Býflugur.is
LÝfshlaup břflugna

 Lífshlaup býflugna:

Lirfutímabilið:

Við höfum valið að kalla lirfur og púpur ungviði sbr enska= brood, sænska= yngel.

Úr þessu litla hvíta bananalaga, 1,3 - 1,5 mm. langa og 0.4 mm. breiða eggi klekst lítil hvít lirfa eftir h.u.b. 3 daga.

Ófrjó og frjó egg:

·         Sem áður nefnt, þroskast druntar úr ófrjóu eggi og þessum eggjum verpir drottningin í stærri sexhyrnd hólf (klakhólf). 

·          Úr frjóvguðu eggjunum kemur annaðhvort drottning eða vinnufluga. Ef drottning á að verða til, er egginu verpt í stærra hólf sem að venjulega snýr niður, en þegar vinnufluga á að verða til leggur dr. eggið í hin minni sexhyrndu hólf. Það er ekki stærð hólfanna sem ræður því hvort eggin verða að drottningu eða vinnuflugum, heldur er það fæðan sem ungviðið fær á fyrsta tímabili æfi sinnar.

                                                                                 

Mynd: hér má sjá nýklakið egg í 2 klakhólfi  ofan frá vinstri, einnig 2                                                                                                                               egg í klakhólfi á miðri myndinni, þetta sést oft hjá ötulum drottningum 

Fæða ungviðisins:

 

·         Allt ungviði nærist í upphafi á eggjahvítaríkum fóðursafa sem að fósturbf. framleiða.

·          Frá og með 3. degi þynna þernurnar fóðursafann með frjókorni og hunangi fyrir vinnuflugurnar og druntana.

·         Drottningin fær áfram sömu kröftugu fóðurblöndu í svo miklu magni að þær fljóta venjulega í fóðursafanum (Royal jellée).

Uppfóðrun (eldi) neyðardrottninga:

Ef drottningin á einhvern hátt misferst eða hverfur

 úr búi þá geta býfl. ákveðið að fæða nokkrar lirfur á þessum kröftuga fóðursafa og byggja þannig upp nýjar drottningar, en einungis ungviði sem er yngri en 1 ½ daga gamlar geta býfl. nært svo að ný fullgild drottning þroskist.

Hjúpað ungviði

6 dögum eftir að eggið klekst loka þernurnar klakhólfinu með vaxloki sem framleitt er af þernunum og samanstendur af gegndræpri blöndu af vaxi og frjókornum. Lirfan vegur nú um 15.5mgr. sem er um 500 föld þyngdaraukning frá 0.3 mgr. þegar hún klaktist. Breytingatímabilið á milli þess                                                                             að lirfan er í opnu og lokuðu hólfi er upphaf þess að                              Mynd: nokkur neyðarhólf á miðjri vaxkökunni        meiriháttar útlitsbreyting verður á lirfunni.                                                                          

 Lirfan strekkir úr sér, hættir að éta og leggst á bakið með höfuðið að opinu. Fyrst nú hefur lirfan hægðir sem á lirfutímabilinu safnast í garnirnar og losar hún sig við þær á botn hólfsins, þar á eftir byrjar hún að spinna um sig púpu, úr spunakirtlum á einum sólahring, sem festist við innra byrði klakhólfsins. Lirfan hefur hamskipti 4 sinnum þegar hún hringar sig í klakhólfinu og 1 sinni á púpustiginu og þá 1 1/2 sólahring                                                                                                       áður en hún klekst. Þá losar hún sig                                                                                                       við "púpuskirtuna" og vængirnir                                                                                                                   breiða úr sér (imago).

     Mynd: efst-þerna, síðan druntur og  neðst drottning                                                                                              

Lirfan verður púpa

Lirfan spinnur um sig vef-púpuhíði, (kókong) og á púputímabilinu breytist hún úr lirfu sem verður að fullburða býfluga.

 Púputímabilið

Er mislangt hjá hinum mismunandi einstaklingum búsins, þar af leiðandi er ungviðistímabilið mislangt

·         Drottningin skríður úr hólfinu á 16 degi eftir varp.

·         Vinnufluga á 21 degi.

·         Druntur á 24 degi.

·         Tíminn getur styst eða lengst ef hiti breytist í búinu

 

Drottningin

Flugan sem skríður úr klakhólfinu hvað varðar vinnuflugur og drunta er nokkuð hjálparvana en hin nýja drottning er mjög kröftug og lífleg í hreyfingum enda gæti hún þurft að berjast við systur sína eða fara út í svem.

Eðlun:

Drottningin fer venjulega  í mökunarflug á fyrstu viku lífs síns og flýgur venjulega ekki lengra en 2 km. frá búinu og eðlun á sér stað í ca. 6 til 20 m hæð. Meðaltal drunta sem hún eðlar sig við eru 12 st en geta verið allt að 40. Eðlun á sér stað á nokkrum dögum og eftir það eðlar drottn. sig ekki aftur. Þessi fjöldi drunta sem eðlar sig við drottn. kemur í veg fyrir úrkynjun (að drottn. eðli sig við syni, bræður eða náskylda drunta að öðru leiti svo lengi sem fjöldi drunta frá öðrum ræktunarstofnum er til staðar á eðlunarsvæðinu).  Þetta eykur heilbrigði búsins (samfélagsins) þar sem slík bú eru síður móttækileg fyrir hinum ýmsu sjúkdómum og starfsemin verður árangursríkari (eykur söfnunarvilja og vaxframleiðslu). Í slíkum búum er fjöldi býflugna fimmfaldur, áttfaldur fjöldi kynþroska drunta og meira hunangi er safnað, borið saman við bú þar sem dr. var sædd frá druntum úr sama búi (allt bræður). Þetta gefur meiri erfðabreytileika sem gerir búið hæfara að bregðast við ytri aðstæðum. 3 til 5 dögum eftir eðlun getur drottningin byrjað að verpa.

Varp:

Í eggjastokkum drottningar eru um 500 þús. forstig eggja og á hápunkti varpsins getur hún verpt 2-3 þús. eggjum á sólarhring, en á vorin og haustin mun færri egg og yfir veturinn verpir hún ekki. Það er reiknað með að drottningin getur verpt 175 þús. eggjum á tveim fyrstu árum sínum.

Næring drottningar:

Býfl. sinna algerlega næringu drottningar með fóðursafa sínum, en hún getur bragðað hunang og frjókorn en það inniheldur alls ekki þá næringu sem drottningin þarf til að vera í fullu varpi.

fsskeið drottningar:

Það finnast upplýsingar í bókum um að drottningar geta orðið allt að 8 ára gamlar. Þrjú ár er líklega sá lífstími ef búið fær að vera í friði. Umhverfis drottningu er alltaf hirð þerna sem sjá um að halda henni hreinni með því að sleikja hana og snyrta. Með því fá þær í feromen hennar, sem síðan dreifist um búið, næra hana og annast á allan hátt. Mér vitanlega hefur það aldrei sést að drottningin losi sig við hægðir og ef svo er, er það langlíklegast sleikt beint upp af vinnuflugunum.

 

Hirð umhverfis drottninguna

Druntar:

Lífslíkur:

8 dögum eftir að druntar klekjast, byrja þeir að reyna vængi sína í góðu veðri og verða kynþroska við 12-20 daga aldur. Eðlileg lífslengd eru milli 23-50 dagar. Hann tekur ekki mikið þátt í starfi búsins en talið er þó að hann taki við heimbornum nektar, hugsanlega framleiðir hann ferómen, sem hefur áhrif á starfsemi í búinu og á drottninguna. Það hefur þó löngum verið talið að druntar hafa áhrif á búið með nærveru sinni sem eru  til góðs, því ef búið verður skyndilega drottningar laust og engar druntar eru til staðar þá á ný drottning engan möguleika á því að eðla sig. Fjöldi drunta í búi á sumri eru einhver hundruð til þúsund og þeir flytja sig óhindrað á milli búa. Druntar virðast hafa sitt uppáhaldssvæði þar sem þeir safnast saman á sama stað ár eftir ár ca. 10-50 m. hæð þangað sem drottningar leita á sínu eðlunarflugi.

Druntaslátrun:


Síðla sumars og á haustin hrekja vinnuflugur druntana úr búinu og þetta veldur því að druntarnir drepast og ef það gengur erfiðlega að koma þeim úr búunum bíta þernurnar stundum af þeim vængina.

Vinnuflugan:

Verkaskipting:

Í heilbrigðu búi er mjög ákveðin verkaskipting milli þerna eftir aldri. Þernan tekur við nýju hlutverki eftir því sem hún eldist, gildir þetta um allar þernur. Í hverju búi eru u.þ.b. 40-70þús. þernur.

Nýklöktu þernurnar byrja sem tiltektarbýfl.

Að sinna ungviðinu, fóstrur verða þær þegar fóðurkyrtlar þeirra þroskast (við ca 7 daga aldur) og þær gefa frá sér þann fóðursafa sem ungviðinu er nauðsynlegt til vaxtar (þetta ert talið erfiðasta tímabil sem reynir mest á þernuna og styttir hennar lífskeið mest).

Við 10 daga aldur byrja þernur að fljúga út og kanna umheiminn, æfingarflug, halda sig til að byrja með fyrir framan búið á flugi og ferðast síðan allt lengra frá búinu.

Vaxframleiðsla:

Nokkrar eldri býfl. framleiða vax eftir að vaxkyrtlar hafa náð þroska og vinna við að byggja upp vaxkökurnar,  þessar þernur taka einnig við nektar og frjókorni sem berst í búið og vinna það.

Við 20 daga aldur taka sumar býfl. að sér hlutverk sem verðir við flugop til að verjast utanaðkomandi árásum annarra býfl. eða skordýra.

Fóðuröflun:

Við 3 vikna aldur byrja flestar þernur að sækja fæðu í búið og halda því áfram þar til að þær drepast ca.1-2 vikum seinna. Býfl. sem fæðast í ágúst og september geta safnað fituforða og geta lifað af veturinn og orðið 8-9 mánaða gamlar. En þá verður að vera nægjanlegt magn frjókorna í búinu til að svo megi verða.

Árstaktur(rithmi) samfélagsins:

Þar sem virkni samfélagsins er algerlega tengt náttúrufarinu er grunnur næsta árs lagður í júlí-ágúst með klaki þeirra býflugna sem lifa eiga af veturinn.

 Undirbúningur fyrir veturinn

Þegar sumri hallar og forðabúr búsins fyllist fer búið að undirbúa sig undir veturinn, drottningin minnkar varp sitt, druntar eru hraktir út og allar rifur eru þaktir með própólís. Í september-október hættir drottningin algerlega varpi og því nær sem líður vetri og kuldi eykst draga þernurnar  sig saman í klasa til að halda hita. Til að byrja með safnast þær saman  í nálægð við flugopið þar sem síðasta ungviðið er, en flytja sig síðan eftir því sem líður á veturinn ofar á vaxkökunum allt eftir því sem vetrarforðinn eyðist upp þar sem þær sitja.

Mynd: klasin safnast saman neðst í búinu

Vetrarhvíldin:

Býflugur leggjast ekki í dvala en lífsvirkni þeirra minnkar. Í miðjum vetrarklasanum þar sem drottningin situr helst hiti allt upp að 35°C ef ungviði er til staðar annars 22-25°C, en í útköntum klasans um 7-9°C.  Elstu þernurnar deyja um veturinn, en þær yngri lifa fram á vor. 

Fjölgun í búinu

Úthreinsun:

 Í febrúar-mars byrjar drottningin aftur að verpa og hefur það að gera með dagslengd (þetta gerist ekki hjá búum sem geymd eru inni við stöðluð hita/raka og birtuskilyrði). Snemma vors þegar hitinn verður 10-15°C  fljúga býflugurnar út og losa sig við hægðir sem þar hafa  geymt í endaþarmi sínum allan veturinn. Þegar fyrsta  blómgun á sér stað geta býflugur byrjað að  safna aftur nektar og frjókornum og við þessar aðfærslur næringar í búið eykst var drottningar til muna og full virkni búsins hefst.

Eðli býflugnasamfélagsins:

Svermur

Að viðhalda stofninum og vinna ný landsvæði er eini möguleiki samfélagsins að sverma þ.e. þegar stór hluti af býflugunum flýgur út með drottningunni og finnur sér nýjan bústað. Það hefst allt með því að drottningin verpi eggi í drottningarhólf og á 9. degi eftir varp þegar þernurnar loka drottningarhólfinu er svermurinn tilbúin til að yfirgefa búið. Druntar verða þá að vera til staðar til að væntanleg drottning  geti eðlað sig. Oftast eru nokkur drottningahólf mynduð samtímis og þannig nokkrar drottningar  ef eh færi forgörðum með drottninguna eða að búið ætli sér að sverma oftar en 1 sinni.

Svermurinn fer

Við sverm fer af stað u.þ.b. helmingur samfélagsins(venjulega 10,000-20,000 býflugur), ásamt drottningunni, þetta gerist eins og með skipun því allar leggja þær af stað samtímis. Áður hafa þær fyllt sig af hunangi. Þegar út úr búinu er komið slær svermurinn sig niður nálægt búinu í runna eða uppi í tré meðan ákveðið er hvar nýi bústaðurinn skuli vera. Líklega hafa þó s.k. njósnaflugur tekið ákvörðun um nýjan bústað, þetta eru einhverskonar samhygðarþáttur um að halda sverminum saman áður en lagt er í lengri leið að hinum nýja bústað. Mikilvægt er fyrir býræktandann að ná sverminum, ef hann missir einn slíkan út, svo að hann fari ekki forgörðum og þar með hunangstekja .


Nýi bústaðurinn

Í hinum nýja bústað safnast svermurinn aftur í klasa, vax framleiðsla hefst og fljótlega hafa þernurnar byggt upp vaxköku sem drottningin byrjar að verpa í, búið stækkar síðan hratt og örugglega ef skilyrði eru fyrir hendi, hvað varðar  fjölda flugna og aðdrætti fóðurs/næringar.

Móðurbúið

Í gamla búinu heldur starfsemin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á 16 degi eftir varp í drottningarhólfið, skríður drottningin út tilbúin að taka við hlutverki móður sinnar. Ef búið er nógu stórt getur þessi nýja drottning, ófrjó, farið út með nýjan sverm, það hafa  þó þernurnar. ákveðið áður og getur eitt samfélag svermað allt að 2-3 sinnum á sumri ef það hefur efni og ásæður til. Þá er náttúrlega ný drottningin í farvatninu, sem er 1-2dögum yngri. Ef aftur á móti búið fer ekki út í annan sverm og það eru fleiri drottningarhólf í búinu þá ræðst hin nýja drottning á þessi hólf, finnur þau á lyktinni bítur upp gat á hlið púpunar og stingur og drepur hina „ófæddu“ drottningu.

Ef seinni svermur fer út, þá virkar það á sama hátt og fyrsti svermur.

Drottningin eðlar sig fljótlega og 2 ný samfélög hafa myndast úr einu. Gamla búið er veiklað eftir að hafa  tapað svona miklum býflugnafjölda, en ungar drottningar verpa hlutfallslega meira sem  getur vegið það upp þar sem minna er af ungviði að ala upp (gamla drottn. hætti varpi minnst viku fyrir sverm og  nýa drottningin byrjar ekki varp fyrr en u.þ.b. 2 vikum eftir að hún klekst )  fyrst eftir sverminn safnast mikið hunang og búið getur undirbúið sig fyrir veturinn.


Býkúpur:

Ytra byrði

Í viltu ástandi sætta býflugur sig við næstum hvaða holrými sem er þó  þær vandi valið eftir bestu getu. Þær hafa því ótrúlega aðlögunar hæfni varðandi staðsetningu, lögun, stærð og efnisgerð bústaðarins. Þær eiga því í engum erfiðleikum með að sætta sig við þær kúpur sem maðurinn bíður þeim uppá sem f.o.fr. er byggður til að gera vinnu býræktendans sem auðveldasta. 

Innviðir búsins

Býfl. byggja vaxkökur þar sem þær ala upp ungviði sitt og geyma næringarforða sinn í.  

·         Vaxkökurnar eru lóðrétt -hangandi myndanir sem samanstanda af lárétt 6 hyrndum hólfum á sitthvorri hlið kökunnar. Fleiri eða færri vaxkökur hanga samhliða í búinu og fjarlægðin er 35 mm á milli miðra kakanna.  Þær byrja alltaf ofanfrá og "lengja" vaxkökuna niður eftir því rými sem þær hafa til umráða. 

      Vaxkökurnar eru u.þ.b. 25 mm á þykkt og geta orðið allt að 1 m á hæð ef bf fá að byggja "frjálst". 100 g þarf til að byggja 800 hólf en það eru um 125 000 vaxflögur. Svermur sem þarf að byggja frá grunni notar 7,5 kg af hunangi til að framleiða 1200 g af vaxi en úr því er hægt að byggja 100 000 klakhólf. Svermur tekur með sér úr móðurbúinu nægjanlegt hunang til að byggja 5000 klakhólf.

·         Hólfin eru u.þ.b. 12mm. djúp  (í það minnsta klakhólf) og halla ca 5°. Veggirnir eru 0,07 mm að þykkt.

·         Milli vaxkakanna eru millirými eða götur sem eru það breiðar að 2-3býfl. geta fengið pláss u.þ.b.       8-10mm. 

·         Hunangs- og drunahólf eru u.þ.b. 14mm. djúp.

 

 

 

Klakhólfin

Hólfin eru 6 hyrndar prismur og í  botninn er príamídlaga þríhyrningur (samsíðungur).


·         Hólfin eru þannig skipuð að hver veggur er sameiginlegur fyrir 2 hólf. Veggþykktin er 0,073 mm (+/- 4 %) en veggir botnsins 0,1 mm. kantar opsins eru 0,25-2 mm sem styrkir "bygginguna enn frekar.

·     Sama gildir um hinn píramidlagaða botn í miðju kökunnar. Hólfin halla um 4-5° niður að botni.

· Þetta byggingarform gefur vaxkökunni ótrúlegan styrkleika.  Í vaxköku fullri af hunangi (báðumegin) er þyngdin  1/3 kg/ dm2. þannig getur vaxkakan borið 1300 falda eigin þyngd auk þyngdar ásitjandi býflugna.

·  Klakhólf vinnuflugunnar er að meðal tali 5,37 mm. í þvermál en klakhólf drunta u.þ.b. 6.91 mm.  1 dm2 (10x10 cm ) inniheldur þannig 800 klakhólf fyrir þernur og 550 druntahólf (báðar hliðar meðreiknaðar).

·      Hornin í 6 hyrningnum eru 120° og hornasumman því 720°.

  •  Þannig fæst mest pláss með minnstri vaxnotkun. 
  •  
  • Ungviðaklasanum er haldið þétt saman, oftast neðst í kúpunni þar                                                                                                sem eru góð loftskipti og auðvelt                                                                                                að halda hita við 35°C.

 

 Það eru til fregnir uma að bú hefur notað sömu vaxkökur í 70 ár. 

Í topplistabúum þar sem bf byggja vaxkökur  „frjálst“ eru hólfin efst í kökunni stærri (5,4 mm.) en neðst (4,6 mm.) og um miðbik kökunnar 4,9 mm.

 

Klakhólfin minnka með kynslóðum býflugna sem klekjast, sérstaklega vegna hjúpaðra hægða (frá ungviðinu) í botni hólfsins en einnig þrengist hólfið v púpuhíðisins (kokong) sem púpan skilur eftir þegar býflugan klekst. Býflugur sem klekjast úr þessum minni hólfum eru því minn en ella. Þetta virðist þó ekki hafa áhrif á afkomu búsins en eðlilegt er að býræktandinn fjarlægi gamla ramma og setji nýja í staðinn. Stærri klakhólf en 5,73 mm  eru þó ekki til gagns fyrir búið.

Klakhólfin byggja þernurnar þannig að eitt horn veit niður. 

Hunangshólfunum er lokað með loftþéttu vaxloki og oftast með smá loftrými milli hunangs og loksins. Klakhólfum er á hinn boginn lokað með loftgegndræpu hvofldu "krumpuðu" vaxloki gerðu úr notuðu vaxi og frjókorni.

 

                              Drottningarhólf:

 

                                    Svermhólf

Ef samfélag ætlar að sverma eða búið ætlar að skipta um dr, búa þær til dr.hólf á heppilegum stöðum þar sem pláss  finnst.Í byrjun líta hólfin út eins og smá bollar/skálar sem snúa niður þannig að hin þekkta 6 hyrnda byggingargerð er ekki notuð hér. Dr verpir í þennan bolla og þá stækka(lengja) þernurnar hólfið eftir því sem lirfan vex. Þessi hólf eru venjulega 20-25mm. löng, hringlaga og hanga lóðrétt, þau eru með frekar ójafnt hrufótt yfirborð og eru alltaf byggð úr notuðu vaxi, þessi hólf kallast svermhólf.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                           

Neyðarhólf

Ef býfl. hafa misst drottningu sína á einn eða annan hátt og þegar egg og ungviði eru til staðar í búinu   mynda þær einnig drottningarhólf en af nokkru öðru útliti, þar sem drottningarhólf verður að byggjast yfir egg og ungviði af hæfilegum aldri útbúa býfl. með því að hreinsa vax í kringum vinnuhólfin og þar sem drottningin liggur þröngt inná milli klakhólfa vinnuflugna verður staða þess ekki alveg lóðrétt heldur skáhallt niður á við, þær eru oft beygðar. Drottningarhólf af þessu útliti kallast neyðarhólf, neyðarklakhólf.

 

 

 

 

 

Staðsetning vaxkakanna:

Þegar býflugur byggja bú sín í villtu ástandi, byggja þær kökurnar þannig að hliðar þeirra opnast á móti flugopinu s.k. langbygging en sjaldnar með þverbyggingu þ.e.a.s. kökurnar þvert á flugopið. Þverskurður niður í gegnum vaxkökurnar sýnir að venjulega er mjög ákveðin skipti á hvar ungviði frjókorn og hunang er raðað í búið. Ungviðinu er safnað í klasa í fremri neðri hluta búsins. Í kringum þennan hluta finnst krans af frjókornum og fyrir ofan og utan er  geymslusvæði fyrir hunang.

Rammar

Þar sem býflugur byggja tvöfaldar vaxkökur  einfaldar það býræktandanun að nota tré- eða plastramma og skipuleggur hann þannig vaxbyggingu flugnanna á þann hátt að hengdir eru innrammar með vax milliveggjum sem býflugurnar byggja síðan á sitt hvoru megin og með millirýmið 7-8mm. milli ramma og einnig milli inniveggja kúpunnar og rammans. Þetta rými  byggja býflugur ekki út, þannig að hægt er að hreyfa rammanna þ.e.a.s. þær byggja ekki á milli ramma eða við útveggina. Rými stærra en 11 mm. fylla býflugurnar með vaxhólfum en á meðan rifur og op eru minni en 5mm. þétta þær með troðkítti.

Heimsóknir: 
Stjórnun