Býflugur.is
Fyrir byrjendur

 

Hvað þarf til þess að gerast býflugnabóndi ?

Að gerast félagi í Bý er skilyrði til að fá keyptar býflugur í gegnum félagið

Sjá undir Bý flipanum hér til vinstri og Lög Bý

 

Persónuleik býfl. ræktandans.
Hvaða eiginleikar eru mikilvægir.
·         Umgengi við býfl. krefst yfirvegunar og skynsemi.
·          býfl. ræktandi verður að vera nákvæmur í vinnu sinni.
·         og mjög mikilvægt er að hann gæti hreinlæti bæði með tilliti til býfl. sjálfra heilsu þeirra og hunangsins sem matvæla.
 
Fræðilegir og verklegir þættir:
Til þess að verða góður býfl. ræktandi verður hann að kynna sér vel býfl. bæði líf þeirra, líffærafræði og hvernig maður handleikur þær.
·         Með því að fara á námskeið, lesa bækur, tímarit og leita upplýsinga á netinu, einnig að leita ráða hjá sér reyndari.
·         Gæta skal þess að láta ekki þessi orð draga úr sér kjarkinn en kaupi sér býfl. bú þar til maður telur sig verða orðin fullnuma en það verður maður aldrei innan býfl. ræktunar.
·         Bókvitið verður að koma hönd í hönd með eigin upplifun og reynslu þar til árangur verður góður.

1 Býflugur

2 Kúpur

3 Býflugnasamfesting ,hanska,sköfu, bursta og ósara

4 Fræðirit (bók) um býfl

5 Áhuga/áræðni/forvitni

 

1. Sjálfar býflugurnar hefur verið erfiðast að eignast hér á Íslandi. Það virðist þó vera að glæðast því víð höfum komist í samband við býflugnabónda á Álandseyjum(Finnland) sem hefur selt okkur s.k. package bees (skoðið http://www.youtube.com/watch?v=Ek7dDtZ0lK8&feature=related) og verðið er um 150 Eu / 1,5 kg (um 15 þ bf) + sendingarkostnaður + tollar. Hann hefur selt okkur frá 2009 og verðið var síðast 60 000 (2014). Eins og staðan er nú ganga félagar í Bý (og hafa lokið námskeiði í býrækt) fyrir um kaup á þessum býpökkum. Reynsla okkar er sú að ný bú hafa á góðu sumri ná að framleiða allt að 12 kg hunangs (til uppskeru) en síðustu 2 ár (´13 og ´14) hefur tíðarfar verið svo lélegt að frá nýju búunum hefur ekkert verið hægt að uppskera enda þurgt fóðrun frá komu fram að vetrarhvíldinni.  

Líkl. er best  að byrja með 2 bú því ef annað drepst því ef maður byrjar með 1 þá er allt unnið fyrir gíg það árið. Því getur maður með 2 búum auðveldað afkomu annars búsins ef það er veiklað eða minna. Ef áhugi er fyrir og kunnátta eykst þá getur maður fjölgað búunum eftir vilja og þörfum með afleggjara.
 
Hinir ytri áhrifaþættir:
Á Íslandi er hægt að vera með býfl. á flestum stöðum, þó verður að vera aðgengi býfl. að blómum frá vori til hausts og  ber að telja víði, túnfífil, hvítsmára, beitilyng auk berjategunda eins og bláberja. Þegar þetta gróðurfar er ekki til staðar nema að hluta er hægt að flytja búin frá einum stað til annars við blómgun þessara tegunda.
 
Vinnusamar og gæfar býfl.
 
Kröfur:
Til að býfl. rækt geti orðið gleði verða;
·         Býfl. að vera gæfar og vinnusamar, þær eiga að sitja á römmum þegar þeir eru teknir upp til skoðunar.
·         Þær skulu þola vel vetrarhörkur og hafa mótstöðu gegn sjúkdómum.
·         Það á ekki að byggja grunninn á býfl. rækt aðeins á býfl. heldur á gæðum þeirra sem eru til gagns og gleði.
·         Tegundirnar sjálfar skipta meira máli  en tegund bústaða þeirra og ýmsar tæknilegar útfærslur.
 
Fjárhagslegir þættir
 
Byrjunarkostnaður er þó nokkuð hár fyrir býfl. rækt hér á landi. Ef við hugsum okkur samfélag og kassi með þaki, fóðurtrogi og botni kosti um 75 þús. kr og ef þetta bú gefur 10kg. af hunangi að hausti og meðalverð á kíló er um 10 þús. kr. og allt hunangið selst þá hefur búið gefið 60 þús. Ef hunangsframleiðslan verður eitthvað meiri má sjá að þetta getur borgað sig. Það sem kemur svo í tillegg er klæðnaður og ýmis tól og tæki og má gera ráð fyrir um 200 000 kr kostnaði með við fyrsta bú. Hvert bú eftir það er síðan ódýrara.
 
Matvælastofnun og yfirdýralæknir hafa haft forgöngu um leyfisveitingu fyrir innflutningi á býfl. og Býflugnaræktunarfélag Íslands er eina býfl. ræktunarfélagið sem er starfandi á landinu og að öllum líkindum eini staðurinn þar sem hægt verður að kaupa býfl. bú í nánustu framtíð þó svo einkaaðilar geti flutt inn bf. að tilskyldum leyfum.
 

 

2. Kúpur  Það þarf í.þ. minnsta 3, helst 5 kassa f hvert bú til að vera nokkuð öruggur að flugurnar hafi nægjanlegt rými fyrir varp drottningar og hunangssöfnun. Með hverju búi þarf að fylgja  botn og þak (það er að vísu hægt að smíða sjálfur). Mun dýrari leið er að kaupa kúpur erlendis frá t.d. frá http://www.swienty.com/?pid=1&id=100100 kostar uþb 30,000 komplett með römmum og öllu + flutningsgjöld+ tollar. Passið ykkur bara á að kaupa ekki annað en Langstroth 3/4 og best er að eiga bara sömu tegundina svo allt passi nú saman (hér er ff verið að ræða um rammastærð).  

Nútíma kúpur eru hannaðar að miklu leiti með þarfir býræktendans í huga, að undirlétta vinnu hans  og nútíma býrækt sinnir þörfum býflugnanna minna en hugsanlega er þörf á.

 

Býkúpurnar sjálfar
Margar kúpu tegundir eru til, það eru s.v. kallaðar;
·        Uppstöflunarkúpur þar sem hver kassi kemur ofána annan fullur af römmum (oftast 10 st).
·        „Trogkúpur“ þar sem  hægt er að fylla aftur á bak með allt að 20 römmum í neðri kassanum og svo má hækka búið með viðbótar  kössum ofaná í mörgum hæðum.
·        Býskálar eru hús þar sem kúpurnar standa inn og unnið er með búið inní húsinu, en flugopið veit út í gegnum veggi skálans.
·         Nýmóðins kúpur eru alltaf með lausa botna sem auðvelda verulega þrif.
·        Býkúpur eiga að vera vel einangraðar og f. og fr. er notað tré eða harðpakkað einangrunarplast.

·         

                           
 
 
 
Trogkúpa- A- topplisti, B- fóðrunar tappi f flöskur, C- fóður bretti, D- burðarlisti f ramma, E- einangrun (á öllum hliðum), F- anndyri, G- flugop, H og I  smíðatæknileg útfærsla, J- rammi, K og L færanlegur " veggur" til að geta fjölgað römmum  og M- hliðarop (auka flugop).
 
Einnig eru til s.k. Topp bar hive , topplista bú en þetta eru bú í ýmsum útfærslum ( sem auðvelt er að byggja sjálfur) þar sem býfl. byggja sínar vaxkökur „lausar“ neðan á lista sem býræktandinn raðar á á vissan hátt svo kökunum á að vera auðvelt að lyfta og jv færa án þess að það raski vilja býfl. til skipulags í búinu (sjá nánar á öðrum stað á heimasíðunni).

Trogkúpur eru trékistur með hallandi þaki. Í botni þeirra er oftast fastur trékassi í ákveðinni stærð fyrir allt að 22 ramma. Ofaná  þetta er síðan hægt að setja safnkistur (kassa) á fleiri hæðum eftir þörfum búsins þó þannig að hægt er að loka búinu. Það er þekkt að býflugurnar vetrist vel í þesskonar kúpum.

 
 
Búkkar undir býkúpurnar er heppilegt að nota ef skjól er gott. Hér eru einfaldir slíkir sem ég smíðaði úr pallaefni sem ég reif hér um daginn. málin eru 65x 60 cm, ramminn undir er 60 cm, fæturnar eru annarsvegag 60 cm sneitt í 22,5° og 45 cm sneitt í 45°, Hér hefði ég átt að fara milliveginn og þarf sterkari fætur sem koma seinna. Ég fæ hroðalega í bakið við að bogra yfir búunum svo þetta verður auðveldara vona ég. Fæturnar verða að geta borið meira en 100 kg ef búið er stórt og fullt af hunangi. 
  kúpurnar eru ekki eins skakkar og lítur út á myndinni -farsýma linsan bjagar þetta svona
 
 
 
 
 
Innviðir kúpunnar
 
Rammar
Í býkúpu eru lausir rammar sem hægt er að flytja og lyfta. Þessir rammar eru gerðir úr tré með vax/plastmilliplötu eða plastrammar (sem eru penslaðir með vaxi) og býfl. byggja síðan sín vaxhólf á. Auðvita er hver kúputegund einungis gerð f eina stærð af römmum. Við höfum mest verið með ¾ Langstroth einnig er nokkuð til af Norskum kössum í landinu. Breidd efrihluta hliðarlistanna á Hofmanrömmum er venjulega 34-36 mm til að nægt rými fáist fyrir býgötuna (sem er það svæði milli vaxkakanna sem býflugurnar hreyfa sig frjálst um).
 
Drottningargrind
Drottningargrind nota margir á milli kassans með ungviðinu í og safnkassans fyrir ofan þetta til að koma í veg fyrir að drottningin verpi í ramma í safnkassanum sem eru hugsaðir til hunangssöfnunar. Dr. sjálf kemst ekki í gegnum þessa grind vegna stærðar en þernurnar  sem eru minni komast í gegnum. Þetta þykir almennt óheppileg og gamaldags aðferð. Eðlilegra þykir að dr sjálf ákveði hvar best er að verpa því allt sem hindrar eðli og starf þeirra inni í búinu letur þær. Fyrr eða síðar hættir drottningin að verpa eggjum þannig að allir rammar með hunangi í er hægt að taka og slengja síðsumars eða á haustin.
 
Fóðrarar
Að öðru leyti tilheyrir býkúpunni einhverskonar fóðrari (fóðurtrog) og eru til margskonar útgáfur af því.
 
Rammastærðir.
 
 
 
Rammagerðir.
Rammar eru til í óteljandi fjölda af stærðum og má segja að hvert land hefur sín einikenni varðandi stærð. Í Svíþjóð er Lågnormal og Svea algengir. Norski í Noregi . 10x12 í Danmörku. Landstroth ramminn er þó vinsælastur sérlega hjá bf.bændum sem eru með meira en eh hundruð bú, en einnig er Dadant ramminn þekktur.
Ramminn er venjulega 10mm. á þykkt og langheppilegast er að hafa sömu tegund af kúpum og þ.a.l. römmum, það auðveldar starf býfl. bóndans. Annað hvort stendur búið þannig á botninum að rammarnir standa þvert eða langsum á flugopið, en það er talið að við langsum stöðu loftræsti betur um rammana og er það líklega heppilegra þar sem býfl. byggja oftast sjálfar þannig.

Það er óvitlaus hugmynd að smíða eigin býkúpur sjálfur-sparar verulega kostnað og eykur ánægjuna eða eins og Torbjörn skráði á spjallið

Nú skulu þið hlaða niður og lesa "Beekeeping for all" eftir Abbé Wareé. Kennslubók í býflugnarækt sem þið finnið hér:     http://warre.biobees.com/  
Torbjörn
 

Klæðnaður

3. Samfesting verður að kaupa -heppilegast m áfastri slæðu/hatti td eins og þennan að neðan. Sem dæmi um stærð er ég 184 cm  -þrekvaxinn, sérlega um miðjuna (90-100 kg) og nota stærð nr 56 og er hann þægilega rúmur enda nauðsynlegt að

 ekki þrengi að. Býfl gallar eru hvítir en talið er að dökkir litir ergi bf.

Einnig er að nefna hatt og net sem býfl. bændur bera á höfði og nær netið niður á axlir og er það til í mörgum útgáfum. Maður þarf að vera vel skóaður, helst í stígvélum þar sem hægt er að setja skálmarnar ofaní, þannig að býfl. sem detta á jörðina skríði ekki undir gallann. Gæði býfl. er þó mismunandi og maður á helst að vera með býfl. sem ekki stinga og maður ætti ekki að þurfa að nota slæðu net eða hanska.

 

 

 

Hanskar eru einnig nauðsynlegir í.þ.m. í byrjun ræktunar þar fer maður e venjulegri hanskastærð-þeir mega hins vegar verið nokkuð þröngir annars  flækjast þeir bara fyrir,. verða að vera uppháir og bestir eru þeir sem eru úr dýrahúð ss. geita/kindaskinn.  Býfl. hanskar þurfa að vera þunnir en þó heldir á móti stungum. 

 

Skafa er einnig nauðsynleg og eru þær af ýmsum gerðum, sú sem er merkt á myndinni má kaupa í Múrbúðinni (ómáluð) og kallast lítið kúbein

 

 

 

 

 

 

 

 

Ósara verður maður að eiga og lítill ódýr slíkur er nóg.

Ósarinn:
Er mest notaða tækið við býfl. rækt, hann er járnílát með blásturbelg sem blæs lofti inní járnhólkinn þar sem kveikt er t.d. í spóni, þurrum hestaskít, mosa, morknu tré eða öðru sem glóir vel, til að blása reyk á býfl.,  en það ber að forðast unna trévörur sem brennsluefni. Reykurinn sem blásið er á býfl.  róar þær, þær telja að um skógareld sé að ræða (þar sem þær eru skógardýr) og undirbúa flótta úr búinu, fylla sig af hunangi og bíða átekta. Það má þó ekki blása of miklum reyk, verður að vera hóflegt, allt eftir þörfum hvers bús til að róa þær. Maður byrjar á því að ósa léttilega inn um flugnaopið nokkrum mínútum áður en maður opnar þakið og þá ósar maður aðeins ofaní búið og með rólegum hreyfingum byrjar maður að skoða búið og athuga allt sem þörf er á.

 Bursti

bursti er einnig nauðsynlegt tæki til að fjarlægja býfl. af römmunum við hunangstekjuna

 

 

4. Það er nauðsynlegt að kynna sér helstu atriði varðandi líffræði og hegðun býfl.

Fjöldinn allur af bókum hefur verið skrifaður um efnið og nauðsynlegt er að eignast minnst eina góða bók þar um, Margar koma þar við sögu og sú umfangsmesta sem ég hef séð er bókin -The Hive and the Honey Bee- útgefin af Dadant og kostar á www.amazone.com um 300 dollara =37000 kr. Þetta er fof fræðibók sem mér finnst ótrúlega skemmtileg.  Beekeeping For Dummies kostar mun minna eða 13 dollara, þessi bók er virkilega góð f þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í býrækt og er eiginlega ómissandi. Einnig er mikið efni til á netinu alveg ókeypis og á www.youtube.com undir beekeeping eru fullt af upptökum um handhæg atriði býflugnaræktar.

 

Heimsóknir: 
Stjórnun