Býflugur.is
Ătlar b˙i­ a­ sverma

  

Svermur er aðferð býflugna til að viðhalda stofninum og nema nýjar lendur. Undirbúningur búsins er að þær draga upp nýja drottningu(-ar). Það er eitt af megin markmiðum býræktar að koma í veg fyrir að búið svermi, því 1 stórt bú gefur meira hunang en 2 meðalstór þar að auki safna býflugur ekki nektar í eins miklu mæli síðustu vikurnar áður en svermur fer út. Nýja drottningin tekur sér 16 daga til að klekjast og er ekki farin að verpa fyrr en 2 vikum eftir að hún skríður úr drottningarhólfinu. Þannig „tapast“ varptími og býflugna fjöldi. Oft eykst svermáhuginn ef rignir í nokkra daga eftir tímabil með góðu aðdráttum (þegar býflugur hafa safnað blómasafa í gríð og erg). 

Að hindra sverm í stuttu máli: 

·        Vertu alltaf á undan býflugunum þannig að nægt rými sé til að stækkabúið                                                                                          

          –Sjáðu til að drottningin hafi alltaf nóg pláss til að verpa í og –að býflugur hafi nóg af römmum til að setja hunang í. 

 

·        Sjáðu til að ungflugurnar (húsflugurnar) hafi nóg fyrir stafni –þær hafi ungviði að fóstra (mata)  og  -tóma ramma að byggja vax á. 

 

·        7/10 reglan

o   Þegar ungviði er komið í 7 af 10 römmum í kassanum þarf búið nýjan kassa

o   Þegar 7 af 10 römmum í hunangskassanum eru fullir af hunangi þarf búið nýjan kassa

o   Þannig að ef bæði skilyrði að ofan eru uppfyllt gæti búið þurft 2 nýja kassa en betra er að bíða 1 viku áður enn seinni kassinn er settur á

      ·        Hafa unga drottningu af svermtregum stofni í búinu (ekki eldri en 3           ára því pheromen framleiðsla hennar minnkar hratt eftir þann aldur) 

 Að klippa ¼ af öðrum væng drottninga kemur ekki í veg fyrir svermáhuga. Það eina sem býræktandinn vinnur á því er að hann getur þá seinkað innliti í búið upp í 14 daga því drottningin dettur á jörðina þegar hún reynir flug en í versta falli mynda býflugur nýtt bú undir því gamla ef h dr. nær að klifra þangað. Búið fer samt út í sverm þegar ný drottning klekst 5-6 dögum seinna en sú gamla liggur dauð fyrir framan búið. 

 

Myndin hér að ofan lýsir sambandinu milli magns ungviðis og fjölda býflugna og svermáráttu. Þ.e. þegar 3 býflugur eru á hver 4 ungviði eða hærra, er svermáráttan mest.

 

Hér á Íslandi er algengast að bú svermi í seinni hluta júní en getur þó gerst á hvaða tíma sumars sem er. Oftast er því þannig farið að búin hafa komið vel undan vetri og stækka ótrúlega hratt á vorin og fyrri hluta sumars. Ólíklegra er að bú sem keypt eru að utan, svermi sama sumar, því það má líta á pakkabýflugur sem sverm. Þetta hefur þó gerst, sem sínir mikilvægi þess að fylgjast vel með því plássi sem búið hefur til varps og hunangssöfnunar, hafa það heldur rýmra en minna. Það þarf að fylgjast með  hvort drottningin hafi lagt egg í drottningarhólfin og flugurnar hafi sett drottningarhunang (royal jelly) í botn hólfsins. Ef svo er þá er best að fjarlægja þessi frjóu drottningarhólf  og gera þá annað af þrennu; 

·       1 Bæta við nýjum kassa ofan á, til þess að minnka tilhneigingu búsins að fara út í sverm(auka plássið). 

·        2 og/eða setja nýjan kassa ofan á og flytja upp í þann kassa  2-3 ramma með ungviði og setja fyrir miðju í efsta kassann  og færir rammana með ungviði saman í neðri kassanum, þannig að þeir lenda beint upp af hvor öðrum og fylla með tómum römmum til hliðanna. Þetta má í raun gera við öll bú sem manni finnst stækka ört. 

·        3 að kljúfa ungviðið á þann hátt að settir eru nýir rammar (bara með vaxmilliveggi), 2-3, niður á milli ungviðisins (hann þannig klofinn í tvennt eða þrennt), það verður þá að taka ramma burt frá hliðum. Þetta er gert ef búið ekki nægjanlega sterkt til að taka við heilum kassa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svermhólf á týpiskum stað, neðsta hluta vaxkökunnar

 

Maður getur gert allt þrennt að ofan ef mörg drottningarhólf eru til staðar en muna samt að fjarlægja drottningarhólfin.( vertu viss um að gamla drottningin sé til staðar í búinu) 

Einnig er góð aðferð til að koma í veg fyrir svermáráttu er að taka ramma, úr stóru/stækkandi búi, með ungviði sem er byrjað að krjúpa út og styrkja minni bú með þessum römmum. Varast ber að setja meira en 1 ramma í einu í minni bú því þau verða að geta haldið hita á ungviðinu. Þetta má endurtaka á 7-14 daga fresti svo lengi sem þurfa þykir. Það verður þó að muna að setja nýja ramma í staðinn í stóra búið. 

Einnig má flytja búið sem sýnir mikinn svermáhuga á nýjan stað og setja á gamla staðinn lítið bú með drottningu því allar söfnunarflugurnar sækja heim á gamla staðinn og styrkja það bú en svermáhuginn hverfur við skort á söfnunarflugum í móðurbúinu. 

Ef skoðað er í móðurbúið eftir viku en býflugur hafa dregið upp ný drottningarhólf og þau eru með drottningar lirfu í (frjótt dr.hólf) er best að skipta búinu í tvennt þannig að gamla drottningin er tekin með nýja búinu og sett á annan stað . 

Ef búið svermar. 

Ef svermur er farinn út þarf að fanga hann sjá- Taka inn sverm. 

Þá þarf að fara í gegnum móðurbúið því annar svermur gæti farið út stuttu eða eh dögum síðar eða búið gæti raðsvermað eins og Tómas komst að orði.

Það er næsta víst að gamla drottningin hefur farið með sverminum og gerist það á 9 degi eftir að eggi er verpt í nýtt drottningarhólf ( þá loka býflugur hólfinu og verðandi drottning verður að púpu). 

 –Þess vegna er svo mikilvægt að skoða reglulega í búið á minnst 8 daga fresti svo maður missi ekki af tilbúnum drottningarhólfum- 

Ef fleiri drottningarhólf eru í búinu á ýmsum stigum er næsta víst að búið ætlar sér að sverma aftur og ekkert getur komið í veg fyrir það nema við förum rétt að. 

·        Skipta búinu í tvennt jafnmargir rammar með ungviði í hvoru búi og athuga 2 drottningarhólf í hvoru, hin fjarlægjum við. Þetta er gert til að vera öruggur um að minnst 1 drottning klekist en líkur á nýjum svermi eru vissulega til staðar.

·        Skipta búinu í þrennt nema í móðurbúinu er skilinn eftir 1 rammi með ungviði og 2 drottningarhólfum og lítið af býflugum því safnflugurnar sem koma heim á gamla staðin fylla það nægjanlega.

·        Einnig má taka meira af býflugum í annað búið og skilja hið minna eftir á gamla staðnum. 

Alltaf á að skoða í ný bú eftir 2-3 vikur til að kanna hvort ungdrottningin hafi byrjað varp. 

 

 Kryppuungviði -ófrjó drottning eða þerna sem hafa verpt í þernuklakhólf

http://byflugur.is/userfiles/100-0099_IMG.jpgEf þetta er ekki gert byggja býflugur druntahólf á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum til óþurftar fyrir býræktandann.  

 

Að auka plássið(rýmið).

 

3 kassann á að setja á samkvæmt reglu ofan (2/3 m2 eða 7/10) að þá, svo fremi að neðri kassinn sé ekki tómur af býflugum og lirfum.

Sumir vilja setja drottningargrind milli annars og þriðja kassa, sem er með rifum sem gerir þernunum kleyft að komast í gegn en of þröngt fyrir  drottninguna, þannig að það sé engin möguleiki á að drottningin leggi egg  í þriðja kassann.

Ég hef þá skoðun að það sé heppilegast fyrir drottninguna að hafa eins mikið frjálsræði eins og hægt er og hún verpi þar sem hún vill og það hafi betri áhrif á búið.

Þetta gildir þó ekki ef maður ætlar að losa sig við kassa eða ramma sem við viljum ekki að dr. leggi í áfram að þá getum við fært slíka kassa  eða rammana upp fyrir drottningargrind svo að hægt sé að taka þá frá þegar flugurnar hafa kropið út eða um haustið.

Þetta gildir um norsku kassana. Það mætti hugsa sér að þegar drottningin byrjar að verpa í efri kassann (Langstroth), þá má setja norska kassann upp fyrir slíka dr.grind, það verður auðvitað að sjá til þess að drottningin lendi í neðri kassanum og hafi nægilegt rými til að verpa áfram. 

 

Afleggjari: 

 Hægt er að gera á marga vegu en eftirfarandi aðferð er líklega einföldust.

 1. Skoðið í búið ofanfrá –efsti kassi fyrst og leitið drottningar á öllum römmum. Flytjið kassann undan-leggið við hliðina svo koll af kolli.  Með þessu hrekið þið drottninguna niður í neðsta kassann

 

2. Verið alveg með á hreinu hvar drottningin er og takið 1 kassa (oftast kassi nr. 2 neðanfrá) án drottningar, fullan af ungviði og lirfum (5 ramma með ungviði helst með lokuð hólf= flugurnar klekjast fyrr) passið að það sé nóg fóður með í römmunum eða takið 2 ramma fulla af hunangi(eða 1 sykurramma-þurrfóður) og flytjið í kassann á nýjan stað(þarf ekki að vera langt undan þó einhverja metra) á nýjan botn og þak yfir.

 

3. Bíðið í 2-3 daga (eldri flugurnar hafa allar flogið heim í gamla búið), skoðið  í nýa búið og eyðileggið öll drottningarhólf(mjög mikilvægt) og setjið nýu drottninguna niður á milli 2 ramma í miðju búinu munið að taka plastflipann sem situr í gatinu neðst á drottningarbúrinu burt.

                                     

4. Skoðið í búið e 1 viku og leitið uppi dr. og eða egg.

                   

  Ef á að sameina búin gerir maður það oftast á haustin.

 

 

 

Heimsóknir: 
Stjórnun