Býflugur.is
NŠring břflugna

 Næring býflugna

 

Býflugur eins og önnur flest önnur dýr, þurfa eggjahvítu (prótein=pr.), kolvetni, steinefni, fitu, vítamín og vatn  sér til vaxtar og þroska.  Þessari næringarþörf er fullnægt með söfnun nektars, frjókornum  og vatni. Nektar fullnægir kolvetnaþörf þeirra. Frjókorn fullnægir venjulega þörf þeirra á próteinum, steinefnum, fitu og vítamínum. Áhersla skal lögð á að næringarþörf ungviðis er ekki sú sama og fullorðinnar býflugu.

 

Eggjahvíta

12 tímum eftir klak býflugna hafa 50% þeirra étið smá magn af frjói en við 2 sólahringa aldur byrja þær að éta mun meira og nær hámarki við 5 daga aldur. Þá hefur köfnunarefni aukist um 93% í höfði, 76% í brjóstkassa og 37% í kvið. Þetta bendir til að þroskinn er mestur í höfði (munnvatnskirtlar), einnig myndast fitukroppurinn og innri líffæri þroskast. Fóstruhlutverki býflugna líkur venjulega við 10-14 daga aldur  en ef nauðsyn krefur geta þær haldið áfram allt að 80 dögum . Eftir að fóstruhlutverkinu líkur nærast býflugur aðallega á sykrungum frá hunangi og nektar.

Næringargildi frjókorna er nokkuð mismunandi bæði milli planta og jarðvegs. Almennt gildir þó að mest næringargildi hefur frjókorn frá , ávaxtatrjám, víði og hvítsmára. Næstmest frá álmtrjám, ösp og túnfífli. Þar á eftir frá birki tegundum. Síst er frjókorn frá barrtrjám.

Næringargildið fer eftir hlutfalli amínósýra í frjókorninu og eru þessar mikilvægastar og nauðsynlegar býflugum. : arginine, histidine, lysine, tryptophane, phenylalinine, methionine, threonine, leucine, isoleucine og valine.  Amínósýrur eru byggingareindir próteina og þessar lífsnauðsynlegu sýrur eru nauðsynlegar býflugum til vaxtar og þroska.

Býflugur velja frjókorn eftir amínósýruinnihaldi þess og þar ræður lykt og hugsanlega litur vali.

 

Frjókorn (frjókaka) missir næringargildi sitt fyrir býflugur mjög fljótt þrátt fyrir bestu hugsanlegu geymslu og eftir 8 ár er frjókakan gagnslaus býflugur næringarlega séð.

 Hver býfluga þarf á þroskaferli sínum frá eggi –fullvaxta u.þ.b. 100 mg frjókorns. Þetta þýðir 30 kg frjókorn á ári fyrir búið. Býfluga ber fulllöstuð um 10 mg af frjókorni þannig að um 3 miljónir ferða þarf til að fullnægja þessum 30 kg/ársnotkun.  Ef drottning verpir 2000 eggjum/sólahring þarf 1 býfluga að koma fulllöstuð af frjókorni á hverri sekúndu í búið

Kolvetni.

Nektar inniheldur 4-60% kolvetni eða hærra eftir aðstæðum (ss blómategundum, hita, raka og regni).

Býflugur sækja helst í nektar eða sykurlausn sem inniheldur 30-50% sykrunga. Þurrefni hunangs er 95-99,9%  sykrungar ff. glucosi og fructosi og að litlu magni 22 aðrir sykrungar. Einnig er innihald frjókökunnar 30-35% sykrungar. Í tilraunum sækja býflugur frekar í sucrosa síðan í minnkandi magni eftir  röð, í glucosa, maltosa og fructosa.

Sucrosi virðist hafa mest næringargildi fyrir býflugur.

Sumar sykurtegundir eru eitraðar fyrir býflugur  eru mannose, Mjólkursykur (lactosi), galactose og raffinose , en býflugur mynda ekki efnahvata sem brjóta þessa sykrunga niður. Mannosi er sérlega eitraður fyrir býflugur og drepast þær eftir nokkrar  mínútur ef þær eru fóðraðar á slíkri blöndu.

 Þerna þarf um 11 mg þurrsykur á dag sem er um 22 microlítrar af 50% sykurlausn. Bú með 50 000 þernum þarf því 1,1 l 50% sykurlausnar á dag (uþb 9 dl með 25% sykurinnihaldi). Þetta er fyrir utan það sem þarf fyrir eldi ungviðis. Bú af þessari stærð notar því um 320 kg nektars á ári að því tilteknu að hann sé um 50% kolvetni.

 

Söfnun nektars

Sykurinnihald nektars er frá 5 upp í 75%, en mest af nektarnum inniheldur 25-40 %. Í hunangssarpi söfnunarþernunnar blandast feromonið, etyl oleat, sem hefur áhrif á yngri þernur og letur þær til að taka að sér sóknarhlutverkið. Að meðaltali inniheldur hunangssarpurinn 25-40 mg sem er tiltölulega mikið þar sem sóknarþernan er um 100 mg að þyngd.  

 

Breyting nektars í hunang.

Sóknarþernurnar blanda hvötum (invertasa og glucos oxidasa) í nektarinn við söfnun svo að eitthvert niðurbrot hefur byrjað áður en þernan ber björg í bú. Invertasi brýtur borðsykur (sacarosa) í fructósa og þrúgusykur (glúkósa). Lítill hluti glúkósans breytist fyrir tilstuðlan glúkós oxidasa í gluconic sýru og vetnisperoxíð Sýran gerir hunangið súrt (lágt pH gildi)og vetnisperoxíðið hefur bakteríudrepandi áhrif. Hunang með hátt innihald glúkósa kristallast hratt og jafnvel í römmunum.

EITRUР EFNI Í NEKTAR OG SYKURGJÖF

Fullvaxta þernur geta nýtt sér til næringar, glúkósa, frúktósa (ávaxtasykur), trehalósa, maltósa (maltsykur ?) og melesitósa.   Þær nýta ekki, rhaminósa, xylósa (trjásykur ?), arabinósa, gallactósa, mannósa, lactósa (mjólkursykur), raffinósa, melibinósa eða stachyósa. Flestir þessara síðast nefndu eru einnig eitraðir býflugum. Uþb 40 % af sykrungum í sojabaunum er eitraður býflugum og því á að fara varlega í að gefa þeim það í staðinn fyrir frjódeig.

Sumar plöntur eru eitraðar býflugum vegna nektarsin sem þær gefa af sér. Meðal þessara plantna eru, Rhododendron molle, Aconitum charmichalei, Veratrum nigrum, Aesculus californica. Gulblómandi hrossakastanía ( Aesculus hippocastanum), Alangium chinense, Celastrusangulatus, Macleaya cordata, Camptotheca acuminate, Cyrilla racemiflora, camella sinensis og Camella sinensis.

Nektar frá þessum plöntum eru í nægu magni eitraðar býflugum og ungviðinu en einnig mannfólki.

HUNANGSDÖGG er er sykurríkur útskilnaður skordýra af tegundinni Homoptera (blaðlýs). Þær skilja hana út þar sem plöntusafi inniheldur lítið af eggjahvítu og þurfa lýsnar að innbyrgða mikið magn af safanum til að fá í sig nægjanlegt magn amínósýra og losa sig þess vegna við sætan safann.þær hreinlega skíta honum úr sér og mörg skordýr nýta sé þetta annaðhvort beint frá blaðlúsunum eð sleikja hann af blöðum plantna þar sem hann lendir. Hunangsdögg getur þó innihaldið ómeltanlega sykrunga og hátt magn steinefna sem getur valdið skitu í vetrarklasanum og þar með dauða búsins.

 

HMF (hydroxymetylfurfural) og HFCS (high fructosa corn syrup) myndast í hunangi við hátt hitastig þar sem 6 gildir sykurefni missa vetnistóm sín og mynda fruktósa. HMF yfir 30 ppm (parts per milljón) er talið eitrað býflugum. HFCS með slíku magni HMF hefur drepið býflugur í rannsóknum. Þetta gerist ef sykurlausn er soðin í einhvern tíma.

 

Sumar hunangstegundir er eitraðar manninum en ekki býflugum. Gott dæmi er hunang frá Coriaria arborea sem veldur eitrunum á Nýja Sjálandi. 

 

Býflugan safnar nektar í hunangssarpinn og getur hann rýmt allt að 70 mg nektar. Þyngd býflugu er um 100mg.Til að fylla hunangssarpinn þarf býflugan jafnvel að heimsækja um 1000 blóm sem getur tekið um 1 klukkustund. Ein býfluga getur á góðum degi safnað tæplega 1 g af nektar.  

 

 

Fita.

Fita eða fituefni (lípíð) er efnasamband fitusýra og glýseróls (og stundum annarra efna á borð við nitur og fosfór) og eru lífræn efni sem að eru illvatnsleysanleg en leysast upp auðveldlega með lífrænum leysum. Hún er helsta forðanæring lífvera og skiptist upp í fitu, vax og stera.

 

Býflugur þurfa fitu í fæðu sinni (fitusýrur, sterola og phospholipid) til myndunar fituforða (kroppinn) og glycogen auk í myndun frumuveggja. Mest af fitunni fá þær úr frjókorni en það inniheldur 1-20% fitu (frjókorn frá túnfífli inniheldur 14% fitu). Cholesterol er einna mikilvægast fyrir þær  en það geta þær ekki myndað sjálfar. Anis og fannkáls olíu er hægt að bæta við frjókorn til að gefa þeim aukafitu sem næringu.

 

 

MIKILVÆGI FRJÓKORNA 

Úr frjókorni fá býflugur eggjahvítu, steinefni,fitu og vítamín. Býflugur þurfa sömu 10 amínósýrur sem önnur dýr svo sem maðurinn. Þessar amínósýrur fá þær einungis frá frjókornum. Eitt bú safnar milli 10 og 26 kg frjókorna á ári. Ef búið fær bara óhentugt frjó eða frjókorn með lágu næringargildi stöðvast eldi ungviðis og lífslengd þerna styttist. Nýjustu rannsóknir sýna að vorgjöf frjódeigs, sérlega ef veðurfar er slæmt, getur hjálpað til við hve fljótt búið stækkar og þar með aukna hunangstekju.

Söfnun frjókorna.

Frjókornum er safnað að þernum sem sérhæfa sig í að safna bara frjókorni og þernum sem sækja nektar. Þernan burstar af sé frjókornin með 2 fremri fótleggjapörunum og hnoðar það í frjókörfuna á aftasta fótleggjaparinu. Frjósafnararnir sparka síðan af sér frjókögglunum í hólf sem þegar inniheldur frjó. Aðrar þernur pakka því síðan í hólfið. Vegna munnvatnsins og nektars sem söfnunarþernurnar blanda í frjóið verjur mjólkursýrugerjun sem eykur næringargildi þess með að minnka magn sterkju (frá 2 í 0%) , fækkar flóknum fjölsykrungum og trefjum auk þurrefna og lækkar pH gildi. Þrjár tegundir gerla valda gerjun: Pseudomonas, Lactobacillus og Saccromyces..

Þyngd 2 frjóköggla er um 8 mg. Bú safnar meira frjókorni ef mikið er af ungviða-eða  drottningaferomóni í búinu og einnig ef þernurnar hafa erfðir til söfnunar frjókorna.

Breyting frjós í eggjahvítu

 

 

Frjókaka þe rammi fullur af frjókorni kallast býbrauð vegna gerjunarinnar. Til eldis einnar lirfu þarf 25-37,5 mg af eggjahvítu sem þýðir 125-187 mg býbrauðs. Nýútskriðin þerna er með óþroskaða undirkokskirtla (hypopharyngeal). Þessir kirtlar þroskast fyrst eftir að þernan hefur innbyrgt mikið magn frjókorns á fyrstu 7-10 dögum ævi sinnar. Í fyrstu framleiða þeir eggjahvíturíkan hluta drottningarhunangs (royal jelly) en fara síðan að að mynda invertasa sem brýtur niður sakkarósa (borðsykur) í einsykrunga. Kjálkakirtlarnir (mandibular) framleiða í fyrstu fituríka þáttinn í drottningarhunanginu en hjá sóknarþernum (safnþernum) framleiða þeir viðvörunarferómón (2-heptanon).

 

 

SAMSETTNING DROTTNINGARHUNANGS

Samanstendur af 67 % vatni og 32 % þurrefnum. Þurrefnin eru kolvetni 12%, fita 4 % eggjahvíta 12,9% og steinefni 1%.

Það innheldur einnig mörg snefilefni, efnahvata (glucos oxidasa, peroxiredoxin og glutathion S-transferasa), gerildrepandi efni og örlítið af C-vítamíni.  Eggjahvítu tegundirnar eru 52 og þar af eru 47 sk „major royal jelly proteins“ og kallast MRJP1 til MRJP6 hvert með sitt afbrigði. Það er enginn vafi á því aðdrottningarhunang er mjög næringarríkt fyrir býlirfuna enda eykst þyngdin um 1000 falt frá eggi (0,17 mg) til fullburða drottningar (160 mg). Lirfan hefur engar hægðir fyrstu 5 daga æfi sinnar annars mundi hún éta 

eigin saur. Miðgörnin og endaþarmurinn tengjast ekki fyrr en við síðustu breytingu í 1 púpustig. Þegar hún skítur hættir hún að éta og spinnur um sig híði og strekkir úr sér í klakhólfinu. 3 dögum seinna fer hún inn í 2 púpustigið og krípur út viku seinna.

 

Alt frjókorn er ekki eins

Næringarinnihald frjókorns fer eftir samsetningu amínósýranna í eggjahvítusameindunum. Best er frjókorn frá repju (canola) og túnfífli (Taraxacum). Allra best er þó blanda frjókorna frá mörgum tegundum.

Nokkrar tegundir frjókorna eru eitruð býflugum ss: frá Zigadenus glaberrimus , Melanthieae (20 tegundir), Heliconia (100-200 tegundir-drepur ungviðið) auk Ochroma lagopus, Aesculus californica og Spathodea campanulata.

Fitusýrur og fita (lipid)

Ein fitusýra er algeng í frjókorni en það er, 24-methylen cholesterol,. Býflugur sækja síður í frjókorn með lágt fituhlutfall. 

FRJÓDEIG

Gott slíkt verður að uppfylla 3 kröfur: 1 bragðgott f þernurnar, 2 auðvelt í meltingu og 3 næringarríkt með tilliti til samsetningu amínósýra.

Í sojamjöli er sykurtegundin stachylos sem er eitraður býflugum ef hann er ekki þynntur út í undir 4 % með 50% sykurlausn.

 

 

Vítamín.

 

Vítamín er býflugum lífsnauðsynleg sem og manninum. Líklega er þú ungviðinu mun mikilvægara að vítamín í réttu magni berist þeim í fæðunni til vaxtar og þroska

Vítamín fá býflugur fof úr frjókorni en þá fof vatnsleysanlegu vítamínin. Einhver vítamín geta þær myndað sjálfar ss C og B5 

 

Steinefni.

 

Minna er vitað um þátt þeirra í næringu býflugna þó þau séu vissulega nauðsynleg. Fosfór (P) og kalíum (K) er mikið af í líkama býflugna en minna af kalsíum magnesíum, natríum og járni.

Óhóflegt magn af steinefnum getur valdið eitrunareinkennum hjá býflugum.

 

 

Vatn.

Býflugur drepast innan nokkurra daga ef þær fá ekki  vatn. Vatn þjónar margvíslegum tilgangi hjá býflugum s.s. : flutnings næringarefna í líkama og hreinsa út úrgang, meltingu fæðu, hitastjórnun í búinu, stjórnun rakastigs (sem þær halda við 90-95 % rakamettun) og sérlega við uppeldi ungviðis þar sem fæða þeirra er að 66 % vatn. Til að leysa upp hunang.

Talið er að stórt bú noti um 20-30 lítra af vatni yfir árið.

 

 

 

Próteinfóðrun.

Bú eru venjulega fóðruð með vissum tilgangi s.s: til að fá stærri bú; til framleiðslu á pakkaflugum, til frjóvgunar landbúnaðar gróðurs, til að skipta þeim að vori eða hausti (afleggjarar), til ræktunar á drottningum, til að styrkja þau fyrir sjúkdómum eða vinna gegn áhrifum skordýraeiturs og að sjálfsögðu ef búin svelta.

Fóðrun með „frjólíki“  að vori hefst venjulega  6-8 vikum fyrir ætlaða „notkun“. Á haustin ætti að hefja fóðrun nægjanlega snemma svo 1-2 „kynslóðir“ ungviðis njóti góðs af (sem þýðir hér á Íslandi í byrjun ágúst), bú sem fá slíka fóðrun fara inn í vetrun með meiri fjölda ungra býflugna sem þýðir hraðari stækkun að vori og því meiri hunangstekju næsta sumar (talið um 38% aukningu).  

Margar blöndur af eggjahvíturíkum efnum hafa verið prófaðar til að koma í staðinn fyrir frjókorn og virðist eftirfarandi blanda gagnast best : 3 hlutar sojamjöls (með 5-7 % fituinnihaldi), 1 hluti bjórgers og 1 hluti undanrennudufts .

Býflugur taka þó frekar blómafrjókorn ef gefst.

Neopoll er það sem við höfum keypt frá  swientis.com er sagt vera blómafrjókorn en nánari innihaldslýsingu er ekki að finna en ætti því að vera heppilegt fóður enda éta býflugur það með bestu list.

 

Fóðrun með kolvetnum.

 

Talið er að stór bú þurfi 25-30 kg fóðurs frá hausti (þegar fóðrun ungviðis er lokið) fram að vori þegar nektar og frjókornasöfnun hefst aftur og u.þ.b. 30-40 kg fyrir veturinn og fyrrihluta vors til að lifa af. Þetta þýðir að ef vetrarfóðrið er um 60 % sykrungar þarf búið allt að 32 kg sykurs blandað  vatni ef ekkert annað fóður er í búinu að hausti þegar hunangstekju er lokið.

Ef fóðurskortur er fyrir hendi er auðveldast að setja ramma með fóðri í búið sem næst klasanum. Ef ekki er til slíkur fóðurrammi má gefa þeim sykurblöndu.  Sykurblöndu má gefa á ýmsan hátt :

1.     Ofaná búið í þar tilgerðum fóðrurum s.s. fóðurtrog, fötu o.þ.h.

2.     Í íláti við flogopið (einungis ef útihitastig leyfir).

3.     Í sérstakan ramma þar sem hægt er að hella sykurlausn í og setja einhverskonar „flotholt“ ofaná svo                býflugurnar drukkni ekki.

          Þurrsykur í svipaða ramma og í lið 3.

5.     Ef lögð er 1 síða af dagblaði ofan á rammana (búið) með smá rifu á einni hliðinni svo bf geti komist upp, tómur safnkassi er settur ofaná , á dagblaðið er hellt strásykri allt að 15  kg eða eins mikið og kemst fyrir án þess að sykurinn streymi niður í búið.

6.     Hella sykurlausn í tóman ramma(báðar hliðar) og setja sem næst klasanum.

 

Á vorin er heppilegast að fóðra með sykurlausn sem er 1 hl vatns á móti 1 hl sykurs (u.þ.b. 1 l /1 kg) en á haustin 2 hlutar sykurs á móri 1 hluta vatns, þetta er vegna þess að bæði þarf búið meira vatn að vori og meiri orku þarf til að „þurrka“ sykurblönduna að hausti.

 

Næring ungviðis

 

Ungviði nærist á fóðursafa úr munnvatnskirtlum( mandibular- og hypopharingeal kirtlum)  vinnuflugna. Fóðursafinn sem ungviðið fær er orkuríkastur fyrst 3 dagana eftir að eggið klekst (þó ekki eins orkuríkur og Royal Jelly sem inniheldur 10 sinnum meira magn af B5 vítamíni)  og eftir þann tíma fær ungviðið blöndu af fóðursafa, hunangi og frjókorni. Karlkynsungviðið -druntar- fær að öllum líkindum meira fæði en ungviði  vinnuflugna.

 

Heimsóknir: 
Stjórnun