Félagsaðild

Samkvæmt lögum Bý ( hér að neðan ) geta allir sótt um aðild og eru umsóknir teknar fyrir á Aðalfundi Bý sem fram fer í apríl á ári hverju. Engum hefur verið synjuð innganga og engin verið rekin úr Bý hingað til. Nokkur fjöldi fólks sem samþykkt hafa verið sem félagsmenn hafa þó ekki greitt félagsgjöld. 

Hafi fyrrum félagsmaður ekki greitt félagsgjald undanfarin ár ber honum að greiða þá skuld fyrir Aðalfund til að öðlast full réttindi.

Sjá einnig lög Bý

 

Grein 1.3

Rétt til aðildar að Bý hafa þeir sem:

  1. a) ástunda býflugnarækt
  2. b) hafa ástundað býflugnarækt einhvern tíma á síðustu fimm árum.
  3. c) sótt hafa námskeið um býflugnarækt
  4. d) meirihluti aðalfundar samþykkir
  5. e) sem eru stofnfélagar Bý

Hvað felst í því að vera í félaginu?

Samkvæmt lögum Bý hafa félagsmenn –

Grein  1.6

               Rétt til að kaupa býflugur (býpakka, afleggjara ) í gegnum félagið hafa einungis þeir sem eru samþykktir félagar í                     Bý og hafa:             

                     1.  a) sótt býræktarnámskeið á vegum BÝ eða sambærilegt námskeið sem hæfnisnefnd BÝ samþykkir, eða                                   2. b) ástundað býrækt samfleytt í 5 ár eða lengur og standast mat hæfnisnefndar BÝ.

og  grein 2.2

                 Aðalfund sitja með fullum réttindum félagar Bý sem greitt hafa félagsgjöld fyrir aðalfund. Þeir nýir félagar sem                         samþykktir eru á aðalfundi skulu ganga frá félagsgjöldum sínum við gjaldkera félagsins fyrir kosningu stjórnar.

 

og samkvæmt grein 7

                   Gerist félagsmaður sekur um að vinna gegn hagsmunum félagsins og/eða býflugnaræktar á Íslandi getur                                    meirihluti aðalfundar vísað honum úr félaginu. 

  

 

Þarf að vera félagi til að fara á námskeið í býrækt á vegum Bý?—nei engin kvöð er um það.

 

 

 

Umsókn um félagsaðild

Til að sækja um aðild að félaginu þarf að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer og tölvupóstfang á tölvupóstfang Bý

Félagsgjald er greitt árlega og skal greiðast fyrir Aðalfund til að hafa fullan atkvæðisrétt á Aðalfundi. Félagsgjald hefur undanfarin ár verið kr 5000. 

.