Býflugur.is
L÷g Bř

 

Samþykktir fyrir Býflugnaræktendafélag Íslands
 

Lög Bý

 

Samþykktir fyrir Býflugnaræktendafélag Íslands

 

1. gr.

1.1.

Félagið skal heita Býflugnaræktendafélag Ísland, skammstafað Bý.

1.2.

Tilgangur Bý er að sameina þá, sem stunda bíflugnarækt á Íslandi, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra.  Einnig að annast kynningar- og fræðslustarf um málefni býflugnaræktar og afla henni stuðnings. Bý skal jafnframt vinna að framtíðarstefnumótun fyrir hönd félaga varðandi býflugnarækt á Íslandi og vera fulltrúi félaga út á við, hvort heldur er gagnvart, stofnunum, opinberum sem öðrum svo og gagnvart öðrum þeim aðilum sem málið kunna að varða.

1.3.

Rétt til aðildar að Bý hafa þeir:

a)      sem ástunda býflugnarækt

b)      sem hafa ástundað býflugnarækt einhvern tíma á síðustu 5 árum.

c)      sem sótt hafa námskeið um býflugnarækt

d)      sem meirihluti aðalfundar samþykkir

e)      stofnfélagar Bý

 

Býflugnaræktendur skulu þeir teljast sem halda býflugnabú. Séu bú sameiginlega haldin af fleiri en einum aðila skal einn fulltrúi þeirra vera skráður í félagið með eitt atkvæði á aðalfundi.

 

1.5.

Bý ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með eignum sínum, en ekki einstakir félaga.

 

2. gr.

2.1.

Aðalfund skal halda árlega í apríl og hefur hann æðsta vald í öllum málefnum Bý .

2.2.

Aðalfund sitja með fullum réttindum félagar Bý sem greitt hafa félagsgjöld fyrir aðalfund. Þeir nýir félagar sem samþykktir eru á aðalfundi skulu ganga frá félagsgjöldum sínum við gjaldkera félagsins fyrir kosningu stjórnar.

2.3

Á dagskrá aðalfundar skal vera:

a) Kosning fundarstjóra og ritara.

b) Skýrslur stjórnar og nefnda um félagsstarfið og umræður um þær.

c) Endurskoðaðir reikningar síðasta árs séu bornir upp til samþykktar.

d) Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.

e) Samþykkt nýrra félaga og staðfesting félagaskrár.

f)   Kosningar:

I.             Kjör formanns til tveggja ára.

II.          Kjör tveggja meðstjórnenda og 1 varamanns til tveggja ára.

III.        Kjör tveggja skoðunarmanna fyrir reikninga Bý

IV.      Kjör til annara þinga eða nefnda sem snerta gætu starfseimi Bý svo sem t.d.

         Búnaðarþings. 

g) Fjárhagsáætlun næsta árs

h)  Tillaga að félagsgjaldi.

i)    Önnur mál.

 

Aðalfund skal boða á sannanlegan hátt með a.m.k. 14 daga fyrirvara til félaga.  Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

 

 

3. gr.

Aukafund skal halda þyki stjórn Bý sérstök nauðsyn bera til og einnig ef meirihluti félagsmanna óskar eftir því skriflega enda sé fundarefni tilgreint.  Aukafund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara.  Um rétt til fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi.

 

4. gr.

4.1               

Stjórn Bý skipa 3 menn kosnir á aðalfundi með leynilegri kosningu.

4.2.

Formaður skal kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum, gjaldkera og ritara svo fljótt sem kostur er.  Ritari skal öllu jafnan einnig vera varamaður formanns nema stjórnin ákveði annað.

4.3.

Heimilt er að skipa nefnd á aðalfundi til undirbúnings stjórnarkjörs og skal nefndin þá leggja til nöfn þriggja aðildafélaga þar sem formaður er sérstaklega tilgreindur.

 

5. gr.

5.1.

Hlutverk stjórnar er að annast málefni félagsins milli aðalfunda og framfylgja samþykktum aðalfundar.  Stjórnin ræður starfsfólk og veitir prókúru fyrir félagið.

5.2.

Undirskrift tveggja stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.

 

6. gr.

6.1.

Formaður boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim.  Þó er honum skylt að boða fund ef einhver stjórnarmanna óskar þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint.  Kalla skal til varamann ef stjórnarmaður boðar forföll.  Stjórnarfundur er lögmætur sé meirihluti stjórnar á fundi.

6.2.

Stjórn Bý skal halda gerðabók og skal hver fundargerð staðfest með undirskrift þeirra stjórnarmanna sem fundin sitja.  Fundargerðir stjórnarfunda skulu liggja frammi á aðalfundi félagsins og heimilt er að birta fundargerðir á heimasíðu félagsins, skal sú ákvörðun tekin af stjórn hverju sinni.

 

7. gr.

7.1.

Gerist félagsmaður sekur um að vinna gegn hagsmunum félagsins og/eða býflugnaræktar á Íslandi getur meirihluti aðalfundar vísað honum úr félaginu.  Minnst þarf 60% atkvæða á aðalfundi til að vísa félagsmanni úr félaginu. Aðildarfélagi sem vísað hefur verið úr félaginu á ekki rétt á eignum, aðföngum né nokkru öðru því sem Bý á eða hefur umráð yfir.  Með umsókn til félagsins samþykkir hann samþykktir Bý og þar á meðal 7 gr. 

 

8.gr.

Samþykktum þessum og lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi.  Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn Bý fyrir 15 mars.  Stjórn Bý ber að senda tillögur um lagabreytingar með aðalfundarboði.  Ná þær aðeins fram að ganga að meirihluti félaga á aðalfundi greiði þeim atkvæði sitt.

 

9. gr.

Leggist starfsemi Bý niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til félaga að jöfnu.

 
 
 
 
Heimsóknir: 
Stjórnun