Býflugur.is
LÝfshringur samfÚlagsins

 

Lífshringur samfélagsins.
 
Bústaður:
Hinn eðlilegi bústaður býflugunnar er holur tréstokkur, holt tré eða útrými í klettum, þar sem ytra byrði heldur vörn gegn veðri, vindi og rándýrum á meðan vaxkökurnar gegna hlutverki uppeldisstöðva, hunangsgeymslu og þar fer  fram einnig ef kalla má félagslíf og samskipti flugnanna. 

Við eðlilegar. aðstæður á sumrin, skiptir samfélagið sér í tvennt til að viðhalda stofni ættarinnar og nema ný lönd, flugurnar fara þá út í sverm með drottninguna með sér og nýi bústaðurinn er valinn af mikilli vandvirkni eftir að flugurnar hafa í einhvern tíma rannsakað umhverfið og fundið heppilegan stað með það í huga að samfélagið muni lifa af komandi framtíð. Þegar flugurnar finna slíkan stað koma þær upplýsingum til svermsins líklega í sérstökum dansi hvert svermurinn á að leita eftir að fleiri flugur hafa kannað nýja bústaðinn, þá flýgur allur svermurinn á stað til þessa nýja bústaðar.Villt bú á Aruba 2003 Mikilvægur þáttur varðandi hinn nýja bústað er rúmmál hans. Bústaðurinn er venjulega 20 til 100 lítrar að rúmmáli en algengast er um 40 lítra, sem að er einmitt það rúmmál sem Langstroth kassinn er ( 1/1), það virðist einnig fyrst og fremst rými þar sem flugopið er til suðurs sem býflugum þykir vera ákjósanlegast. Einnig er ákjósanlegast að rýmið hafi lítið flugop og þar sem auðveldast er að halda hita í búinu, auk þess þar sem auðvelt er að verja búið. Rýmið er síðan byggt upp af vaxi sem flugurnar framleiða sjálfar (svitna því undan vaxkirtlum á afturhluta líkama) og fjarlægðin á milli fullbyggðra vaxkaka eru uþb. 9,5 mm. og hefur þetta að gera með hve auðvelt er fyrir flugurnar að flytja sig á milli vaxkakanna og einnig hve auðvelt er að halda búinu heitu.

Venjulega er hunangið lagt efst í hólfin í þessar vaxkökur, fyrir ofan og niður sitt hvoru megin við lirfuklasann en milli lirfuklasans og hunangs er frjókorn geymt og síðan í miðjunni eru þá ungviði (lirfur), þar sem auðveldast er fyrir býflugurnar að halda góðum hita. Drottningin verpir síðan aftur og aftur í þessi klakhólf, sem verða dekkri og dekkri með tímanum og einnig þrengjast hólfin hægt og rólega vegna þess hjúps sem púpan spinnur um sig og verður eftir í hólfinu þegar flugan skríður út, klekst. Hlutfall drunta hólfa er venjulega um 17%. Allt innra byrði bústaðarins er smurt með propolis.

Samfélagsskipan. Stærðarmunur

Þernur, druntar og drottningin, eru þær þrjár tegundir af flugum í hverju búi. Drottning og þernur kvenkyns og druntar sem eru karlkyns. Það er ein drottning í hverju búi sem verpir eggjum og stjórnar búinu með lyktarefni sem kallast Pheromones (lyktar og bragð hormón), efni sem hefur mikil áhrif á þernurnar, á hegðun, þroska og atferli þeirra. Þernurnar eru vinnudýr búsins, framkvæma öll störf þ.m.t. byggja vaxkökurnar, ala upp ungviðið, verja búið, safna nektar, búa til hunang, sjá um tiltektir osv.fr. Venjulega eru nokkur þúsund og upp í fimmtíu til sextíu þúsund þernur í hverju búi, en þekkt eru bú með allt að áttatíu þúsund þernum, það fer allt eftir gæðum drottningar og einnig eftir tíðarfari.

Druntar eru venjulega nokkur hundruð eða þúsund slíkir í hverju búi frá síðvori fram að hausti og talið er að eina hlutverk þeirra sé að eðla sig við drottninguna, þeir framkvæma enga vinnu í búinu og drepast á haustin eftir að þernurnar reka þá á dyr þegar búið undirbýr sig fyrir veturinn.

Það er þó talið í öllum bókum og rannsóknum að það sé nauðsynlegt fyrir búið að hafa þessa drunta, það gefur visst öryggi og eða stöðugleika í búinu og þernurnar byggja gjarnan druntavax þ.e.a.s. stærri hólf í rými þar sem vax er ekki fyrir, sem sýnir þörf þeirra á að hafa mörg karldýr í búinu, til að ný drottning geti eðlað sig.

Egg sem verpt er af drottningunni hefur í rauninni hæfileika eða möguleika til að verða að hvoru sem er, þernu, drottningu eða drunt og þroski þess er háð bæði erfðafræði og næringarfræðilegum þáttum. Ófrjó egg verða að druntum meðan frjó egg geta orðið annaðhvort þerna eða drottning.

 

  Eiginleikar drottningarinnar byggjast fyrst og fremst á mun ríkulegra og betra fæði (þ.e. royal jelly) á lirfutímabilinu og það sem stjórnar þroska hennar og þá fyrst og fremst eggjastokkum. Allar lirfur fá ríkulegt magn af fæðu fyrstu 3 dagana en þernur fá síðan minna af því meðan drottningar lirfan bókstaflega flýtur í fæðunni.

Drottningin ákveður sjálf hvort egg sé verpt í þernuhólf eða druntahólf og finnur hún stærð hólfsins með fálmurum sínum og framfótum. Ef hún verpir eggi í druntahólf frjóvgar hún ekki eggið á leið sinni út í gegnum fæðingargang sinn (það er spurning hvort hið víðara druntahólf valdi því að þrýstingur á afturlíkama dr. sé minni og því þrýstist ekki sæði úr sæðisblöðrunni) og hið ófrjóvgaða egg hefur aðeins hálfan erfðamassa miðað við frjó egg.

Druntar hafa sem sagt allan erfðamassa sinn frá drottningunni (eingetnir) en vinnuflugurnar bæði frá drottningu og úr sæði drunta er hafa eðlað sig við drottninguna.

Lirfa hefur möguleika á að verða annaðhvort drottning eða þerna fyrstu þrjá dagana eftir að hún klekst úr eggi, en á fjórða degi ákveðst hvort hún verður fullburða drottning eða þerna, þetta virðist ákvarðast af hormónum s.k. Juvenile hormón. Það er magn og gæði fæðunnar sem lirfan fær, sem stjórnar styrk þessa hormóns í ungviðinu. Drottningarlirfan fær það sem kallað er Royal Jelly, sem er fóðursafi af bestu gæðum sem hvetur til þroska nýrrar drottningar. Magn sykrungsins hexosa ræður hér hvort lirfan verður drottning eða þerna. Það er um 35 % hexosa sem verðandi drottningarlirfa fær en bara 10 % í fóðursafa verðandi þernu. Í stóru búi sem fæði 200 000 býflugur á ári framleiða þernurnar um 5 l af rojal jelly.

 Allar tegundir flugna í búinu fara í gegnum fjögur stig þroska, egg, lirfa, púpa og fullþroska fluga. Er drottning verpir eggi í hólf þá límir hún það í botn hólfsins svo það stendur í botninum og veit mót opi, eggið klekst á þriðja degi og verður þá lirfa, lirfan er átvél ætluð til hraðs vaxtar og samanstendur ff að stórum hluta af meltingarfærum, hvorki með augu, fætur , fálmara,  vængi eða brodd né þvaurop. Lirfan liggur upprúlluð í botni hólfsins frá fjórum upp í sex daga og etur þá fæðu sem þernurnar færa henni. Á 5 dögum eykur lirfan líkamsþyngd sína um 1000 . Á síðasta stigi lirfutímabilsins er hún orðin það stór að hún fyllir klakhólfið ef hún strekkir úr sér. Á u.þ.b. níunda degi frá varpi þá púpast lirfan (spinnur um sig púpuhíði) og þá byggja þernurnar vaxlok yfir hólfið, þá verður mikil breyting á lirfunni (hamskipti) í fullmyndaða flugu. Á 21degi eftir varp þá etur flugan sig út úr hólfinu, bítur í sundur vaxlokið og skríður út.

Vaxtartími kynjanna er nokkuð mismunandi, öll eru þau þó egg fyrstu 3 dagana en lirfutímabil drottningar er u.þ.b. 4 dagar, 5 dagar fyrir þernurnar, en 6 dagar fyrir drunta og heildartími þroska frá varpi þar til fullþroska fluga skríður út er 16 dagar fyrir drottningu, 21 dagur fyrir þernu og 24 dagar fyrir drunta.

Eftir að fluga skríður úr hólfi líkur hún þroskaferlinu næstu dagana, þar sem þreifarar harðna á hálfum til heilum sólarhring og innri þroski meltingarfæra og annarra líffæra þarfnast fyrst og fremst fæðu til fulls þroska.

Þernur geta lifað allt frá nokkrum dögum upp allt að því ári, en býflugur fæddar að hásumri lifa u.þ.b. 15-38 daga, en flugur fæddar að hausti geta lifað allt að því í 140 daga. 

Druntar = karlbýflugan.

  Druntur þekkist á hinum breiða og nokkuð klunnalega afturhluta, þeir eru stærri og loðnari en þernurnar og þyngd þeirra er að meðaltali 0,19gr og 15-17mm að lengd. Þeir eru með mun stærri augu (10,000 fasettur) og höfuð. Fálmarar þeirra eru sverari og lengri og 1 lið lengri (11) en þernunnar . Druntar hafa lengst þroskatímabilið( 24 dag). Þeir klekjast úr ófrjóvguðum eggjum. Þeir lifa að meðaltali 21-32 daga yfir sumar og fyrirfinnast ekki í búunum á vetrum. Drunta skortir alla sérhæfni til verka og þess vegna leggja þeir 
ekki mikið fram við tilveru búsins. Þó er talið að þeir taki á móti nektar við mikið aðflæði. Mikilvægi þeirra verður þó ekki dregið í efa. Druntar hafa einföldu hlutverki að gegna, það er að leita uppi og eðla sig við ungdrottningu, en því ná þó fæstir þeirra.  Ef druntnum tekst að eðla sig við drottningu , leiðir til dauða  hans, þar eð kynfæri hans, getnaðarlimurinn (sæðisgeymslan), slitnar af í lok mökunar. Flest bú byrja að ala upp drunta snemmsumars, í klakhólfum sem eru stærri (bæði í þvermál og dýpt) en önnur klakhólf  (þernur). Það er eðlilegt að bú ali upp nokkur þúsund drunta að  sumri og ekki er óvenjulegt að  sjá nokkur hundruð til þúsund drunta  í stóru heilbrigðu búi og er eðlilegt.

Í viltum búum eru klakhólf drunta um 17% af öllum hólfum búsins.

Þegar druntur skríður úr hólfi fær hann fóður frá þernunum fyrstu dagana, en byrjar síðan að eta sjálfur af hunangsforða búsins. Eftir u.þ.b. 2 vikur þegar kynkyrtlar og sæði hans hefur þroskast nægilega til eðlunar byrja þeir að æfa flug, venjulega seinniparts dags og hvert flugtími er 25-32 mínútur. Druntur getur tekið nokkur slík flug á hverjum degi. Flestir druntar drepast þó án þess að eðla sig því það eru eðlilega miklu fleiri druntar en drottningar sem fæðast.
Ofgnótt drunta getur  gefið  til kynna eitthvað af eftirfarandi vandamálum:

 1) óvenjumikið i magn af druntavaxi (kökum með klakhólfum druntar;

2) drottning er ófrjó eða hefur ekki fengið nægilegt framboð sæðis við eðlun;
3) verpandi þernur (alltaf ófrjóar);
Á haustin (september) reka þernurnar druntana úr búinu en ef mikið er af druntum í búinu í lok þess mánaðar er líklegt að drottningin er að „falli“ komin (þ.e. þernurnar ekki sáttar við varp dr eða eh. veikleika drottningar). 

Drottningar

 Drottningin er móðir allra býflugna í búinu og hennar hlutverk er að verpa eggjum, mest er varp hennar á tveimur fyrstu árum ævi sinnar og getur hún lifað í 3-5 ár. Hún þekkist á því að hún er afturmjó og nokkuð lengri en bæði druntur og þerna og þyngd hennar við fulla varpgetu getur náð 0.25gr og 18-19mm að lengd. Tunga hennar er styttri en tunga þernu. Höfuð hennar er einnig minna sem og augun (bara 3,500 fasettu augu). Hún er heldur ekki með frjókörfu á öftustu fótapörunum.

 Meginhlutverk þeirra er að verpa og getur drottningin verpt milli 175 og 200þúsund eggjum árlega í stóru og góðu búi. Ef hún verpir 1-2000 eggjum á sólahring, verpir hún að jafngildi líkams þunga sínum á þeim tíma. Vitað er að drottningar hafa lifað allt upp í 8 ár, þó algengasti líftími þeirra sé eitt til þrjú ár. Þernur færa henni fæði og fóður og stjórna á þann hátt varpi hennar. Í stóru búi þar sem aðföng eru mikil (mikill nektar og frjókorn berast í búið) fæða þernurnar hana ríkulega og getur hún þá verpt meira, en þegar búið hefur ákveðið að sverma fær hún litla fæðu, grennist og léttist og getur þá flogið út úr búinu með stórum hluta býflugna til að mynda nýtt bú. Drottningin hefur í eggjastokkum sínum við fæðingu um 500 000 forstigsegg svo fræðilega getur hún verpt þeim fjölda á æviferli sínu:

Annað mikilvægt hlutverk drottningar er að framleiða feromen sem er efnasamband sem stjórna og skipuleggja mikið af atferli búsins.


 Þernurnar         

Þernan er minnst og er að meðaltali 0.1gr og 12-15 mm að lengd.
 
Þernurnar eru meginuppistaða búsins og framkvæma meirihluta vinnunnar, þ.m.t. að ala upp ungviðið, framleiða og byggingar með vaxi, varnir, hunangs og frjókornasöfnun, hitastjórnun, hreinsun og fleiri þætti sem eru nauðsynlegir hverju búi. 
Hlutverk þerna er nokkur aldursskipt, þar sem yngri flugur eru fyrst og fremst inni í búinu með sín hlutverk, en þær eldri fyrst og fremst fyrir utan búið sem verðir eða söfnunarflugur. 

Meðalaldur þerna þegar þær byrja að safna hunangi er á milli 18 og 37 dagar. Yngstur flugurnar hreinsa til í klakhólfum, næsti aldursflokkur sér um að fæða ungviðið og drottninguna (fóstrur), næsti aldursflokkur byggir úr vaxi, tekur við hunangi sem kemur inn í búið og tekur til í búinu og þær elstu sjá um að loftræsta, verja búið og safna blómasafa, frjókorni og vatni, þær geta þó tekið að sér flest öll verkefni fyrir búið eftir þörfum.  Að meðaltali lifa þernur 4-6 vikur á sumrin en  þær sem fæðast síðsumars og seinna lifa allt að 9,5 mánuðum (ágúst til júní). 

Eftir að þernan skríður úr klakhólfinu snyrtir hún sig og þornar. Þá falast hún eftir fæðu með því að stinga út tungunni í átt að þernum sem fara hjá. Að lokum uppsker hún fæðu frá þernu sem gubbar upp dropa frá hunangssarpi sínum. Þetta er hennar eina fæða fyrstu dagana en á 3 degi byrjar hún að eta sjálf úr hunangs-byrgðum búsins auk frjókorna. 

Fóðurkyrtlar (kok-og kjálka kyrtlar) og vaxkyrtlar stækka fljótlega eftir að flugan skríður úr hólfi og ná stærstu stærð milli 5 daga og 15 daga aldurs, þetta gerist þó eðlilega eingöngu ef þörf er á, þ.e.a.s. þegar fullt af ungviði er til staðar og þarfnast fóðurs og þörf er á vaxi til byggingar. Í byrjun fæðir hún aðeins eldra ungviði á hunangi og frjókornum af byrgðum búsins en á 6 degi eru fóðurkirtlar hennar það þroskaðir að hún getur framleitt mjög próteinríkan fóðursafa úr hunangi og frjói fyrir yngsta ungviðið. Á 10-12 degi eru fóðurkirtlarnir "uppbrendir" en vaxkirtlarnir taka nú að þroskast. Á þessum aldri byrjar þernan sín fyrstu reynsluflug til að hún læri að þekkja nánasta umhverfi búsins.

Fóðurkyrtlar eru mjög mikilvægir, þar sem þeir eru hálfgerð mjólkurbú fyrir ungviðið og þá sérlega drottningarlirfur auk sjálfrar drottningarinnar sem nærist eingöngu á fóðursafa. Innan þessa hóps fósturflugna eru hluti þeirra sem framleiðir fóðursafa fyrir yngra ungviðið aðrar fyrir eldra ungviðið og enn aðrar eingöngu fyrir drottningalirfur.

Ungar flugur geta einnig stækkað, virkjað og þroskað þessa kyrtla er þörf er á t.d. ef svermur fer af stað og þörf er á mikilli vaxframleiðslu. 

Það hefur þó sýnt sig að þernur eyða mestum hlutfallslega tíma í að kanna ástand búsins, þetta er eflaust mikilvægasta hlutverkið. Talið er að þernur í hvíld séu að framleiða fóðursafa og eða vax. Þernur geta aðlagað sig að vinnuskipun og vinnutilhögun sem fer algerlega að þörfum búsins.
 
Í búi sem telur 50 000 þernur drepast um 500 þernur dag hvern á sumrin. 
 
 
  Svermur
 
Snemma á vorin stækka búin hratt og ná hámarki sínu rétt áður en svermur fer út. Villt bú sverma að minnsta kosti einu sinni á vorin/snemmsumars (hér erum við að tala um hina villtu býflugu, sem ekki er í umsjón mannsins).
 
Undirbúningur þess að búið svermi byrjar með  að drottningarhólf eru mynduð og ungar drottningar eru aldar upp.

Það eru nokkrir þættir sem valda því að búið svermar en þeir eru taldir vera er búið nær vissum takmörkunum :   stærðar, þéttleika ungviðis, aldursdreifingu þernanna og líklega það sem er mikilvægast minnkað flæði drottninga pheromons í búinu (búið orðið of stórt eða dr. léleg) auk erfðarþátta (sumar undirtegundir eru svermgjarnari en aðrar).

 Svermur hjá Hafberg 2007

Svermur hjá Hafberg 2005

 

1. svermur- þá fara oftast um 16000 flugur en í 2. sverm 11500 og í 3. sverm eru oftast um 4000. (ef búið svermar aftur) Í 1 sverm fer gamla drottningin út en í 2. og 3. svermi fer nýkropin dr. út og eðlar sig þá seinna.

Annar hver 1. svermur nær sjaldnast að byggja upp styrk fyrir komandi vetur hvað þá 2 eða 3 svermur.

Svermar geta bæði verið stærri og minni en þessi fjöldi (mest hefur mælst 57750 flugur og minnst 1750) þetta eru rannsóknir frá USA.

Rétt áður en svermurinn fer út fylla þernurnar sig af hunangi og nægir það svermnum í 10 daga.

 

Til að svermurinn gert lifað af (stækkað nægjanlega f veturinn ) þurfa þær að afla 15-30 kg af frjókorni(um 1 miljón ferða )  og 60-80 kg af hunangi  ( um 4 milj. ferða frá búinu). Auk þess þurfa þær að sækja vatn ( allt að 1 lítra á dag). Vatn nota þær til að þynna hunangið f ungviðið og til hitastjórnunar í búinu. Meðal stærð af búi þarf 15-30 kg af frjókorni á ári og 60-80 kg af hunangi. Þetta þýðir að 1 milljón blómaheimsókna þarf til að safna frjókorninu og4 miljónir fyrir nektarsöfnun.

 

 

Árstíðahringur(Lífshringur) búsins,

 Í tempruðu loftslagi er sjaldgæft að finna samfélagsmyndandi skordýr, því það er ekki bara það að býflugan lifi af veturinn í samfélaginu heldur einnig myndun sverma á vorin/sumrin. Þetta er sú aðferð sem þær hafa fundið, til að viðhald stofninum í þessu harða umhverfi með köldum vetrum og tiltölulega stuttu tímabili þar sem blóm gefa af sér nektar. 

Til þess að stofninn lifi af verður bústaðurinn að veita skjól (veðurvarin), forðageymsla þó nokkurs magns af hunangi/frjókorni, klasamyndun samfélagsins að vetri til að halda hita og að drottningin byrji að verpa síðvetrar og myndun sverma á sumrin. 

Vetrarhvíldin byrjar þegar hitinn lækkar og er eflaust mismunandi miðað við staðsetningu í heiminum, talið er að þernurnar þétti hópinn þegar lofthiti lækkar niður fyrir 18° C og hópurinn þéttist meir og meir eftir því sem kólnar.

Talið er að flugurnar neyti hunangs af og til og þær færi sig til innan klasans. Bf hækka líkamshita með brennslu og virkjun flugvöðvanna án þess að hreifa vængina. Stundum gerist það að búin drepast að vetri í miklum kulda þó svo að nægt fóður sé í búinu, því það getur orðið það kalt að klasinn nær ekki að færa sig til í búinu til að ná sér í eða nálgast  fóður ef það er ekki innan seilingar. 

Að líkum er ekkert ungviði í gangi á kaldasta hluta vetrar, en klasinn heldur samt um 20-22°C um miðju hans án þess að kuldi utan búsins hafi áhrif á það hitastig. 

Talið er að nýtt ár byrji þegar drottningin byrjar að verpa seint að vetri og þá hækkar búið hita sinn í miðju og í kringum ungviðið upp í 35°C. 

Flugurnar eins og mörg önnur dýr safna fituforða í líkama sinn og byrja að nýta hann seint að vetri eða snemma vors. Búið er fámennast seint að vetri/snemma vors, en nýjar flugur fæðast og halda hitanum innan marka þess sem þarf til að halda lífi í búinu.  Villt  bú sverma að minnsta kosti einu sinni á vorin (hér erum við  að tala um hina villtu býflugu, sem ekki er í umsjón mannsins).

 

 

 

Heimsóknir: 
Stjórnun