sem þið eigið frá því í fyrra í stað þeirra tómu. Sérlega mikilvægt að setja ramma með frjókorni í sem næst ungviðarömmunum eða gefa Neopollen.
 
Ef búið situr á fleiri kössum skoðið þá alla á svipaðan hátt ef veður leyfir- þetta er líka hægt að gera við seinna tilfelli.
Ef margir tómir rammar eru í búinu er óvitlaust að þrengja að þeim með því að taka burtu alla tóma ramma og þá
sem lítið fóður er í og fjarlægja 1 kassann. Ef búið hefur setið á 3-4 kössum í vetur og allir rammar eru sneisafullir
af fóðri og ungviði þá er óvitlaust að taka 1 kassa(10 ramma) fullan af fóðri frá þeim og eiga til mögru áranna.
Þetta hjálpar þeim að halda hærri hita í kúpunni. Verið bara viss um að búið hafi nægan forða eftir –ca 15 kg.
Áður en þið lokið búinu setjið ½ kg af frjódegi ofan á efstu rammana.
 
 
 
Hérna getið þið prentað út myndina sem er að neðan 
 
 
 


 

 

 

                                                               Hvernig gerir maður

                                                        DROTTNINGARAFLEGGJARA

Drottningarafleggjara gerir maður ekki eftir síðustu vikuna í júní, vegna þess að annars nær hvorki afleggjarinn né móðurbúið að stækka fyrir veturinn ef maður vill fjölga búum. Fyrir júní lok er þetta góð aðferð að aftra svermtilhneigingu. Taktu nýjan botn, kassa og þak. Taktu minnst 4 og allt að tæplega helming  ramma með ungviði í og helming fóðurrammanna frá móðurbúinu (móðurbúið er það bú sem eftir verður á sama stað) og settu í nýjan kassa. Settu ungviðarammana í miðjuna og fóðurrammana til beggja hliða. Hristu auk þess býflugur frá nokkrum ungviðarömmum í móðurbúinu í nýja kassann. Þetta til þess að koma í  staðinn fyrir eldri býflugur sem fljúga til baka í móðurbúið. Fjarlægðu öll drottningarhólf í drottningarafleggjaranum. Sjá Kassa 3 hér að ofan hvernig á að sinna móðurbúinu.

Ef þú villt ekki fjölga búum setur þú kúpuna með afleggjaranum í við hliðina á móðurbúinu (ca ½ m frá ) með flugopin í sömu átt. Við lok sumars sameinar þú afleggjarann og móðurbúið með dagblaðssíðuaðferðinni (dagblaðssíða með nokkrum götum í er sett ofaná móðurbúið að kvöldi og afleggjarinn settur ofan á).

Ef þú vilt fjölga búum geturðu sett afleggjarann hvar sem er í býgarðinn hjá þér. Ef þú setur hann minnst 2 km í burtu þarftu ekki að hrista aukalega býflugur frá ungviðarömmum úr móðurbúinu (eldri býflugur fljúga þá ekki heim í sama mæli svo langt undan).

Vertu viss um að gamla drottningin fylgi með í afleggjarann. Ef þú finnur hana ekki :  Sópaðu (ekki hrista, þú gætir drepið drottningalirfu í drottningahólfi sem þú ætlar að leyfa móðurbúinu að ala upp) allar býflugur á helming af ungviðarömmunum og helming af fóðurrömmunum, niður í móðurbúið og settu þessa „býtómu“   ramma í kassa ofaná móðurbúið með drottningar grind á milli. Í staðinn fyrir  ramma sem þú tókst úr móðurbúinu seturðu helst uppbyggða ramma til hvorrar hliðar við þá ramma sem eftir eru í móðurbúinu. Eftir nokkra tíma hafa býflugur flutt sig upp í efri kassann. Taktu efri kassann og settu hann  til hliðar. Flyttu nú alla ramma (með ungviði og fóðri, en ekki tómu rammana) úr neðri kassanum í móðurbúinu yfir í nýja afleggjara og hristu allar býflugur á öðrum römmum í neðri kassanum á móðurbúinu niður í afleggjarann. Nú ætti gamla drottningin að vera í drottningarafleggjaranum. Eldri býflugur fljúga til baka í móðurbúið. Ef þú getur er jafnvel betra að flytja neðri (sá sem var undir drottningagrindinni) ungviðakassann yfir á nýja botninn. Efri ungviðakassinn sem þú settir til hliðar er nú sett yfir á botn móðurbúsins. Vert viss um bæði búin séu með nóg fóður. Fóðraðu þetta nýja bú með sykurlausn og frjódeigi upp á 3 kassa, þannig þegar þörf er á 4 kassanum tekurðu burt fóðurtrogið og leyfir þeim að setja hunang í rammana í 4 kassan -það verður þín hunangsuppskera.

                                                        Hvernig gerir maður

                                                           AFLEGGJARA

Taktu 5 ramma með ungviði, helst ramma þar sem ungviðið er að byrja klekjast, með þeim býflugum sem sitja á römmunum og settu þá í nýjan kassa. Taktu 2 fóðurramma og settu þá sitthvoru megin við ungviðarammana. Ramma með vaxplötum setur þú yst. Hristu býflugur frá 3 ungviðarömmum úr móðurbúinu niður í nýja afleggjarann til að koma í stað þeirra eldri býflugna sem fljúga heim í móður búið.  Passaðu að drottningin verði eftir í móðurbúinu. Ef ný drottning eða lokað drottningarhólf afleggjarans á að koma annarstaðar frá, þarftu að fjarlægja öllhugsanleg drottningarhólf á römmum afleggjarans. Ef þú ætlar ekki að fjölga búum seturðu afleggjarann til hliðar við móðurbúið  var sem er í býgarðinn. Sjáðu hér að ofan í flæðiskemanu hvernig þú heldur áfram með afleggjarann í : AÐFERÐ1 og AÐFERÐ 2. Ef þú finnur ekki drottninguna gerðu þá á eftirfarandi hátt: Settu eftirfarandi ramma í nýjan kassa, 5 með hjúpuðu ungviði, 2 með fóðri, 1 með vaxplötu og 2 með opnu ungu ungviði. Hristu allar býflugur af römmunum fyrst niður í móðurbúið. Ef þú ætlar að nota drottningarhólf á þessum römmum sópaðu þá býflugurnar af, annars fjarlægir þú öll drottningarhólf og setur nýja drottningu í afleggjarann. Þú setur síðan þennan nýja kassa ofaná móðurbúið með drottningargrind á milli. Eftir nokkra tíma hafa býflugur skriðið upp í efri kassann taktu hann þá og settu á nýjan stað en taktu rammana með opna ungviðinu (hristu fyrst býflugurnar af þeim í afleggjarann) og settu þá aftur í móðurbúið en setur ramma með vaxplötum í afleggjarann í staðinn.

Ofan nefndum afleggjurum er lýst í sambandi við svermstjórnun. Auðvitað er hægt að gera afleggjara án drottningar í júní og láta hann ala upp eigin drottningu eða að setja til nýja drottningu eða til að koma í veg fyrir sverm.

 

Heimsóknir: 
Stjórnun