Býflugur.is
MÝn břrŠkt Ý SvÝ■jˇ­

                             

Býflugnarækt hóf ég í Svíþjóð 1988 eftir að hafa búið þar frá september 1987. Ég flutti þangað ásamt eiginkonu og 2 ára dóttur til sérnáms í heimilislækningu. Draumurinn var að kaupa sér "torp" (eldri sveitabæ) og varð það úr og fluttum við inn þar 1/7 88.

Bóndagarðurinn var í Lerhol Brunskog og hét Nordhaget (á sveitunga mállýsku Nolhaget ) og hafði verið hestaskiptistöð á öldum áður á konungsleiðinni milli Stokkhólms og Oslóar.

 Daginn eftir sótti ég fyrsta búið 2 kassa af bf og ung drottning, keypti það á kr 800 sænskar , hafði þá lesið eitt hefti um býflugnarækt og "vissi" að þetta ætlaði ég mér að stunda í framtíðinni.

Vissulega var ég hálf hræddur við þessi kvikindi sérlega eftir að þær fóru að skríða út yfir kassann sem ég flutti þær í enda hafði ég lesið að það þíddi að þær væru sérlega pirraðar. Vopnaður uppþvottahönskum býflugnaslæðu og einhverju hugrekki svo ekki sé mynnst á ótrúlegri trú á hæfileika mína í býflugnarækt, réðist ég í að flytja ramma fulla af býflugum yfir í búið sem ég hafði keypt af kollega sem hafði vakið áhuga minn á þessu öllu saman. Þessi maður, Göran Sidenvall, var böl (sérfræðingur) á lyflæknisdeild þeirri á sjúkrahúsinu í Arvika sem ég vann við. Hann sagðist eitthvert árið hafa fengið 80 kg af hunangi frá 1 af búunum  og sá ég fyrir mér ótrúlegar upphæðir sem söluhagnað af hunangi ef þetta gengi eftir. Hann lánaði mér í fyrstu mest af því sem ég þurfti til iðjunnar ss 1 kúpu með römmum og tilheyrandi.

Ég leitaði rita um efnið og las "Kort handledning i biskötsel" lítið hefti eftir Åke Hansson og varð alveg heillaður og ákvað að þetta yrði mín framtíð sem arðbær tómstundaiðja meðfram læknisfræðinni. Arðbær hefur iðjan ekki orðið, sérlega eftir allar misheppnaðar vetranir á Íslandi síðustu ára. Þrátt fyrir það er þetta eitthvað  skemmtilegasta tómstundagaman sem ég hef stundað á ævinni og hef þó víða komið við.

Og aftur að býflugnarækt í Svíþjóð.

88 Eitthvað var ég nú að ruglast í búinu þetta sumarið vissi lítið sem ekkert en lærði jafnóðum. Fékk 6 kg af hunangi og var ótrúlega stoltur af þessari framleiðslu.

Veturinn á eftir sótti ég námskeið í býflugnarækt haldið á vegum félagsins á staðnum "Arvika biodlarförening" og leiðbeinandi var Otto Reimann -Þjóðverji sem flust hafði til Svíþjóðar einhverjum tugum ára áður og var ótrúlega næmur á flugurnar og hafsjór af fróðleik og reynslu, hann var með 200-300 bú og var hans eina tekjulind hunangssala. Fékk alltaf bestu uppskeru, allt að 10 tonnum árlega. Við vorum líklega einir 5 sem sátum námskeiðið allt karlar og mikið var skrafað og spurt. Bókin -Biodlingens grunder- var notuð sem námsefni en hún er unnin upp úr annarri stærri og viðameiri einmitt eftir þennan Åke Hansson sem var prófessor í býflugnarækt og var enn lifandi síðast þegar ég vissi.

89 Næsta sumar fjölgaði ég búunum(með því að taka afleggjara) og fékk 1 sverm frá náunga af námskeiðinu, náði 3 stórum búum fyrir þann vetur en skráði engar upplýsingar um hunangstekju það árið.

Venjulega tók ég hunang frá búunum 2-3 sinnum á ári í júlí og lok ágúst.

90 um vorið var ég semsagt með 3 bú og gerði 7 afleggjara og ræktaði 20 drottningar en eitthvað misfórst nú eðlunin og var ég bara með 3 af þessum hreinparaðar hjá fyrrgreindum Otto og keypti einnig drottningu hjá honum og nokkrar eðluðu sig heima. Þetta var lélegt hunangsár og fékk ég bara 34 kg af hunangi.Sáði þetta vor 1 kg af Hunangsurt. Vetraði samtals 8  bú (þ.e. sameinaði minni bú til að fá stór bú sem farnast betur á vetrum).

91 Næsta ár (hér átt við býflugnaár - maí-ágúst)  þá voru 2 búanna léleg, annað með ófrjórri drottningu (kryppumóðir) í hinu léleg drottning(verpti lítið) og þau bú því sameinuð öðrum búum. Drottningaræktunin tókst betur þetta ár, fjölgaði búum og vetraði ég þetta haust 11 bú og fékk 135 kg af hunangi.

92 var allra besta hunangsár sem ég hef upplifað, fékk um 450 kg samtals frá 10 búum og það sem gaf mest gaf um  70 kg. Var ég með það bú á vog sem sýndi hve það þyngdist á hverjum degi og sem mest þyngdist það um 7 kg  af hreinu hunangi á einum sólahring. Vetraði þetta árið 13 bú.

93 um vorið sýndi sig að 1 samfélagið var með ófrjóa drottningu og annað var lítið og sló þeim því saman við önnur. Minnkaði  heldur við mig fjölda búa og vetraði 8 bú þetta var orðin heldur mikil vinna með öðrum bústörfum (kindum, grísum, hestum og fiðurfé) og sérfræðiprófi í heimilislækningum sem ég lauk í okt. Drottningaræktin mistókst gjörsamlega. Óverulegt af hunangi fékk ég þetta árið og er þetta vel þekkt að hunangsuppskera sveiflist svo milli ára.

94 var lélegasta hunangsár frá byrjun og þurfti ég að fóðra búin í byrjun ágúst annars hefðu þau drepist af svelti. Fékk ég uþb 8 kg hunang/bú. Ræktaði 14 drottningar gaf 5 þeirra. Vetraði 9 bú.

95 fór fjölskyldan til íslands í 3 mánuði. Kunningi minn leit til búanna en 6 eða 7 sveimuðu þetta árið. Þær drottningar pöruðu sig því heima en það urðu óheppilegar afleiðingar með blandpörun og þar af leiðandi árásargjarnar flugur.  Gáfu 275 kg hunang og vetraði ég 8 bú. Seinnipart sumars keypti ég mér mína fyrstu kú-fjällkosem fékk nafnið Búkolla.

96 missti ég fyrsta samfélagið, drottningin ófrjó og á kaldasta vetri í manna minnum (-25 gr í rúma 2 mán jan-febr) leið það undir lok. Góðvinur minn og lærifaðir Otto Reimann dó þetta vor af hjartaslagi svo og Tove - kona um sextugt sem var með um 60 bú að mig minnir. Búin voru á barmi svelts í júlí vegna lélegrar tíðar.  Fékk um 250 kg hunang. Vetraði 8 bú.

Öll seinni sumrin var ég með 3-5 búum fleiri en ég vetraði því sumar drottningarnar voru lélegar(verptu illa) og búin því lítil, drap ég þá drottninguna og sameinaði öðrum meðalstórum búum. Einnig notaði ég 2-3 bú til drottningaræktunar á hverju ári.

97    Drottningarækt tókst ágætlega var með  10-20 drottningar en paraði þær á öðrum stað(Värmskog) en áður(Älgå) því þar var komið Varroa smit, því miður þá urðu flugurnar mjög árásargjarnar því svæðið var ekki hreint hvað varðaði býflugnategundir. Vetraði 6 bú, fékk ca 200 kg hunang

98 fór allt í að undirbúa flutning flugnanna til íslands vann ég í Noregi 3 mán. frá maí og kom því aðeins heim stuttan tíma í einu. Ég flutti flugurnar yfir á aðra tegund ramma-"Langstroth"- frá "Svea" (30x30 cm) og gekk það hálf brösuglega. Flugurnar voru virkilega leiðinlegar að vinna með, mjög árásagjarnar og flugu upp af römmunum þegar maður lyfti þeim upp. Seldi 1 bú með 2 kúpum og gaf kunningja mínum afganginn af kúpunum.

 

Heimsóknir: 
Stjórnun