Býflugur.is
A´┐Żalfundir

Aðalfundur býflugnafélagsins haldin í Kríunesi 06.06.2021 kl 14.00

Mættir eru í sal ca 21 og ca 15-20  á TEAMS

 

Þar sem aðalfundur var ekki haldin 2020 vegna covid þá verða þessi tvö ár tekin saman.

Dagskrá aðalfundar:

a) Kosning fundarstjóra og ritara: kosnir án mótbáru:

Fundarstjóri Valgerður

Ritari Vigdís

b) Skýrsla stjórnar og nefnda um félagsstarfið og umræður um þær.

 

 

Formaður fer yfir skýrslu 2020 0g 2021 : ( kemur inn seinna ) og umræður þar um.

 

Skýrsla fræðslunefndar:

Sem í eru Svala - Erla - Agnes þær viðurkenna að covid hefur haft mikil áhrif að vinnuna síðustu 2 tímabil og þær ekki náð að gera eins og þær hefðu viljað og kannski spilaði áhugaleysi þar inn í en þegar þær fóru að telja upp það sem þær hefðu nú samt gert kom annað í ljós þótt þær hefðu ekki komist á Akureyri í kynningarferð þá hafa þær notað ýmis tækifæri til að kynna félagið hittu meðal annars 60 manns frá Kanada sem hingað komu og kyntu sér starfsemi okkar þar sem meðal annar vr boðið upp á skyr með hunangi. 

Svala fór á kynningu þar sem hún bauð upp á smakk af heilum ramma sem hún hafði sett í frost og skar niður með vaxi og öllu og vakti það mikla lukku og nefndu heimboð býbænda til Tyrklands þær uppskáru mikið klapp fyrir vel unnin störf þótt þær hafi verið á annarri skoðun sjálfar í upphafi 

 

c) Endurskoðaðir reikningar síðasta árs séu bornir upp til samþykktar.

 

Ársreikningar Tómas fráfarandi gjaldkeri fór yfir reikninga :

 

Útskýrði rekstrar tap milli ára og er aukinn kostnaður við innflutning / seld sem bú borguðu ekki upp kostað við innflutninginn árið 2020 , reikningur fyrir innflutning á drottningum kom seint og færðist það yfir á næsta ár. 

Spurning úr sal - hversu mörg bú seldust 2019 og 2020 : seld voru 72 bú 2019 og 48 bú 2020.  

Af þessum búum hvort árið hafa farið 5 bú til þeirra sem leggja til vinnuna við að flytja búin inn því það gerist ekki að sjálfu sér.

Spurning úr sal - Gerð er athugasemd við að félagið liggi á of miklum sjóði. Tómas gerir grein fyrir því að gott er að eiga aukasjóð uppá ef eitthvað kæmi uppá í flutning þá erum við ekki tryggð þannig að ekki þurfi að ganga á félagsmenn ef af hlýst kostnaður, þannig að aukasjóður er góður enn kannski ekki of mikið. Þegar við lentum í áfallinu 2015 þá fengum við greitt frá DHL í formi flugmiða og flutninga gjalda í skaðabætur ári seinna. 

Hagnaður félagsins kemur aðalega af seldum býpökkum.

 

Ársreikningar samþykktir. 

d) Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.

 

Umræða varðandi úthlutunnarreglur og býnámskeið tóku mikið pláss :

Mistök voru gerð á aðalfundi 2018 er tillaga að úthlutunarreglum varðandi býpakka var samþykkt. (Lagabreytingartillögur Bý fyrir aðalfund 2018.pdf)   sem sjá má undir skjöl á fésbókarsíðu félagsins að gleymdist að taka með eftirfarandi í tillögunni " Þeir sem eiga ekkert bú ganga fyrir, byrjendur og þeir sem misst hafa öll bú sín og fara þeir því sjálfkrafa efst á listann, en nöfn þeirra færast ekki á upp á listanum þegar úthlutað er pakka númer tvö á mann."   Þannig að nýliðar gengu fyrir býpökkum og reglan fyrstur kemur fyrstur fær í úthlutun á býpökkum.

Tillaga að breytingum á úthlutunarreglum var rædd breytt frá upprunalegri tillögu frá stjórn Bý júní ´21

skv eftirfarandi:

 

Tillaga að úthlutunarreglum býpakka/drottninga.

Úthlutunarreglur býflugna á vegum Býflugnaræktendafélags Íslands.

1.       gr. Starfshópur

 

 

Stjórn Bý skipar úthlutunarnefnd til úthlutunar á býpökkum/drottningum. Skal formaður og gjaldkeri Bý  sitja í  úthlutunarnefndinni auk þess tilnefnir stjórn Bý einn félaga í Bý. 

2.       gr. Umsóknir

 

 

 

Auglýsa skal umsóknartímabil um býflugur/drottningar á netmiðli/fésbók félagsins  að lámarki 7 dögum áður en opnað er fyrir umsóknir. Í auglýsingunni skal koma fram dagsetning og tímasetning opnunar og lokunar fyrir umsóknir. Umsóknir fara einungis fram á fésbók félagsins. Taka skal við umsóknum í a.m.k. 5 daga. Umsækjendur skulu tilkynna með umsókn sinni hversu marga býpakka/drottningar þeir sækjast eftir að kaupa og hve mörg lifandi bú þeir eiga.

3.       gr. Úthlutun

 

 

 

Félagsmenn Bý sem hafa greitt árgjaldið fyrir opnun umsókna, skilað haustskýrslu fyrir liðið haust og vorskýrslu viðkomandi árs til félagsins öðlast úthlutunarrétt. Nýliðar og býræktendur sem hafa verið flugulausir í eitt ár eða lengur eru undanþegnir skýrsluskilum. Það verður að vera búið að skila skýrslunum innan  4 vikna eftir að óskað er eftir þeim af Bý svo ekki þurfi að eyða svona miklum tíma í að ítreka aftur og aftur að fólk skili skýrslunum.  

Úthlutunarnefnd skal hafa aðgang að síðustu haust- og vorskýrslum félagsins við úthlutun. Gjaldkeri félagsins upplýsir starfshópinn um greiðslur félagsgjalda og greiðslur fyrir býflugur/pakka.

Forgangraða skal umsækjendur með eftirfarandi hætti og úthlutun kynnt félagsmönnum á netmiðli eftir lok umsóknartíma.

 

Forgangsröðun

Fjöldi

1.       Nýliðar og þeir sem koma beint að innflutningi á býflugum þ.e. þeir sem sækja býflugurnar erlendis og sjá um leyfisumsóknir og utanumhald við komu til landsins

Einn býpakki á félagsmann

2.       Búlausir býfélagar sem  sótt um en ekki fengu úthlutað býpökkum á síðasta ári.

Einn býpakki á félagsmann

3.       Býfélagar sem ekki eiga lifandi bú við umsókn.

Einn býpakki á félagsmann

4.       Önnur úthlutun fer eftir ákvörðun úthlutunarnefndar, ef innflutningur misferst að einhverju leiti gengur úthlutun í forgangsröð samkvæmt flokkum ofan.  Þeir sem eiga fleiri bú fara aftar í röðina t.d. þeir sem eiga 4 bú fara á eftir þeim sem eiga 3 og þeir sem eiga 3 fara á eftir þeim sem eiga 2 og svo koll af kolli en við sérstakar aðstæður hefði nefndin leyfi til að sveigja reglurnar.

 

 

Einn býpakki á félagsmann

 

4.       gr. Afhending býflugna.

 

Starfshópurinn sér um að upplýsa um afhendingarstað og tímaáætlun fyrir afhendingu með tilkynningu á félsbókarsíðu félagsins. Miðað er við að það sé gert að lámarki 7 dögum fyrir afhendingu býflugna. Tímasetningar geta breyst og uppfærast því jafnóðum og nýjar upplýsingar berast. Bú verða einungis afhent gegn fyrir fram greiðslu þeirra á reikning félagsins.

Samþykkt á aðalfundi 06.06.2021

 

 

 

Umræður varðandi úthlutunarreglur:

Varðandi námskeiðshald þá er mikið ósætti um að nýliðar gangi fyrir í úthlutun býpakka og hinir gömlu ekki öruggir með að fá bú að vori. 

Félagið þurfi að taka ákvörðun hversu stórt félagið á að vera meðan staðan er svona með tilliti til mögulegs innflutning á býpökkum og eftirspurn meiri en framboð.

Tillaga kom um að ekki væru fleiri en  150 virkir býræktendur á hverju tímabili.   Nefnt var að t.d. að þeir sem eiga 1-2 bú sem sagt „eldri“ býræktandi þá er hann ekki gjaldgengur að fá bú til að endurnýja vegna nýliða sem ganga fyrir og þeir geta lent í því að verða býlausir .

Vandamál félagsins er hversu fá bú við erum að fá á hverju ári og beint til stjórnar hvort ekki sé hægt að gefa meira í þannig fleiri bú fáist til landsins. Stjórn bendir á að allir möguleikar hafi verið reyndir/kannaðir en ekki hafi betri árangur náðst þó enn sé leitað allra leiða.

Lagt til að leggja niður námskeið næstu árin til að tryggja eldri félögum að fá bú og styrkja sína býrækt. Samþykkt var að þar sem námskeið var ekki haldið árið 2021 að ekki yrði boðið upp á námskeið 2022 og ákvörðun um framhald námskeiðshalds yrði tekin upp á aðalfundi 2022.

Ýmsar tillögur varðandi úthlutun voru ræddar svo sem að setja nöfn umsækjenda í pott og draga, snúa dæminu við láta þá sterku sem hafa reynsluna og góðan árangur að halda búum á lífi gangi fyrir í úthlutun býpakka til að styrkja stofninn.

 

Samþykkt nýrra félaga og staðfesting félagaskrár:

Stjórn Bý hélt fund með þátttakendum á Býræktarnámskeiði ársins 2020 og samþykkti aðild þeirra að Bý með fyrirvara um samþykki næsta aðalfundar. Aðalfundur samþykkti þessa nýliða og félagaskrá.

f) Kosningar:

II. Kjör tveggja meðstjórnenda og 1 varamanns til tveggja ára.

Meðstjórnendur hafa verið Valgerður Auðunsdóttir og Tómas Óskar Guðjónsson auk varamanns Þorsteinn Sigmundsson. Tómas  gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Honum var þakkað óeigingjarnt starf gjaldkera frá 2003 með lófaklappi.

Ein tillag var um nýjan meðstjórnanda : Herborg Pálsdóttir -félagi í Bý frá 2011,  Valgerður og Þorsteinn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og voru þau öll samþykkt einróma.

 

III. Kjör tveggja skoðunarmanna fyrir reikninga Bý -setið hafa Margrét Guðmundsdóttir og Katrín Árnadóttir og voru þær samþykktar einróma.

 

 

       Fjárhagsáætlun næsta árs

       h) Tillaga að félagsgjaldi.

Tillaga stjórnar: Félagsgjald verði óbreytt kr. 5000 og var það samþykkt.

 

Óbreytt verð á drottningum kr. 10.000

Verð á  býpökkum verði áfram kr. 50.000

Fræðslumál fá kr 500.000 í styrk sama og í fyrra sem                                                              ekki tókst að nota sökum ástands.

Endurnýjun vefsíðu fyrir allt að kr. 500.000 sem áður hafði verið samþykkt.

Kostnaður vegna vefsíðunnar byflugur.is áfram 50.000

 

Fjárhagsáætlun stjórnar var samþykkt.

 

Önnur mál:         Ný vefsíða – Margrét Sigrún sagði sig frá verkefninu nýr vefstjóri er Lydía Dögg Egilsdóttir og ritstjóri síðunnar Úlfur Óskarsson.

                               Skoða má vinnuna á nytt.byflugur.is og mun koma í stað þeirrar gömlu.  

 

Formaður kynnir erindi sem sent var til MAST svohljóðandi: Býræktendum hefur borist til eyrna að ónefndur aðili hyggist sækja um að fá innfluttan svk býpakka frá svæði sem sýkt er af varroa mítlinum. skv þeim upplýsingum ætlar hann að fá býflugurnar meðhöndlaðar með hita sem drepa á mítilinn en ekki skaða býflugurnar. Þessa aðferð höfum við í Býflugnaræktendafélaginu aldrei heyrt um og okkur hrýs hugur við slíkri áhættu því það er ekki einungis varroa sem veldur alvarlegri sýkingu hjá býflugum heldur er einnig þekk að með þeirri sýkingu fylgi vel þekktar vírussýkingar sem valda alvarlegum sýkingum og jafnvel dauða í býflugnabúum, svo ekki sé minnst á loftsekkjamítilinn.

Ef einn lifandi varroamítill berst til landsins er öllum býflugnabúum hérlendis ógnað og því mikla starfi sem  Bý hefur lagt til að gera sjúkdómalausa býrækt á Íslandi mögulega .

 

Er þetta eh sem leitað hefur verið til MAST um ?

 

Virðingarfyllst    

Formaður Bý

 

Svar

 

Þorvaldur H Þórðarson - MAST

mið. 19.5.2021 14:49

·         - MAST

Sæll Egill.

Við þökkum þér fyrir ábendinguna og munum hafa hana til hliðsjónar.

Matvælastofnun getur því miður ekki greint frá því hvaða aðilar eru með erindi hjá stofnuninni.

Þetta upplýsist hér með.

 Mbk

 

 

                               Formaður upplýsti fundinn um að óöruggt væri með innflutning á býpökkum frá Arlanda skv þeim upplýsingum sem fengist hafa – skv nýjust fregnum ( 12/6) frá Icelandair – að flug frá Arlanda falla oft niður vegna aðstæðna og flest flug fara nú gegnum Kaupmannahöfn.

                               Kannað verður allra leiða til innflutnings.

 

 

 

Tillaga kom Frá Brynhildi um að stofna lokaðan facebook hóp eingöngu fyrir meðlimi  Bý, kannar hún það í samstarfi með stjórn Bý hvort það sé ávinningur af því .

 

Hugmynd hvernig eiða má peningum. 

Nota til endurmenntunar okkur gömlu býbændurna t.d.  1 dags námskeið og enda svo að borða sama og hafa gaman. Ágúst flugmaður ætlar að skoða þessi mál ásamt stjórn.

Fá erlenda fræðimenn til að kenna okkur eitthvað sem okkar fólk getur ekki gert og eftir töluveðra umræðu um það komumst við að þeirri niðurstöðu að Torbjörn og Egill væru bestu útlendingarnir sem við gætum mögulega fengið í þetta hlutverk.

 

Ef einhver býr yfir góðri aðstöðu til að hafa slengivélina og leyfa fólki að koma og slengja þá væri það frábært , Þorsteinn í Elliðahvammi hefur í mörg ár boðið þessa aðstöðu í gróðurhúsinu hjá sér og er sú aðstaða náttúrulega ekki það besta.

 

Tillaga frá Jóni Zimsen. Kanna hvort gagn sé af býræktarskýrslum -hvort lesa megi úr hvaða aðferð, staðsetning sé heppilegust búum til lifunar á vetrum.  Hann settur í nefnd ásamt stjórn.

Daníel ætlar að kanna möguleika á leiguflugi til Álandseyja kynnisferð fyrir áhugasama og möguleika á að flytja býpakka heim á þann hátt.

 

 

 

Fundi slitið kl 16.30 glæsilegar veitingar í boði fyrir fundargestiStjórnarfundur Laugardagur 30 maí.2020

 

 

 

 

Stjórnarfundur í Býræktarfélagi Íslands með nýliðum ársins.

Mættir voru Egill Rafn, Tómas Óskar, Valgerður og Þorsteinn.

Dagskrá fundariins

1. Aðalfundur

2. Innflutningur býbúa frá Álandseyjum

3. Inntaka nýrra félaga.

Stjórnin telur rétt að aðalfundur verði á haustdögum , sennilega seinni hluta september, boðað verður til hanns með löglegum fyrirvara.

Egill er búinn að vera í sambandi við Tótó og telur góðar vonir að við fáum flugur.

Egill setti fund með nýliðum og skipaði Valgerði fundarstjóra. Þeir voru boðnir velkomnir í félagið með fyrirvara um samþykki aðalfundar í haust.

Fleirra ekki tekið fyrir en umræður voru nokkrar um innfluttning og fl

 

 

Aðalfundur Býflugnaræktarfélags Íslands 2019

Egill setti fundinn kl 14:00 og var Valgerður kosin fundarstjóri og Erla Björg fundarritari.

 

Fyrsta mál fundarins var skýrsla stjórnar. Egill fór yfir tölulegar upplýsingar um m.a lifun búa, aldur býræktenda og breytingar á milli ára á ýmsum breytum. Hann sagði okkur frá því að áætluð söfnunarferð fyrir flugurnar eigi að eiga sér stað fyrr en venjuega og var ánægja með það hjá fundargestum.

Erla Björg fór yfir skýrslu fræðslunefndar. Það sem gert var á árinu og hver stefnan tekin á árinu. Björk segir af sér en Agnes Geirdal gefur kost á sér í hennar stað.

Margrét fór yfir skýrslu heimasíðunnar og hvernig hún stæði og gaf kost á fyrirspurnum sem hún svaraði.

 

 Tómas fór fyri ársreikning félagsins árið 2018 og skýrði út tölur og hvað lægi bak við þær og ástæður breytinga. Tómas svaraði spurningum fundarmanna um ársreikninginn.

 

Þriðja mál. Egill sagði frá mögulegri umsókn til Apimonda (alheimssamtök býræktenda) og hvernig það færi fram. Hver ávinningur okkar væri af umsókninni og hvort fundarmenn væru sammála um hvort skoða eigi umsóknina eða ekki. Fundarmenn samþykktu það að skoðuð yrði umsókn og hvernig hún færi fram og hver yrði okkar fulltrúi á Api monad í Montreal í Kanada í haust. Það verður Torbjörn sem fer á þá ráðstefnu.

 

Fjórða mál. Samþykkt nýrra félaga. Alls eru um 60 búnir að greiða félagsgjöld fram að aðalfundi og Valgerður las upp nöfn þeirra sem hafa sótt um aðild að félaginu. Beiðni kom fram um að eindagi á félagsgjaldi yrið stilltur fyrir næsta aðalfund til að betri mynd næðist á það hverjir eru með í félaginu.

 

Næst fór fram kosning tveggja meðstórnenda.

 

Valgerður og Tómas gáfu kost á sér og voru þau samþykkt.

Skoðunarmenn reikninga verða þeir sömu og áður.

Agnes Geirdal kemur inn í fræðslunefnd og Björk var þakkað fyrir unnin störf í þágu fræðslunefndar.

 

Aðalfundur Býflugnaræktarfélags Íslands 2018

Haldinn að Síðumúla 15, Reykjavík, 23.4.2018, hófst  kl. 15:00

Egill Sigurgeirsson formaður félagsins setti fundinn.

Formaður stakk upp á fundarstjóra og fundarritara sem fundarmenn samþykku; fundarstjóri Valgerður Auðunnsdóttir og fundarritari Úlfur Óskarsson. 43 félagar voru mættir.

Skýrsla stjórnar og nefnda

Formaður flutti skýrslu stjórnar. Farið var yfir hagtölur ársins hvað varðar fjölda býræktenda og býflugnabúa, ásamt hunangsuppskeru, innflutningi búa, fjölgun og affallatölum. Samanburður var gerður við fyrri ár, en umfang býræktarinnar fór vaxandi milli ára.

Félagið hélt býræktarnámskeið fyrir nýja býræktendur fyrri hluta árs 2017 og luku því 19 manns. Námskeið á þessu ári var ekki haldið vegna ónægrar þátttöku. Býræktendur eru 123, en þeir sem hafa greitt félagsgjöld eru 121; vetruð bú haustið 2017 voru 297. Áætlaður innflutningur 2018 er 48 býpakkar.

Erla Björg Arnardóttir flutti skýrslu fræðslunefndar. Fræðslustarfið 2017 fólst í útgáfu bæklinga og skipulagningu tveggja fræðsludaga í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands. Ein kynning hefur verið haldin á þessu ári. Einnig hefur nefndin tekið á móti gestum og nemendahópum.

Egill flutti fréttir frá heimasíðunefnd og las úr tölvupósti frá nefndarmanni. Verkefnið gengur hægt og vantar aðila til að þróa heimasíðu félagsins og nýta efni af heimasíðu Egils.

Í umræðum kom m.a. fram að fræðslunefnd stefnir að uppfræðslu starfandi meindýraeyða svo þeir hlífi býflugasvermum og kalli til býbændur. Heimasíðunefnd var hvött til að vinna áfram að heimasíðu sem samræmist þörfum félagsins. Í umræðum kom einnig fram að býflugnabú í eigu félagsins, sem ætlunin var að nota til að framleiða afleggjara, eru merihlutinn dauður og verkefnið hafi sem slíkt mistekist.

Reikningar félagsins

Tómas Óskar Guðjónsson gjaldkeri félagsins kynnti ársreikninga 2017. Rekstrartyekjur voru tæpar 5 milljónir króna og rekstrargjöld ríflega 4 milljónir. Megin tekjur félagsins koma af seldum býflugum og útgjöldin eru aðallega vegna keyptra flugna og innflutnings þeirra. Mismunur úr rekstri var jákvæður um 800 þúsund og fjármagnsliðir gáfu um 80 þúsund krónur. Félagið á eignir að upphæð 7 milljónir króna og er skuldlaust.

Rætt var um hvort peningaeignir félagsins gæfu næga vexti og hve mikinn sjóð félagið þyrfti að eiga til að mæta mögulegum áföllum við innflutning býflugna. Margrét Guðmundsdóttir, annar endurskoðanda á reikningum félagsins, gerði nánari grein fyrir kostnaði vegna innflutnings og sölu býpakka, og tekjum vegna sölu.

Reikningar 2017 voru samþykktir samhljóða.

Tillögur og erindi

Egill bar undir fundinn hugmynd um að félagið myndi kaupa vaxjárn til vaxplötugerðar og hunangs-átöppunarvél, til afnota fyrir félagsmenn. Kaup á vaxjárni að upphæð 150 þús kr. var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 9. Kaupum á átöppunarvél var hins vegar hafnað með afgerandi meirihluta.

Kosningar

Engir nýjir félagar bættust í félagið frá síðasta aðalfundi.

Formannskosning: Egill Sigurgeirsson var einn í framboði til formanns og var endurkjörinn einróma. Varamaður í stjórn: Þorsteinn Sigmundsson var einn í framboði og var endurkjörinn einróma. Endurkjör endurskoðanda reikninga, þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Katrínu Árnadóttur, var einnig samþykkt samhljóða. Óskað var eftir kjöri varamanns í fræðslunefnd. Stungið var upp á Álfheiði Marinósdóttur og var það samþykkt.

Fjárhagsáætlun næsta árs

Tómas lagði fram fjárhagsáætlun. Kosið var um einstaka liði áætlunarinnar og var samþykkt að halda félagsgjöldum óbreyttum, 5000 kr, (15 með og 13 á móti); samþykkt var að lækka einingarverð býpakka í sölu hjá félaginu í 50 þús. kr. (8 voru á móti); samþykkt var samhljóða að veita 50 þús í umsjón heimasíðu Egils (byfluga.is), 150 þús til kaupa á vaxjárni, 300 þús til fræðslunefndar og 500 þús til heimasíðunefndar.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Önnur mál

Í umræðum voru m.a. rifjaðar upp úthlutunarreglur býpakka hjá félaginu. Vegna úthlutunar býpakka frá Álandseyjum 2018 mun stjórnin setja pöntunarform á fésbókarsíðu Bý fyrir 1. maí. Rætt var um verð á býflugnabúum í viðskiptum innanlands og þótti mörgum eðlilegt að verðið á búum gæti verið hærra en á innfluttum býpökkum, enda um stærri einingar að ræða.

Rætt var um mikilvægi aukins samstarfs býbænda á sama svæði um ýmis mál, einkum kaup og samnýtingu á vissum búnaði og miðlun þekkingar. Hvatt var til aukinnar afleggjara/drottningarræktar og bætts frágangs búa fyrir veturinn, en þetta er mikilvægur grunnur að mögulegri sjálfbærni Íslands í býrækt. Áhugi var á að halda námskeið í afleggjara/drottningarrækt í sumar.

Fundi var slitið um kl 17:30.

 

Undirskrift stjórnar:Birt með fyrirvara um breytingar varðandi almenn félagslög um kosningar til stjórnar

Aðalfundur Býræktarfélags Íslands 2017 

Fundurinn var haldinn laugardaginn 16. apríl í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1. 

Ágæt mæting var á fundinn alls voru 38 félagar mættir. 

Egill formaður setti fund og bauð félaga velkomna, hann stakk upp á Svölu Sigurgeirsdóttur sem fundarstjóra og Valgerði Auðunsdóttur fundarritara. Og var það samþykkt . 

 1. Skýrsla stjórnar: Egill fór yfir starf ársins sem var mörgum býflugnabændum erfitt vegna kulda og rigninga. Lifun var með versta móti en var þó góð hjá nokkrum bændum. Egill fór yfir niðurstöður úr skýrslum  bænda og benti á nauðsyn þess að allir senda inn skýrslu sína. Nánar á Býflugur.is 

 1. Nefndir. Hunangsnefnd , starfaði ekki ,Vefsíðunefnd, ekkert starf. Eftirlistnefnd Býverkefninu, Elín bað um að fá samþykktir fyrir Býverkefnið og Tómas var með allt um það. 

 1. Skýrslur Býverkefnisins: Egill sagði að aðeins tvö af búum hans væru á lífi og ræddi um hugsanlegar ástæður þessarar slæmu útkomu. Egill telur að frauðplastbúin henti sennilega betur. Torbjörn sagði að 7 bú væru lifandi hjá sér og sagðist svekktur, hann stefnir á að fjölga búunum í sumar. 

 1. Reikningar: Tómas Guðjónsson gjaldkeri  las og skýrði reikningana sem sýna góða stöðu félagsins.  Rekstrartekjur voru 5.256.000 kr. rekstrargjöld 3.136.294 kr. Rekstrarhagnaður eftir fjármagnsliði  var 2.136.569 kr. Tómas sagði að aðalástæða fyrir þessum mikla hagnarð væri vegna bóta sem félagið fékk eftir mistök sem urðu í innflutningi árið áður.     Nokkrar vangaveltur urðu um vörslu eignanna  og voru reikningarnir samþykktir án mótatkvæða.        

 1. Kosningar: Úr stjórn áttu að ganga Egill formaður og Þorsteinn varamaður og voru þeir báðið endurkjörnir. Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir þær Katrín Árnadóttir og Margrét Guðmundsdóttir. 

 1. Félagsgjaldið var ákveðið 5000 kr eins og undanfarin ár. 

 1. Kaffihlé  

 1. Erindi sem góðir félagar okkar fluttu:  Fyrst Gísli Vigfússon um lækningamátt hunangs og annarra afurða úr býbúum,  fyrr á öldum og til okkar dags. Torbjörn Andersen fjallaði um ísetningu drottninga , sem er hið mesta vandaverk. Þessi erindi voru bæði mjög fróðleg og góð nýbreitni á aðalfundi . 

 1. Önnur mál: Björk Bjarnadóttir ræddi um nauðsin þess að koma meiri þekkingu á framfæri og  hafa betra samband við meindýraeiða og neyðarlínuna. Björk var með það sama skipuð í fræðslunefnd og með henni  Svala Sigurgeirsdóttir og Erla Björk Arnardóttir.  

Var fræðslunefndinni einnig falið að skipuleggja móttöku á erlendum býáhugamönnum sem leita til félagsins. Fram komu óskir um að búa til fjárhagsáætlun og aðgerðaáætlun og var stjórn falið málið. Nokkrar umræður voru um eigur félagsins og hvað ætti að gera við peningana. Þorsteinn Sigmundsson taldi að félagið þyrfti að eiga nokkurn varasjóð og Tómas mynnti á að þegar innflutningsóhappið varð mátti litlu muna að félagið yrði skuldugt. Valgerður hældi félögunum og sagði þá  alveg einstaklega skilvísa á árgjöldum, en um 90% félagsmanna eru búnir að greiða reikninginn sem sendur var út eftir páska. 

 1. Ekki var fleira tekið fyrir og Egill þakkaði góða fundarstjórn og sagði fundi slitið. 

 1. Eftir fundinn sátu félagar nokkra stund og spjölluðu saman, en síðan fór 20 manna hópur á Steikhúsið Ask og borðuðu saman. 

Aðalfundur Býræktarfélags Íslands 2016.

 

Fundurinn var haldinn laugardaginn 16. apríl í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1. 

Ágæt mæting var á fundinn alls voru 38 félagar mættir. 

Egill formaður setti fund og bauð félaga velkomna, hann stakk upp á Svölu Sigurgeirsdóttur sem fundarstjóra og Valgerði Auðunsdóttur fundarritara. Og var það samþykkt . 

 

1.       Skýrsla stjórnar: Egill fór yfir starf ársins sem var mörgum býflugnabændum erfitt vegna kulda og rigninga. Lifun var með versta móti en var þó góð hjá nokkrum bændum. Egill fór yfir niðurstöður úr skýrslum  bænda og benti á nauðsyn þess að allir senda inn skýrslu sína. Kemur nánar á www.byflugur.is 

2.       Nefndir. Hunangsnefnd , starfaði ekki en Patricia Burk var valin formaður og samankallandi nefndarmenn eru; Patt, Egill, Torbjörn og Vigdís,Vefsýðunefnd, náði ekki að hittast. Nefndaremenn eru; Egill Hersteinn, Þórður og margrét sigurðardóttir sem var valin n formaður nefndarinnar. Eftirlistnefnd Býverkefninu, Elín bað um að fá samþykktir fyrir Býverkefnið og Tómas var með allt um það. 

3.       Skýrslur Býverkefnisins: Egill sagði að aðeins tvö af búum hans væru á lífi og ræddi um hugsanlegar ástæður þessarrar slæmu útkomu. Egill telur að frauðplastbúin henti sennilega betur íslenskri vetrarveðráttu. Torbjörn sagði að 7 bú væru lifandi hjá sér og sagðist svekktur með árangurinn, hann stefnir á að fjölga búunum í sumar. 

4.       Reikningar: Tómas Guðjónsson gjaldkeri  las og skýrði reikningana sem sýna góða stöðu félagsins.  Rekstrartekjur voru 5.256.000 kr. rekstrargjöld 3.136.294 kr. Rekstrarhagnaður eftir fjármagnsliði  var 2.136.569 kr. Tómas sagði að aðalástæða fyrir þessum mikla hagnarð væri vegna bóta sem félagið fékk eftir mistök sem urðu í innflutningi árið áður. Nokkrar vangaveltur urðu um vörslu eignanna  og voru reikningarnir samþykktir án mótatkvæða.        

5.       Kosningar: Úr stjórn áttu að ganga Egill formaður og Þorsteinn varamaður og voru þeir báðið endurkjörnir. Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir þær Katrín Árnadóttir og Margrét Guðmundsdóttir. 

6.       Félagsgjaldið var ákveðið 5000 kr eins og undanfarin ár. 

7.       Kaffihlé  

8.       Erindi sem góðir félagar okkar fluttu:  Fyrst Gísli Vigfússon um lækningamátt hunangs og annarra afurða úr býbúum,  fyrr á öldum og til okkar dags. Torbjörn Andersen fjallaði um ísetningu drottninga , sem er hið mesta vandaverk. Þessi erindi voru bæði mjög fróðleg og góð nýbreitni á aðalfundi . 

9.       Önnur mál: Björk Bjarnadóttir ræddi um nauðsin þess að koma meiri þekkingu á framfæri og  hafa betra samband við meindýraeyða og neyðarlínuna. Björk var með það sama skipuð í fræðslunefnd og með henni  Svala Sigurgeirsdóttir og Erla Björk Arnardóttir.  

Var fræðslunefndinni einnig falið að skipuleggja móttöku á erlendum býáhugamönnum sem leita til félagsins. Fram komu óskir um að búa til fjárhagsáætlun og aðgerðaáætlun og var stjórn falið málið. Nokkrar umræður voru um eigur félagsins og hvað ætti að gera við peningana. Þorsteinn Sigmundsson taldi að félagið þyrfti að eiga nokkurn varasjóð og Tómas mynnti á að þegar innflutningsóhappið varð mátti litlu muna að félagið yrði skuldugt. Valgerður hældi félögunum og sagði þá  alveg einstaklega skilvísa á árgjöldum, en um 90% félagsmanna eru búnir að greiða reikninginn sem sendur var út eftir páska. 

10.   Ekki var fleira tekið fyrir og Egill þakkaði góða fundarstjórn og sagði fundi slitið. 

11.   Eftir fundinn sátu félagar nokkra stund og spjölluðu saman, en síðan fór 20 manna hópur á Steikhúsið Ask og borðuðu saman. 

  Fundargerð aðalfundar Býflugnaræktendafélags Íslands                          þann 18. apríl 2015

Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður setti fundinn kl 14.00 í Kringlukránni, Kringlunni 12-14 og var salurinn fullsetinn.

a)      Kosning fundarstjóra og ritara.

Valgerður Auðunsdóttir var tilnefnd til fundarstjóra fundarstjóri fundarins og var hún samþykkt með lófaklappi. Svava Jónsdóttir var tilnefnd til ritara fundarins og var hún einnig samþykkt með lófaklappi.

b)    Skýrslur stjórnar og nefnda um félagsstarfið og umræður um þær.

Egill fór yfir skýrslu stjórnar og var henni varpað uppá vegg. Hann hvatti fundarmenn til að senda sér tölvupóst ef einhverjar athugasemdir væru við skýrsluna.

Ein athugasemd kom fram á fundinum þar sem bent var á að rangt ártal var í textanum þar sem rætt var um lifandi búa að vori, en þar átti að standa: Lifandi búa að vori 2014 voru 103, en ekki 2015.

 

Hunangsnefndin hafði ekki starfað á árinu og skilaði því ekki skýrslu. Egill og Torbjörn fóru yfir skýrslur sínar frá þróunarverkefninu á Sólheimum og Snæfoksstöðum.

 

Samantekt úr skýrslu Egils:

Á Sólheimum í Grímsnesi voru 15 bú, hann fór samtal 15 sinnum yfir sumarið til að sinna þeim og keyrði 1920 km. Notaði um 5 klst. að meðaltali á hvert bú. Notaði 30 trékassa, 5,3 kg af frjódeigi á hvert bú og 45,9 kg. af sykurlegi á hvert bú. En búin fengu 5-10 kg af fóðri í römmum í upphafi. Hann tók 0,6 kg af hunangi frá hverju búi. Þar sem sum búin voru lítil að hausti þá færði hann 6 bú í desember til Reykjavíkur og geymdi í jarðkjallara.

 

Samantekt úr skýrslu Torbjarnar:

27 júní 2015 setti hann niður 15 bú á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Fóðraði fyrstu dagana með fljótandi sykri, ApiInvert, ca. 4 kg á hvert bú. Staðfesti varp í öllum búum eftir 3 daga. Síðan gaf hann apifonda, sykurdeig og „feed bee“ prótein fóður stöðugt. Fór 1-2 sinnum í viku fram í október til að bæta fóðrir á búin. Notaði um 40 kg a sykri að meðaltali á hvert bú og rúmlega 1 kg feed bee á hvert bú. Samtals 600 kg+20 kg feed bee. Skoðaði búin lítið yfir sumarið en fylgdist með þróun býstyrks og fjölda útbyggðra ramma. Búin byggðu út 12-20 ramma (2 lélegustu búin byggðu aðeins 12 ramma) öll hin 15-20 ramma.

Tvö bú þróuðust illa og seint í ágúst varð kyrrát drottninga skipti í þeim báðum. (Þessi 2 bú náðu líklegast ekki að fá góða drottningu og drápust í vor. Ekki vegna hungurs heldur líklega vegna þess að býstyrkurinn var lítill drottningin var léleg/ófrjó. Búin voru vetruð á 2 timbur kössum (western red cedar), 1-2 trétexplötur ofaná og tjörupappír utanum þau til að verja þau fyrir vindi og raka.

Búin voru viktuð 13. október og var meðalþyngd bús 35 kg. Eiginþyngd án fóður var 15 kg. Hvert bú var vetrað með 20 kg. birgðir. Engin hunangstekja.

 

Egill fékk fyrirspurn um á hvernig kössum búin voru og svarið var trékassar, einnig var hann spurður hvenær hann ætlaði að taka búin úr jarðkjallaranum og svarið var: um leið og spáin verður betri.

 

Torbjörn taldi að veðrið hafi verið aðal áhrifavaldur þess að þróunin var ekki betri.

 

c)    Endurskoðaðir reikningar síðasta árs séu bornir upp til samþykktar.

Tómas Óskar Guðjónsson, gjaldkeri dreifði útprent af ársreikningi félagsins 2014 og fór yfir hann.

Við fyrirspurn um félagsgjaldið kom fram að 59 félagar höfðu greitt félagsgjöldin um síðustu áramót, en þeir voru þá yfir 80 talsins. Einungis hefur verið send út áskorun til félagsmanna, á Facebook, um að greiða félagsaðildina. Þetta er valkvætt og þeir sem greiða hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Ritari félagsins upplýsti að 72 höfðu greitt félagsgjaldið núna fyrir aðalfundinn.

Fyrirspurn kom hvort hægt væri að geyma fjármuni félagsins á hærri vöxtum en það sem býðst á höfuðbók 26. Gjaldkerinn taldi þetta góða ábendingu sem tekin verður til skoðunar.

 

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

 

Næst var gert hlé á aðalfundarstörfum og Malin Brand, blaðamaður,  kynnti mynd sem hún er að vinna að með styrk frá félaginu. Hún sýndi úrklippur úr myndinni en hún gerir ráð fyrir að þetta verði um 40 mínútna heimildarmynd og það er til efni í miklu meira. Ef RÚV vill kaupa sýningaréttinn þá gerir hún ráð fyrir 2x30 mínútna myndum.  

d)     Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.

Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.

e)      Samþykkt nýrra félaga og staðfesting félagaskrár.

Nýir félagsmenn voru samþykktir í félagið með lófataki.

f)    Kosningar.

I.                   Kjör formanns til tveggja ára.: Egill Rafn Sigurgeirsson var endurkjörinn í fyrra og því var ekki kosið um formann í ár.

II.                Kjör tveggja meðstjórnenda og 1 varamanns til tveggja ára.: Valgerður Auðunsdóttir og Tómas Óskar Guðjónsson voru endurkjörin sem meðstjórnendur til tveggja ára og Torbjörn Andersen sem varamaður í stjórn.

III.             Kjör tveggja skoðunarmanna fyrir reikninga Bý.: Margrét Guðmundsdóttir og Katrín Árnadóttir voru endurkjörnar.

IV.             Kjör til annarra þinga eða nefnda sem snerta gætu starfsemi Bý svo sem t.d. Búnaðarþings.: Ekki var kosið til annarra þinga eða nefnda, en valið var í ritnefnd fyrir heimasíðunefnd til að skoða heimasíðumál félagsins. Eftirfarandi aðilar voru valdir í ritnefndina: Hersteinn Pálsson, Þórður Freyr Sigurðsson, Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Egill Rafn Sigurgeirsson.  Núverandi heimasíða sem félagið hefur notað er í eigu Egils, en félagið hefur veitt honum styrk til að standa straum að vissum rekstrakostnaði við síðuna. 

g)      Fjárhagsáætlun næsta árs. Var ekki kynnt.

 

h)      Tillaga að félagsgjaldi. Óbreytt, krónur 5000.

 

i)        Önnur mál.

1.      Flutt verða inn 2 bretti af býflugum og eru 30 pakkar fráteknir fyrir nýliða sem voru á námskeið í ár. Gera má ráð fyrir einhverjum afleggjurum frá þróunarverkefninu.

2.      Vegna mistaka í innflutning á býflugum í fyrra ætlar DHL- að greiða félaginu bætur. Ókeypis flutning á þessum 2 brettum og 2-3 flugmiða fyrir „sópara,“

3.       Spurt var hvort væri hægt að kaupa býpakka og bæta í en svarið var nei. Úthlutunarnefnd á býpökkum starfar á vegum stjórnar forgangsröðun á bý-pökkum þar sem eftirspurn er umfram mögulegan innflutning. Nefndin tekur tillit til þeirra sem hafa misst bú og eiga engin.

4.       Samþykkt var að treysta úthlutunarnefndinni til sanngirnis.

5.       Samþykkt að þeir sem ekki skila inn umbeðnum upplýsingum í ársskýrslu Bý fá ekki að kaupa býpakka.

6.       Egill tilkynnti að hann væri hættur að passa uppá fólk og reka á eftir því varðandi upplýsingagjöf, en lætur vita á FB þegar kemur að skila inn upplýsingum.

7.      Tillaga að bý-pakkar kosti kr. 60.000.-

8.      Ekki er búið á ákveða verðið á íslensku býpökkunum. Tillaga að leggja 25% álagningu ofaná erlendu pakkana, þar sem þeir eru líklega stærri. Athugasemd var gerð við það þar sem kostnaður við innflutning leggst á erlendu pakkana en ekki þá íslensku.

9.      Umræða um heimasíðuna. Hugmynd er um að gjörbreyta henni og tillaga var um að félagið taka yfir hana. Síðan er í eigu Egils og er hann ekki viss hvernig hann vill gera með hana. Niðurstaða umræðunnar var að stofna ritnefnd sem skoðar málið.

10.  Hersteinn minnt félagsmenn á blómgunarskráninguna á netinu.

11.  Nefnd var sú tillaga að félagið kaupi töppunarbúnað fyrir krukkur, en það væri líklega flókið í framkvæmd

12.  Egill nefndi að það væri áhugavert að skoða möguleika á að kaupa sæðingarbúnað fyrir drottningar, hvatti fólk til að skoða þetta á netinu.

13.  Fyrirspurn um sameiginlega merkingu á krukkur (logo-félagsins)var vísað í umræðu til stjórnar.

Fundi slitið kl 15.40 með ósk um gott sumar.

Ritari: Svava Jónsdóttir 

 

Aðalfundur Býflugnaræktendafélags Íslands,

haldinn sunnudaginn 11. maí 2014 að Bolholti 4, kl. 15.00.

 

Fundargerð aðalfundar:

1.      Egill Rafn Sigurgeirsson formaður félagsins setti fundinn. Fundarstjóri var kosin Svava Jónsdóttir og Ólafur Jónsson ritaði fundargerð.

2.      Egill Sigurgeirsson flutti eftirfarandi skýrslu stjórnar:

Janúar

Í janúar hófu 26 manns býræktarnámskeið.

Febrúar

Fyrstu fregnir af hreinsiflugi bárust í lok febrúar úr Fossvoginum og Elliðarárdalnum við 8-10° C. Býflugur höfðu aðeins kíkt út en svo varð allsherjar hreinsun í byrjun apríl. Allt var enn á kafi í snjó fyrir norðan. Fyrstu fregnir af búdauða bárust en það var bú sem hafði farið sterkt inn í  veturinn og fékk rúmlega 20 kg sykur um haustið en stóð á 3 kössum sem líklega hefur ekki nægt fyrir svo stórt bú og því ekki getað tekið niður nægjanlegt fóður og drapst úr svelti.

Mars

Fleiri bú hreinsuðu sig þennan mánuðinn og fyrstu „yfirborðsskoðanir“ voru gerðar. Fregnir af meiri búdauða fóru að berast og er það alltaf jafn sorglegt að heyra. Nokkrir höfðu vandræði af músagangi sem gerðu sér hreiður í kúpunum en enginn virðist hafa tapað búum af þessari ástæðu. Í lok mars/ byrjun apríl settu býræktendur frjó-/próteindeig til búa sinna.

Apríl

Aðalfundur Bý var haldin  23 /4 og voru 26 nýir félagar samþykktir. Sjá má nánar um aðalfundinn í aðalfundargerð á heimasíðu Bý. Þar var samþykkt tillaga um gerð fræðslumyndar og annars efnis til fræðslu í fjölmiðlum  og er sú vinna enn í gangi.Fyrstu dagarnir í apríl voru mildir (6-8°C) þannig að krókusar og hóffífill blómstruðu en síðan kólnaði verulega og það fór ekki að hitna fyrr en í kringum 5 maí  og loks kom smá hiti (12°) 8/5 sem gerði býræktendum kleyft að skoða aðeins í bú sín. Tilkynnti var um að druntar væru klaktir. Blómstrun víðis hófst í lok apríl og fór á fullt í byrjun maí en túnfífill hafði byrjað einhverjum vikum fyrr við suðurveggi.

Maí

Fésbókarsíða félagsins sló rækilega í gegn og þar fór fram líflegar umræður um allt sem viðkemur býrækt. Verslun með býræktarvöru var stofnuð hjá,  Býflugur-ræktun og ráðgjöf,  og fyrsta sending af vörum barst til landsins í júní.

 

 

Júní
Af 132 vetruðum búum haustið ´12, lifðu 114 í júní en 25 bú drápust eða voruð sameinuð öðrum um sumarið og er þetta alltof há tala því flestum þessara búa má bjarga með styrkingu frá stærri búum. Innflutningur á býpökkum byrjaði með skelfingu vegna mistaka við pökkun flugnanna. Áætlað var að flytja inn 44 pakka en einungis komu 20 til landsins eftir kostnaðarsaman björgunarleiðangur. Af þeim býpökkum sem komu til landsins voru 3 sem voru í gjörgæslu allt sumarið. Pakkarnir komu 27/6 og aðeins þeir sem voru á námskeiðinu, auk þeirra sem voru án  býflugna eftir veturinn og mikil var gleði þeirra.

 

Júlí
Torbjörn kom með þá hugmynd að Bý flytji inn 30 býpakka næsta sumar og stefni á að nota þá til framleiðslu á afleggjurum svo ekki þurfi að flytja inn býpakka í framtíðinni ef vel gengur. Umræða um þetta hefur verið síðan í gang á fésbókinni, manna á milli og hugmyndin að verkefni tengt þessu var kynnt á árshátíð Bý í september.


Ágúst

Það má segja að sumarið hafi verið hið skelfilegasta fyrir býrækt á suður-, suðvestur- og vesturlandi vegna kulda og rigninga. Til dæmis tókst eðlun drottninga fádæma illa þar sem hitastig náði ekki 20°C nema nokkra daga en það er það hitastig sem þarf að vera til að eðlun geti átt sér stað. Líklega þurftu öll nýju búin, stöðuga fóðrun frá komu fram á haust. Flestir byrjuðu  vetrarfóðrun uppúr miðjum mánuðinum.

September

Uppskeruhátíð Bý var haldin fyrstu helgina þessa mánaðar og mikil gleði var með uppákomuna Þrátt fyrir lélegt tíðarfar um sumarið fengu flestir eitthvað hunang til að selja. Árshátíðin var síðan haldin að Hótel Sögu og mikið var gaman þar. Samtals voru 125 bú voru vetruð þetta haust og var meðaltals sykurgjöf 22 kg á bú, búnir voru til 19 afleggjarar og 8 þeirra seldir öðrum. 11 drottningar voru ræktaðar og 3 seldar. 6 svermar voru fangaðir.   Heildarhunangsuppskera var um 950 kg sem gera um 7,5 kg á vetrað bú og er það svipað og síðustu ár. Hugur er í býræktendum fyrir næsta sumar en 27 ætla að gera afleggjara og 14 stefna að því að rækta drottningar.

Umræður um skýrslu stjórnar: Spurt var um kynningarmyndbandið sem Malín vinnur að um býrækt í landinu. Fram kom að Malín Brand er enn að viða að sér efni. Hún á eftir að mynda hunangstekju en þau myndskot verða tekin nk. haust. Bent var á að það þyrfti að uppfæra heimasíðu félagsins s.s. eins og nöfn stjórnarmanna BÝ. Skýrslan stjórnar var samþykkt.

 

3.      Tómas Óskar Jónsson kynnti ársreikninga félagsins og fór yfir tekjur, gjöld og eignir á rekstarárinu. Fram kom að félagar í BÝ sem pöntuðu býpakka greiddu fyrirfram inná reikning félagsins sl. vor en eins og kom fram í skýrslu stjórnar þá voru töluverð afföll á býpökkum í flutningi til landsins sl. sumar. Samtals komu 20 pakkar af þeim 44 sem voru pantaðir. Félagið endurgreiddi fyrirframgreiðsluna til þeirra sem fengu ekki býpakka og nam sú upphæð samtals 943.000 kr. Kostnaður við endurgreiðslu á býpökkum lenti ekki á félaginu sjálfu en seljandinn í Álandseyjum, Torbjorn Eckerman, bar þann kostnað. Í umræðum um ársreikninginn kom fram fyrirspurn um skuld félagsins vegna vinnu við heimasíðu félagsins. Tómas óskað eftir því að kanna það mál nánar og sendi eftirfarandi skýringar síðar „Óskað var eftir upplýsingum um hvort skuld við gerð heimasíðu tilheyrði árinu 2012 eða 2013 á aðalfundi BÝ sunnudaginn 11. maí. Í útskýringum ruglaði gjaldkeri saman árunum 2012 /2013 og misminnti að skuldin tilheyrði árinu 2013 en að sjálfsögðu tilheyrði skuldin árinu 2012.  Því þarf engar breytingar að gera á ársreikningum 2013 vegna þessa enda stemma þeir sem fyrr.  Ársreikningar 2013 eru hér með athugasemdalausir“.   

4.      Kynning á Bændasamtökunum. Tjörvi Bjarnason frá Búnaðarfélagi Íslands kynnti áherslur félagsins, hagsmunabaráttu þess og hugsanlegan ávinning býflugnaræktenda á því að vera í samtökunum. Með aðild gætu býræktendur, að mati Tjörva, haft áhrif á stefnumótun samtakanna; fengið greiðari aðgang að ráðgjöf; aðgang að hugsanlegum styrkjum; aðgang að almannatenglum o.s.frv. Stjórn félagsins falið að kanna þau mál nánar.

  

5.      Eftirtalin voru samþykkt sem félagar í Býflugnaræktendafélagi Íslands á aðalfundinum 11. maí sl.

1

Anna Dúna Steinarsdóttir 

 

2

Björg Karlsdóttir

 051250 7299

3

Björn Ragnarsson

250158-4249

4

Bragi Hannesson 

101232-3529

5

Bryndís Bragadóttir

090768-4929

6

Erla Björg Arnardóttir

100276-4889

7

Finnur Ólafsson

 301284-2179

8

Gerður Garðarsdóttir

031051-3209

9

Helga Steinsen

 

10

Ingibjörg Dís Geirsdóttir

180462-2529

11

Magnús Víkingur Grímsson

120551-7449

12

Olgeir Guðbergur Valdimarsson

 080592-2219

13

Ólöf Haraldsdóttir

090882-4499

14

Ragnar Bragi Ægisson

020396-2109

15

Sigmundur Þorsteinsson

070971-4029

16

Steinar Harðarson

 080444-3629

17

Steindór Gunnar Steindórsson

 

18

Stella Levy

200375-4249

 

 

6.      Kosning til stjórnar. Óskað var eftir framboðum til formanns félagsins. Egill Rafn Sigurgeirsson bauð sig fram til formanns og var hann kjörinn til tveggja ára eða til ársins 2016. Fram kom að reglur félagsins um kosningu til stjórnar væru ekki alveg nógu skýrar. Samþykkt að taka upp almenn ákvæði um kosningar í stjórnir félagasamtaka og fylgja almennum leiðbeiningum um gilda um kosningu í slíkum félögum. Þar sem kjörtímabil er tvö ár þá skal kjósa á víxl, þannig að formaður er kosinn annað árið og tveir meðstjórnendur og varamaður hitt árið. Árið 2015 verður samkvæmt þessu kosið um tvo meðstjórnendur og árið 2016 um seinni tvo ásamt formanni. Í stjórn félagsins eru: Egill Rafn Sigurbjörnsson formaður, Tómas Óskar Guðjónsson gjaldkeri, Valgerður Auðunsdóttir ritari og þeir Torbjörn Andersen og Þorsteinn Sigmundsson eru varamenn. Kjörtímabil Valgerðar og Torbjörns rennur út 2015 og þeirra Tómasar og Þorsteins árið 2016.

Skoðunarmenn reikninga BÝ voru kjörnar þær Katrín Halldóra Árnadóttir og Margrét  Guðmundsdóttir.

7.      Kjör til þinga eða nefnda BÝ. Tillaga kom fram um að stofna samskiptanefnd sem hefði m.a. það markmið að eiga samskipti við áhugasama erlenda býræktendur og/eða félög. Í samskiptanefnd voru kosin þau Elín Sigurgeirsdóttir og Torbjörn Andersen. Í úthlutunarnefnd eru: Egill Rafn Sigurbjörnsson, Torbjörn Andersen og Þorsteinn Sigurmundsson. Í hunangsnefnd eru þau: Egill Rafn Sigurbjörnsson, Torbjörn Andersen, Vigdís Hulda Sigurðardóttir. Helga Mogensen og Patricia Burk bættust við nefndina á aðalfundinum.

Ekki var kjörið til Búnaðarþings en stjórn falið að sinna því verkefni eftir efni og aðstæðum.

Fjárhagsáætlun næsta árs liggur ekki fyrir.

Samþykkt að félagsgjöld yrðu óbreytt eða kr. 5000 á ári. Samþykkt að verð á býpökkum verði 50.000 kr. árið 2014. Eins var stjórn BÝ falið að kanna möguleika á því að semja við tryggingafélag og tryggja flutninga á býpökkum til landsins.  

 

8.      Lagabreytingar: Samþykkt var að breyta eftirfarandi töluliðum 1. greinar í samþykktum BÝ:

      1.4  Býflugnaræktendur eru þeir sem halda býflugnabú og uppfylla skilyrði liðar 1.6. hér
             að neðan. Ef  bú eru haldin sameiginlega af fleiri en einum aðila en allir uppfylla 
             skilyrði 1.6, geta þeir hinir  sömu verið réttgildir félagar með fullan atkvæðisrétt ef
             þeir hafa greitt félagsgjöld. Annars skal einn fulltrúi þeirra vera skráður í félagið með
             eitt atkvæði á aðalfundi.

     1.6  Rétt til að kaupa býflugur (býpakka, afleggjara ) í gegnum félagið hafa einungis þeir
            sem eru samþykktir  félagar í Bý og hafa:

             a) ástundað býrækt samfleytt í 5 ár eða lengur. 
             b) sótt býræktarnámskeið á vegum Bý. 
             c) sótt býræktarnámskeið erlendis og geta framvísað vottorði því til staðfestingar.


       Samþykkt að taka upp almenn ákvæði í félagalögum um kosningar og breyta 4.
       gr. samþykkta BÝ til samræmis við þau ákvæði.

 

9.      Kynning á verkefninu: Býflugnaræktun, innflutningur, kennsla og sjálfbærni til framtíðar. Svava Jónsdóttir kynnti verkefnið, Býflugnaræktun, sem er lagt fram af stjórn BÝ (sjá nánar kynningu á verkefninu). Umræður um verkefnið snerust um umfang þess og afleiðingar s.s. hugsanlega samkeppni þar sem m.a. verð á hunangi gæti lækkað, eins var bent á að almennir félagsmenn gætu hugsað sér að taka þátt í þessu verkefni. Markmið með verkefninu er að efla sjálfstæði og sjálfbærni býræktenda á Íslandi, auk enn frekar þekkingu býflugnabænda á ræktun, standa vörð um smitlausar flugur o.s.frv. Býræktunin er fyrst og fremst hugsuð til að framleiða flugur – ekki hunang. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlað um 4.5 til 5 milljónir kr. Gert er ráð fyrir því að BÝ leggi fram eina og hálfa milljón í verkefnið sem endurgreiðist á næstu misserum með hluta af andvirði hverrar kúpu sem yrði seld úr býræktuninni. Egill Rafn Sigurbjörnsson og Torbjörn Andersen myndu annast þessi bú sem hugsanlega yrðu staðsett fyrir austan fjall. Samþykkt að félagið tilnefni eftirlitsaðila með verkefninu og voru þau Elín Sigurgeirsdóttir og Hersteinn Pálsson kjörin sem eftirlitsmenn. Tillagan var samþykkt án mótatkvæða.

 

10.  Önnur mál. Hvatt var til þess að býræktendur með reynslu taki að sér að leiðbeina og hjálpa nýliðum í greininni eins og kostur er.

 

Fleiri mál ekki tekin fyrir og fundi slitið kl. 17:00

Top of Form

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Samþykktir fyrir Býflugnaræktendafélag Íslands

 

1. gr.

1.1  Félagið skal heita Býflugnaræktendafélag Ísland, skammstafað Bý.

 

1.2  Tilgangur Bý er að sameina þá, sem stunda býflugnarækt á Íslandi um hagsmunamál sín og vinna að  framgangi þeirra.  Einnig að annast kynningar- og fræðslustarf um málefni býflugnaræktar og afla henni stuðnings. Bý skal jafnframt vinna að framtíðarstefnumótun fyrir hönd félaga varðandi býflugnarækt á Íslandi og vera fulltrúi félaga út á við, hvort heldur er gagnvart, stofnunum, opinberum sem öðrum svo og gagnvart öðrum þeim aðilum sem málið kunna að varða.

1.3   Rétt til aðildar að Bý hafa þeir sem:

a)      ástunda býflugnarækt
b)      hafa ástundað býflugnarækt einhvern tíma á síðustu fimm árum.
c)      sótt hafa námskeið um býflugnarækt
d)      meirihluti aðalfundar samþykkir
e)      sem eru stofnfélagar Bý

       1.4 Býflugnaræktendur eru þeir sem halda býflugnabú og uppfylla skilyrði liðar 1.6. hér að
              neðan. Ef  bú eru haldin sameiginlega af fleiri en einum aðila en allir uppfylla  skilyrði 1.6, geta
              þeir hinir  sömu verið réttgildir félagar með fullan atkvæðisrétt ef þeir hafa greitt félagsgjöld.
              Annars skal einn fulltrúi þeirra vera skráður í félagið með eitt atkvæði á aðalfundi.

       1.5  Bý ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með eignum sínum, en ekki einstakir félaga.

       1.6  Rétt til að kaupa býflugur (býpakka, afleggjara ) í gegnum félagið hafa einungis þeir sem eru
              samþykktir  félagar í Bý og hafa:

             a) ástundað býrækt samfleytt í 5 ár eða lengur. 
             b) sótt býræktarnámskeið á vegum Bý. 
             c) sótt býræktarnámskeið erlendis og geta framvísað vottorði því til staðfestingar.

2. gr.

         2.1.   Aðalfund skal halda árlega í apríl og hefur hann æðsta vald í öllum málefnum Bý .

         2.2   Aðalfund sitja með fullum réttindum félagar Bý sem greitt hafa félagsgjöld fyrir aðalfund. Þeir
                  nýir félagar sem samþykktir eru á aðalfundi skulu ganga frá félagsgjöldum sínum við gjaldkera     
                  félagsins fyrir kosningu stjórnar.


        2.3  Á dagskrá aðalfundar skal vera:

a) Kosning fundarstjóra og ritara.
b) Skýrslur stjórnar og nefnda um félagsstarfið og umræður um þær.
c) Endurskoðaðir reikningar síðasta árs séu bornir upp til samþykktar.
d) Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.
e) Samþykkt nýrra félaga og staðfesting félagaskrár.
f)  Kosningar.

I.    Kjör formanns til tveggja ára.
II.   Kjör tveggja meðstjórnenda og 1 varamanns til tveggja ára.
III.  Kjör tveggja skoðunarmanna fyrir reikninga Bý
IV.  Kjör til annara þinga eða nefnda sem snerta gætu starfsemi Bý svo sem t.d. Búnaðarþings. 

g) Fjárhagsáætlun næsta árs
h)  Tillaga að félagsgjaldi.
i)    Önnur mál.

              Aðalfund skal boða á sannanlegan hátt með a.m.k. 14 daga fyrirvara til félaga. Aðalfundur er
              löglegur  sé löglega til hans boðað.

 

3. gr.

Aukafund skal halda þyki stjórn Bý sérstök nauðsyn bera til og einnig ef meirihluti félagsmanna óskar eftir því skriflega enda sé fundarefni tilgreint.  Aukafund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara.  Um rétt til fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi.

 

4. gr.

4.1    Stjórn Bý skipa 3 menn kosnir á aðalfundi með leynilegri kosningu.

4.2    Formaður skal kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum, gjaldkera og ritara
         svo fljótt sem kostur er.  Ritari skal öllu jafnan einnig vera varamaður formanns nema stjórnin ákveði           
         annað.

4.3 Heimilt er að skipa nefnd á aðalfundi til undirbúnings stjórnarkjörs og skal nefndin þá leggja til nöfn   
       þriggja aðildafélaga þar sem formaður er sérstaklega tilgreindur.

 

Breyting á  4. gr. í lögum félagsins yrði eftirfarandi: 

Stjórn félagsins skal skipuð þremur félagsmönnum, formanni og  tveimur meðstjórnendum og öðrum tveim til vara. Stjórn er kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum.  Formaður félagsins er kosinn sérstaklega. Tveir meðstjórnendur eru kjörnir og tveir til vara. Þar sem kjörtímabil er tvö ár þá skal kjósa á víxl, þannig að formaður er kosinn annað árið og tveir meðstjórnendur og tveir varamenn hitt árið. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

5. gr.

5.1. Hlutverk stjórnar er að annast málefni félagsins milli aðalfunda og framfylgja samþykktum aðalfundar. 
       Stjórnin ræður starfsfólk og veitir prókúru fyrir félagið.

5.2.  Undirskrift tveggja stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.

 

6. gr.

6.1. Formaður boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim.  Þó er honum skylt að boða
       fund ef einhver stjórnarmanna óskar þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint.  Kalla skal til varamann ef
       stjórnarmaður boðar forföll.  Stjórnarfundur er lögmætur sé meirihluti stjórnar á fundi.

6.2. Stjórn Bý skal halda gerðabók og skal hver fundargerð staðfest með undirskrift þeirra stjórnarmanna      
       sem fundin sitja.  Fundargerðir stjórnarfunda skulu liggja frammi á aðalfundi félagsins og heimilt er að
       birta fundargerðir á heimasíðu félagsins, skal sú ákvörðun tekin af stjórn hverju sinni.

 

7. gr.

 

Gerist félagsmaður sekur um að vinna gegn hagsmunum félagsins og/eða býflugnaræktar á Íslandi getur meirihluti aðalfundar vísað honum úr félaginu.  Minnst þarf 60% atkvæða á aðalfundi til að vísa félagsmanni úr félaginu. Aðildarfélagi sem vísað hefur verið úr félaginu á ekki rétt á eignum, aðföngum né nokkru öðru því sem Bý á eða hefur umráð yfir.  Með umsókn til félagsins samþykkir hann samþykktir Bý og þar á meðal 7 gr. 

 

8.gr.

Samþykktum þessum og lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi.  Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn Bý fyrir 15 mars.  Stjórn Bý ber að senda tillögur um lagabreytingar með aðalfundarboði.  Ná þær aðeins fram að ganga að meirihluti félaga á aðalfundi greiði þeim atkvæði sitt.

 

9. gr.

Leggist starfsemi Bý niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til félaga að jöfnu.

Samþykkt á aðalfundi 11. maí 2014.

   

 

 

Aðalfundur Bý, haldin á Kríunesi 20. Apríl 2013, 

Egill Sigurgeirsson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 Hann stakk upp á  Bjarna Áskellssyni sem fundarstjóra og Valgerði  Auðunsdóttur sem fundarritara.

1.       Skýrsla stjórnar, sem Egill flutti, hann sagði að skýrslan í heild væri kominn inn á vefinn en fór yfir aðalatriðin svo sem fjölda búa og fjölgun félaga í Bý.

2.       Álit nefnda, Hunangsnefnd hélt ekki fund  og  úthlutunarnefndin skilaði ekki skýrslu þó hún hafi skilað góðu starfi.

2.e  Allir þeir er sóttu um aðild að Bý (nemar á námskeiði um býrækt) voru samþykktir félagar (nöfn koma síðar).

3.       Reikningar félagsins, Tómas ó Guðjónsson las og skýrði reikninginn .

Rekstrartekjur voru 2.500.000 kr.

Rekstrargjöld  2.077.338 kr.

Rekstrarhagnaður eftir fjármagnsliði  432.168 kr.

Eigið fé í árslok 2012  2.231.251 kr.

4.       Kostningar.

Stjórn var endurkjörin en það eru Egill formaður, Tómas gjaldkeri, Torbjörn og Þorsteinn meðstjórnendur, sem og skoðunarmenn reikninga Þorsteinn Sigmundsson og Hafberg Þórisson.

Nefndir: Hunangsnefndin starfi áfram þrátt fyrir slaka frammistöðu síðasta ár og Úthlutunarnefndin situr áfram (Egill, Þorsteinn og Torbjörn) og ákveðið að stjórn skipi Fræðslunefnd en ákveðið að fella niður nefnd um aðgang að búnaðarþingi enda ekki talið að það muni færa Bý neinn ávinning.

5.       Önnur mál.

Samþykkt tillaga um gerð fræðslumyndar og annars efnis til fræðslu í fjölmiðlum.

Samþykkt að þeir snillingarnir Egill og Torbjörn fái greitt kílómetragjald í ferðum til býræktenda.

Samþykkt að árgjald verði 5000 árið 2013 og allir félagar, þar með talið fjölskyldumeðlimir, sem  greiði sama gjald.

Einungis þeir sem hafa sótt námskeið í í Býrækt og greitt félagsgjald fá rétt til að kaupa býflugur hvort sem er í gegnum Bý eða félaga þess.

Heilmikil umræða varð um fyrirkomulag verlsunnar afleggjara milli manna.

Umræða um að þeir sem hafi hafið býrækt áður en 5 ára reglan var samþykkt og keypt sér búnað (þ.e.  hafi ekki  verið með bú í 5 ár eða lengur) fái rétt til að kaupa bú þó þeir hafi ekki sótt námskeið, því vísað til stjórnarr til úrvinnslu.

Umræður spunnust um reglur í öðrum löndum um hvaða reglur gilda um að halda býflugur og tók Sigríður Eysteinsdóttir að sér að finna reglur sem verða síðan lagðar fyrir stjórn.

Egill llagði  til að reyndari ræktendur hjálpi  byrjendum  af stað.

Rætt um innflutning á fóðri í ljósi hækkunar vörugjalds og tók Margrét að sér að kanna undir hvaða vöru- og tollflokk dýrafóður Apiinvert fellur.

Rætt um innheimtu á árgjöldum og ákveðið var að senda innheimtu á heimabanka félaga.

Egill sagði frá að nú virtust fjórir aðilar vera tilbúnir að þjónusta býræktendur með sölu á tækjum og tólum, Egill með útibú frá Lp:s biodling í Svíþjóð, Hafberg með útibú frá Swientys í Danmörku, Fanney með sölu ramma og kassa auk Elínar sem er í farvatninu með stofna fyrirtæki með netsölu á öllum vörum til býræktar.

 

Fyrir Aðalfund afhenti Egill Viðurkenningarskjal Bý, fyrir fullgilda Býræktendur sem sótt hafa námskeið og staðist skriflegt próf og verklegan hluta og mættu á Aðalfundinn.

fleirra ekki tekið fyrir og fundi slitið

Valgerður Auðunsdóttir

 

  Aðalfundur BÝ var haldinn 29. Apríl 2012 .

 

Egill formaður setti fund  kl 14.03, bauð fundarmenn velkomna. Bjarna Áskelsson var valinn fundarstjóri og Valgerði Auðunsdóttur fundarritari.

Bjarni fór yfir dagskrána og gaf síðan formanni orðið.

1.        Skýrsla stjórnar:

 Egill formaður byrjaði á að fagna því hvað margir eru mættir.

Það eru nú 43 virkir býræktendur á Íslandi þar af 15 konur (það eru nokkrar fjölskyldur sem reka býræktina saman en aðeins 1 sem talin er). Janúar til maí ´11 var haldið býræktar námskeið sem um 30 nýbyrjendur og lengra komnir sóttu. Allir sem voru á námskeiðinu voru heimsóttir 1-3 sinnum um sumarið og bú þeirra skoðuð. Nemar sýndu mikinn áhuga á efninu og kættust mjög er þeir fengu býpakka sína. 64 bú voru flutt til landsins 19 júní frá Álandseyjum, 5 félagar í Bý fóru þangað til að aðstoða við pökkun. 42 bú lifðu veturinn 2010-11. Mesta hunangsuppskera var 47,5 kg hjá einum býræktenda en ekki tóku allir hunang frá sínum búum af ýmsum ástæðum. Heildaruppskera hunangs var 815 kg en nokkur bú gáfu ekkert hunang eða býræktendur tóku ekkert hunang úr sumum búum af ýmsum ástæðum. Þeir sem fengu ný bú í ár fengu mest 12,5 kg hunangs og augljóst að þeir sem fóðruðu búin sín á 3 fyrstu kassana fengu mest. Meðaltalsuppskera hunangs var 8 kg/bú. Meðaluppskera er reiknuð frá heildar hunangsuppskeru deilt með fjölda búa sem eru vetruð.  Ekki virðist hafa skipt máli hvort nýliðarnir byrjuðu með 1 eða 2 kassa undir býpakkann sinn.

10 svermar litu dagsins ljós að því er vitað er, grunur er um að einhverjir svermar að auki hafi tapast. Samtals voru vetruð bú þetta haust 104. Flest eru búin 9 hjá 1 býræktenda en 14 eru með 1 bú. Flestir luku vetrarfóðrun í september.  Býflugur báru enn einstaka frjóklumpa heim í október.

 

Uppskeruhátíð Bý var haldin í lok ágúst í Fjölskyldu og húsdýragarðinum og sama kvöld hélt Bý sína fyrstu árshátíð og vonandi ekki þá síðustu því mikið var gaman hjá okkur og hvað haldið þið að hafi verið talað um.

                  2.       Reikningar:

Reikningar

Tómas Óskar Guðjónsson, gjaldkeri skýrði reikninga ,

Rekstrartekjur eru                                         3.558.193 kr.

Rekstrargjöld eru                                           2.227.990 kr.

Rekstrarhagnaður eftir fjármagnsliði     1.331.117 kr.

Eigið fé og skuldir eru                                   1.832.606 kr.

Fram kom hjá Tómasi að félagið er ágætlega stætt.

Í umræðum um skýrslur var ein spurning borin upp, hvernig eru peningarnir ávaxtaðir, Tómas svaraði því og reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

                    3. Tillögur frá stjórn:

1.   Lagt til að verðið á þeim Býpökkum sem fluttir verða inn í vor verði það sama og í fyrra. Félagið greiði  niður umframkostnað.

Egill skýrir frá skipulagi flutningsins, búið er að hanna og smíða flutningskassa fyrir 48 pakka sem farið verður með til Álandseyja og  flugurnar verða fluttar í til landsins að smölun lokinni. Hann upplýsir að þeir sem voru á námskeiðinu fái allir flugupakka.

Nokkrar umræður voru um innflutninginn og skiptingu pakkanna.

Valgerður lagði til að þeir sem voru óheppnir með þá pakka sem þeir fengu í fyrra gengju fyrir öðrum í úthlutun.

Guðrún    gagnrýndi þá úthlutunar hugmyndir en Hafberg lýsti sig með mæltan Torbjörn spyr um hvort ekki verði hægt að fá innfluttar drottningar?

Eftir að farið hafði verið yfir fjölda pantana kom í ljós að allir sem hafa pantað flugupakka ættu að fá eitthvað.

Tillagan samþykkt.

2. Tillaga um að stjórnin skipuleggi framtíðar innflutning , samþykkt.

3.  Inntaka nýrra félaga:

16 nýir félagar voru klappaðir inn og einn eldri svona til öryggis.

 Félagaskráin ekki tiltæk en félagar eru um 40.

 

3.       Kosningar

Formaður, : Egill Sigurgeirsson gefur kost á sér áfram  og er klappað fyrir honum.

Meðstjórnendur : Tómas Óskar Guðjónsson, Valgerður Auðunsdóttir og Torbjörn

Samþykkt að Torbjörn verði áfram í Nordgen nefndinni og Hafberg á Búnaðarþingi.

Allt klappað inn. Tillaga samþykkt um að árgjaldið verði áfram 5000. kr

 

4.       Önnur mál:

   Þorsteinn Sigmundsson lagði fram tillögu um að skipuð verði úthlutunarnefnd sem standi að skiptingu á takmarkaðri auðlind innflutningsflugna, og verði sú nefnd skipuð þeim sem ekki hafa sótt um flugupakka í ár. Samþykkt var að í nefndinni  verði  Egill, Torbjörn og Þorsteinn.

Umræður voru nokkrar um hvernig við gætum orðið sjálfbær og fólk vill tilsögn í að ger afleggjara úr búum og fjölga drottningum

Egill hefur ræktað drottningar í mörg ár en vill fara varlega og þeir sem eru með flest bú geri afleggjara úr sínum búum.

   Egill sagði frá því að einu löndin sem enn væru laus við varroa væru; Ísland, Álandseyjar og Ástralía.

Umræður voru um innflutning á flugum annarstaðar frá en við höfum ekki val og Egill telur okkar flugur hafa góða kosti umfram margar , þær eru gæfar.

   Egill segir frá því að stjórnin hafi samþykkt að einungis þeir sem hafa sótt námskeið og hagi greitt félagsgjald fái að kaupa býpakka gegnum félagið, og upplýsti að ekki væri nóg að mæta einu sinni og borga félagsgjald

 

  Torbjörn segir frá nefnd sem hann er í f.h. BÝ hjá Nordgen um verndun norrænna stofna, nokkrar umræður urðu um það mál en upplýsingar um framtíðaráform nokkuð óljósar.

Egill telur að við þurfum að fara varlega og fékk mjög jákvæð viðbrögð við því,

Spurt var hvað kæmi í veg fyrir að hver sem er geti flutt inn býflugur.Egill svaraði og útskýrði strangar reglur sem eru um innflutning. Svava kom með tillögu um að stjórn Bý sendi Ráðuneytinu erindi um að samráð verði við BÝ um innflutning, þetta var samþykkt. Fram kom í umræðum að allir vilja fara varalega í sambandi við innflutning. Hafberg skýrði frá tilhögun á innflutningi á vörum til býræktar sem von er á til landsins 20.maí. Samþykkt var að Egill formaður fengi  50. Þús kr styrk til að standa að heimasíðunni. Umræða var um kaup á slengivélum og fram kom að allavega 2  vélar verða fluttar inn, og sennilega fleiri. Hersteinn fékk það verkefni að staðsetja búin og félagana á kort.

 

Egill segir frá notkun Droppboxins og segir þar sé komið mikið fræðsluefni.

Hann sagði einnig frá því að hann og Svava hefðu tekið upp efni á 4 diska sem verða til sölu á 2000 kr.

Spáð var í að athuga betur um efni í býræktarkvikmynd og hélt Dóra jafnvel að nokkurt efni væri þegar til.

   Egill slítur góðum  fundi kl 16.08 og bauð fundarmönnum kaffi  og  meðlæti.                    

 

                                    Aðalfundur Býrægtarfélags Íslands 2011.

 
 Haldin í húsi Borgarplast í Mosfellsbæ 10.apríl 2011 kl. 14.00
 Fundarstjóri var kosinn Bjarni Áskelsson og vegna forfalla Kristjönu ritara tók ég Vigdís að mér eftir bestu getu að rita fundargerð.
 Egill fór yfir skýrslu stjórnar. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðunni byflugur.is, undir fréttir
 Tómas gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins , þarf að lagfæra skýrsluna og verður svo í framhaldi af því send félagsmönnum á emaili.
 Rætt var á síðasta aðalfundi 2010 að jafnavel sækja um aðild í Búnaðarfélagi Íslands, umræða var um það eftir hverju væri verið að sækja með aðild hvort það gæti haft áhrif á innflutninginn á flugunum ( auðveldað hann ?) Almenn sátt um að sækja ekki um. Frekar að horfa til Alþjóðasamtaka Alheimshunangssamtök, stjórnin skoðar þessar tillögur.
Nýjir félagar samþykktir, allir sem eru búnir að vera á námskeiðinu í vetur fá aðild aðrir með fyrirvara um áhuga.
 
 Nöfn nýrra félaga : Helgi Guðmundsson, Magnús Á Magnússon,  Katrín Árnadóttir, Ólafur Þröstur Stefánsson, Elín Siggeirsdóttir,  Herborg Pálsdóttir, Margrét Svavarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sigurður Hreinsson,  Hannes Lárusson, Hafsteinn Már Mattíasson, Þrándur Gíslasson Roth,               Páll Hersteinsson, Fanney Einarsdóttir, Karl Karlsson, Ásthildur Magnúsdóttir, Örn Þorleifsson,          Helga Mogensen, Karolína Gunnarsdóttir, Ólafur Örn Pétursson, Carine Chatenay, Erlengur Pálsson,  Dorothee Lubecki, Jón Jóhannsson, Anna Birna Þráinsdótti, Vigdís Guðjónsdóttir, Sigrún Thorlacius og  Valgerður Auðunsdóttir.
 Nöfn félaga með fyrirvara um áhuga þeirra en þeir hafa sótt um aðild :    Jón Kb. Sigfússon      Garðar Garðarsson,  Guðjón Hjartarsson, Gyða Atladóttir og Jón Árnasson
Nýjir félagar eru boðnir velkomnir velkomnir.
 Kostning stjórnar þar sem á aðalfundi 2010 var kosið til 2 ára er enginn breyting á stjórn í ár.
 Ársgjaldið samþykkt að verði áfram kr. 5.000.
 Önnur mál:
 Egill sækir um styrk til heimasíðugerðar þarf að borga kr. 45.000 á ári í hýsingar og leyfisgjöld, almenn sátt um að borga kr. 50.000 í styrk til Egils.
 Egill bar upp erindi um að gaman væri að gera heimildarmynd um býrægt sem yrði fylgt eftir alveg frá því flugurnar verði sóttar til Álandseyja og svo áfram í sumar alveg þar til þær verða vetraðar í haust. Hugmynd um að þátturinn yrði ca. 35 - 45 mín. Kostnaður við þetta ,þá er lagt upp með að þetta sé sjálfboðavinna og þeir fagmenn sem myndu vilja taka  þetta að sér gætu þá jafnvel selt efnið enn við myndum fá eintak.
 Hafberg sagði að Kristinn hefði verið byrjaður að taka upp efni hann ætlar að kanna stöðuna á því. Ef einhverjir félagar eru með sambönd t.d.  á ruv. þá endilega láta vita.
Hunangsgæðaeftirlit: Hugmynd til að fá að selja hunang undir nafni félagsins verða að gæðadæma hunangið , reglum um þetta eru mjög strangar. Hugmynd að félagar kaupi krukkur og fái miða á krukkurnar með lógói sem svo hver og einn fyllir svo út með sínum uppl.
 Valin í að kanna möguleika á slíku eftirliti voru,  Egill - Torbjörn – Vigdís.
 Óskað eftir hugmyndum um „Lógói“ fyrir Bý.
 Uppskeruhátíð Býbænda verður haldinn 27.ágúst 2011 kl. 13.00 - 16.00 í fjölskyldu og húsdýragarðinum , ástæða fyrir því að þetta er í fyrrikantinum fyrir okkur býbændur þá er að mikill áhugi á þessu og ætlunin að sameina þessa hátíð feiri félagssamböndum.
 Eins kom hugmynd um að reyna að vera aðrahelgina í ágúst á Hrafnargilssýningunni.
 Verkkennsla fyrir nýju ungviðin ( nýnemana ) verður í sumar nánar auglýst síðar , enn þá verða allir aðrir velkomnir.
 
 Að lokum þakkar Bjarni Agli fyrir aðkomu sína að þessu býsamfélagi og biður okkur um að passa hann eins og drottningu í búinu okkar.
 Vigdís Hulda Sigurðardóttir

 

 

 

 

Reykjavík 17.apríl 2010

 

Aðalfundur Býræktarfélags Íslands 2010.

 

Haldin í Húsdýragarðinum í Reykjavík 17/4 kl.10:00

 

Fundargerð

 

Starfsmenn fundarins voru kosnir Egill fundarstjóri og Bjarni ritari.

Egill formaður flutti skýrslu stjórnar, fór hann yfir veðurfar, uppskeru og stöðuna í byrjun vetrar.  Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu félagsins.

Tómas gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og kom þar fram að eigið fé félagsins er kr 113,829.00.

Skýrslan og reikningarnir einróma samþykktir.

Fyrir fundinum lá erindi frá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem boðið var að Bý yrði deild innan félagsins.  Eftir umræðu um erindið var ákveðið að þiggja ekki boðið heldur að þróa starfssemi Bý í sjálfstæðu félagi.  Garðyrkjufélaginu er þakkað gott boð og óskað alls hins besta í starfi sínu.

Fyrir fundinum lágu umsóknir um félagsaðild frá eftirfarandi:

Heiðar Sigurðsson, Katrín H. Árnadóttir, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Darlene Smith, Ólafur Þröstur Stefánsson, Halldór Friðgeirsson, Snorri Björnsson, Vernharður Gunnarsson, Torfi Áskelsson, María Óskarsdóttir, Bergur Bergsson, Hjálmar A. Jónsson, Lilja Ágústsdóttir, Ágústa Geirharðsdóttir. 

Voru umsóknir þeirra einróma samþykktar.

Þá var komið að kosningum,  Egill var endurkjörin formaður og aðrir í stjórn eru  Tómas Óskarsson, Kristjana Bergsdóttir og Matthildur Leifsdóttir.

Matthildur Leifsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs, er henni þakkað gott starf í þágu félagsins og var  Torbjörn Andersen kosin í hennar stað. 

  

Endurskoðendur voru endurkjörnir  Hafberg Þórisson og Þorsteinn Sigmundsson.

Hafberg var jafnframt kosin fulltrúi á búnaðarþing, en ætlunin er að sækja formlega um  heimild til setu þar, var Þorsteini falið að annast umsókn.

Árgjald félagsins var ákveðið kr 5000,00. 

Undir liðnum önnur mál kom fram að félagsfundur hefur ákveðið að gefa öllum nýjum félögum kost á því að kaupa eitt bú frá Álandseyjum, skilyrði verða að jafnframt kaupi nýir félagar nauðsynlegan byrjendabúnað.  Samanstendur hann af kössum, hlífðarfatnaði og nauðsynlegum fylgihlutum. Talið er að flugurnar kosti um 50 þús og nauðsynlegur búnaður annað eins.  Er því stofnkostnaður áætlaður  að lágmarki kr. 100,000.   Verður fyrirkomulagið á þann veg, að fyrir ákveðna dagsetningu verður staðfest pöntun að liggja fyrir og mun þá formaður leita  tilboða í heildarpakkann.  Bý og búnaður verða ekki afhent til félaga nema gegn fyrirframgreiðslu.

Undir þessum lið kom fram að uppskera af einstöku búi getur orðið allt að 100 kg, að vísu ekki hér á landi, hér mun hámarkið vera 60 kg .  Kom fram í umræðum að ekki er líklegt að býrækt hér á landi verði mjög arðbær  enda fyrst og fremst um að ræða starf áhugamanna. 

Að loknum umræðum bauð Tómas  upp á kaffi, takk fyrir það.  Var síðan farið yfir nauðsynlegan byrjendabúnað.  Fundinum lauk  með heimsókn að búi því sem staðsett er í Húsdýragarðinum.

 Litu nokkrar flugur út í vorsólina og þökkuðu okkur fyrir að nenna að standa í þessu.

 

Fundaritari    Bjarni Áskelsson

 

 

 

 

 

 

Bý hélt fund 27/2 10 þar sem nokkur málefni voru tekin fyrir.

Mættir voru: Tómas ,Hafberg, Gísli, Þorsteinn, Sigmundur, Kristjana (ásamt maka, Atla) Torbjörn, Bjarni,  Sigmundur,Guðmundur og Egill

1)

 Sjö aðilar hafa óskað eftir aðild að Bý þar af Bergur sem haldið hefur býflugur í Austurríki og verið virkur á spjalli  heimasíðunnar og Sigurgeir bróðir Egils sem var með í stofnun Bý 2000 en hefur  ekki sjálfur átt bú.

Aðrir eru Hjálmar Á Jónsson, Vernharður Gunnarsson, Torfi Áskelsson, María Óskarsdóttir og Snorri Björnsson.

 

Ákvörðun var tekin um að aldurstakmark fyrir inngöngu í Bý væri  fermingaraldur.

 

Félagar í Bý fagna þessum áhuga og von okkar og trú virðist ætla að rætast að í nánustu framtíð verði býflugna ú dreifð um  allt Ísland og fjöldi fólks nógu „skrítið“ til að geta hugsað sér að verða býræktendur.

Ákveðið var á fundinum að þeir sem sótt hafa um aðild fram til dagsins í dag –að fenginni formlegri staðfestingu aðalfundar Bý –verði tryggð kaup á 1 pakka býflugna – að því tilskildu að við fáum þau 24 pakka býflugna  sem hafa verið pantaðar.  Að öllum líkindum er eftirspurnin meiri en framboðið þannig að róið verður öllum árum að því að fá  eins marga pakka og hægt er.

2)

Sameiginlegur innflutningur verði á býflugnabúnaði,  þar með talið allt sem þarf til að byrja býrækt- býkúpur, ósara  og klæðnaði, auk fóðurs (frjókorna og sykurlegs(vetrafóður)) og hunangskrukkur (125g) vaxgaflar,hunangssíur o.þ.h.. Menn verða þó að senda inn formlega pöntunfyrir þeim búnaði sem óskað er eftir og greiða fyrirfram áður en pöntun verður lögð inn hjá því fyrirtæki sem gerir okkur besta tilboðið. Samkomulagvar um að allir ættu að halda sig við Langstroth kassana þó eitthvað af Norskum kössum séu  til í landinu –nota þá frekar ef einhver tilraunastarfsemi er í gangi eða ef búin sverma og ekki fara í topplistabú fyrr en reynsla manna er orðin meiri af býrækt á venjubundinn hátt. Enginn verður þó skikkaður til þess. Topplistabúin eru mun vandmeðfarnari.

Egill tekur að sér að útbúinn tékklista fyrir býflugnarækt og allt er því viðkemur.

3)

Námskeið verða haldinn fyrir nýbyrjendur og lengra komna –hugmyndin er 2-3 laugardaga, 4-5 tíma í senn,  áður en býflugurnar koma. Auk þess kemur í heimsókn til okkar 3 árið í röð, Eyvind -danskur býræktandi frá Nýa Sjálandi sem hefur áratuga reynslu af býrækt (hann framleiddi og seldi 9 tonn af hunangi síðasta sumar) og ætlunin er að fá hann til að halda námskeið um meðhöndlun á vaxi- kertagerð og framleiðslu á kremum  og þ.h..

 

4)

Skeggrætt var um býrækt og ástandið á búum okkar, nokkur eða 2-3 eru líklega dauð en flest lifa en nú kemur það tímabil sem hefur verið hættulegast búunum þ.e. seinni hluti vetrar og fyrrihluti vors.

Menn eru að alla jafnan bæði bjartsýnir og áhugasamir um býrækt og segja má að þessi 12 ár sem býrækt hefur verið stunduð hér á landi hafi myndast sterkur kjarni fólks sem miðlað getur af þekkingu sinni.

 

 

Fundarritari Egill 

 
 
 
 
Fundargerð
Býflugnaræktendafélag Íslands.
    Aðalafundur haldinn 23.apríl 2009 að Melahvarfi 2, Kópavogi
 
Mætt: Egill R Sigurgeirsson, Kristjana Bergsdóttir, Matthildur Leifsdóttir, Hafberg Þórisson, Gísli Vigfússon, Tómas Óskarsson, Sigmundur Þorsteinsson, Thorbjörn, Guðmundur Á Pétursson, Þorsteinn Sigmundsson.
 
Fundarstjóri kosin -Egill Rafn Sigurgeirsson
Fundaritari kosinn-Kristjana Bergsdóttir
 
Dagskrá:
1) Skýrsla stjórnar.
2) Ársreikningur Bý.
3) Fjárhagsáætlun næsta árs.
4) Tillögur um erindi.
5) Samþykkt nýrra félaga.
6) önnur mál.
 
1)    Egill, formaður Bý flutti skýrlsu stjórnar.
 
2)    Tómas, gjaldkeri Bý fór yfir reikninga – þeir voru samþykktir með fyrirvara um undirritun skoðunarmanna.
 
3)    Fjárhagsáætlun næsta árs er engin.
 
4)    a) Fram kom tillaga frá Agli formanni um að hafa félagsgjald óbreytt þ.e. kr 3000. Tillagan var samþykkt.
b) Tillaga kom frá formanni um að félagið styrki innflutning á býflugum í ár. Tillagan var samþykkt.
 
5)    Umsóknir um aðild að Bý voru teknar fyrir og eftirfarandi nýir félagar voru samþykktir: Bjarni Áskelsson, Jón Sigurðarson, Sigmundur Þorsteinsson, Guðmundur Á Pétursson og Erla Thomsen.
Nýjum félögum ber að greiða árgjald innan viku frá aðalfundi til að staðfesta umsókn sína í félagið.
 
6)    a) Rætt var um innflutning á býflugum árið 2009. Fram kom að formaður er að vinna að innflutningi frá Álandseyjum og hefur gengið frá vottorðum og flutningi gegnum Helsinki.
 b) Farið var yfir lifandi bú sem vitað er um: Kristjana=2 /Egill=1/ Matta=1/ Gísli=2/ þorsteinn=27 hafberg=1/ Rúnar=1. Samanlagt 10 bú.
 c) Skráðar voru óskir félagsmanna um kaup/pantanir á búum í tveimur lotum.
Þorsteinn 2+2
Gísli 2+2.
Kristjana 1+1.
Hafberg 2
Tómas 1
Guðmundur 4
Matta 2
Egill 4
Sigmundur 2+2
Bjarni 1
Jón Sig 1
 
Aðalfundi lokið.
 
 

 

Býflugnaræktendafélag Íslands  - Aðalfundur  haldinn 29.apríl 2008
Fundargerð:
 
Mættir voru Egill, Tómas, Kristjana, Matthildur,Hafberg, Þorsteinn
Gestur fundarins :Guðmundur Ármann Pétursson-  Sólheimum Grímsnesi (gap@solheimum.is).
1)      Skýrsla stjórnar – flutt af Agli.
Þar koma fram : Að líklega eru lifandi 6-8 bú. Félagið getur fengið keypt um 30 bú frá Noregi.
2)      Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og bornir upp til samþykktar.
Reikningar voru samþykktir samhljóða.
3)      Erindi til umræðu og afgreiðslu:
4)      Það stendur til að flytja inn um 30 bú í maí. Hafberg fer utan að sækja þessi bú. Vottorð eru tilbúin. Umræður  fóru fram um innflutning.
5)      Nýr félagi sækir um inngöngu í Býflugnaræktendafélag Íslands  - Guðmundur Ármann Pétursson-
Aðildarumsókn var samþykkt.
Gísli Vigfússon sækir um inngöngu.
Torbjörn Andersen sækir um inngöngu.
Tveir hinna síðast töldu voru samþykktir einnig –
6)      Upp kom hugmynd um að Egill haldi námskeið í maí – Egill mun skoða það frekar.
7)      Kosningar til stjórnar:
8)      Fráfarandi stjórn er : Egill, Matthildur, Tómas, Erlendur. Egill bauðst til að einhver annar tæki við formansstarfi en enginn bauð sig framm.
Nýr Formaður kosinn til 2. Ára – Egill R. Sigurgeirsson var kosinn samhljóða.
Meðstjórnendur kosnir til 2. Ára : Tómas-gjaldkeri, Matthildur-meðstjórnandi , Kristjana-ritari.
Skoðunarmenn voru kosnir: hafberg, Þorsteinn.
 
9)      Önnur mál – hafberg er talsmaður BÝ hjá Búnaðarsambandi Íslands.
10) Fjárhagsáætlun næsta árs er engin.
11) Tillaga um félagsgjald- samþykkt tillaga um að það verði sama upphæð þ.e. kr. 3000.
12) Rætt um væntanlegan innflutning býflugna.
Ársskýrsla býflugnabænda 2007 - 2008
 
 
         Vorinu 2007 mættu býflugnabændur jákvæðir sem endra nær. Um miðjan maí voru 15 bú lifandi eftir veturinn en gleðin minnkaði nokkuð fram eftir sumri því að eh bú drápust snemma sumars og voru einungis 9 bú lifandi um mitt sumarið, en enn á ný var farið í það að flytja inn drottningar auk þess að við gerðumst framkvæmdasöm og pöntuðum heilan helling af býflugnadóti sem lengi hafði staðið til en komu ekki fyrr en, að minnsta kosti ekki í hendur býflugnabænda fyrr en um haustið!
Í byrjun ágúst voru búin til nokkur bú, nýir afleggjarar þannig að á haustdögum 2007 voru um 14 bú vetruð. Menn voru líklega að fá þetta milli 10 og 35 kg af búi, þ.e.a.s. hunangi.
Haust gekk í garð og haldið var mikil, stór og mjög vel sótt býflugnasýning í Húsdýragarðinum og er þetta nú orðið að árvissum viðburði og endilega þurfum við að halda þessu áfram vegna þeirrar miklu lukku sem þetta skapaði núna síðasta haust.
Sem fyrr vetruðu menn bú sín á ýmsan hátt. Einn gerðist svo djarfur að smíða heilan "jarðkjallara" undir búin, fékk að vísu að hafa kartöflurnar sínar með. Aðrir byggðu utan um skýldu búum o.þ.h. en ekki gekk mikið betur að vetra búin þetta árið en önnur þannig að líklega eru um 6 - 8 bú lifandi á talandi stundu, þetta eru þó óvissar tölur.
 
Hugmyndin var að reyna að flytja inn bú frá Nýja Sjálandi og var mikið kapp lagt í það af formanni en stjórnvöld hindruðu þann innflutning, fyrst og fremst þar sem ekki er leyft að flytja inn býflugur af smituðum svæðum með varroa og loftsekkjamaur en þetta er mál sem þarf að ræðast betur á aðalfundi. Það er þó útlit fyrir að við fáum að kaupa um rúmlega 30 bú frá Noregi fyrir tilstuðlan Torbjörn Andersen býflugnamanns og má segja hálfum íslendingi því hann lærði læknisfræði hér á landi auk þess að vera giftur íslenskri konu og er að flytja til landsins núna þessa daganna.

 

 

 

Aðalfundur býflugnaræktendafélags Íslands 2007 var haldinn 27.apríl.
 
 
Mættir voru: Matta, Björn, Þorsteinn, Rúnar, Hafberg, Tómas, Ólöf, Matthías og Egill.
1. mál var kosning fundarstjóra og ritara og var Þorsteinn kosinn fundarstjóri og Egill fundarritari.
Skýrsla stjórnar var lesin upp og hún samþykkt.
Endurskoðun reikninga fyrir síðasta ár var borin upp og samþykkt.
Félagaskrá var samþykkt og er hún eftirfarandi:
Aðalsteinn Ó. Snæþórsson
Björn Þórisson
Egill R. Sigurgeirsson
Erlendur Á. Garðarsson
G. Rúnar Óskarsson
Hafberg Þórisson
Kristjana Þorgeirsdóttir
Matthildur Leifsdóttir
Ólöf Sveinsdóttir
Tómas Óskarsson
Þorsteinn Sigmundsson
 
Kosningar voru engar þar sem kosið var á síðasta aðalfundi og situr stjórnin áfram, Þorsteini var þó bætt við, sem endurskoðanda með Guðmundi Rúnari Óskarssyni.
 
Í stjórn sitja því: Egill R. Sigurgeirsson formaður, Erlendur Garðarsson ritari, Tómas Óskarsson gjaldkeri, Matthildur Leifsdóttir meðstjórnandi og endurskoðendur eru Guðmundur Rúnar Óskarsson og Þorsteinn Sigmundsson.
 
Ekki var kjörið til annarra þinga eða nefnda.
 
Fjárhagsáætlun næsta árs var lögð fram en engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar aðrar en innheimta félagsgjalda.
 
Tillaga að félagsgjaldi. Ákveðið var að halda sömu upphæð og áður, þ.e.a.s. 3000 kr.
 
Önnur mál: Rætt var um kaup kassa, býflugnabúa, fyrir meðlimi og ákveðið að félagið keypti 5 slík bú, auk þess að kaupa 5 galla og 5 pör hanska. Það gerir þá samtals 16 bú.
 
Það var talað um að mikilvægt væri að fjölga hjá sér búum og var formaður settur í að reyna að útvega drottingar með því að flytja inn drottningar eða með því að rækta eigin drottingar. Kostnaður reiknast um 5000 kr. á drottingu, hvernig sem þær fást.
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá var flutt skýrsla stjórnar:
 
Aðalfundur var haldinn 03.05.06 í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.
Sautján bú lifðu af veturinn. Það var kalt vor nema í mars voru viss hlýindi.
Bandarískt par kom í heimsókn í maí og skrifuðu grein í bandarískt tímarit "Americal sjournal of beeculture". Sumarið var rigningar- og votviðrasamt og frekar kalt en drottningar voru pantaðar og komu 27.07. eftir miklar hrakfarir og var fyrst og fremst skipt út þeim árásagjörnu, norsku drottningum sem eftir voru og auk þess að nokkur ný bú voru mynduð. Býflugnadagur var haldinn í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum í september þar sem að mikill áhugi var fyrir því en ekki fjölmennt. Í framhaldi af honum kom grein í Morgunblaðinu, auk þess að grein var skrifuð í Gestgjafann um hunang og matarlist. Egill og Kristjana komu fram á Skjá 1, í þættingum 6-7, þar sem kynnt var íslenskt hunang. Að þessu leyti er mikill áhugi á að fá að kaupa íslenskt hunang, svo að mest allt hunang, sem til var, af íslensku bergi brotið, seldist fljótlega upp.
Vetur hefur verið með venjulegum hætti á Íslandi en þó lítið um snjó, líklega eru um 15 bú lifandi eftir veturinn.
 

 

 

 

Aðalfundur Bý 2006.
 
Fundargerð fyrir árið 2006-fundur haldinn 03.05.06
 
Mættir voru: F.h. Þorsteins, Sigmundur Þorsteinsson, Kristjana Bergsdóttir, Tómas Guðjónsson, Matthildur Leifsdóttir, Hafsteinn Erlendsson, Hafberg Þórisson og Egill R. Sigurgeirsson.
 
 
Formaður setti fundinn og Hafberg kosinn var ritari.
 
Endurskoðaðir reikningar bornir upp, en þeir voru ekki að fullu tilbúnir og Tómas gjaldkeri segir að þeir verði tilbúnir innan 2 vikna.
Kynntur var áhugi bandarískra hjóna að koma til landsins 9.-16.maí n.k. og það var ákveðið að koma saman hjá Agli 13.maí og þá verða ársreikningar bornir upp til samþykktar.
 
Tillaga var um að sama stjórn sæti áfram og það samþykkt, það gildir til næstu 2 ára.
  
Tillaga að félagsgjaldi 3000 kr var samþykkt.
Engin fjárhagsáætlun var borin fram.
 
Önnur mál:
Styrkur úr Framleiðnisjóði upp á 500.000 kr stendur okkur til boða.
Tvö bú eru nú í eigu félagsins, geymd hjá Agli
 
Umræður um að selja tvö bú félagsins. Samþykkt er að Húsdýragarðurinn fái að kaupa eitt bú á 50.000 kr. Beðið er með að taka ákvörðun um sölu hins búsins (það sýndi sig að bú þessi dóu þegar leið á vorið).
 
Fundi slitið kl. 20.45
 
 
 
 
 
Skýrsla stjórnar fyrir aðalfundar Bý 2006
Í apríl  þá kom í ljós að bæði bú Rúnars voru lifandi. Formaður flaug til Noregs 5/5 til þess að sækja 30  býflugnabú.
Þau komu til landsins 10.05. og lifðu öll af ferðina og var dreift um landið, Hveragerði, norðausturland og á höfuðborgarsvæðið.
Um miðjan júlí voru síðan keyptar drottningar af Krainer tegund en gekk misvel að skipta um drottningar því þessar norsku voru verulega árásargjarnar, með því versta sem formaður hefur nokkurn tíma kynnst.
Fyrsti svermur þessarar aldar var tekinn inn í Lambhaga um miðjan júlí.
Formaður fór í Kelduhverfi? og hafði sýnikennslu og kynnti býflugnarækt fyrir sveitungum í júlí og virðist býflugnarækt ganga vel á öllum stöðum. Eitthvað var  þó um að búin svermuðu og tapaðist þar dýrmætur býflugnamassi, en að læra þetta tekur eðlilega allt sinn tíma. Í byrjun október var síðan haldin uppskeruhátíð í Húsdýragarðinum, þar sem kynnt var býflugnarækt, hunangsframleiðsla og meðhöndlun og selt hunang.
Almennt reyndu býflugnabændur að yfirvetra bú sín í góðu skjóli en á þessari stundu er þó vitað að einhver bú hafi farist, flest lifa í Kelduhverfi, hjá formanni, Rúnar er með 1 lifandi bú, en líklega dóu 3, Þorsteinn er með 3 lifandi bú, Matthildur með 1 til 3 lifandi, Hafberg með a.m.k. 1, bæði búin virðast hafa drepist í Húsdýragarðinum, allt dautt í Hveragerði ekkert líf hefur sést hjá Hafsteini.
Þetta er þó besti árangur vetrunar hingað til eða frá 99
 
 

Aalfundur Bý 2005

Hér vantar fundargerð frá Ritara 

 

 

Aukaaðalfundur hins íslenska býflugnaræktendafélags,

haldinn 17.júní. 2005 kl. 10.00 að Garði við Elliðavatn.

Formaðurinn kosinn fundarstjóri og Ingimar Magnússon fundarritari.

Fyrsta mál, samþykkt nýs félaga, Björns Þórissonar.

Tómas gjaldkeri fór yfir reikninga liðins árs og stöðuna í dag.

Einhverjar útistandandi skuldir, ákveðið að gera upp skuld við Hafberg Þórisson

vegna leigu hans á bíl til flutninga á býbúum frá Noregi.

Menn almennt sáttir við verð á flutningi býbúa til landsins.

Formaður ræddi um komandi, nýjar og spakari drottningar, lét vita af einhveri seinkun á komu þeirra.

Fór yfir hvernig ætti að skipta um drottningar. Einnig rætt um yfirvetrun búa.

6 manns mættir. Fundi slitið um kl.11 og farið í að skoða bú hjá Hafberg í Lambhaga og

Rúnari við Leirvogsá.

 

Ingimar Magnússon

Aðalfundur Bý 2004

fundargerð ekki borist frá ritara
 

Aðalfundur Bý 2003

Gylfi Símonarson sagði sig frá gjaldkerastarfinu vegna anna og við tók Tómas Ó Guðjónsson.
Aðalfundur var síðan haldinn _____ í Fjölskyldu og húsdýragarðinum  að viðstöddum _______
 
fundargerð ekki borist frá ritara
 
 
 
 
Aukaaðalfundur var haldin að Garði Melahvarfi 2,  6. september. 03
Fyrst sýndi Egill hvernig hann tók frá búunum hunang og undirbjó þau fyrir veturinn.
Mættir voru Egill, Gylfi, Tómas, Erlendur(kom seinna) Þorsteinn, Rúnar
Fundur var settur 13:00 af formanni og var hann valin fundarstjóri og ritari fundar
Reikningar félagsins voru samþykktir og voru nú fjarráð til að greiða Nils Drivdal fyrir kassa þá sem býflugurnar voru sendar í 2001 þótt ekki hefðu allir greitt gjöld sín til félagsins.
Egill skýrði frá ferð sinni til Svíþjóðar og kaupum á búum þar en til stóð að keypt yrðu um 30 bú en vegna mikils vetrardauða búa ytra fengust ekki nema 4 bú en loforð fékkst um fleiri bú næsta vor. Reikna má með að hvert bú hingað komið kosti um 50.000 en Egill benti á að eitt búanna hafi gefið af sér rúmlega 50 kg sem kæmi  vel uppí þann kostnað samtals varð hunangstekjan af þessum 3 búum sem lifðu 80 kg og spannst þá umræða um verð á hunangi og voru menn sammála um verð á bilinu 3-4000 kr/kg og þætti ekki mikið fyrir þá eðalvöru sem íslenskt hunang væri.
Rædd voru félagsgjöld og ákveðið að halda sömu gjöldum 3000 kr árgjald.
Kynntur var Magnús vatnsendabúi og kvikmyndagerðarmaður og gerð kynningarmyndar um býflugur.
Einnig kom fram að félag þetta væri rekið meira af áhuga en formlegheitum og voru menn sammála að slíkt hentaði betur áhugafélagi sem þessu.
Egill fræddi menn um tilraun til heimasíðugerðar sína um býflugur.
Fundi var slitið.
 
Þá tók við sýning á hvernig hunang er tekið úr römmum, lok losuð og þeir settir  í þeytivindu ,sigtað og tappað.
 
 Aðalf
 
 
Býflugnaár 2003
 
 
Eftir aðalfund í apríl var fljótlega haft samband við sænska býflugnabændur og sett inn auglýsing í tímarit þeirra þar sem óskað var eftir flugum en undirtektir voru dræmar, samband náðist þó við einn sem að hafði í hyggju að selja okkur flugur, fljótlega, en það dróst síðan og hann dró sig síðan til baka þannig að ekkert varð úr innflutningi þó að nokkur áhugi hafi verið fyrir því hjá félögum að flytja inn flugur. Náðist þó aftur samband við annan býflugnabónda og hann lofaði okkur flugum næsta vor en þegar þetta er skrifað hefur ekki náðst samband við hann aftur og virðist hann ætla að draga eitthvað í land með þetta. Eins og fyrr hefur komið í ljós voru einungis 2 bú lifandi af þessum 16 sem komu til landsins 2001. Búið í Húsdýragarðinum fjaraði út í vorbyrjun en á Stokkseyri lifðu bæði búin en það kom þó ekki í ljós fyrr en í júní. Flugurnar voru leiðinlega árásargjarnar og þurfti að flytja þær á betri stað þ.e.a.s. upp á Vatnsenda þar sem þær döfnuðu vel. Það kom þó í ljós að við flutningana og umskiptin hafði önnur drottningin í búinu misfarist en fyrri part ágúst hafði ný drottning verið alin upp á búinu sjálfu og var hún farin að leggja egg. Sýnikennsla í skoðun og mati á búnum fór fram í ágúst við góðar undirtektir viðstaddra nema flugnanna. Þessar flugur sóttu blómasafa og frjókorn langt fram í október enda var haustið milt og gott.
Á síðustu mánuðum ársins 2002 kom í ljós að Gylfi Símonarson gjaldkeri var of störfum hlaðinn til að geta sinnt gjaldkerastarfinu þannig að ákveðið var að skipta um gjaldkera og Tómas Óskarsson tók við því starfi í ársbyrjun 2003.
Í byrjun febrúar var haldinn stjórnarfundur þar sem að rædd voru bæði þessi gjaldkeraskipti og áframhaldandi umræður um býflugnarækt. Í febrúar og mars  voru haldnir 6 fundir að Elliðahvammi þar sem að sýndar voru videomyndir og býflugnarækt rædd. Á síðasta fundinum var síðan unnið uppkast að umsókn um styrk fyrir innflutning og býflugnarækt og er það mál enn í vinnslu. Mjög misjöfn mæting var á þessa fundi en fundargestir voru yfir höfuð ánægðir.
Býflugnaárið í ár er hafið. Fyrri hluti apríl var mjög hlýr og góður og hafa flugurnar verið mjög duglegar að fljúga og t.d. þann 04.05. við 3°hita þá flaug annað búið á víði og einnig á hóffífil og kom heim drekkhlaðið af frjókornum.

 

 

 

Aðalfundur BÝ 29/4 2002
 
 
Fundinn setti formaður og var hann settur kl 19.00
Fundastjóri var kjörinn  Tómas Guðjónsson.
Fundarritari var kjörinn Erlendur Á Garðarsson,
 
Liðum b og c  um skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga var frestað til framhaldsaðalfundar.
Ákveðið var að hafa framhaldsaðalfund 27 maí.
Gjaldkeri upplýsti að verið væri að gera nýja félagaskrá sem brátt yrði send út. Aðeins var rætt um nýja meðlimi og þá með tilliti til að hægt væri að gera menn að heiðursfélögum. Tillaga að nýjum félögum verður borinn fram á framhaldsaðalfundi.
 
Kjör formanns fór fram og var Egill kjörinn einróma.
Meðstjórnendur voru kjörnir Gylfi og Erlendur og var Matthildur kjörinn sem varamaður.
Þegar rætt var um nefndarskipan urðu umræður hvernig best fyrir hvernig best væri að standa að kynningar málum og hvort ekki væri rétt að skipa nefnd til að kynna félagið og vinna að útvíkkun þess.  Ákveðið var fela stjórn þessi verkefni til að byrja með en stjórn falið að stofna til nefnda væri þörf og fá til þessa aðstoð félaga.
 
Fjárhagsáætlun var rædd og ákveðið að þar sem ekki væri búið að mynda stefnu eða  kostnaðaráætlun væri best að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir framhaldsaðalfund.
 
Lagt var til að félagsgjald yrði 3.000 krónur og yrði það greitt af félagsmönnum fyrir framhaldsaðalfund.
 
Önnur mál.
Þorsteinn Sigmundsson benti á ýmsar leiðir til kynningar meðal bænda og almennings. Benti hann meðal annars á bændablaðið sem góða kynningaleið.
 
Rætt var um heimasíðugerð og hvernig best væri að standa að því. Ingvar Sigurðsson ræddi þetta af þekkingu og var bent á að Bændasamtökin hefðu veglega heimasíðu og hvort hægt væri að fá að vera þar undir.  Ákveðið var að biðja Ingvar að skoða möguleika sem í boði væru og kynna fyrir félagsmönnum á framhaldsaðalfundi.
 
Rætt var um uppgjör á kössum þeim sem flugurnar komu í frá Noregi.  Ákveðið að félagið og félagarnir keyptu þessa kassa enda kostaði nærri jafnmikið að senda þá út og að kaupa þá af honum.  Þeir kassar sem standa út af, sem eru 7 kassar, til að eiga til dreifingar eða sölu til félagsmanna.
 
Erlendur  og Þorsteinn bentu á að möguleikar væru á því að sækja um stuðning við ýmsa þróunarsjóði og stofnanir.  Ljóst væri að ýmsar leiðir væru til að fá stuðnings enda ljóst að svona nýsköpun ætti að vera styðja þetta. Var ákveðið að skoða það mál og Erlendur beðinn að skoða þetta og jafnvel að leggja fram tillögur að umsóknum sem fyrst.
 
Egill ræddi um galla þeirra flugna sem komu og taldi það ekki vænlegt fyrir félagsmenn að kaupa þessar flugur vegna þess hve árásargjarnar býflugurnar voru.  Lagði hann til að verslað væri fremur við Svíana enda væri allt annað að meðhöndla þær flugur.  Spurning væri hvort senda ætti mann til að reyna að fá bú fyrr að sumri en áður.  Nokkur umræða var um þetta og hvert stefnt yrði í þessum málum.  Olgeir taldi eftir samtal við Norðmanninn að hægt væri að fá gæfari flugur frá Noregi.  Egill taldi að sennilegra væri að þetta væri stofninn en ekki þær skýringar sem Norðmaðurinn hefði gefið.  Rúnar taldi að flugurnar sem hann fékk í fyrr hefðu reynst sé sértaklega vel með tilliti til hversu duglegar þær voru.  Hann viðurkenndi einnig að þær hefðu verið mjög árásargjarnar.  Ljóst er að skiptar skoðanir eru um þessi mál og hvert beri að stefna.  Gylfi gerði það að tillögu sinni að Egill yrði styrktur af félaginu til að fara út að einhverju leiti bæði af Bý og síðan þeim félögum sem vildu fá af sænska stofninum.   Olgeir taldi að hann hefði áhuga á brúnum flugum og myndi hafa áhuga á þeim stofni.  Eftir töluverðar umræður var stjórn falið að kanna innflutning á býflugum og leita bestu leiða til að móta stefnu í þessum málum.
 
Rætt var um námskeiðshald og hvernig best væri að standa að því.  Egill lagði til að haldin yrðu fámenn byrjendanámskeið þannig að nýir félagar eða áhugasamir gætu kynnt sér þessi mál.  Ákveðið var að kanna möguleika á að halda svona námskeið á fleiri en einum stað á landinu og ákveðið að skoða möguleika á því.  Nauðsynlegt væri að halda svona námskeið í maí.  Var ákveðið að kanna þetta sem fyrst og reyna að hrinda svona námskeiði af stað allavega á tveim stöðum á landinu.
 
Olgeir spurði hvort gefa ætti út fréttablað.  Ljóst var að ekki væri tími til þess að standa að útgáfu í pappírsformi en nauðsynlegt væri að skiptast á upplýsingum á netinu. 
 

 

Fyrsti aðalfundur Býflugnaræktendafélags Íslands haldin í Húsdýragarðinum þann 5 maí 2001.  Félagið var óformlega stofnað 15. Júlí árið 2000
 
Mættir voru Egill R. Sigurgeirsson, Gylfi Símonarson, Rúnar Óskarsson, Erlendur Á Garðarsson, Tómas Guðjónsson, Matthildur Leifsdóttir.
 
Formaður félagsins Egill R. Sigurgeirsson setti fundin og stungið var upp á Gylfa Símonarsyni sem fundarstjóra og Erlendi Á Garðarssyni sem ritara.
 
Fyrir lá dagskrá aðalfundar og var fyrsta mál skipulagning stjórnar og stjórnarkjör.  Stungið var upp á að Egill, Gylfi og Erlendur héldu áfram störfum sínum í stjórn og var það samþykkt.  Verður þá Egill formaður næsta kjörtímabil, Gylfi gjaldkeri og Erlendur ritar.  Félagskjörnir endurskoðendur voru kjörnir Rúnar Óskarsson og Tómas Guðjónsson , Matthildur Leifsdóttir var síðan kjörin sem varamaður í stjórn. Rætt var um hverjir yrðu stofnaðilar BÍ þar sem ósk um þátttöku í félaginu hafa borist án þess að menn hafi haft tækifæri til að mæta á aðalfund. Var samþykkt að eftirfarandi aðilar ásamt fundarmönnum væru stofnaðilar að BÍ og fullgildir meðlimir BÍ, samkvæmt ósk þeirra þó þeir gætu ekki mætt á aðalfundinn.  Voru þessir aðilar: Friðgeir Þorgeirsson, Hraunbrún í Kelduneshreppi, Olgeir Möller, Ingvar Sigurðsson, Kristján Kristjánsson, Kristjana Bergsdóttir, Gestur Helgason, Hafsteinn Erlendsson, Úlfhildur Leifsdóttir.
 
Þar sem reikningar félagsins voru ekki tilbúnir og einnig að uppkast að lögum var lagt fram á fundinum var ákveðið að framhaldsaðalfundur yrði eftir um það bil mánuð og væri nóg að boða til hans með 7 daga fyrirvara. Miðað skal við að aðalfundur hvers árs eigi sér maí ár hvert. Ákveðið var að senda þeim aðilum sem ekki voru á svæðinu afrit af tillögum um lög félagsins og óska eftir umsögn þeirra fyrir aukaaðalfund.
 
Rætt var um uppkast og hugmyndir að lögum félagsins sem lögð voru fram á fundinum.  Ýmsar útfærslur og hugmyndir voru ræddar og var formanni og stjórn falið að vinna að því að lagfæra og breyta í samræmi við tillögur fundarins.
 
Rætt var um árangur og útlit síðasta árs.  Ljóst er að töluverð aföll voru á þeim vetri sem var liðinn og koma ýmsir þættir þar inn í.  Lítil bú, aföll við sendingu á síðasta ári til landsins og rysjótt vetrartíð voru meðal annarra þátta sem áhrif höfðu á útkomuna.
 
Rætt var um nýtt verkefni á vegum danska landbúnaðarráðuneytisins og EU sem á að stuðla að því að koma upp ósýktum býflugnastofnum í Skandínavíu.  Ákveðið var að leita eftir samstarfi við þá aðila sem þessu verkefni stjórna og leita stuðnings hjá yfirdýralækni og Landbúnaðarráðuneytisins í þeirri viðleitni.   Fundurinn ályktaði að eftir töluverðu væri að slægjast og var stjórn falið að leita eftir samstarfi við þessa aðila.
 
Stungið var upp á að félagsgjaldið yrði 3000 krónur fyrir árið og var það samþykkt  og skulu skil félagsmanna á félagsgjaldi lokið fyrir aðalfund á hverju ári.  Fyrir árið 2001 skal greiða félagsgjald fyrir framhaldsaðalfund.
 
Ljóst er að nauðsynlegt er að flytja inn nýjan skammt af býflugum.  Fundurinn lagði til að leitað væri til að fyrirtækið Gyska myndi sjá um innflutning á öllum áhöldum og tækjum, utan býflugna sjálfra, og myndi félagsmönnum bent á að beina viðskiptum sínum þá leið þannig að hægt væri að tryggja að sömu stærðir á búum og svipuð tæki yrðu keypt þannig að samnýting félagsmanna yrði sem hagstæðust og heppilegust.
Útlit er fyrir að pöntuð yrðu 14 til 20 bú á þessu ári. 
 
Fjallað var um framtíðarhorfur og áætlanir. Gott hljóð var í fundarmönnum varðandi framtíðarhorfur þrátt fyrir áföll í byrjun.  Fram kom að ýmsir aðilar hafa áhuga á starfsemi félagsins svo sem Búnaðarfélag Keldhverfinga, Landbúnaðarráðuneytið og Skógrækt ríkisins.  Fundarmenn töldu að með því að keppa af krafti að því að styrkja stofnstærð býflugna á Íslandi væri sennilegast að framtíðarhorfur væru sæmilega bjartar.
                                                                                                                      
Önnur mál.
Hvatt var til að safnað yrði gögnum um Býflugnaræktendafélags Íslands sem stofnað var á árum áður og reyna að halda til haga gögnum um sögu býflugnaræktunar á Íslandi. Ákveðið var að ganga frá innflutnings málum og var Gylfa falið að gera  dæmið upp bæði það sem er ósótt í toll og einnig að gera upp við Egil.  Erlendur yrði Gylfa til aðstoðar í þessu sérstaklega varðandi flutningskostnað og annað þvíumlíkt.  Farið var yfir hvað væri tilbúið af búum og hvað þyrfti.  Ákveðið var að senda afrit af fundargerð og tillögur að lögum sem fyrst á e-mail til félagsmanna.  Fundurinn hvatti stjórn til að ræða við yfirdýralæknir sem fyrst og útskýra hagsmuni félagsins með tilliti til innflutnings frá ósýktum svæðum.  Almennar umræður voru um viðhorf almennings til býflugnaræktunar.  Í ljós kom að einn aðili hafi fengið kvörtun vegna býflugnabúa sinna sem virtist að hluta til vegna misskilnings.  Aðrir höfðu einmitt þver öfuga sögu að segja þar sem mikill áhugi væri hjá nágrönnum fyrir ræktuninni.  Umræðan gaf tilefni til að stefna þyrfti að því að fræða almenning um býflugnarækt og eyða fordómum og hræðslu á þessari ræktun.  Stjórn var falið að skoða þessi mál og reyna að þoka þeim áfram í rétta átt.
 
Fundi var slitið kl. 12.10
 
Erlendur Á Garðarsson,
Ritari.
 
Yfir fundargerð fóru allir viðstaddir fundarmenn án athugasemda.
 
 
 
Aukaaðalfundur haldinn 27 maí 2001
 
Aukaaðalfundur var haldinn í húsdýragarðinum 27 maí 2001.  Mættir voru Egill, Erlendur, Olgeir, Gylfi, Tómas, Hafsteinn, Kristjana og Ingvar. Tómas var kjörinn fundarstjóri og fundaritari Erlendur. 
 
Gylfi lagði fram reikninga félagsins og tjáði fundarmönnum að fjárhagsáætlun væri ekki til þar sem taka þyrfti afstöðu til þess á fundinum og hjá stjórn hvað yrði framkvæmt á þessu ári.  Kostnaður myndi þurfa að miðast við félagsgjöld og upplýsti hann um að skráðir stofnfélagar væru 15.  Benti gjaldkeri á að t.d. innkaup á flugum yrði að vera á kostnað einstakra félagsmanna en ekki á kostnað og ábyrgð félagsins.  
Fjárhagsáætlun var samin á staðnum enda fyrirséð að fyrsta árið yrði naumt bæði í tekjum og greiðslum.  Tekjur yrðu af félagsgjöldum og þeim mögulegu styrkjum sem félaginu gæti borist.  Kostnaður yrði vanabundinn kostnaður af almennum rekstri og þá stuðningi við gerð kynningarefnis t.d. í tölvutæku formi og námskeiðahalda. Var þetta samþykkt einróma.
 
Gylfi fór yfir reikninga síðastliðnu tveggja ára og lagði fyrir inneignir og útistandandi skuldir.  Voru reikningar samþykktir fyrir bæði árin án mótatkvæða.
 
Lesin var skýrsla stjórnar um býflugnarekstur síðustu ára.  Umræða varð um þetta og þá helst ástæðuna fyrir miklum býflugnadauða félagsmanna. Skýrsla stjórnar var samþykkt og verður hún send félagsmönnum í tölvupósti.
 
Eftir aukaaðalfund voru ýmiss hjartans mál rædd, svo sem eins og hvernig ætti að standa að innflutningi, hvenær og hvaðan.  Egill ræddi um að nauðsynlegt væri að kaupa bú sem tilbúin væru og sterk, eins og koma með þau eins fljótt og unnt væri til landsins.  Lýsti hann sig reiðubúinn til þess að gera það og var ákveðið að kanna áhuga bæði félagsmanna til þess ásamt því að kanna möguleika erlendis frá.  Nauðsynlegt er að taka afstöðu til þessa máls eins fljótt og unnt til að hægt sé að láta þetta virka sem skyldi.  
 
 
Heimsóknir: 
Stjórnun