Býflugur.is
Framley­sla ß nectar og frjˇkornum

Hér er krækja á Frjókorn í íslensku hunangi 

Rannsókn framkvæmd 2010 á magni frjókorna í 10 hunangssýnum víðsvegar af á landinu, þar af 3 sýni frá einum býræktenda tekið á mismunandi tíma frá býflugunum 

Margrét Hallsdóttir 

NÍ-10003               Garðabær, desember 2010 

 

http://www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/skyrslur_2010/NI-10003_vefur.pdf

 

 

 

 Framleyðsla á nectar og frjókornum

 

Samband frævara og plantna er mjög gamalt og nær lengra  en 100 miljónir ára aftur í tímann.

Frævarar fá næringu frá plöntunni en plantan sem slík viðheldur tegundinni.

Sumar tegundir eru sjálf-geldar og algerlega háðar frævun frá plöntum innan sömu tegundar, aðra sjálf-frjóar en mynda kröftugri/lífvænlegri afkvæmi ef frjóvgaðar innan sömu tegundar.

Margar landbúnaðarafurðir eru frjóvgaðar af bf eða öðrum frævurum og talið er að um 15 % af fæðu mansins sé frá plöntum háðum frævrum.

 

Nectar (blómasafi)

 

Er framleiddur í sérhæfðum kirtlum sem seyta sykrungum út á yfirborð plöntunar, s.k. hunangsberi (nectary) og er þetta orkukræft ferli.

Samsetning er upplausn sykrunga í vatni auk lítils magns annarra efna ss. amínósýra, lífrænna sýra, próteina, lipida (fituefni), vítamína, andoxunar- og  steinefna. 

Lausnin er allt frá 4 -60 % sykrunga og mest er magn sucrosa, glucosa og fructosa.

Býfl. virðast sækja frekar í nektar sem inniheldur mikið af sucrosa en fyrst og fremst eru býfl. hagkvæmar og leita í blóm sem gefa mest og eru nálægust búinu.  

Nektar framleiðsla hefst þegar blómgun verður, frjókorn þroskast og fræni er mótækilegt.

Frjóvgun leiðir afturá móti til að nektarframleiðsla hættir enda þarf plantan þá ekki á þessari samvinnu að halda-hlutverkinu er „lokið“.

Áhrif ytri þátta

Sólskin þarf til vegna ljóstillífunar og þannig kolvetnamyndun  og því færri sólskinsstundir því minni nektar.

Hitastig, þegar svalt er verður minni ljóstillífun og því minni nektar framleiðsla en plöntur eru aðlagaðar að því loftslagi og jarðvegi  sem þær vaxa við. Nektarframleiðsla trjátegunda virðist frekar vera háð veðurskilyrðum síðustu ára en stundinni. En svali við blómgun getur þá jafnvel aukið nektarframleiðslu.

 Hátt hitastig getur afturá móti „þurrkað“ blómasafann og gert hann því „sterkari“ en sumar plöntur seyta það mikið af lípiðum (fituefni (lípíð) er efnasamband fitusýra og glýseróls) í sínum nektar að það leggst sem yfirborðshimna sem hindrar uppgufun. Rigning hefur neikvæð áhrif á nektarframleiðslu bæði skolast nektarinn burt og að öllum líkindum hætta jurtir framleiðslu meðan á rigningu stendur. 

Jarðvegur

Plöntur vaxa þar sem þeim hentar best villtar  í náttúrunni. Mikill raki og þurrkur verka neikvætt á nectar framleiðslu plantna. Aukið hitastig jarðvegs eykur blómamyndun plantna.

 

Mikilvægar jurtir og nektar uppskera.

Mera en 400 tegundir sem tilheyra meira en 60 ættum eru þekktar sem sérlega nektar gjöfular.

Nokkrar ættir eru þó mikilvægastar hér:

Rósarætt- Rosacea ss jarðaber, hindber, eplatré

Ertublómaætt –Fabaceae  ss. smára tegundirnar

Vararblómaætt- Lamiaceae  ss. blóðberg

Grímublómaætt- Scrophulariaceae,  ss deplur og dýramunnar

Krossblómaætt-asteraceae, ss kálplöntur

Körfublómaætt- Compositae, ss hóffífill og þislar fíflar

Lyngætt-Ericaceae ss beitilyng, bláberjalyng

Eyrarrósaætt-Onagraceae ss sigurskúfur

Munablómsætt-Boraginaceae ss naðurkollur

 

Ræktun plantna til hunangsframleiðslu 

Ef ætlun er að rækta plöntur til hunangsframleiðslu þarf að hugsa í hekturum og eru til rannsóknir frá bæði Svíþjóð og USA hvað þetta varðar .

Hér eru nokkrar plöntur sem hugsanlega er hægt að rækta á Íslandi

 

Líklega gefur býflugnablóm/hunangsurt (eins og ég kýsað kalla hana)  (phacelia tanacetifolia-Vinarblómaætt (hydrophyllacae)) mest af sér eða 180-1100kg/ha, hef ræktað hér síðan 2000 -einær og blómgast 8 vikum eftir sáningu og blómstrar fram í fyrstu meiriháttar frost.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Refasmári (medicago sativa- ertublómaætt)                    250 kg/ha    (uppskera á 5 dögum)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Linditré (eða lindi ) ( Tilia cordata) 120-500 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Naðurkollur/Nöðrugin (echium vulgare)      180-430 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skriðla/Blábelgur (Galega orientalis)   100-500 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauðsmári (trifolium pratense)     880 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Túnfíflar (taraxacum spp.)    5-72 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvítsmári (trifolium repens) 250 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Toppgoði (onobrychis viciifolia)  50-200 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Akurmaríuskór (lotus corniculatus) 25-100 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólkróna (boragio officinalis)               100-200 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spörvafótur (ornithopus sativus)   25-100 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvíti steinsmári (melilotus alba(us))    allt að 500 kg/ha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frjókorn

 

 

Frjóhnappur (eða frjóknappur) er efstu hluti fræfilsins  og inniheldur frjókornin(duftið). Neðri hluti fræfilsins er venjulega mjór og það er hann sem nefnist frjóþráður. Efst á honum er frjóhnappurinn. Frjóhnappurinn skiptist í tvær tvírýmdar frjóhirslur, og innan í þeim verða frjókornin  (pollen) til, en það eru örsmá korn, sem hið karllega frjóefni er falið í.

 

Hver planta hefur sín einkennandi frjókorn og stærðin er mismunandi (5-200 microm) milli plantna og má þekkja tegundirnar á útliti þeirra. Frjókorn sem dreifast af skordýrum eru oftast í þyngri kantinum, klístraðri, rakari og lituð m.v frjókorn sem berast með vindfrævun. Frjókorn eru einnig mismunandi næringarrík fyrir býfl

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimsóknir: 
Stjórnun