Býflugur.is
LÝffŠrafrŠ­i břflugna

Hin fullorðna býfluga

Fruman


Eins og allar aðrar lífverur er líkami býflugu byggður upp af frumum- en hún samanstendur af frumukjarna, umfrymi og frumuvegg. í frumukjarnanum er erfðaefni í forni litninga en það stjórnar myndun efnaferla sem mynda prótein i umfryminu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefir

Frumurnar mynda vefi eftir tegund frumana sem í vefnum eru ss vöðva-,kirtil-, húð- og taugavef. Vefir  þessir kallast líffæri

 

 

 

Vöðvavefur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einstaklingar innan búsins:                                                                                                         Tegundir fullvaxinna býflugna eru drottning, þernur og druntar s.s. karldýr. Fyrstnefndu eru kvenkyns og drottningin hefur fullþroskaða kynkyrtla,  meðan kynfæri vinnuflugna hafa ekki þroskast.

 
     ·        Drottningin þekkist á því að hún er afturmjó og nokkuð lengri  en bæði druntur og þerna og               þyngd hennar við fulla varpgetu getur náð 0.25gr.
·      Þernan er minnst og er að meðaltali 0.1gr.
·    Druntur þekkist á hinum breiða og nokkuð klunnalega afturhluta, þeir eru stærri og loðnari   en þernurnar og þyngd þeirra er að meðaltali 0,19gr.
 

 

 Uppbygging skordýra
A: Höfuð B: Frambolur C: Afturbolur
1. fálmari
2. depilauga (neðra)
3. depilauga (efra)
4. samsett auga
5. heilataugahnoða
6. framliður frambols
7. bakæð
8. loftsekkir (æðar (andop)) 
9. milliliður frambols
10. afturliður frambols
11. framvængur
12. afturvængur
13. miðgörn (magi)
14. baklæg æð (aorta)
15. eggjastokkur
16. víðgirni (þarmar, endaþarmur og endaþarmsop)
17. endaþarmsop
18. leggöng
19. miðtaugahnoðrar (abdominal ganglia )
20. Malpighian tubes
21. rist (tarsal pads) 
22. klær
23. ristarliður
24. langliður
25. lærleggur (femur) 
26. lærleggsliður (mjaðmarliður) 
27. framgörn
28. framtaugahnoða
29. stofnliður
30. munnvatnskirtill
31. vélindataugahnoðrar (subesophageal ganglion )
32. bitkjálkar

 

Eggið
Eggin eru ílöng vægt bogin og 1,3-1,8 mm löng, 0,4 mm á breidd og eru um 0,13 mg að þyngd. Við varp festir drottningin þau við botn klakhólfsins þannig  að þau stand beint út og veit þykkari endinn út. Sæðisfruman sameinast egginu eftir að því hefur verið vept. 
Eggið klekst á 3 degi eftir varp og 77 klst eftir varp  rofnar egghimnan og lirfan leggst í botn klakhólfsins, 1-1,5 mm langt. Ef varp drottningar er mikið eru eggin nokkuð minni (styttri þroskatími). 
 
Lirfan (ungviði).
Líkami lirfu er þakinn mjög þunnri, teygjanlegri, himnu „kítíni“ og samanstendur af 13 hringjum eða skjöldum (segmentum). Á 10 þessara finnast öndunargöt.  Lirfan hefur hamskipti 5 sinnum. Á 5 dögum stækka hún meira en 500 falt. Þegar þernurnar hafa lokað klakhólfinu spinnur hún um sig  hjúp (kókong) og verður púpa ( þessir spunakirtlar eru bara virkir í 1 sólahring og hverfa síðan ). Lirfan losar sig við hægðir áður sem lenda fyrir utan púpuhíðið sem verða eftir í hólfinu þegar hún skríður út. 1,5 sólahring áður en þernan klekst líkur síðustu hamskiptunum og vængirnir breiðas út. Nú kallast dýrið -imago- eða fullvaxið skordýr, en á þó eftir að þyngjast um 1/5 á fyrstu viku eftir klak.
Önnur líffæri lirfunnar eru tiltölulega einföld;
·        Þarmur samanstendur af stuttu koki sem tengist munni, mjög rúmmálsmikil milligörn og stuttur endaþarmur.
·        Á lirfutímabilinu er engin tenging á milli milligarnar og endaþarms.
·        Líkaminn fyrir utan þarm eru einfaldir nýrnagangar, kviðmergur, vefkirtlar, rörlaga hjarta og hin einföldu öndunarfæri sem gegnum stutt loftrör (tracéer) opnast út á yfirborð lirfunnar.
·        Óþroskuð kynfæri er einnig til staðar.
Ungviðið  púpast allt á 10 degi eftir varp.
 

An-endaþarmsop

Kö-vísir að kynfærum

Ma- vélinda

Me- miðgirni

Ne-  Malpighian tubes 

Nj- nýrnagangar

Sp- spunakirtlar

Ät-endaþarmur

 Á púpustiginu ummyndast lirfan í hina full mótðu bf sem "tyggur" sig út úr klakhólfinu á 21 degi e varp.
Púpustigið stendur í 7-9 daga hjá drottningu, 12-13 d hjá þernunni og 13-15 d hjá druntum. 
 
 
Stoðkerfi
 
Húðin er beinagrind (stoðkerfi) líkama býflugunnar og samanstendur af 2 lögum. Innst eru lifandi frumur sem mynda hið harða kítín sem þekur stærsta hluta líkamans. Engin innri beinagrind er til staðar. Út á yfirborð húðarinnar opnast kirtlar sem seyta efni  sem hrindir frá vatni..
Kítínskelin er skipt upp í hluta
 Til að líkami býflugu geti hreyft sig  eru kítínplöturnar skipt upp í hluta sem tengjast hver öðrum gegnum þunnar og mjúkar himnur, hreyfanleikinn eykst verulega við að líkaminn skiptist í þrjá hluta, höfuð, millibol og afturbol.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 
Höfuðið er gert af kítinskeljum þar sem á sitja munnhlutar, augu og fálmara. Höfuðið tengist miðbol með þröngri opnun í hnakkanum sem gerir það hreyfanlegt miðað við miðbolinn.
 
 
.
 
 Miðbolur saman stendur af fjórum hlutum þar sem kítinhringjum er skipt upp í efri og neðri helminga(bak og kviðhluta) og þessir hlutar tengjast allir með þunnu fjaðrandi millistykkjum og getur viss hliðrun orðið. Þetta er nauðsynlegt fyrir hreyfingu flugvængja og þeirra virkni. Á miðbol festast einnig 3 pör ganglima.
Afturbolurinn er samansettur af 9 kítinhringjum, tengdir á sama hátt, þ.v. getur afturhluti lengst eða dregist saman allt eftir innihaldi garna og kynfæra og loftsekkja. Öftustu hringirnir hjá kvenflugunum hafa dregist inn í afturbolinn og myndað eiturbroddinn þannig að hjá drottningu og þernum sjást aðeins 6 hringir en hjá druntum 7 (síðustu hringirnir á þeim mynda hluta af getnaðarlimnum).
 
Hár
Kítínið (húðin) er svo til öll klædd hári af mismunandi útliti næst húðinni er þétt „ull“ en út stingast mjög greinótt hár sem líkjast fjöðrum. Þetta hárlag ver þær gegn óhreinindum og safnar í sig frjókornum sem bf síðan „greiðir“ af sér. Einnig virka mörg háranna sem skynfæri. Veruleg einangrun fæst af þessum pels sem gagnast býflugunum vel þegar þær safnast í vetrarklasann. Pelsinn nuddast af með aldri bf  og eru þvi eldri býflugur næsta svartar á lit og einnig oftast með „eydda“ vængi einnig. 
 Hárlagið hefur þann eiginleika að halda í sér lykt blóma og er einn af grundvöllum þess að býflugur geta skipst á upplýsingum varðandi gjöful blómasvæði. Auk þessa er hárþekjan mikilvæg fyrir býfluguna til að halda á sér hita. T.d. eru a.m.mellifera loðnastar enda "uppaldar" í nyrstu héruðum Evrópu.
 
Vöðvar:
Fjöldi vöðva festist á innanverða kítinhringina, tengir kítínhlutana hvor öðrum og gerir þá á þann hátt hreyfanleg. Í höfðinu og á millibol eru sterkir kítínbjálkar sem ganga út frá húðgrindinni. Þeir þjóna hlutverki festinga fyrir vöðva sem stjórna hreyfingum höfuðs, vængja og ganglima.
 
Húðkirtlar
 
Vaxkyrtlar:
Á yfirborði bolsins opnast mikilvægir kyrtlar. Á magahlið afturbols sitja 4 pör vaxkyrtla frá 3-6 kítínhring (þar sem bf „svitna“ smá vaxþynnum)
 
 
 
Lyktarkyrtlar
Á bakhluta afturbols undir næstöftustu kítinplötunni opnast hjá flugunum lyktarkyrtlar(Nasanovs) og hvert bú hefur sína sérstöku lykt til að hjálpa systrum að finna rétt bú. Op kyrtilsins getur eftir þörfum opnast eða lokast. Blakar býfl. með vængjunum til að dreifa lyktinni. Þessi kirtill þroskast við 3vikna aldur hjá þernunum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Hreyfikerfi:

Býfl. hreyfa sig með 2 pörum af vængjum og 3 pörum af ganglimum.

Vængir býfl. eru 4 að tölu sem samanstanda af 2 kítínnþynnum á hvorri hlið(fram og aftur vængur), sem eru styrktar af rörlaga þykknum eða æðum. Æðakerfi vængjanna er með sérstöku mynstri og er hægt að greina af hvaða tegund bf miðað við afstöðu æðanna ss a.m. mellifera, a.m. carnici o.s.fr..

  •  Í hvíld liggja vængirnir afturábak, en í flugi strekkjast þeir út til hliðanna.
  • Vængirnir á hvorri hlið vinna saman þannig að þeir tengjast saman við flug  og vinna þannig saman sem einn vængur.
  • Krókar á afturvængjum krækjast upp við framvæng við flug.
  • Vængirnir festast við líkamann inn á milli bak- og kviðplötu og vængirnir virka þá eins og n.k. árar sem slá upp og niður við það að bak- og magaplöturnar dragast saman og slaka á (færast sundur) við samdrátt og slökun flugvöðvanna.
  • Á sama tíma sem vængirnir færast upp og niður fá þeir n.k. snúningshreyfingar (einsog hreyfill ), þannig að býflugan flyst áfram við hreyfingu vængja.
  • Vængirnir slá um 250 slög á sek. og getur býfl. náð um 7-8 m. hraða á sek- 25-29 km/klst.  
  • Ef vindhraði er meiri en 24 km/klst flýgur býfl. ekki.

 

 
Mynd A: vöðvasamdráttur     B: slökun
 
 
 
 

Ganglimir:

Eru 3 pör og festast við 3 fremri hluta miðbolsins. Þau eru gerð úr 10 kítínrörum sem liða hvort við annað (sem sagt 10 liðir), í þeim eru vöðvar sem sjá um hreyfingar. Á enda hvers ganglims eru klær og sogplata. Þetta gerir bf fært að halda sér við hvaða yfirborð sem er.Á "iljum" eru "bragðlaukar" sem skynja "bragð" af yfirborðinu sem þær ganga á. Einnig eru kirtlar á neðsta liðnum (Arnhardts) sem setja fótspor (pheromon) allstaðar sem býfl. setur þá niður og má sjá þetta í kringum flugopið-þjónar líklega þeim tilgangi að býfl. rati auðveldar heim.

Fálmarahreinsir

Aðalhlutverk ganglimana að bf geti gengið um og haldið sér föstum td á blómum og eru vissir hlutir þeirra sérhæfðir fyrir önnur hlutverk. Fremsta parið er með hálfmánalaga inniskoru með þéttum hárum (bursta) sem býfl. regur yfir fálmarann svo að frjókorn, ryk og slíkt er burstast af.

Frjókörfur:

Einkennandi fyrir vinnuflugurnar eru frjókörfur á úthlið öftustu ganglima, þær eru úr löngum bogadregnum burstum sem hylja grunna gróp í kítíninu. Í  þeim flytja bf heim frjókorn og troðkítti( própolis).

Frjókornagreiðurnar:

Á innra byrði miðfótapara eru frjókornagreiður sem samanstanda af 10 þverstæðum röðum af stífum burstum (hárum), með þeim færir býfl. frjókorn í frjókörfunnar sem býfl. hefur náð úr frjóhnöppunum með kjálkunum.

Frjósöfnun fer farm á þann hátt að bf bítur gat á frjóhnappinn og dreifist þá frjókornið á pels býfl., sem greiðir það af sér með ganglimunum færir upp að munni og bleytir það með nektar frá hunangsmaganum og færir það síðan að afturganglimunum sem hnoða það frjókornaklumpana í frjókörfunni.

 

                                              Taugakerfi

 

 

Boð skynfæra

Í gegnum skynfæri skynja flugur, ljós, lykt og bragðefni sem breytast í taugaboð og gerir flugunni kleift að skynja umhverfi sitt. Taugaboðin flytjast í taugum til miðtaugakerfisins. Þar fer úrvinnsla boðanna fram og þaðan berast skilaboð til vöðva og annarra líffæra með útgangandi taugum sem svar á ytra áreiti. Á þennan hátt geta býfl. svarað ytra áreiti eftir efnum og ástæðum.

Heilinn og taugahnoðrar

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og fjölda taugahnoðra sem liggja eftir kviðhluta, eru tengd gegnum samsíða pari af taugastofnum (kviðmergur). Heilinn samanstendur af tveimur taugahnoðrum, einn fyrir ofan  kokið og hinn undir. Þeir hafa ekki sömu þýðingu og hjá hryggdýrum. Taugastofnarnir eru í sjálfu sér nokkuð sjálfstæðir sín á milli. Heilinn er hlutfallslega stór miðað við stærð og er þyngdarhlutfall á móti líkamsþyngd 1/174 sem er nokkuð hátt hlutfall miðað við skordýr almennt. Heili býfl. inniheldur u.þ.b. 850 000 taugafrumur.

Fylgikirtlar heila

Í þéttu sambandi við heilann en án beins sambands með virkni taugakerfisins eru hinir s.k. fylgikirtlar heilans, þeir framleiða hormón sem m.a. stjórna vatnsbússkap líkamans, einnig koma kynhormónar frá þessum kyrtlum sem stjórna þroskun og þróun eggjastokka.

 

  Skynfæri:

 

Fálmarar:

Eru samsettir úr 1 löngum hluta sem liðar við röð minni, svipu-líkra hluta 10 að tölu. Lyktarskyn situr í fálmurunum sem eru tveir og ganga út úr enni bf. Lyktarskynfærin eru fjölmörg á átta fremstu liðum fálmaranna og á þeim eru fjöldi annarra skynfæra. Með þeim skynja þær lykt af blómum, vatni, sínu samfélagi (búi) og líklega af þér líka. Einnig er snertiskyn hér það er að skynja form og áferð hluta.  Einnig  skynja þær rakastig, magn CO2  í andrúmslofti og hitastig. Johnston´s nemi er í neðsta hlutanum sem liðar við höfuðið, þar nema þær hljóðbylgjur sérstaklega frá býflugum sem með dansi og hljóði segja hvar ríkulegt er af nektar - þessi hljóð fá efri hluta fálmaranna að sveiflast og það berst til þessa nema. 

 Bragðskyn

Situr í tungurótinni í og inni í munninum, en einungis þær sykurtegundir sem eru aðalnæring býfl. (fruktósi, sakkarósi, trehalosi,melecitosi  og glúkósi) hafa áhrif á bragðskyn þeirra og virðast býfl. eingöngu einbeita sér að sykurlausnum með meira en 10- 15% sykurinnihald. Þær hafa einnig bragðskin á framfótum og fálmurum.þær skynja einnig mun á sætu,súru,söltu og beisku bragði.

Hljóð- og titringsskynjun

Hæfni býfl.að skynja hljóð er lítil, enda hafa hljóð fyrir utan búið engu hlutverki að gegna. Einungis hljóð sem drottningar gefa frá sér hefur það hlutverk að miðla samskiptum á milli einstaklinga samfélagsins. “Eyrun“ eru staðsett í ganglimum og samanstanda af strengjum sem við áreiti titra og valda á þann hátt taugaskynjun. Sama líffæri nemur einnig titring á því yfirborði þar sem flugan situr og eru býfl. mjög næmar á slíkt.

Býfl. eru mjög næmar fyrir hristing og getur slíkur hristingur valdið miklum usla í vetrarklasanum með miklu tjóni -dauða

Jafnvægisskyn (stöðu-):

Á liðum milli höfuðs, miðbols og afturbols eru púðalíkar þykkildi sem eru alþaktar skynhárum sem nema breytingar í líkamsstöðu og senda boð um jafnvægi/stöðu. Þetta ræður einnig dansi býfl. og hvernig þær byggja vaxkökuna.

Skynjun hita og loftraka:

Í fálmurum eru skynfæri sem ásamt sérstökum skynfrumum á líkamsyfirborði nema hita og rakastig og í fálmurum finnast einnig skynfæri er bregðast við vindátt og vindhraða. Vegna áhrifa frá þessum skynfærum getur bf aðlagað vænghreyfingar á sem hagkvæmastan hátt og brugðist við hita og raka inni í búinu og haldið honum við 35°C og 40 % rakamettun.

Tímaskyn

 Býfl.hefur mjög virkt tímaskyn sem er þó ekki staðsett í neinu sérstöku líffæri. Þetta kemur að góðu gagni þ.s. flest blóm gefa frá sér nektar eða frjókorn einungis vissan tíma á daginn og er breytilegt eftir blómategundum. 

Segulskyn Þær hafa nokkurskonar áttavita staðsettan í höfðinu sem er byggt upp af járnsameindum sem þær skynja segulsvið með.

 
Sjón
 

   Samantekt úr Lifandi vísindum

Augu : býfl. geta skynjað skautað ljós og þannig stefnu sólargeislanna þrátt fyrir að þungbúið sé í veðri. Þær nýta sér að ljósið sveiflast hornrétt á stefnu ljósgeislana og hafa ljósnæm litarefni í sérstökum frumum sem einungis bregðast við ljósi sem berst úr tiltekinni stefnu. Þær geta ekki aðeins séð hreina útfjólubláa geisla með bylgjulengdir milli300-400 nanómetra, heldur einnig blendingsliti eins og blátt og útfjólublátt. Þær skynja þannig annan og mun litríkari heim en manneskjan. Þessi afbragðs sjón stafar af því að þær búa yfir aukagerð af ljósnæmum frumum í nethimnunni auk þeirra þriggja -sem eru næmar annað hvort appelsínugulu, grænu eða bláu ljósi- sem er að finna í nethimnu manna. Þær upplifa þannig umheim litbrigða sem er enn erfiðara að skilja þar sem þær geta séð útfjólubláa geisla en skortir litarefni til að skynja rauða litinn.

 

 

Augun eru af tveimur tegundum:
·        Fasettuaugu á hliðum höfuðs.
·        3 punktaugum á hvirfli.
                      
 
 Samsett augu
Samanstanda af( 3.500-4500 (drottning), 4500-5500 þerna og 8500-10,500 druntar) litlum sexhyrndum rörum, hvert og eitt með eigin linsu og eigin sjónfrumum, þar sem þau vísa í allar áttir fær hið samsetta auga mjög stórt sjónsvið.                  Punktaugu
·        Í hverju sjónröri skynjast umhverfið sem ljósari eða dekkri punktur.
·        Þessir punktar renna saman í mósaíkmynd af u.þ.b. sama eiginleika og mynd í dagblaði.
·        Þrátt fyrir öll þessi sjónrör verður myndin frekar óskörp
þær greina þó snöggar hreyfingar nálægt sér mjög vel þar sem "sýnin" flyst milli linsa
 
 
Býflugur sjá liti
Með samsettu augunum geta þær skynjað liti
·        Litirnir sem þær skynja er gult, blágrænt, blátt og útfjólublátt (en þann lit sér manneskjan ekki), rautt skynja þær sem svart.
·        Þau blóm sem okkur finnst vera samlitt greina býfl. í öðrum litum þar sem þær endurvarpa útfjólubláa ljósinu á mismunandi hátt. Blóm sem okkur virðast hvít draga í sig útfjólublátt ljós og skynja býfl. þau sem blágrænt..
·        Sum blóm sem okkur virðast eins á litinn, endurkasta útfjólubláu ljósi á mismunandi hátt og sjá því býfl. þau í mismunandi litum.
þær sjá bylgjulengd ljóss frá 300-650 nm
 Depilaugu
Eru í raun ekki öðruvísi í eiginlegri merkingu en  ljósáreiti veldur framleiðslu hormóna sem eiga hlut í efnaskiptum flugunnar. Þær „sjá “ því ekki með þessum augum.

 

                                                  Meltingarfæri:
Munurinn er mjög ólíkur á drottningum, druntum og vinnuflugum, en almennt má segja að þeir samanstanda af yfirkjálka, yfirvör og sogblöðku. 
Tungan:(proboscis)
Er um 6 mm að lengd en er þó mismunandi löng eftir undirtegundum býflugna. Þetta er flókið líffæri sem samanstendur af fleiri hlutum sem best eru skírðir með myndum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kjálkar:
Vinna saman í hliðarhreyfingu nánast eins og flísatöng. Mest þróaðir hjá drottningunni sem hún notar f.og fr. til að rífa í sundur púpuhjúp (kókon) í drottningarhólfinu þegar hún skríður út, einnig eru kjálkar vinnuflugunnar nokkuð öflugir og f.og fr. við að hnoða vax og einnig er hún bítur gat í frjóhnappana í blómum til að komast að frjókornunum.
 
Sogblaðkan
Er best þróuð hjá þernunum og samanstendur af 4 flipum sem renna saman og mynda rör umhverfis tunguna. Virkni vöðva í kokinu færa tunguna fram og aftur veldur sogverkun. Tungan hefur á enda sínum útvíkkun, skeiðlaga, og á neðra borði smárennu eða rás þ.s. munnvatn getur runnið niður til að leysa upp sykurkristalla o.þ.h. Tungan er 5,8-7,2 mm löng (eftir tegund) og getur dregist inn í munninn þegar hún er ekki í notkun. Þegar býfl. drepast rennur tungan út.
 
Hunangsmagi(-sarpur)
Frá munni færist næringin niður í vélindað niður í hunangsmagann. Hann er staðsettur í fremrihluta afturbúks. Rúmmál hans er 50-60 mm3. Í honum geymist nektarinn á leið bf heim í búið, þar er honum gúlpað (ælt) upp og vinnuflugurnar taka við honum.
 
 
 
Mynd
H-Hunangssarpurinn
V- ventiltrekt
S- slanga
M- miðgirni
Sem sjá má af myndinni þá þarf sérstakrar vöðva- stjórnunar við til að innihald magans tæmst niður í miðgirnið -það þarf sem sagt að opna fyrir þennan ventil, en aukinn þrýstingur í maganum -til að geta gúlpað upp nektarnum- lokar ventlinum.
Einnig veldur aukinn þrýstingur í miðgirni því að slangan leggst saman og hindrar bakflæði upp í magann.
Sarpurinn er mjög teygjanlegur og getur fullur, fyllt stærsta hluta afturbolsins.
 
 
 
 Melting næringarefna:
Sú næring sem býfl. sjálf notar fer í gegnum n.k. ventil í miðgirni, þar meltist maturinn og flyst upp í blóðrásina og það ómelta flyst til endaþarms, hann er mjög (útvíkkaður) rúmur og þar safnast hægðir, sem geta orðið 46% af þyngd þernu en þær hafa venjulega hægðir á flugi.
Kyrtlar:
Fjöldi kyrtla er í tengslum við meltingarfærin:
·        Munnvatn er framleitt af nokkrum kyrtlum í fremrihluta miðbúks.
·        Í afturhluta höfuðs eru nokkrir kyrtlar, s.k. yfirkjálkakyrtlar, sem hjá fóstrubýfl. (á því tímabili sem þær sjá um að næra ungviðið) framleiða hvítþykkfljótandi efni sem er hluti af fæðu sem lirfurnar nærast á. Þegar býfl. eru eldri gefa þessir kyrtlar frá sér þunnan glæran vökva sem blandast í vaxi við vinnslu þess.
·        Kokkyrtlarnir eru staðsettir í fremrihluta höfuðs og opnast inn í kokið . Hjá fóstrubf. framleiða þessir kyrtlar mjög eggjahvíturíkan vökva sem er hluti af næringu ungviðis, en hjá eldri býfl. framleiðist þunnur hvataríkur vökvi sem er notaður við hunangsvinnsluna.
·        Kjálkakyrtlar drottningar gefur frá sér s.k. drottningarefni sem hún ber á líkama sinn og þernurnar sleikja af henni. Þetta efni inniheldur pheromon sem eru hormón sem þá dreifist um allt samfélagið og hefur afgerandi hlutverk á hegðum og samfélagsanda búsins.
·        Frá yfirkjálkakyrtlum drottningar seytlar einnig lyktarefni sem hefur áhrif á druntana við eðlunarflug og annað lyktarefni sem heldur býfl. og drottningu saman þegar þær sverma.

 

 
                                             Öndunarfæri:
Býfl. hefur engin lungu, en andar í gegnum kerfi af grófari og fínni kítínrörum, loftæðar, (trakéer) sem greinast um allan líkamann. Öndunargötin sitja á hliðum búksins, 3 á miðbúk og 7 á afturbúk, þau öftustu, þ.e.  sem eru hluti af broddinum, sjást ekki utanfrá. Öndunarhreyfingar eru framkallaðar með útvíkkun og samdrátt afturbols. Þær draga á þann hátt til sín súrefni en los sig við koltvísýring.
                                                          Nýrun (útskiljunnar líffæri).
Stærsti hluti afturbúksins er fyllt af fjórum vöndlum af smárörum (malpighisku æðunum) og eru samtals einhver hundruð. Þessi rör draga í sig köfnunarefnisrík úrgangsefni  úr blóðinu og önnur úrgangsefni. Þessi rör opnast út í endaþarminn og þjóna hlutverki nýrna og úrgangur frá þeim tæmist út með hægðum.
 
                                                               Æðakerfi:
 
Hjarta.
Hjarta býfl. samanstendur af löngu vöðvaröri  rétt undir bakskel afturbols, hjartalokur hindra bakstreymi blóðs í hjartanu. Blóðið kemst inn í hjartað gegnum 5 op og dælist áfram af vöðvarörinu í átt að höfði og flýtur (rennur) síðan til baka milli líffæra í átt að afturbol þar sem það tekur upp næringarefni og súrefni á leið sinni og ber til vefja líkamans.
Hlutverk blóðsins:
Blóðið er glært og með gulleita slikju. Það inniheldur engin rauðblóðkorn en "hvít" blóðkorn sveima þar um sem varnarfrumur líkamans. Aðalhlutverk blóðsins er að færa næringu til líkamans f. og fr. til flugvöðva og þ.s. þeir eru mjög orkukrefjandi inniheldur blóðið mjög mikinn sykur eða 2-4,4% ( einungis 0,1% í blóði manna).
Fituvefur:
Þær flugur sem fæðast síðsumars og á haustin leggja á sig "fitupúða" og er hann staðsettur undir skjöldum afturbols, hann inniheldur eggjahvítu. Þetta  gerir býfl. kleift að lifa af yfir veturinn og snemma á vorin að framleiða fóðursafa fyrir hinar nýju lirfur löngu áður en nokkur blómstrun byrjar þ.m. aðgengi að frjókorni.
                                     Kynfæri og eðlun:
Kynfæri drottningar
Samanstanda af tveimur eggjastokkum sem fylla að stórum hluta afturbolinn, auk þess eggjaleiðara og leggöng.
·        Eggjastokkarnir samanstanda af fjölda ( ca 180) samhliða rörum. Þar þroskast hin 1,5mm löngu, grönnu, hvítu egg.  Í hverju röri geta myndast 5 egg á sólahring eða í báðum eggjastokkum um 2000 egg á sólahring Þegar eggin fara fram hjá opi sæðisblöðrunnar geta þau frjóvgast.
·        Drottningin eðlar sig á fyrstu vikum lífs síns með á milli 10-20 druntum.
·        Strax á eftir eðlunina safnast sæðisfrumurnar í sæðisblöðrunni, (1-1,5 mm í þvermál)þ.e.a..s. þeim er haldið lifandi það sem eftir er lífs hennar. Strax eftir eðlun geta verið allt að 7 millj sæðisfruma í blöðrunni. 
·        Frjóvguð egg verða að drottningar eða vinnuflugum.
·        Drottningin getur einnig lagt ófrjóvguð egg sem verða að druntum.
1500 egg vega jafnmikið og heildarþyngd drottningar þannig að það er engin smá framleiðsla
 
 
Äs- eggjastokkar
     Äl- eggjaleiðarar
     Sä- sæðisblaðra
Sl- leggöng 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Kynfæri vinnuflugna:
Vinnuflugan hefur einnig eggjastokka, þeir eru mjög litlir og eru venjulega óvirkir, en ef búið hefur einhvern tíma verið án drottningar og ekki tekist að ala upp nýja, byrjar ein eða fleiri vinnuflugur að leggja egg sem alltaf eru ófrjó(þar sem þær eðla sig ekki) og þroskast í drunta (kryppuungviði) þar sem vinnuflugur hafa ekki eðlað sig. Oft sjást fleirri egg í sama klakhólfi. Pheromon drottninga halda aftur af stækkun kynkyrtla þernanna.
Kryppuungviði:
·       Svona druntaungviði kallast kryppuungviði, þessum eggjum er verpt í klakhólf þerna, druntarnir eru stærri og standa því út úr hólfunum og því byggja vinnuflugurnar yfir þau n.k. kryppuhólf eða lok.
·       Einnig geta drottningar orðið ófrjóar þegar sæðismagn þeirra  er búið eða ekki náð að eðla sig, þá verpa þær einnig ófrjóum eggjum sem verða að kryppuungviði.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kynfæri drunta:
Samanstanda af eistum þ.s. sæðisfruman er mynduð og flytjast þaðan í göngum til getnaðarlimsins. Hann festist í leggöngum drottningar við eðlun og slitnar af eftir mökun og deyr  því drunturinn eftir eðlun. Drunturinn er kynþroska fyrst við 11 daga aldur. Þeir finna lyktina af drottningu á 60 m færi en líklega finnur drottningin lykt af þeim úr meiri fjarlægð.
 
Mynd A
Te- eistu
Sk- slímkirtlar
Sl- sæðisleiðari
Sp- sæðisgöng
Lö- hluti getnaðar- lims(laukformaður)
Pl- getnaðarlimur
Kö- kynop
 
 
 
 
Mynd B

getnaðarlimurinn að hluta útdreginn

 
 
 
 
 
 
 
Eðlunin:
Drottningin eðlar sig við fleiri drunda í sama eðlunarflugi, við hverja nýja mökun verður getnaðarlimur hins síðast drunts að fjarlægast, en eftir síðustu mökun situr oft síðasti getnaðarlimur eftir í leggöngum drottningarinnar og þernurnar fjarlægja hann með því að draga hann út. Fyrr getur dr. ekki lagt egg. Fengitíminn varar í 2-4 vikur og á þeim tíma verður drottningin að eðla sig annarsverður hún ófrjó og verpir bara druntaeggjum.
 
 
Eiturbroddurinn:
Í aftasta hluta afturbols sitja eiturlíffærin, mikilvægustu hlutar eru eiturkyrtlar, eiturblaðra og sjálfur broddurinn. Hann samanstendur af smáum kítínstöfum sem umlykja þrönga rás. Broddurinn er klæddur agnhöldum. Hann er 40-50 mm langur hjá drottningum en 21mm langur  hjá þernunum. Druntar hafa ekki brodd. Eiturblaðra þernanna getur innihaldið 0,6 mg af eitri og ef býfl. losar þetta eitur með stungu myndar hún ekki meir á æviskeiði sínu.                                      
 Býfl.stunga
 Við stungu hreyfast þessir stafir með agnhöldum fram og aftur og vegna agnaldanna borar gaddurinn sig allt dýpra niður í húðina, á sama tíma dælist eitur út í gegnum broddinn inn í sárið. Býfl verður að losa sig með því að rífa sig lausa og broddurinn og eiturblaðran verða eftir í húðinni  og býfl. deyr fljótlega eftir það. Við stungu gegn öðrum býfl. eða öðrum skordýrum festist broddur  ekki. Drottningin er einnig með brodd, hann er boginn gagnstætt því sem þernur eru með og hefur færri agnhöld. Broddinn notar drottningin einungis í slagsmálum við aðrar drottningar. 
 
Hvað á að gera ef maður fær stungu.
Við býfl. stungu er best að skrapa burt broddinn en ekki klemma um hann því þá dælist meira eitur inn í stungu sárið (úr eiturblöðrunni). Venjulega notar maður nöglina til að skrapa burt og líklega er best að bera á stungusár smá magnyl uppbleytt í munnvatni eða bera á sig gel (bólgueyðandi verkjalyf) sem fæst án lyfseðils og inniheldur Voltaren, Felden eða Oriudis.
 
 

 

 

Heimsóknir: 
Stjórnun