VIÐBRÖGÐ BÝFLUGNA VIÐ REYK

VIÐBRÖGÐ BÝFLUGNA VIÐ REYK

 

Nýtt um viðbrögð býflugna við reyk
Bitidningen 5 2017
Hannes Bonhoff
Ósarinn er hluti af staðalbúnaði býræktandans og er notað til að róa býflugur við skoðun í búið. Það kemur í ljós að viðbrögð býflugna við reyk hafa verið misskilin. Reykur hefur lengi verið notaður til að róa býflugur eins og sýnt er til dæmis í yfir 3000 ára gömul ristum í Egyptalandi. Augljós viðbrögð býflugna við lykt af reyk er að hverfa inn á milli vaxkakanna og fylla sig af hunangi. Þessari hegðun er yfirleitt lýst með að býflugur undirbúa að fljúga úr búinu til að komast í burtu frá eldinum. Eins og við sverm á fylltur hunangsmaginn að fylla þörf sem orkugjafi fyrir ferðinna og stofnun hins nýja bús. Af ýmsum ástæðum er þessi skýringin ekki raunhæf.

Drottning þarf að léttast.

Drottning í fullu varpi getur ekki flogið vegna þyngdar og verður því að léttast áður en svermurinn fer af stað. Ef búið hefði flúið bústað sinn með aðeins nokkrar mínútur viðvörun myndu þær því missa drottninguna og þannig farast. Reykurinn truflar einnig samskiptin býflugna með ferómónum sem eru notuð í samhæfingu við tilurð svermsins. Náttúrulegir bústaðir býflugna í norrænu loftslagi (tempruðu), er holur tréstofn sem veitir framúrskarandi vörn gegn eldi, með þykka veggi og lítið flugop. Vængir býflugna skaðast við minnstu snertingu elds. Hver er þá aðferðafræði býflugna að lifa af skógareld ef ekki á að flýja úr hreiðri sínu ?

Hvernig bú býflugna bregðast við bruna hefur nýlega verið rannsakað í Suður-Afríku. Þar lifir capbýflugan, sem tilheyra sömu tegund og býflugur okkar, Apis mellifera. Vegna skorts á holumtrjástofnum byggja capbýflugurnar bú sín aðallega undir steinum þar sem þær byggja nokkrir millímetra þykka veggi úr troðkítti (propolis) til að minnka flugopið í búið. Það sýnir sig að býflugurnar halda kyrru fyrir í bústað sínum frekar en flýja þegar það kemur upp gresju-/skógareldur. Þær skríða djúpt inn á milli vaxkakanna til að komast burtu frá eldinum. Eftir víðtækan bruna, eru engin blóm sem gefa nektar eða frjókorn. Að fylla hunangsmagann er aðferð býflugna til að undirbúa sig fyrir nokkrar vikur án fæðu þar til landsvæðið hefur náð náð sér á ný.

Dregur úr virkni.

Eftir að hafa fyllt hunangsmagann draga býflugur úr virkni, sem gerir að þær þá virðast rólegar. Búið undirbýr hins vegar fyrir lífshættulegar aðstæður með hættu á að kafnaði af reyk, brenna í eldi eða svelti til dauða vegna skorts á næringu. Eftir elda verða býflugurnar að takmarka eða jafnvel stöðva ungviða uppeldi. Lirfur og egg geta þá verið eina uppspretta próteina sem þær geta borðað, í formi mannáts. Með þá þekkingu að býflugur eru að reyna að lifa af skógareld með því að halda kyrru fyrir í búinu, þarf býræktandinn ekki að hafa áhyggjur að býflugur flýi búið við notkun reyks. Þar sem lyktin af reyk trufla ferli í býflugnabúi, þá er mælt með að nota ósarann sparlega og aðeins þegar nauðsyn krefur og ekki fyrirbyggjandi. Í heitu veðri, má úða smá vatn í staðin. Til að draga úr truflun frá byrjun grunni getur býræktandinn skipulagt og fækkað skoðunum í búin í aðeins nauðsynleg inngrip. Margt af því sem gerist í býflugnabúi er líka hægt að skilja með því að fylgjast með við flugopið og hlusta á búið

Hafa samband